Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 Zvi Zamir, yfirmadur ísraelsku leyniþjón- ustunnar. Upphaflega til að drepa Nazista ísraelska leyniþjónustan er óháð stofnun með sínar eigin reglur og að ferðir Hún er að mörgu leyti hægri hönd ríkisstjórnarinnar, leynilegt utan- ríkisráðuneyti sem sér um samband ísraels við þau ríki, sem kæra sig ekki um stjórnmálasamband við ísrael af einhverjum ástæðum Meðal slíkra ríkja eru t d Tyrkland, íran og Marokkó Ein deilda leyniþjónustunnar er Deild sérstakra aðgerða Þessi deild er drápsdeildm Hún er ábyrg aðeins gagnvart Zamir Eins og nafn hennar ber með sér. er henni ætlað það eina hlutverk að finna og drepa erlenda njósnara Deildin varð upphaflega til í þeim tilgangi að drepa nazista Hún tók emnig að sér að myrða eða hræða burt þýzka vísmdamenn, sem Nasser Egyptalandsforseti réð til að starfa við eldflaugarannsóknir Siðustu árin hafa starfsmenn deildarinnar snúið sér meira og meira að hryðjuverkamönn- um Svarta september En þegar hér var komið í sögunni, hafði starfsemi deildarmnar legið niðri um nokkurt skeið Zvi Zamir fékk hlutverkið að endur skipuleggja þessa deild í hefndarskym við Svarta september Auk hans var fyrrverandi yfirmaður leyniþjónust- unnar, Yariv. skipaður og jafnframt gerður að sérstökum ráðgjafa Goldu Meir varðandi þessi mál Skipulag Zamir og Yariv gerðu sér Ijósa grein fyrir erfiðleikunum, sem þeir yrðu að yfirstíga Ef ætlunin var að stemma endanlega stigu við hryðjuverkastarf- semi, nægði ekki að drepa aðeins einn foringja skæruliðanna, heldur alla Þeir yrðu að gera líf skæruliðaforingja svo hættulegt, að enginn myndi þora að taka að sér slikt hlutverk Til að nálgast þetta markmið urðu þeir Yariv og Zam ir að búa til nýja tegund stríðsaðferða Eins og einn morðingjanna átti síðar eftir að segja ,,Morð þarf að fram- kvæma af list” Fjöldamorð þarfnast emnig skipulagningar Þeir komu sér saman um 1 5 manna sveit, sem skipt yrði í fimm hluta, sem hver var nefnd eftir hebreskum bókstöfum Aleph: tveir morðingjar, sem annaðhvort væru fengnir úr Mossad sjálfu eða þeirri deild ísraefshers, sem sérhæfð er í þöglum drápsaðferðum. Þessir tveir yrðu annaðhvort að drepa af hugsjón eða vera afar harðsviraðir — helzt hvort tveggja, því þeim yrði ætlað að drerpa úr seilingarfjarlægð, ólíkt því sem tíðkast i striði Beth: tveir varðmenn, sem sæju um undankomuleið og aðstoðuðu morð- ingjana i hugsanlegum ógöngum Annar þessara yrði að vera góður bíl- stjóri, annar góður skotmaður Enginn þessara fjögurra mætti hafa neitt sam- neyti við aðra félaga sveitarinnar Heth: „felufólk', sem sæi um fyrir- komulag eins og t d hótelpantanir. bílaleigu, farmiða Helzt þyrfti Heth að vera par, sem vekti síður athygli en tveir menn eða tvær konur Helzt þurftu þau að hafa alþjóðlegt yfirbragð til að tengsl þeirra við ísrael væru síður áberandi Ayin: Sporhundar, 6 til 8 Þetta fólk myndi leita uppi fórnarlömbin og að- stoða við undankomu. Ooph: Tveir tenglar, annars vegar milli félaga allrar sveitarinnar og hins vegar milli sveitarinnar og Mossad fFYRIR rúmum mánuði birtist í sunniP dagsblaði Mbl. grein um morðingjasveifl lísraelshers, sem stofnað var til eftir hryðjuverk Araba á Ólympíuleikunum í ÍMiinchen 1972. Markmið morðingjasveit- arinnar var að hefna þeirra, sem féllu í Miinchen, og beindist athygli ofan- | nefndrar greinar einkum að mistökum í Lillehammer, þegar ísraelsmenn myrtu þjón af arabísku bergi brotinn. Hér á , eftir fer nánari lýsing á skipulagningu morðingjasveitarinnar og hefndarað- fgerðum hennar. Jafnskjótt og fregnir um innrás skæru- lliðanna í búðir íþróttafólks Israels í iMiinchen bárust forsætisráðherra ísra- fels, Goldu Meir, kallaði hún ráðherra og aðra ráðamenn til fundar við sig. Niður- ( istaða þessa fundar var ákvörðunin um stofnun morðingjasveitar. Uppástungan |kom frá hershöfðingja að nafni Zvi Zamir, sem jafnframt var yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, en morð- ingjasveitin skyldi vera sérstök deild^ Ihennar. Leyniþjónustan heitir á hebresku Mossad. „Þetta var stórkostlegt. Við myrtum morðingjana* Það