Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBUR 1976 PLASTVERKSMIÐJA — W U LÖJ LfU EB tT BYGGINGAVÖRUVERZLUN HLÝPLAST Einangrunarplast, stærst 110x300 cm. og 100x400 cm. HLYPLAST þykkt eftir eigin vali HLYPLAST Leitið tilboða hjá okkur HAMRABORG 7 - KÓPAVOGI - SLMI 40600 - 40840 'fcNTA* Nýja ASAHI PENTAX KM Ijósmyndavelin er komin aftur — síðasta sending á þessu ári. Komið, hringið eða skrifið og kynnist nýja „Pentaxinum". PENTAX ICM ASAHI PENTAX F0T0HUSIÐ BANKASTRÆTI SÍMI 21556 & Veislumatur viö vægu verði I hádeginu: Hreindýrasteik með Waldorf salati, sykurbrúnuðum kartöflum, listuðum perum og gráenum ertun á kr. 11 00.— í kvöld: Ofnsteiktur lambahryggur með bökuðum kartöflum, hrásalati og bearnaisesósu á kr. 990.— Þaö er ódýrt aö boröa hjá okkur Verið velkomin [£ÍSiiJllU [Pl PJ E 0)1 nll li Harður eltingaleikur við ölvaðan ökumann LÖGREGLAN I Reykjavík lenti f miklum eltingaleik við ölvaðan ökumann á götum Reykjavíkur og Seltjarnarness f fyrrinótt og Nú fjölmeimtu unglingarnir í Tónabæ Kyrrð og friður ríktu á Ilallæris- planinu f Reykjavfk á föstudags- kvöld, og segir iögreglan að það hafi verið að þakka þvf að Tóna- bær hafði opið hús fyrir ungiing- ana um kvöldið. Að visu söfnuðust nokkrir ung- lingar saman á Hallærisplaninu en lögreglan bauð þeim þá far með bílakosti sínum upp í Tóna- bæ. Unglingarnir þáðu það með þökkum og voru því alls um 570 unglingar samankomnir í Tónabæ um kvöldið. Stiginn var dans eftir diskótek-tónlist og fór þar allt hið bezta fram, að sögn Ómars Einars- sonar, forstöðumanns Tónabæjar, og urðu engin ólæti við húsið eftir dansleikinn. áður en lögreglunni tókst að handsama manninn eftir að hann hafði ekið bifreið sinni út af vegi, hafði hann ekið á iögreglubifreið, kyrrstæða fólksbifreið og á grind- verk. Lögreglumenn urðu fyrst varir við grunsamlega bifreið í vestur- borginni rétt fyrir kl. 2 í fyrri- nótt, en þegar ökumaður bifreiðarinnar varð þess var, að honum var veitt eftirför, setti hann á fulla ferð og upphófst æðislegur eltingaleikur, sem barst um ýmsar götur vestur- borgarinnar, og var kallað út aukalið hjá lögreglunni til að freista þess að handsama öku- manninn áður en hann ylli tjóni með akstri sfnum. Meðal annars brugðu lögreglu- menn á það ráð að leggja einni lögreglubifreiðinni þvert á götu til að stöðva bílinn, þegar hann kom þar akandi, en ökumaðurinn ók þá út af götunni, komst fram- hjá lögreglubifreiðinni en þó ekki án þess að rekast utan i hana. Þá ók hann einnig á kyrrstæða bif- reið og ennfremur á girðingu, en för hans lauk úti á Valhúsabraut á Seltjarnarnesi, þar sem hann missti stjórn á bifreiðinni og ók út af. Þar tók ökumaðurinn til fót- anna og hugðist sleppa þannig úr greipum laganna varða, en þeir höfðu betur. Var ökumaðurinn síðan færður í fangageymslur lögreglunnar Akureyri: Kirkjusam- koma í dag Akureyri — 27. név. KIRKJUKÓR Lögmannshlíðar- kirkju gengst fyrir síðdegissam- komu í Glerárskóla kl. 15.30 á morgun, sunnudag. Tryggvi Gísla- son, skólameistari, flytur ræðu, Kristján frá Djúpalæk les kvæði eftir sig og Kirkjukórinn syngur nokkur lög, þar á meðal nýtt lag eftir söngstjórann, Askel Jónsson. Sóknarprestarnir munu flytja ávörp og einnig verður almennur söngur. Samkomugestum gefst kostur á að fá sér gott kaffi i skólanum og styrkja með því byggingu safnað- arheimilis í Glerárhverfi. — Sv.P. Opec-hækkun á hráolíu: Leiðir til a.m.k. 6 kr. Liækkunar á bensíni? GERA MÁ ráð fyrir þvf, að verð á einum lltra af bensfni til neyt- enda hækki upp f 83 krónur, ef Samtök olíuútflutngingsríkja, OPEC, samþykkja 10% hækkun á verði hráoiíu og íslenzku olíu- félögin fái samþykkta hækkunar- beiðni sína, sem lögð var fram í vikunni. Eins og skýrt var frá i Morgun- blaðinu á föstudag hafa olíufélög- in farið fram á þriggja króna hækkun á verði bensínlitrans. Verði sú hækkun samþykkt, sem búast má við þar sem að kostnað- arliðir erlendis og innanlands hafa hækkað, fer verðið á bensín- litranum