Morgunblaðið - 23.11.1976, Side 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976
n
n
NÝLEGA kom út I Vestur-býzkalandi bók eftir hinn kunna
knattspyrnumann Franz Beckenbauer. Nefnist bók þessi „Einer
wie ích“. 1 bókinni fjallar Beckenbauer um feril sinn sem
knattspyrnumaður, allt frá þvf að hann fyrst gekk I knattspyrnu-
félagið SC 1906 og unz hann varð fyrirliði vestur-þýzka lands-
liðsins sem varð heimsmeistari 1974. Bðk Beckenbauers hefur
fengið mikið lof, og þegar verið þýdd á mörg tungumál. Þykir
Beckenbauer ófeiminn við að setja fram skoðanir sfnar á
mönnum og málefnum, og fá ekki allir háa einkunn sem með
honum hafa starfað, eða leikið gegn honum.
Meðfylgjandi kafli er ör bókinni, og segir Beckenbauer hér
frá upphafi knattspyrnuferils sfns og ýmsu sem á daga hans
dreif meðan hann var unglingur.
AFINN HÆTTI AÐ GREIÐA
FYRIR MÖRKIN ÞEGAR ÞAU
VORU ORÐIN ÁTTA í LEIK
Þegar ég kom fyrst til SC 1906
stóð þar grannur maður sem
studdist fram á hækju. Hann
vantaði annan fótinn. Hann benti
mér að koma nær.
— Ert þú Franz Becenbauer?
spurði hann. Ég kinkaði kolli, en
kom ekki upp orði. Ég var aðeins
átta ára og vissi að maður þurfti i
það minnsta að vera orðinn tíu
ára til þess að komast í lið hjá
félaginu. Ég var viss um að
Neudecker myndi komast að
þessu og senda mig burtu.
— Hvað ertu gamall?
— Átta, næstum niu.
— Já, þú ert átta ára, þrumaði
hann, — gættu þin að týnast ekki
bak við knöttinn. Hefur þú nokk-
urn tíman spyrnt alvöru knetti.
Ég kinkaði ákaft kolli, þrátt
fyrir að annað hefði átt betur við.
Neudecker spyrnti til min nýj-
um knetti og stillti sér upp fyrir
framan mig. — Jæja, sagði hann,
— Hlauptu svolitið um með knött-
inn.
Og ég tók til fótanna. Við slikan
dýrgrip hafði ég ekki komist í
kynni fyrr. Ég spyrnti til hægri og
vinstri, en gekk ekki alltof vel að
hemja knöttinn. Samt sem áður
fannst mér þetta stórkostlegt.
Þú ert of horaður
— Ágætt, skrækti Neudecker
fra leikjum okkar strákanna á
götunni, ég sagði honum frá eldri
bróður mínum og jafnöldrum
hans og félögum sem ég fékk
stundum að spila með.
— Þú stóðst þig ágætlega. Þú
verð vel meó knöttinn, en þarft að
verða sterkari. Þú er krangi,
alltof horaður. Þar að auki ertu
ekki nógu gamall til þess að kom-
ast í lið hjá okkur, en ég ætla mér
að lofa þér að spreyta þig í ein-
hverjum vináttuleik
Og þar með var ég orðinn félagi
í SC 1906 Frá þeim d i átti ég þá
ósk heitr « (ddri. Ég
hefði vii . i'yrir að
vera orð: ár eru
langurti. m.
Feldu
Neurii okkur,
þrátt f * ■ oifættur
og þy kjur.
Hann junum
að það ; óífkíndum,
og oft illa á
okkur datt
var h ‘tur
aftur
Kgv t fötl-
un ha ■ • - mig
eins ! - ég gat
þegar hann var að leika með
okkur. En dag nokkurn kallaði
hann til mín. — Franz vertu ekki
að fela þig, komdu hingað og
reyndu að leika á mig.
Ég lék með knöttinn til hans og
vissi ekki hvað ég átti til bragðs
að taka. Ég gjóaði augunum á
hækjurnar og ákvaó síðan að
reyna að leika fram hjá honum.
En áður en ég vissi af varð allt
svart fyrir augunum á mér og ég
lá á vellinum með munninn fullan
af sandi og mold. Nokkra metra
frá mér lá knötturinn við heila fót
Neudeckers, sem veifaði nú hækj-
unni glaður á svipinn.
