Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER 1976 hefur ekki sofið lengi þegar Sigurður Pétursson er kominn inn á gólf hjá honum, stendur við kojuna, horfir á loftskeytamann sinn, eitt krosstréð um borð, þeim augum að hann heldur hann sýni- lega drukkinn Hvað var það skipstjóri? Sigurði er mikið niðri fyrir, spyr: Hvað meinið þér eiginlega Jón? Það er nú mest lítið skipstjóri. Ég svaf. Eruð þér vissir um að miðunar- stöðin sé í lagi? Vitaskuld. Hversvegna skyldi hún ekki vera það? Getur verið að minimiumið hafi verið það sem þér gáfuð upp? Jájá, þetta er ekki einn af þeim segulblettum á jörðinni þar sem minimiumið flöktir. Jæja, andvarpar Sigurður, en er þá ekki eitthvað i veginum með yður, Jón minn, þvi að þér voruð að miða fyrir mig Portland áðan og ég fæ það á kortinu yfir land? Það var skítt skipstjóri. En það sem ég hef miðað það hef ég mið- að. í því kemur stýrimaðurinn i dyrnar og segir: Ég held bara að við séum mjög nálægt landi skip- stjóri, því að sjólagið befur breytt sér svo mikið siðan áðan. Sigurður brá snöggt við, tók strikið fram i brúna, tautandi: Kannski við séum þá að stranda inni í Meðallandsbugt því að það segir miðiínin.hans Jóns. Sigurður breytir stefnunni og segir: Við siglum þá út aftur. Eftir hálftíma eigum við þá að sjá vitann. Og að hálftíma liðnum sást fyrsti glampinn. Miðunin var rétt. Þarna gætti sjaldgæfs viks frá reglunni, vegna mjög langvarandi samstefnuáhrifa stórstrauma og fárviðra, mjög sjaldgæft fyrir- bæri. Ég man eftir svipuðu dæmi á útleið. Færeyjar voru framund- an, skekkjan i það sinn nam hvorki meira né minna en 38 milum. Af þessu má sjá hve mikil- væg miðunin var fyrir öryggi skipa á fyrstu tugum aldarinnar. Um borð i Gullfossi hitti ég aftur gamla kunningja, Stóna gamla, Sigga Tömmer, Sigurgeir Guðnason, öðru nafni Geiri dunk- ur. Sum störf voru þannig að menn drógu viðurnefni af þeim. Dunkumaðurinn gegndi svipuðu hlutverki gagnvart kyndurunum og bátsmaðurinn gagnvart hásetum, leiðbeinandi og hjálpar- hella þegar i harðbakka sló, og Sigurgeir var svo sannarlega rétt- ur maður á réttum stað. Þar voru líka Sigurður Maríasson, Jón Sigurðson, sem löngu seinna varð skipstjóri á riýja Gullfossi, Bertel Andrésson, siðar skipstjóri hjá Éimskip, Ingibergur Jónasson, dugnaðarsjómaður, enn hjá Eimskip, og Hreinn Pálsson sem stofnaði kór frammi I lúkarnum í Kaupmannahöfn með Ólafiu Böjer sem einsöngvara. Það var alveg sérstakt andrúms- loft um borð í Gullfossi, fyrsta millilandaskipi islendinga, í raun- inni skýrasta tákni fullveldisins og sjálfstæðisbaráttunnar, og af sjálfu leiddi að valinn maður var I hverju rúmi; samheldnin aiveg einstök og metnaðurinn í sam- ræmi við vonirnar sem bundnar voru við þetta skip sem öll þjóðin skaut saman fé til að kaupa. Þar sem Gullfoss fór var á ferð sjálft fjöregg Islands og blómi sjómannastéttarinnar. Þegar Gullfoss fór á ströndina komu all- ir sem vettlingi gátu valdið niður á bryggju að blessa með augum sinum þetta langþráða sigurtákn, skipið sitt. Hluthafar skiptu þús- undum, var að finna í hverri ein- ustu krummavik. Margir felldu tár þegar þeir litu í fyrsta sinn þennan friða farkost með klofinn þjóðfánann við hún, póstfánann. Námsmenn við Kaupmanna- hafnarháskóla fóru utan með Gullfossi á hausti og komu aftur að vori. Gullfoss flutti þeim póst- inn að heiman og póst þeirra heim. Gullfoss flutti llka æði marga listamenn, sumir áttu styrktarmenn heima á Islandi, menn sem borguðu hver sinn tikail á mánuði listamanni sínum til framfæris og tengiliður þess- ara styrktarmanna og listamann- anna úti var Jón Matthiasson. Því var alltaf glatt á hjalla í Kaup- mannahöfn afturá í klefa loft- skeytamannsins. Jón Engilberts var þar tíður gestur, mikill vinur nafna sins, Kristmann kom oft, Þorvaldur Skúlason, Sverrir Kristjansson og ýmsir fleiri lista- menn og námsmenn. Jón var veit- ull og hrókur alls fagnaðar.