Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 Jónbjörg Björnsdóttir — Minningarorð Axel V. Tulinius fyrrv. sýslumaður Fædd 22. júlí 1907. Dáin 19. nóv. 1976. Lát opnast himins hlirt. þá h£ðan burt ég fer. mitt andlát vertu við og veit m£r frið hjá þér. Þá augun rkkert sjá og eyrun heyra ei meir og tungan mæla ei má þá mitt andvarp heyr. Vald. Briem. Að morgni 19. nóv. andaðist í Landspítalanum Jónbjörg Björns- dóttir, eða Jóna eins og við kölluð- um hana, eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Ekki hvarflaði að okkur þessi endalok þegar hún veiktist, þvi svo frísk var hún þrem dögum áður, að hún hélt okkur börnum sínum og eigin- manni skemmtilegt kvöld með mikilli gleði. Hún var þá nýbúin að framkvæma mikið verk innan heimilisins, sem hún fékk ekki lengi notið. Jóna var mikið fyrir allt sem fagurt er og er garður hennar gott dæmi um það. Svo fallegur og vel snyrtur er hann, að með einsdæmum er, auk þess sem hann var henni mikil heilsu- lind. Við tengdadætur hennar sökn- um hennar mikið, því hún var mikil vinkona okkar beggja og þá var hún meir en vinkona því henni eigum við að þakka mikinn fróðleik og holl ráð um ýmis störf. Börnin sakna ömmu sinnar mikið, því margar stundir áttu þau hjá henni og alltaf var opið hús fyrir þau. Það er svo margs að minnast og svo margt að þakka, en að leiðar- lokum færum við henni þakkir frá okkur og biðjum góðan Guð að styrkja Magnús í mikilli sorg. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg og Stefanfa. Minningarorð. Fæddur 4. aprfl 1918. Dáinn 22. nóvember 1976. Oft velta menn því fyrir sér, hvað það er, sem ræður lífskeiði manna. Eru það örlög, sem hverjum manni eru búin, er það röð tilviljana, eða er það ef til vill eitthvað annað? Ég er þeirrar skoðunar að tilviljunin einber geti ráðið æði miklu. En að sjálf- sögðu ræður persónugerð hvers einstaklings ætíð miklu um lífs- hlaup hans. Þessar hugsanir koma upp í huga minn, er ég minnist fyrstu kynna minna af Axel V. Tulinius. Árið 1930 tókum við báðir inn- tökupróf inn i Menntaskólann í Reykjavik, og var i því sambandi haldið undirbúningsnámskeið, sem við Axel sóttum báðir, en ekki minnist ég þess, að nokkur sérstök samskipti hafi orðið okkar i milli á þeim tima, þótt ekki hafi farið hjá þvi, að við höfum sést einhvern tíma á námskeiðinu. Svo var það skömmu eftir að prófi lauk, að við Axel hittumst af tilviljun, þá að mestu ókunnir hvor öðrum, er ég var á rápi þar sem Pósthússtræti og Vallar- stræti mætast. Kallaði þá Axel til mín og tók mig tali. Man ég, að Axel var þá á stuttbuxum og í sportsokkum, og var bundið um annað hnéð, sem mér fannst nú ekki fagmannlega gert. Axel var þá ný-orðinn 12 ára. Mun ég seint gleyma þessum fyrstu fundum okkar og samræðum, þótt ekki hafi þær verið merkilegar í sjálfu sér. Fyrst í stað spannst samtalið um, hve heppnir við hefðum báðir verið, að vera í hópi hinna 25 útvöldu, sem inn í Menntaskólann komust. Fannst mér þetta mikið mál og kannske merkilegt, en Ax- el sló yfir á alt aðrar nótur. Var hann fullur af glensi og gamni I sambandi við ýmislegt, sem skeð hafði við prófið sjálft, og virtist ekki hafa tekið það ýkja alvar- lega. Siðan beindist talið að ýms- um, frekar ómerkilegum hlutum, en mér varð fljótlega ljóst, að hér var á ferðinni piltur, óvenju skarpur, fullur af bjartsýni og gleði, og oft fannst mér hug- myndaflugið takmarkalaust. Satt að segja áttaði ég mig ekki strax almennilega á Axel, því að hann talaði af svo mikilli hreinskilni og hispursleysi, að slíkan pilt hafði ég aldrei áður fyrir hitt. Á þessari stundu, sem við spjölluðum saman, sagði hann mér allt frá högum sínum fjöl- skyldu sinni og nánustu fram- tíðarfyrirætlunum, sem voru að gerast aðstoðarsendill hjá fyrir- tækinu H. Benediktsson & Co. Meira að segja hafði hann við orð, að hugsanlegt væri, að hann gæti útvegað mér einhvern smástarfa lika. En ég var ekki jafn bráð- skarpur og fljótur að hugsa eins og Axel og þáði því ekki hans ágæta tilboð. Síðan skildum við, og varð mér satt að segja oft um sumarið hugsað til þessa pilts, án þess þó að geta gert mér grein fyrir, að hér hafði ég í skyndingu eignazt mikinn vin, og það ef til vill fyrir einskæra tilviljun. Eða var það svo? 1 rauninni kynntist ég til full- nustu öllum höfuðeinkennum skapgerðar Axels á þessum stutta tima, enda þ’ótt ég vissi það ekki þá. En nú, við lát hans, er mér ljóst, að þessi höfuðeinkenni hans