— Stattu upp strákur, sagði
hann. — Þetta var ágætt, en þú
verður að vita hvað getur skeð í
knattspyrnu ef þú ert að dúlla of
lengi með knöttinn. Þú verður að
gefa hann frá þér og hlaupa síðan
frá andstæðingnum, en ekki að
vera að þvælast með hann alveg
upp að fótunum á honum.
I þeim vináttuleikjum sem ég
fékk að leika með SC 1906 á þess-
um tima var ég jafnan hafður á
vinstri kantinum. Seinna komst
ég að því að það var staða þeirra
sem ekki þóttu nógu góðir. Flestir
drengir nota hægri fótinn meira i
leik sínum, en þessi staða mín
varð til þess að ég fór að nota
vinstri fótinn mikið og kom það
mér til góða slðar.
— Notaðu vinstri löppina,
kallaði Neudecker oft til mín, —
hlauptu hraðar, — vertu ekki sof-
andi langt úti á kantinum.
Mig langaði afskaplega mikið til
þess að leika á miðjunni, en I
þeirri stöðu var stór og feitur
strákur sem allt átti að snúast um.
Hann hafði afleita knattmeðferð
en skoraði oft mörk með táspörk-
um. Við vorum stundum að stríða
honum á þessu, en Neudecker
sveiflaði þá hækjunni meira en
nokkru sinni fyrr, og sagði að það
væri sama hvernig mörkin væru
skoruð. — Mark er mark, sagði
hann, — hvernig það er skorað,
það skiptir mig engu máli.
Gerðu það sem þér
býr í brjósti
Með þá von I huga að mér tæk-
ist að skora mark sótti ég oft
mikið inn á vallarmiðjuna. Þá sá
ég út undan mér að Neudecker
hristi höfuðið. Þegar honum þótti
ég gera eitthvað af viti með þessu
sagði hann ekki neitt. Stundum
hljóp ég líka I vörnina og hugðist
hjálpa til þar. Ég man hvað mér
sárnaði einu sinni mikið þegar ég
þóttist hafa gert vel I vörninni og
einn félaga minna kallaði: —
Komdu þér á kantinn, kjúklingur-
inn þinn.
Neudecker mun hafa tekið eftir
þessu og hann kom til mín eftir
leikinn, lagði höndina á kollinn á
mér og sagði. — Láttu þá bara
kalla. Gerðu það I leiknum sem
þér býr I brjósti og þú telur að
verði liðinu til góðs. Hlauptu end-
ana á milli, ef svo ber undir.
Helmingur leiksins er hvort sem
er hlaup.
Dag nokkurn sagði Neudecker
við mig: Þú getur orðið eins og
Fritz Walter ef þú heldur þig á
mottunni.
Ég velti þvl fyrir mér I marga
daga hvað hann átti við með
þessu. Þegar ég bar þetta undir
bróður minn glotti hann og sagði.
— Hann þekkir þetta. Þegar
strákar eldast fara þeir að hitta
stelpur. Þetta svar hjálpaði mér
ekki mikið. Það sem Neudecker
hafði sagt um mig og Fritz Walter
varð mér meira ígrundunarefni
en hvað strákar gera við stelpur.
Fritz Walter var fyrirliði þýzka
landsliðsins sem vann til fyrsta
heimsmeistaratitils sem Þjóðverj-
ar hafa unnið. Hann lék með FC
Kaiserslautern og var Neudecker
tákn hins sanna Þjóðverja.
Pabbi var ekki hrifinn
Auðvitað sagði ég pabba frá
ummælum Neudeckers. Hann
varð ekkert uppvægur, og sagði
að knattspyrnumenn gætu aldrei
orðið neinir guðir. Hann gekk
fram og aftur og ræddi við mig.
Að lokum sagði hann. — Hvað
heldur þú að Fritz Walter geri
þegar hann getur ekki lengur
leikið knattspyrnu. Hann hefur
ekki lært nokkurn skapaðan hlut.
— Hann græðir peninga,
svaraði ég, — hann hefur getað
sparað.
Þá fór pabbi að hlæja. — Svo þú
heldur það, sagði hann, — knatt-
spyrnumenn eru of heimskir til
þess að geta sparað. Afi gamli
stóð hins vegar við bakið á mér.