það gilti Jón engu hvort vínskammt- urinn entist lengur eða skemur, hvert tár þessara hófa var hvort eð er tæmt að kvöldi. Ég sat þessi frumlegu samkvæmi oft, hafði mikið gaman af tali þessara manna sem hópuðust um Jón. Einu sinni man ég að Sverrir Kristjánsson sagði: Einkennileg- ur maður hann Jón Matt. Hann er óspar á viskíið, en nískur á sóda- vatnið. Jón hló en svaraði engu. Ég vissi skýringuna. Vínskammt- urinn var allur á borðinu og eng- inn mannlegur máttur gat forðað flöskunum frá því að verða tæmd- ar, en til að ná I sódavatn við þorsta daginn eftir þurfti Jón að eltast við þjónana. En fslendingar í Höfn sóttu ekki I Jón vegna þess eins hve veitull hann var, sumir voru ekki vínmenn. Ástæðan var oftar sú að Jóni var mjög sýnt um að brýna menn, stappa stálinu I þá, ef námið gekk illa ellegar eitt- hvað bjátaði á í einkalífinu. Ég varð oft vitni að þvi er Jón var að skamma kjark í menn, hann gat orðið ærið þunghentur, en menn virtu þetta við hann, fóru hressari frá borði og áttu þarna hauk i horni þegar að þvi kom að þeir fluttu heim að námi loknu, kannski með konur, börn og búslóð. Jón lagði þá inn góð orð málum þessa fólks til framdráttar við háseta, þernur og þjóna, var réttur maður til þess vegna vin- sælda sinna meðal áhafnarinnar. Það var bara við Bjarna Jóns- son 1. stýrimann sem Jóni samdi ekki — að minnsta kosti ekki á yfirborðinu. Andstæðum skautum semur ekki, þótt þau geti ekki hvort án annars verið. Deilur þeirra yfir matnum í mess- anum voru ein konar leikfimi, einhvers konar grús sem þessir menn fylltu með tómarúm ára- langra fjarvista frá heimilum sínum. Þetta er algengt á sjó. Stundum, þegar Bjarni var I hjarta sínu sammála loftskeyta- manninum — andmælti hann honum engu að síður, studdi rökum andstæða skoðun orðræð- unnar vegna. Jón hefndi sín einu sinni eftirminnilega. Dag einn gerði hann að sínu sjónarmið Bjarna frá þvi daginn áður. Bjarni var full fljótur á sér, beit á agnið, og hélt nú fram fyrrver- andi sjónarmiði Jóns með oddi og egg. Jón sló i borðið og sagði: Virðið nú stýrimanninn vel fyrir ykkur. Þarna heldur hann alveg blygðunarlaust fram skoðun minni sem hann reis af alefli gegn i gær. Jón var i splunku- nýjum einkennisbúningi, og Bjarni reiddist nú svo mjög að hann greip súpufat og tæmdi úr því yfir andmælanda sinn. Jón reis á fætur og benti á súpulapið á öxlum sínum og sagði: Og hérna sjáið það rökin hans . — Yfirgaf svo messann. Að nokkrum dögum liðnum voru þeir byrjaðir að leiða saman hesta sína á ný. Ekki fór hjá þvi að Islendinga- nylendan í Kaupmannahöfn nyti veitinga í matsölum skipsins, mið- skips og frammi í lúkar. Enginn amaðist við því. öll þjóðin átti þetta skip með vissum hætti, land ar á erlendri grund voru meira og minnaölvaðir af sjálfstæðishug- sjóninni sem tengd var þessu dæmalausa skipi. Landar erlendis voru bræður áhafnarinnar I and- anum og þar var étið og rabbað um allt skipið í erlendum höfnum. Ég man eftir einum islendingi sem var á bísanum I Höfn, hann var svo stundvis I matinn að ekki skeikaði mínútu. Þegar hann gekk upp landgang- inn vissi maður að klukkan var á slaginu tólf, hann var þrællesinn í íslendingasögum, en þar hitti fjandinn einu sinni ömmu sína. Pétur Hoffmann var þá háseti. Þeir háðu kappát I lúkarnum, dag eftir dag, og að átinu loknu, ef kjöt var á borðum, fóru þeir I hnútukast að fornmannasið. Ég hef aldrei séð betur tekið til matar en þegar þessir kappar háðu