Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 277. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Olíudreifing í Dan- mörku kemst í eðli- legt horf á morgun Kaupmannahöfn 27. nóvembe^NTB. Stjórnmálafréttaritarar f Kaup- mannahöfn eru sammála um að ríkisstjórn Anker Jörgensens hafi staðið af sér hinn pólitfska storm síðustu daga þrátt fyrir að mörg vandamál séu enn óleyst og ekki séð hvort stjórnin getur haldið velli. Benda fréttaritarar á að sá móguleiki sé fyrir hendi hvenær sem er að stjórnin fái meirihluta á móti sér í danska þinginu. Anker Jörgensen sagði á fundi með fréttamönnum í gær að stjórnin væri þess fullviss að það væri grundvöllur fyrir að taka upp nýjar samningsviðræður við stjórnarandstöðuna og myndi hún einskis látið ófreistað i því sam- bandi. Ekki er talið að slíkar við- ræður muni hefjast fyrr en eftir helgi, þar sem stjórnmálamenn muni nú hvílast yfir helgina eftir annasama daga og endurskoða stöðuna. Útkeyrsla olíu og benzíns var með nær eðlilegum hætti i dag, en þó mun olíudreifing ekki verða komin f eðlilegt horf fyrr en á mánudag og eiga margir Danir fyrir höndum fremur napra helgi í kuldakastinu, sem nú gengur yfir landið. Jarðskjálftarnir í Tyrklandi: Fórnarlömbin sitja í nístandi kulda undir berum himni Ankara 27. nóvember — Reuter STÓRAR, bandarískar flutningaflugvélar mynda nú loftbrú með hjálpar- gögn til Austur-Tyrklands, þar sem þúsundir heimilis- lausra hafa átt sína þriðju nótt í nístandi kulda undir berum himni. Mikið af lyfjum, ullarteppum, tjöldum og öðrum búnaði hefur borizt frá erlendum ríkjum en erfitt er að koma búnaðinum til þeirra svæða, þar sem ástandið er verst. Þá er enn óljóst hve margir týndu lífi, þegar um 100 sveita- þorp eyðilögðust í jarðskjálftan- um á miðvikudag. 1 gærkvöldi var opinber tala 3.302. Tala látinna hefur þó stigið stöðugt og yfirvöld óttast að skjálftarnir hafi kostað allt að helmingi fleiri menn lífið. Míkill skortur er á vatni og mat- vælum og kuldinn gerir fórnar- lömbunum erfitt fyrir. Sjónar- vottar segja að lítil börn deyi úr kulda. Þá er mikil eftirspurn eftir skóflum, en fólk vill reyna að grafa lík ættingja sinna áður en jörð verður einn freri. Upptök stærsta jarðskjálftans, sem mældist 7.6 stig á Richter, urðu undir bænum Muradyie. Alitið er að um þriðjungur bæjar- búa, sem voru 6000, hafi látizt, en aðeins tvær byggingar standa uppi í bænum. Musterið og stjórn- arskrifstofur. Bandaríkin, tran, Bretland, Vestur-Þýzkaland, italía, Sviss, Ástralía og Saudi-Arabia hafa veitt eða lofað að veita Tyrkjum aðstoð vegna hamfaranna. Húsið að Vesturgötu 32 á Akranesi eftir hina kraftmiklu sprengingu, sem varð í því í fyrrinótt. Aðeins urðu lítilsháttar slys á fólki. Sjá nánar á baksfðu og miðsíðu blaðsins. (Ljðsm. Friðþjðfur). Bandaríkin semja við Rússa um veiðar innan 200 mílna Washington 27. név. Reuter. Bandaríkjastjórn hefur komizt að samkomulagi við stjórnir Sovétríkjanna og Mexíkó um fiskveiðirétt- indi innan 200 mílna fisk1 veiðilögsögu Bandaríkj- anna, sem taka á gildi 1. marz nk. Talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytis- ins sagði, að samkomulag hefði náðst milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um að sovézk fiskiskip Austin Laing: Varar við illskeyttum viðbrögðum London 27. névember — AP: FORMAÐUR Sambands brezkra fiskiskipaeigenda, Austin Laing, hefur varað við illskeyttum viðbrögðum togara- manna við fréttum um að samningar hafi ekki tekizt á milli Efnahagsbandalagsins og fslendinga. „Ég er agndofa yfir hvað framkvæmdanefnd bandalags- ins vinnur léttúðlega að þvf að ná samkomulagi," sagði Laing. Margir togaraeigendur hafa hætt við að senda skip sfn til tslands og þvf er álitið að að- eins 5 eða 6 brezkir togarar verði þar að veiðum á miðviku- daginn þegar Óslóarsamkomu- Iag Breta og Islendinga gengur úr gildi. Brezka stjórnin hefur gert það ljóst öllum útgerðarmönn- um, sem hyggjast halda áfram veiðum á tslandsmiðum eftir 1. desember, að þeir muni gera það án herskipaverndar. Michael "Brotherton, sem er íhaldsþingmaður fyrir Louth, hefur hvatt Anthony Crosland, utanrfkisráðherra, til að bjarga brezkum sjómönnum frá þvi sem hann kallaði „óþolandi ástand". Síðan sagði hann: „Hvllik þversögn væri það ef Bretum, sem eru langmesta fiskveiðiþjóð innan EBE, yrðu meinaðar veiðar við Island eftir 1. desember á meðan þjóðir, sem leggja mun minni áherzlu á fiskveiðar, eins og Vestur- Þjóðverjar, fá að halda áfram veiðum á Islandsmiðum." Annar íhaldsþingmaður, Alex Fletcher frá Edinborg, sem á sæti i Evrópuþinginu, sagði: „Það veldur sárum vonbrigð- um að brezkir sjómenn, sem hafa treyst framkvæmdanefnd Efnahagsbandalagsins fyrir þessum viðræðum verða að horfa á samninginn renna út í næstu viku og verða þar með útilokaðir frá veiðum við Is- land. Það gefur ekki góðar von- ir um getu okkar til að gera nýtt fiskveiðisamkomulag við aðrar þjóðir Efnahagsbanda- lagsins." sæktu um leyfi til veiða á miðum, sem liggja innan 200 mílna markanna við Atlantshafs- og Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna. Áð- ur höfðu sovézkir fiski- menn aðeins orðið að sækja um leyfi til veiða innan 12 mílna lögsögunnar. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins sagði að sovézkum fiskiskip- um yrði úthlutað leyfum til veiða í samræmi við hefðbundna sókn þeirra á hin ýmsu fiskimið og yrði miðað við meðaltalsaflamagn síð- ustu ára. I samningnum viður- kenna Sovétríkin í reynd 200 mflna fiskveiðilögsögu Bandaríkj- anna. Samningur Bandarikjanna og Mexíkó er I samræmi við 200 mílna reglugerðina, þar sem kveð- ið er á um að Bandaríkjastjórn geri nýja samninga um gagn- kvæm fiskveiðiréttindi við þjóðir, sem aðild hafa átt að eldri samn- ingum.