Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 15 hagsjafnvægi og framfarir i heim- inum. Sú skoðun virtist ríkjandi, að í stað þess að útvega enn meira fé til að lána ríkjum í greiðslu- kröggum, eins og gert hefði verið síðastliðin tvö ár, væri nú kominn tími raunverulegrar aðlögunar að breyttum aðstæðum. Einkum voru Bandaríkjamenn ákveðnir formælendur þessa, en raunar einnig Witteveen. Vmsar halia- þjóðir voru þó ekki alvég á því, að þessi stund væri upp runnin, einkum þær, sem sækja nú um stór gjaldeyrislán úr sjóðnum, t.d. Bretar, sem sagðir eru fara fram á fyrirgreiðslu er nemur nær 4 milljörðum SDR, sem jafnvel á heimsmælikvarða er há fjárhæð. Fyrir endann á þessu erindi Breta var ekki séð á fundinum, en í gær hermdu fréttir, að samningar um lánveitingu þessa væru komnir á lokastig. Þótt samanburðurinn orki tvimælis er fróðlegt að bera þessa fjárhæð saman við heildar- útlán Alþjóðabankans til þróunarlanda, sem námu á síðasta fjárlagaári tæpum 7 milijörðum Bandaríkjadoilara, eða rúmlega 6 milljörðum SDR. Fulltrúar flestra aðildarríkja lýstu því yfir, að þau myndu bráð- lega staðfesta þær gagngeru breytingar á stofnskrá sjóðsins, sem samdar hafa verið frá síðasta ársfundi í hátt við ábendingar þess fundar og samþykktir „Inter- im-nefndarinnar“. Þessar breyt- ingar fela í sér staðfestingu á sveigjanlegri gengisskráningu sem meginreglu í stað fastgengis- kerfisins, sem stofnsett var í Bretton Woods í New Hampshire Framkvæmdastjóri Alþjóðagjald eyrissjóðsins Johannes Witte- veen (efst til vinstri) og banka- stjóri Alþjóðabankans, Robert McNamara við upphaf Manila- fundarins. Ferdinand E. Marcos (hér að ofan til hægri), forseti Filippseyja ávarpar setningar- fundinn I ráðstefnumiðstöðinni (að ofan til vinstri). Að baki for- seta situr kona hans, Imelda Marcos, borgarstjóri Stór-Manila. tveimur árum, þegar segja mátti að alþjóðagjaldeyriskerfið væri í uppnámi voru settar á fót tvær ráðherranefndir, eins konar milli- þinganefndir, á vegum sjóðs og banka. Skyldi önnur fjalla um málefni Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, um gjaldeyriskerfið i heimin- um og alþjóðagengismál (s.k. „Interim committee") en hin um þróunaraðstoð og fjármagns- strauma til þróunarlandanna („Development committee"). Báðar þessar nefndir héldu fundi í Manila dagana fyrir ársfundinn og tóku íslenzkir fulltrúar þátt í þeim, auk funda með Norður- landafulltrúumm sem við störfum náið með á þessum vettvangi. Starfsemi Alþjóðagjaldcyris- sjóðsins hefur verið í dciglunni nokkur undanfarin ár eftir að fastgengiskerfið leið undir lok. En Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er sem kunnugt er helzti vettvangur alþjóða gjaldeyris- og gengismála, og veitir hann aðildarrikjum, sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum, gjaldeyrislán oft með vissum skil- yrðum, og gefur þannig svigrúm til þess að leita lausna á greiðslu- hallanum án jafnharkalegra að- greiðslu. Þannig voru útistand- andi lán sjóðsins komin yfir 12 milljarða SDR (sérstakra dráttar- réttinda) í lok apríl 1976 og höfðu vaxið um nálægt 8 milljarða frá 1974, enda hafði sjóðurinn lánað um 6!4 milljarð SDR á 12 mánaða tímabilinu 1. maí 1975 til 30. apríl 1976, SDR er nú um 15% verð- meiri en Bandaríkjadollar. Island hefur m.a. notið góðs af þessum lánum. Að góðu haldi hefur kom- ið, að sjóðurinn hefur nýlega eflt að mun lánafyrirgreiðslu sína til að jafna sveiflur í útflutnings- tekjum aðildaríkjanna, sem eink- um hafa verið tilfinnanlegar síð- ustu árin hjá mörgum frumfram- leiðsluríkjum, t.d. íslandi. Þeir sem töluðu á fundinum virtust sammála um, að þróun al- þjóðagjaldeyriskerfisins stefndi í rétta átt, og að sveigjanleg gengis- skráning undir stöðugu eftir- liti. Alþjóðagjaldeyrissjóðsins — ef hún væri studd eðlilegri stjórn á þjóðarútgjöldum — bæði í halla- og afgangsríkjum — væri heppi- legasta leiðin til að tryggja efna- í Bandaríkjunum fyrir meira en þrjátiu árum. Jafnframt er sjóðn- um ætlað það hlutverk að fylgjast náið með gengisþróun í aðildar- ríkjunum til þess að koma í veg fyrir „óeðlilegar gengisbreyting- ar i