Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 38
f 38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 r : I f r I : i | kvik mund /íöon SIGUROUR SVERRIR PAUSSON Bruno S. som Kaspar Hauser og Brigitte Mira (Fear Eats the Soul) ásamt Alfred Edel. The Happy Hooker: Lynn Redgrave sem Xaviera Hollander. Gerilsneyðing The Happy Hooker, am. 1975. Leikstjóri: N:« holas Sgarro. XAVIERA Hollander og endur- minningar hennar í bókinni Happy Hooker eru sennilega ýmsum kunnar. Xaviera varð heimsfræg nær samstundis og bókin kom úr prentun, fyrir hreinskilnar lýsingar á sam- skiptum sínum viö karla og konur. Myndin, sem nú hefur verið gerð eftir sögunni, er hins vegar algjörlega gerilsneydd í öllum lýsingum, hvort heldur líkamlegum eða andlegum. Xaviera sem persóna virðist vera aukaatriði í myndinni. 1 rauninni er myndin ekki um neitt, þegar lítið er til baka. í endurminningunni virðist helmingur myndarinnar aðeins hafa sýnt Xavieru á ferðalagi frá einum stað til annars, og hinn helmingurinn virðist hafa fjallað um fjármál hennar og vændishúsarekstur. Ekki stakt orð um tilfinningar. Maupassant hefði hér þótt illa farið með gott efni. Þar fyrir utan er uppbygging myndar- innar með fádæmum léleg og yfirborðskennd. Myndin byrjar á lögreglustöðinni, þar sem verið er að bóka allt liðið fyrir vændi. Þetta er gert að ramma utan um efni myndarinna, sem er síðan sagt í einskonar endur- minningastíl, myndin á að sýna hugsanir Xavieru á meðan hún er á lögreglustöðinni þessa einu n°tt- Gallinn er bara sá, að það er svo mikið að gerast á lög- reglustöðinni og í fangaklef- anum, sem sífellt er verið að vitna í, líer og þar i myndinni, að enginn léti sér detta í hug að vera að rifja upp endurminn- ingar sínar á svona stað, þar sem Xaviera virðist vera ákaf- lega upptekin af vandamáli líð- andi stundar. Allar skiptingar á milli nútíðar og fortíðar eru þess vegna mjög furðulegar, ekki sist vegna þess, að þeir hlutar, sem fjalla um fortíðina lúta í engu þeim frásagnarstíl. Myndin er þess vegna röð mis- taka, frá handriti til leikstjórn- ar. MÁNUDAGSMYNDIN: Á MORGUN verður sýnd í fyrsta sinn myndin The Enigma of Kaspar Hauser, öðru nafni Every Man for Himself and God Against All, eftir Þjóðverjann Werner Herzog. Flestir munu kann- ast við hina miklu endur- reisn, sem þýsk kvikmynda- gerð hefur hlotið á síðustu árum og verður hún ekki tíunduð hér, enda hefur verið minnst á það áður hér á siðunni. Þegar mynd Fass- binders, Effi Briest, varsýnd hér núna i ágúst, höfðu þeg- ar verið sýndar eftír hann tvær aðrar myndir (Fear Eats the Soul og The Merchant for Four Seasons) en engar eftir aðra höfunda þessa tímabils. Ég stakk þá upp á því, að ef fleiri þýskar myndir yrðu teknar til sýninga, að val höfunda yrði breikkað og okkur gefinn kostur að sjá verk eftir menn eins og Herzog, Schlöndorff og Wim Wenders. Þessi ósk er nú þegar að rætast og vonandi fáum við að sjá fleiri þýskar myndir eftir mismunandi höf- unda i framtíðinni. The Enigma of Kaspar Hauser er talin ein af bestu myndum Werner Herzog til þessa. Myndin er gerð fyrir tæpum tveimur árum og hlaut í fyrra (1975) þrenn verðlaun á kvikmyndahátiðinni í Cann- es. Kaspar Hauser er byggð á sannri frásögn um ungan mann, sem skyndilega kom fram á sjónarsviðið í Murn- berg um 1 820, eftir að hann hafði, eftir því sem næst var komist verið lokaður inni og hafður í einangrun frá fæð- ingu. Þjóðfélagið tekur nú við þessum nýfundna þegn sínum og reynir að kenna honum að haga sér í sæm- ræmi við það, sem þá tíðkað- ist. í meðferð Herzog verður saga Kaspar Hauser að tákn- mynd um glatað sakleysi í ræningjaþjóðfélagi. Herzog notar óreyndar leikara i hlut- verk Kaspars, sem nefnist Bruno S., en hann hefur eytt nokkrum hluta ævi sinnar á geðveikrahælum.____ Herzog fylgir eftir tilraunum þjóðfé- lagsins við að endurhæfa Kaspar, en það verður smám saman Ijósara og Ijósara, að Herzog telur að það sé þjóð- félagið ekki Kaspar, sem er óeðlilegt Kaspar Hanser oo Werner Herzog Werner Herzog, sem hefur verið líkt við Friedrich Murnau i þýskum kvikmynd- um, er talinn einn af fremstu leikstjórum nýja tímabilsins. Hann gerði sína fyrstu mynd 1967, Signs of Life, þá 25 ára gamall. Segir hún frá nazista, hermanni, sem gengur berserksgang í hernumdu Grikklandi. Næsta mynd hans kom 1970 og nefnist hún Even Dwarfs Started Small, og síðan ári seinna myndin Aguirre, the Wrath of God. Báðar þykja myndinar sterkar í lýsingum og all nýstárlegar og breskir gagnrýnendur voru það hrifnir af seinni myndinni, að þeir töldu hana bestu mynd ársins, þegar hún var sýnd i Bretlandi 1974. Herzog segir um Kaspar Hauser: „Hann var persóna, sem var algerlega án hugmynda, án tungumáls, frummaður, óheflaður, likt og hann væri frá annarri plánetu. Þegar Kaspar kemur skyndilega fram og er þrýst inn í smáborgaralegt samfélag, eykst ástríða hans fyrir sögunni, sem var hluti af mannlegum tilfinningum hans. í lokin, þegar Kaspar deyr, leitaði fólk i örvæntingu að göllum hans, en að þeir gallar sem það leitaði að væri að finna i smáborgaralegu samfélagi þess sjálfs var það algjörlega blint fyrir." Werner Herzog

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.