Þegar ég var orðinn þrettán ára
kallaði hann einu sinni á mig og
ég sá að hann hélt á peningi rhilli
löngutangar og baugfingurs. —
Strákur, sagði hann, — fyrir
hvert mark sem þú skorar eftir-
leiðis skal ég borga þér 50 pfenn-
ig. Þetta urðu siðan vasapeningar
mínir. Ég skoraði alltaf eitthvað
af mörkum, stundum tvö — þrjú
og afi gladdist. Við sigruðum alla
sem við lékum við, stundum með
yfirburðum. í leik nokkrum skor-
aði ég átta mörk. Þá vissi afi ekki
hvort hann átti að hlæja eða
gráta. Um kvöldið lagði hann fjög-
ur mörk á borðið hjá mér og sagði.
— Strákur, nú verð ég að hætta
þessu. Ég hef ekki lengur efni á
því að kaupa mér öl.
Fyrsti úrslitaleikurinn
Svo kom að því að SC 1906
komst I úrslit I „stórmóti." 1
undanúrslit skólakeppni Þýzka-
lands komust fjögur lið, auk okk-
ar Bayern, 1860 MUnchen og
Neubiberg. Við lékum við Bayern
I undanúrslitunum og sigruðum
auðveldlega. Sjálfur skoraði ég
eitt mark i þeim leik. Þar með
vorum við komnir I úrslit á móti
1860 Munchen, liðið sem okkur
hafði alla dreymt um að leika
með, vegna þess að við vissum að
allir sem voru nógu góðir fóru
yfir I ,,Sextíu“. Við vissum að við
myndum enga möguleika eiga I
úrslitaleiknum.
Eigi að síður var það stór stund
er að leiknum kom. Ég átti að
leika sem varnarmaður á miðj-
unni, og sá sem ég átti sérstaklega
að gæta var miklu stærri og
kraftalegri en ég. Ég man það
eins og það hefði skeð I gær, að I
fyrsta sinn sem við kepptum um
knöttinn I leaknum varð honum
að orði. — Hvað ert þú að gera
hér, stráksnáði.
Þetta varð auðvitað til þess að
ég lagði mag enn meira fram en
ella, og átti þarna góðan leik. Þvi
miður gekk félögum mfnum ekki
eins vel. Þegar ég skoraði mark I
þessum leik hljóp ég beint til
stráksins sem hafði verið að strlða
mér og sagði: — Sástu núna hvað
ég var að gera hér! Með það sama
sló hann mig niður, en dómarinn
sá það ekki.
„Sextíu" vann þennan leik og
„óvinur" minn rak út úr sér
tunguna framan I mig þegar hann
fór út af vellinum. Það var á
þeirri stundu sem ég ákvað að
fara aldrei til „Sextíu", jafnvel
þótt þeir gengju á eftir mér. Ég
sagði félögum mínum þetta, og
jafnframt að ég ætlaði mér að
komast I Bayern, — þeir gætu
gert það sem þeim sýndist.
Á þessum árum var ég alltaf
þreyttur. Ég var kominn i rúmið
áður en dimmt var orðið úti. Ég
hætti I skóla þegar ég var fjórtán
ára og fór að vinna sem lærlingur
I tryggingafyrirtæki. Ég var
yngsti starfsmaður þess og líkaði
starfið afleitlega. Hafði það á til-
finningunni að ég væri ekkert
annað en maur sem menn stigu
ofan á þegar þeim sýndist. Ég sá
engan tilgang I þvi sem ég var að
gera. Knattspyrnuvöllurinn var
mér allt. Þar hafði ég verk að
vinna og sá árangurinn.
Ég kveið fyrir hverjum vinnu-
degi.
— Þetta er vitleysa, sagði
pabbi. — Það fá allir slíka tilfinn-
ingu þegar þeir eru að byrja að
vinna. Það kemur að því að þú
færð ánægju af vinnunni og
stendur þig. 1 knattspyrnunni get-
ur þú verið I mesta lagi I tiu ár —
og hvað svo?
Ingrid færði mér
sjálfstraustið
Þannig hélt tíminn áfram að
líða. Ég hélt áfram að vinna hjá
tryggingafyrirtækinu, en tilfinn-
Franz Beckenbauer fékk harðan skóla I æsku, en stóð sig jafnan
framúrskarandi vel.