samkeppnisskyni". Ennfrem- ur er sjóðnum ætlað að tryggja hæfilegt framboð alþjóðlega gjaldgengra gjaldmiðla til þess að greiða fyrir eðlilegum vexti heimsviðskipta. Með samþykktum þessum er ætlunin, að gullið hverfi smátt og smátt sem alþjóð- legur gjaldmiðill, en f staðinn komi bæði sérstök dráttarréttindi (SDR) og gjaldmiðlar helztu við- skiptaþjóða. Um framkvæmd alls þessa varð þó ekki endanlegt sam- komulag og mun „interim- nefndin" vinna áfram að þessum málum til næsta ársfundar og er að verða varanleg stofnun. Þessi breyting á stofnskránni (sú önn- ur í röðinni) markar engu að sið- ur tímamót í sögu sjóðsins, og er næst á eftir upptöku SDR á árun- um 1967 og 1968 verulegt skref i átt til raunhæfara gengiskerfis og Arsfundurinn var fyrsta meiri háttar ráðstefnan, sem haldin er f Alþjóðaráðstefnumiðstöð Filippseyja. Miðstöðin stendur á uppfyllingu við Manilaflóa og er næstum 100 þúsund fermetrar að flatarmáli. vinnuleysis og verðbólgu. Hvoru tveggja yrði að útrýma. Þegar á heildina er litið, virtust menn á þeirri skoðun, að aftur- batinn færi fram með fremur heppilegum hætti. Þó gætti þeirr- ar skoðunar að hagvexti hefði hrakað iskyggilega eftir mitt ár 1976 og töldu sumir það boða vandræði á næsta ári. Á hinn bóg- inn var því haldið fram, að þetta væri þó skárra en mjög snögg uppsveifla, sem síðan lyppaðist niður. Á það var bent, að ef haldið væri aftur af eftirspurn í iðnaðar- ríkjum í heild, kæmi það niður á útflutningstækifærum þróunar- landanna. Því væri sérlega brýnt að létta viðskiptahömlum af út- flutningsvörum þeirra og auka þróunaraðstoðina. En um þessi mál fjallaði McNamara sérstak- lega í ræðu sinni, sem ég vík að hér á eftir. Einnig var ítarlega fjallað um þróunaraðstoð á fundi sérstakrar þróunarnefndar. Fyrir gerða heima fyrir og annars kynni að vera þörf. Sjóðurinn hef- ur lagt mikið af mörkum til þess að leysa greiðsluvandamál að- ildarríkjanna síðastliðin ár. Árið 1974 var sett upp sérstakt „olíu- lánakerfi" til þess að auðvelda fjármögnun á oiíuinnkaupum að- ildarríkja eftir olíuverðhækkun- ina miklu 1973. Mikið fé var lánað i þessu skyni á árunum 1974, 1975 og 1976 auk annarrar lánafyrir- ÍÍltfr /« Fljótandi gengisskráning undir eftirliti Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins kemur f stað fastgengiskerfisins sem viðurkennd alþjóðaregla. raunverulegs alþjóðlegs gjaldmið- i ls. * *Um þetta sýnist þó sitt hverjum. Þannig sneri bandarfskur hagfrædiprófessor, Ron- ald A. Krieger, alkunnri enskri barnagælu upp á viðbrögð stjórnar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins haustið 1974. þegar fastgengiskerfið sprakk endanlega á limminu. Ilumpty Dumpty sat on a wall Humpty Dumpty had a great fall All the king's horses and all the king’s men Formed an ad hoc committee to consider the situation Tilvitnun þessa á ég að þakka bók eftir John Kenneth Galbraith, Money: Whence it came, where it went, sem út kom árið 1975. Starfsemi Alþjóðabankans og systurstofnana hans var að sjálf- sögðu aðalefni ræðu McNamara. Alþjóðabankinn var upphaflega stofnaður til þess að leggja lið við að reisa efnahag aðildarríkjanna úr rústum eftir heimsstyrjöldina siðari. Á seinni árum hefur bank- inn ásamt systurstofnunum sin- um, Alþjóðaframfarastofnuninni (IDA) og Alþjóðalánastofnuninni (IFC), orðið mikilvægasti farveg- ur þróunaraðstoðar iðnríkjanna við lönd þriðja heimsins. Námu lánveitingar bankans og systur- stofnana hans tæpum 7 milljörð- um Bandaríkjadollara á síðasta fjárhagsári, eða um 6 milljörðum SDR. Á næsta ári og árum er hins vegar að vænta minnkandi lán- veitinga sérstaklega á vildarlán- um IDA til þeirra rikja, sem við þrengstan efnahag búa, nema til komi ný og aukin framlög frá hinum auðugari ríkjum. í ræðu McNamara og skýrslum bankans kom skýrt fram, að þótt nú horfði betur fyrir iðnaðarlöndin en horft hefði um sinn, væri efnahagur þróunarlandanna afar bágborinn og þörfin fyrir aukna aðstoð til Framhald á bls. 39 Lánveitingar Alþjóðabankans til landbúnaðar 1 þróunarlöndunum hafa aukist mikið á slðari árum. Þróunarlöndin afskipt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.