kappát. Atgangurinn varð ógleymanlegur þegar fiskur var á borðöm. Fiskurinn gekk eins og á færibandi inn um annað munn- vikið og beinin jafnharðan út um hitt. Ég skil ekki enn þann dag í dag hvernig beinin gátu skilað sér svo skipulega. Allmargir sem um borð komu voru á bísanum, gaml- ir islenskir hásetar sem siglt höfðu á dönskum skipum, voru svo fyrst á atvinnuleysisbótum, komust þar næst á örorkubætur, þeir sem lánið lék við eða ólánið henti, eftir því hvernig á það er litið, og lifðu góðu lífi með því að éta um borð i skipunum sem i höfn voru hverju sinni, fóru svo i sendiferðir fyrir áhöfnina, vissu allt um vöru og höfðu nægan tíma. Pétur og keppinauturinn voru jafnokar þegar kjöt var á borðum, en Pétur hafði vinninginn gagn- vart fiskinum. Að átinu Ioknu var beinabruðlingurinn á diskinum hans Péturs með ólíkindum. Gaman Péturs var stundum grátt — eins og þegar hann löngu síðar bauð sig fram til forseta, kvað íslendingum hæfa best á fá sinn forseta af öskuhaugunum. Það var oft gaman að Pétri. En þótt matur væri frjáls listamönnum, fátækum námsmönnum og löndum á bisanum var ítrustu sparsemi gætt á öðrum sviðum. Gullfoss fór jafnan i þurrkvi i Kaupmannahöfn I janúar. Skipið var þar með ljós- og hitalaust. Áhöfnin varð samt kyrr um borð, Sigurður Pétursons ekki undan- skilinn. Hann svaf á sinum stað I brúnni og var ekki öfundsverður af því, ekki einu sinni þegar dampur var á skipinu. Það var kaldast í brúnni. Hún var úr járni, panelklædd, en engin einangrun á milli. Hitans frá vél- inni gætti aldrei þar. Oft hlýtur Sigurður að hafa átt I erfiðleikum með að halda á sér hita þarna uppi — og hann stóð og stóð ef illa viðraði, enda biluðu hand- leggirnir og fæturnir. Skip- stjórnarmaður sem skotið hefði undir sig fjöl í brúnni hefði ekki verið álitinn með öllum mjalla. Nú sitja þeir í stoppuðum stólum í lokuðum brúm. Svona breytast timarnir. Brúin á Gullfossi var opin, þannig að skipstjórnarmenn reyndu á sjálfum sér veðrið sem mæddi á skipinu, gleymdu þvi ekki eitt andartak, og ekki er að efa að það hefur haft sina kosti, auk þess sem kalda loftið hélt mönnum betur vakandi en það upphitaða gerir. Eg hef aldrei vitað skipstjóra samgrónari skipi en Sigurð Pétursson. Hann og skipið voru eitt. Tvisvar eða þvisvar sinnum var siglt utan i Gullfoss i þrengsl- um I höfnum og einu sinni aftan á hann í ísalögum í Kattegat, svo ég vissi til. Sigurður stóð á brúar- vængnum þegar skip stefndi á hann í höfninni og kvað hneyksl- aður við: Ætlar hann — ætlar hann að brjóta á mér lunning- una? Og á þvi andartaki sem ásigling- in varð kveinkaði Sigurður sér eins og sársaukinn væri likam- legur: Þar braut hann á mér lunn- inguna. Eitt Isaárið braut Stóri Björn fyrir Gullfossi í Kattegat og hala- rófa skipa mjakaðist áfram I kjölfar ísbrjótsins, við vorum þriðja skip í röðinni og næst fyrir aftan okkur þýskt skip sem Siegfried hét. Isinn var svo þykk- ur á einum stað að isbrjóturinn þurfti að taka aftur á bak, gera fleiri en eina atlögu til að brjóta niður og gaf það til kynna með flautunni og siðan hvert skipið af öðru. En Siegfried flautar ekki, það tók af tvímæli um að þeir höfðu ekki heyrt okkar eimpipu, stefnir bara á skutinn á okkur eins og blindir og heyrnarlausir menn séu þar í brúnni. Ætlar hann aftan á mig? æjaði Sigurður blessaður. Og þegar Siegfried kom á okkur leið sársaukastuna frá brjósti Sigurðar og hann tók andköf: Já — hann — fer i skut- inn á mér. Til marks um hver munur gat verið á skipstjórum kemur mér I hug flutningaskip sem ástæðu- laust er að nafngreina. Það lá einu sinni utan á Gullfossi á tsa- firði. Dallurinn bindur sig utan á Gullfoss skemmri erinda. Að