voru með öllu óbreytt alla ævi hans. Hann var einstaklega skarp- ur námsmaður, fljóthuga, opin- skár og gat verið sérstaklega skemmtilegur I viðræðum. Hann var mikill húmoristi, orðheppinn og meðal vina sinna var hann annálaður fyrir skjót og bráð- smellin tilsvör. Einnig var öllum, er til hans þekktu, kunn hin sér- staka hjálpsemi Axels, og fór hann þar ekki í manngreinarálit. Hinu var ekki að leyna að Axel bjó yfir miklu skapi, og þegar svo bar undir, gat hver sem var feng- ið að heyra, án allra undanbragða, það sem Axel bjó í brjósti þá stundina. Skipti þá ekki máli, hvar i mannfélagsstiganum sá hinn sami var staddur. En Axel bjó yfir þeim einstaka kosti, að allt gat fallið I ljúfa Iöð á fáeinum minútum. Hann var nefnilega einn þeirra manna, sem menn áttu ekki I útistöðum við, né gátu reiðzt til lengdar. Drengskapur hans og skemmtilegt viðmót kom i veg fyrir allt slíkt. Þessir þættir skapgerðar hans voru sérstaklega virtir af vinum hans og öllum, sem til hans þekktu, enda var t Sonur okkar og bróðir MAGNÚS ÓSKARSSON. Álfhólsvegi 1 55. Kópavogi, lézt 14 þ m. Útförin hefur farið fram Þökkum innilega auðsýnda sam- Jóhanna Björnsdóttir. Óskar Hannibalsson og börn. + Móðir okkar. tengdamóðir og amma, JÓDÍS ÁRNADÓTTIR, sem lézt 19 nóvember. verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 29 nóvember kl 13 30 Árni Vilberg, Jónína Magnúsdóttir, Valgerður Eirfksdóttir, Svandfs Árnadóttir, Gylfi Vilberg Árnason. t Eigmkona mín, móðir og tengdamóðir JÓNBJORG BJÖRNSDÓTTIR, Þinghólsbraut 58. Kópavogi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 29 nóvember kl 13 30 Magnús Magnússon, Björn Magnússon, Ingibjörg Björnsdóttir Þór Magnússon, Stefanfa Sigurðardóttir. Systir mín JÓHANNA FINNSDÓTTIR, Vffilsgötu 19. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. þriðjudaginn 30 nóvember kl 1 3 30 Marfa Finnsdóttir. t Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGURJÓNS SIGUROSSONAR, Teig Akranesi. Fyrir hönd aðstandenda Asgrimur Sigurðsson. t Útför föður mins og fósturföður. ÞÓRARINS HALLGRÍMSSONAR, kennara, Laugarteig 39, fer fram frá Laugarneskirkju. þriðjudaginn 30 nóvember kl. 3. Hrafnhildur Þórarinsdóttir Sigríður Elíasdóttir t Útför mannsins mins AXELS V. TULINIUS Eskihlfð 10 fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudagmn 29 nóvember kl 10 30 Áslaug Tulinius Lokað til hádegis á morgun mánudag vegna jarðarfarar. H.A. Tulinius, heildverzlun. t Jarðarför mannsms mins, föður. tengdaföður og bróður, EINARS ÁSGRÍMSSONAR, lögregluvarðstjóra, Breiðagerði 6, sem lézt 20. nóvember, fer fram frá Frikirkjunni þriðjudaginn 30. nóvember kl 1 3 30 Sigrfður Gfsladóttir, Gísli Einarsson, Sigrún Benediktsdóttir, Björn Ásgrfmsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeir er auðsýndu samúð við andlát og útför föður okkar og tengdaföður BJARNA PÉTURSSONAR, bifreiðasmiðs. Lilja Bendixen, Lára Petrfna Bjarnadóttir, EggertTh. Jónsson, Elfnborg Bjarnadóttir, Erik Ingvarsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför. ÞORKELS ERLENDAR JÓNSSONAR, bifreiðastjóra, Bolungarvík. Margrét Þorgilsdóttir, Anna Sigrfður Þorkelsdóttir, Bjami Jón Þorkelsson, Katrfn Þorkelsdóttir, Börkur Skúlason, Helga Jóna Þorkelsdóttir, Stefán Þórarinsson, Guðlaug Þorkelsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, barnabörn og aðrir vandamenn. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HELGU SVEINSDÓTTUR, sjúkraliða. Hans G. Hilarfusson, Sveinn E. Hansson, Guðmundur F. Hansson, Magnea R. Hansdóttir, Asgeir Þorsteinsson, Gunnar A. Hansson, Helga Guðmundsdóttir, Nökkvi Gunnarsson, Elfsabet Albertsdóttir. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útfðr móður okkar og systur ÞÓRFINNU FINNSDÓTTUR. fri Vestmannaeyjum. Sérstaklega víljum við þakka starfsfólki á Elliheimilinu Skálholti, Vestmannaeyjum. og starfsfólki á Elliheimilinu Grund i Reykjavik, fyrir einstaka góðvild og kærleika sem þetta blessað fólk sýndi Þórfinnu alla tlð Jafnframt viljum við senda Einari Gíslasyni. safnaðarstjóra. Filadel- fiusafnaðarins okkar innilegasta þakklæti fyrir einstakan kærleika. sem hann hefur sýnt Þórfinnu um árabil Guð blessi allt þetta góða fólk Jóhanna Helgadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Guðrún Helgadóttir, Ragnar Stefánsson, Astvaldur Helgason, Kristfn Ingimundardóttir, Helga Finnsdóttir, Arnfinnur Finnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.