var ákveðið að skipa gamalreynt Mossad starfsfólk í sveitina og var það kallað til ísraels frá Evrópu, þar sem það bjó og starfaði Aleph og Beth, tvær fyrstu deildirnar, þörfnuðust sér- stakrar hæfni og val þeirra var mikil- vægast Zamir valdi Mike, austur- evrópskan Gyðing á fimmtugsaldri, sem hafði unnið fyrir Mossad í fjölda ára Mike var settur í Aleph og jafn- framt gerður að yfirmanni morðingja sveitarinnar Honum var falið að velja samstarfsmenn í Aleph og einnig að finna hæft fólk í Beth Mike byrjaði á því að gera ástkonu sína Tamar, að Beth-konu. Tamir var tæplega þrítug, fögur kona, sem ekki var hrædd við að drepa og hún var því einnig gerð að auka meðlim í Aleph Jonathan Ingleby hét þriðji Alephinn Ingleby var búsettur í London Við- skiptaheimurinn áleit hann verzlunar- mann með viðskipti við austur-Evrópu og Frakkland. Þótt hann væri að nafn- inu til búsettur í London, dvaldist hann meira í Paris. Ingleby var nafn á raun- verulegum Englendingi, sem ekki hafði hugmynd um tilveru njósnarans, sem hafði rænt nafninu hans. Yfirmaður Heth, „felufólksins', varð Sylvia Rafael, falleg, Ijóshærð kona um þrítugt, sem bjó i Paris Hún var þekkt þar sem kanadiskur Ijósmyndari, Patricia Roxburgh Hún var vinsæl meðal blaðamanna, spilaði forkunnar- vel bridge og hélt uppi skemmtilegum samræðum í samkvæmum Hin raun- verulega Pat Roxburgh bjó enn í Kanada og líkt og Jonathan Ingleby, hafði hún ekki hina minnstu hugmynd um tilveru nöfnu sinnar Höfuðstöðvar Mossad voru á tímum de Gaulle í París en voru síðar fluttar til Brússel En Sylvia og Ingleby voru þó áfram í Paris, þar eð þeim hafði þá tekizt að byggja upp svo sannfærandi gervi, að ekki þótti þess virði að byrja upp á nýtt Öllu þessu fólki var nú safnað saman í ísrael til endurþjálfunar Lögð var áherzla á likamsrækt, kunnáttu í með- ferð rafmagnstækja og minnisþjálfun Allir þeir, sem Mike valdi, höfðu þegar dvalizt í æfingabúðum áður, 1 2 mán- uði í allt. í þeim búðum eru meðlimir leyniþjónustunnar og israelshers búnir undir störf sín.Aðeins 1 5% þeirra, sem hefja 12 mánaða dvölina, eru þarallan tímann Sem dæmi um þær raunir, sem ætlazt er til af „dvalargestum'' þar, er „ferðin til Petra” eins og það er nefnt. Petra er yfirgefin borg, 30 mílur frá ísraelsku landamærunum og leiðin þangað liggur yfir jórdönsku eyðimörk ina. Það tekur 4 eða 5 daga að komast þangað gangandi og er hættulegt ekki sízt vegna þess, að fara þarf yfir vot- lendi þar sem fótspor verða greinileg og auðveldar það óvinaverndarsveitum svæðisins að elta og finna ferðalanga A.m.k. 1 2 dóu á þessari ferð Á meðan morðingjasveitin tilvonandi undirbjó störf sín, var verið að smíða morðvopnin. Byssurnar þurftu að vera smáar, og hljóðlátar og fyrir valinu varð 22 kalibera byssa. Þessa byssu hafa öryggisverðir notað um borð í El Al flugvélum — hún drepur aðeins i návígi og kúlan missir kraft sinn fljót- lega, en hefur með þann kost að eyði- leggja ekkert innanborðs ef skotið geigar. Mike hafði þetta i huga er hann valdi 22 kalibera byssu af Beretta-gerð handa morðingjunum Allt var til reiðu, morðingjarnir og vopn. Fyrsta fórnarlambið var enn ófundið Hvar átti að byrja? Fyrsta fórnarlambið í Róm Þar bjó Abdel Zvaiter Hann var þekktur meðal listamanna og vinstri sinnaðra vina sinna sem hæglát- ur menntamaður og þeir héldu að hann ætti aðeins tvö áhugamál, að þýða arabiska Ijóðlist á Evrópumál og málstað Palestínu Hann vírtist þeim meinlaus. alltaf auralaus en þægilegur. ítalska lögreglan var á annarri skoðun Hún hafði hann grunaðan um þátttöku í hreyfingunni Svarta september og hafði einu sinni tekið hann til yfir- heyrslu vegna þess Og ísraelsmenn höfðu enn sterkari grunsemdir i garð Zvaiters, þeir álitu hann vera yfirmann Svarta september I ítaliu og að hann væri m a ábyrgur fyrir sprengingu um borð í ísraelskri flugvél i ágúst 1972. Þá höfðu tveir Arabar fylgt tveimur enskum stúlkum út á flugvöllinn i Róm og gefið þeim segulbandstæki i brott- farargjöf, en þær voru að fara til Tel Aviv. I segulbandstækinu var sprengja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.