stundu liðinni fer kafteinninn bara beint í vélslmann , setur hann á fulla ferð, fyrst áfram og síðan afturábak án þess að kasta fyrst lausu, það var fljótlegra, rífur okkur frá bryggjunni, fer siðan norður til Krossaness, þar sem var tvöföld bryggja, tvö bryggjuhólf, siglir það efra niður og slasar eina ellefu menn, fer siðan til Akureyrar og á leiðinni út aftur strandar hann skipinu á Laufásgrunninu, uppi I kartöflu- görðunum svo að segja. Þetta er svakaiegasta sigling sem ég hef heyrt getið um. Ég gleymi ekki upplitinu á skip- stjóra mínum. Sigurður varð svo undrandi þegar honum bárust tiðindin af lyktum siglingarinnar að hann mátti ekki mæla, hristi bara höfuðið, og tjáði sig ekki einu orði um málið, hleypti þessum ósköpum bara ekki að sér, rétt eins og þau hefðu aldrei gerst. En það var hann Pétur minn Hoffmann. Margar sögur hafa verið af honum sagðar, sumar vel ýktar, en hreystisögurnar var hreinn óþarfi að ýkja. Hann var afrendur að afli. Einu sinni sátum við yfir öli og snaps I Vinstuen I Strandgötu, ég, Siggi Tömmer, Pétur Hoffmann ogGuðmundur Bjarnason þjónn, smávaxinn lag- legur maður sem gekk I augun á kvenfólkinu. Danir eru þarna fyrir og sumir með kvenfólk. Stúlka eins danans, hversu mikið sem hann átti nú í henni, gefur Guðmundi hýrt auga og þau taka nokkur spor saman. Ég veiti þvi athygli að daninn gefur Guðmundi illt auga og hreytir einu sinni skætingi í hann, tekur hann svo fangbrögðum, fer að þjarma að honum. Pétur segi ég. Það er farið að þjarma að honum Guðmundi þarna. Það verður ekkert af því, segir Pétur og ris seinlega á fætur og þeir fætur voru sverir eins og stoðir, búkurinn við hæfi og hand- leggirnir, og áður en varir er dan- inn kominn i greiparnar á Pétri, getur sig hvergi hrært. Þá fljúga þrir danir á Pétur sem er þá ekkert að tvinóna við það, rotar mannræfilinn sem hann heldur um og notar hann síðan sem bar- efli á hina. Þá spretta upp fimm danir til viðbótar og sækja að Pétri og þar með voru fjendurnir orðnir átta, allt auðvitað i upp- námi á Vinstuen og ég sá að Siggi Tömmer heljarmennið það, var farinn að ókyrrast, tilbúinn að leggja Pétri lið, ef á þyrfti að halda, og stúlkan, bitbeinið, kom grátandi til min og spurði: Getið þér ekki hjálpað piltinum mínum? Ég segi við þessa stúlku: Þér hljótið að sjá að það þýðir ekki fyrir mig að fara i hendurnar á þessu islenska trölli. Farið sjálf og biðjið ástmanni yðar griða. Pétur er þá kominn með bareflið sitt út á götu, hafði þar betra svigrúm gegn áttmenningunum. Stúlkan grátbiður þar unnusta sinum griða, það var auðsótt, Pétur var riddaralegur gagnvart kvenfólki, þurfti heldur ekkert barefli. Nú var Siggi Tömmer staðinn upp, nam við loft, svo þykkur undir hönd að ógnvekj- andi var, orðfár og kímileitur, stefndi út á götu þar sem fimm af átta dönum sóttu að Pétri, þrjá var hann búinn að rota — og þurti engrar hjálpar við. Greip Péturs sleppti engu sem hún náði taki á alveg sama hvar hún kom á mót- stöðumanninn, hann hafði þann hátt á að þrífa einn I einu, lemja hina einu sinni með honum og fleygja honum siðan tugi metra — og þá gerðist annað tveggja, maðurinn steinrotaðist ellegar varð svo um að hann lagði á flótta. Tveimur sló hann saman, kastaði þeim siðan samtimis aftur fyrir sig hátt I loft upp. Og svo var það búið. Átta voru þeir — og þetta tók engan tíma. Pétur blés ekki einu sinni úr nös, það var rétt að nasavængirnír bærðust. Þetta var engu likt sem maður hafði áður séð. Siggi Tömmer gerði nú meira en að kíma, hann brosti. Ég hefði viljað sjá þá snúa bökum saman. Tuttugu danir hefðu ekki lagt þá. íslendingar báru af annarra þjóða sjómönnum á þessum árum, hvernig sem á þá var