í 79 krónur. Morgunblaðió sneri sér i gær til Gunnars Haraldssonar, hagfræð- ings hjá Framkvæmdastofnun ríkisins, en hann fjallar þar um orkumál, og spurði hverjar hann teldi líklegar afleiðingar 10% hækkunar hráolíuverðs OPEC. Sagði Gunnar, að ekki væri hægt að segja nákvæmlega fyrir um — ASÍ-þing Framhaid af bls. 40 frá Raufarhöfn. Ekki munu þau þó njóta stuðnings ýmissa helztu Verkalýsleiðtoga Alþýðubanda- lagsins, sem eru í forystu fyrir ýmsum stærstu og öflugustu verkalýðsfélögum, sem munu telja gæfulegra til árangurs í kjarabaráttunni að leita sem víð- tækastrar samstöðu innan verka- lýðshreyfingarinnar og viður- kenna faglega stöðu annarra verkalýðsfélaga innan sambands- ins, óháð pólitískum skoðunum forustumanna þeirra. hver hækkunin yrði né hvenær hún kæmi til framkvæmda. Hann sagði þó að um það bil 5% hækk- un útsöluverðs væri ekki ólíkleg. Söfnunarbauk Hallgrímskirkju stolið NOKKUR innbrot voru framin i Reykjavík í fyrrinótt, en ósvífnast þeirra er þó vafalítið innbrot i Hallgrimskirkjuna, þar sem stolið var söfnunar- bauk kirkjunnar með þeim krónum sem i honum voru. Þá var brotizt inn í Sundhöll Reykjavíkur og stolið lyklum að búningsskápum í karla- klefa. Einnig var brotinn sýningargluggi við Nýja bió og brotizt var inn í Ræsi en litlu sem engu stolið þaðan. Heyrzt hefur að framangreind- ur klofningshópur hafi i hyggju að bjóða fram Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, formann Sóknar, í varaforsetaembættið gegn Snorra Jónssyni, enda þótt Aðalheiður teljist ekki til hóps- ins. Hins vegar þykir Aðalheiður einlægur baráttumaður fyrir bættum kjörum láglaunafólks og nýtur almennrar virðingar innan Alþýðusambandsins og með því að nota sér persónulegt fylgi hennar þykist hópurinn ætla að sýna fram á sterka pölitíska stöðu sina innan sambandsins. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort Það þýddi að miðað við nýjustu hækkunarbeiðni oliufélaganna yrði bensínlítrinn að seljast á 83 krónur til að mæta hækkun OPEC. Þetta verð miðast þó við að verðákvarðanir íslenzkra stjórn- valda byggi á sömu forsendum og hingað til hafa verið lagóar til grundvailar slíkri ákvarðanatöku. Með þessu sé þó ekki öll sagan sögð, þar sem búast megi við því að afleiðingar almennrar hækk- unar hráolíuverðs berist mjög hratt út i verðlag erlendis og þar með muni ýmsir kostnaðarliðir hækka og er liklegt að það hafi ennfremur áhrif til hækkunar. Þessar tölur eru byggðar á því, að verðlagsyfirvöld heimili að er- lendu verðbreytingarnar verki að fullu á innlent verðlag. Þetta verð miðast að sjálfsögðu við gengi dollarans eins og það er í dag. En á það má benda, að gengi krón- unnar gagnvart dollarnum hefur það sem af er þessu ári sigið um 12% Aðalheiður hefur ljáð máls á því að fara fram gegn Snorra Jóns- syni. Verði þessi hópur hins vegar ofan á í kosningunum til mið- stjórnarinnar má fullvíst telja, að það muni valda mikilli sundrungu innan Alþýðusambandsins. Verkamannasambandið ræður yf- ir flestum fulltrúum á þinginu, þá Landssamband isl. verzlunar- manna, sfðan Sjómannasamband Islands og Landssamband iðnverkafólks, og forustumenn allra þessar fjölmennstu samtaka munu vera því fylgjandi að reynt verði að ná sem víðtækastri sam- stöðu um málefni Alþýðu- sambandsins. Talið er, að Alþýðubandalagið ráði yfir um 130—40 fulltrúum af þeim 350—60 sem Alþýðu- sambandsþingið sitja, og yfir 100 fulltrúar aðhyllast Sjálfstæðis- flokkinn. Erfiðara er að meta tölu fulltrúa sem eigna má Fram- sóknarflokknum, Alþýðuflokkn- um og Samtökunum en þó má gizka á að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ráði yfir um 60 þingfulltrúum hvor flokkur. Jólin nálgast Drengjaskyrtur á 1 560 kr. Telpnanærföt frá 550 kr. settið. Náttföt, náttkjólar frá 950. Drengjaföt frá 1 —6 ára frá 3500 settið. Síðir og stuttir telpnakjólar. Úlpur, húfur, vettlingar. Mikið úrval. Póstsendum Bella, Laugavegi 99, sími 2601 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.