litið, fram- gangan og klæðaburðurinn ekki undanskilin. Færeyingarnir gengu með hendur I vösum undir forkostulegum skotthúfum, eng- lendingarnir ailtaf i peysu og með krossbandið sitt um hálsinn, tref- ilinn sinn, aldrei í skyrtu — eða dönsku esbjergarnir sem fiskuðu á Doggér Bank, að ekki sé talað um grisku sjómennina sem voru ótindur óþjóðalýður. Bretar voru með landgöngufötin sín undir höfðalaginu. Við lágum að visu stundum á buxunum okkar, en það var ekki til að krumpa þær, heldur til að pressa þær. Við voru siglandi þjóð að sanna fyrir heiminum að við færum fullfærir að ráða málum okkar sjálfir. Við gleymdumþvi aldrei. Það var oft gaman að Pétri. Hann ákvað að leita sér kvon- fangs ytra að fornum sið og tók af þvi tilefni með sér tvö refaskinn að selja i kóngsins Kaupmanna- höfn. Vandinn var bara sá að koma þeim i land framhjá toll- urunum. Og við vorum að leggjast að bryggju. Pétur, sagði ég, skinnin eru tengd svo merkilegu erindi að ég er að hugsa um að hjálpa þér. Ég gef þér fri núna. Sæktu nú skinn- in. Pétur var fljótur að þvi og ég fór afsíðis með hann. Þar lét ég hann fara úr peysunni og vafði skinnunum utan um hann, lét hann svo fara aftur i peysuna. Ég er orðinn svo skrambi háls- stuttur, sagði Pétur. Og bústinn. Það er allt í Iagi, sagði ég, þú ert ólikur öðrum mönnum hvort eð er, átta manna maki. Það likaði Pétri vel að heyra. Siðan fyllti ég fangið á honum með tómum bjórflöskum og sagði honum að stilla sér upp við land- ganginn og vera fyrsti maður í land, þvi það væri eitt sem danir skildu öllu öðru betur : bjór- þyrstan sjómann. Þegar svo land- gangurinn var kominn beið Pétur ekki boðanna, heldur marséraði með flöskurnar niður landgang- inn — á móti tollurunum sem brostu og hrukku undan ofur- menninu. En einhverra hluta vegna runnu kvonbænirnar út í sandinn. Pétur lét það ekki á sig fá. Á heimleiðinni fór hann í bíó i Leith og það var söguleg bíóferð eins og flest sem kappinn tók sér fyrir hendur. Hann sagði mér söguna sjálfur. Óli Tomm, það kom dálitið ein- kennilegt fyrir mig í landi. Nú? Ég settist inn I bió, miðja sýn- ingu, sat við hliðina á laglegri stúlku, og horfði á ansi skemmti- lega mynd, naut min vel, Ég veit að ég er álitlegur maður og ekki hef ég setið lengi hjá þessu friða fljóði þegar það lýkur upp rós- rauðum munni og biður mig að kyssa sig. Kiss me, segir hún. Hún segir það aftur og aftur: Kiss me, kiss me, kiss me. Ég skildi hana vel — en samt, þarna var óhægt um vik til náinna kynna, fjári þröngt og fólk allt I kring, þótti samt slæmt að geta ekki friðað kvenmanninn, islenskur maður, fullur af f jöri. Hún heldur áfram að nauða i mér: best að drifa I þessu, láta slag standa, og ég lyfti rassi, ætla að láta hendur standa fram úr ermum og lyfta henni á kné mér — en þá segir hún : Thank you — og dregur kápuna sina undan rassinum á mér. Ég skildi þetta ekki alveg strax — en svo kom mannsvitið upp I mér. Hún hafði þá alltaf verið að segja skjús mi. (Excuse me: fyrir- gefið). Það var gaman að heyra Pétur segja þessa sögu. Sigurður Mariasson, bróðir Jóns Mariassonar bankastjóra, kemur upp I huga mér. Skemmti- legur maður, æringi ef þvi var að skipta. Söng vísur manna best og var oft fenginn inn á fyrsta pláss að skemmta farþegunum, þegar hann ekki átti vakt eða var að skemmta okkur. Farþegarnir spókuðu sig á háþiljunum eða lágu þar undir teppum I sól- stólum, þeir sem ekki dunduðu sér við að kasta hringjum á tölu- setta pinna sem festir voru á há- þiljurnar framanverðar. Við höfðum engin slík leiktæki. I þess stað lásum við og spiluðum. Stundum — þegar heitt var — Framhald á bls. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.