Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 7
■■I" gegn 16, en auk þeirra tveggja greiddu þingmenn sósíalista, Hermann Jónasson, Páll Þorsteinsson, Páll Zóphóníasson og Skúli Guðmundsson tillögunni atkvæði. En hvað réði afstöðu þeirra Gylfa og Hannibals? Stefán Jóhann Stefánsson segir i endurminningum sínum, að hann hafi snemma orðið þess áskynja, að Hannibal og Gylfi myndu verða andstæðir aðild Islands að Atlantshafsbandlaginu. Hafi þeir um þetta leyti átt ýmis mök við Þjóðvarnarfélagið og einstaka menn í Framsóknarflokknum. Og varðandi af- stöðu þeirra tvímenninga á mið- stjórnarfundi Alþýðublokksins 23. marz 1949, sem endanlega ákvað stefnu flokksins í málinu, segir Stefán Jóhann, ‘ að þeir hafi viljað láta setja að sinni hyggju hvorttveggja i senn óþörf og illframkvæmanleg skilyrði fyrir aðild ts- lands, til þess eins fallin að torvelda hana eða hindra með öllu. Hannibal hafi beinlínis tekið það fram á þessum fundi, „að hann teldi mjög varhugavert fyrir tslendinga, vegna smæðar og vonleysis, að gerast aðilar að nokkrum samningi við aðrar hernaðarþjóðir". I samtali við höfunda þessarar bókar sagðist Stefán Jóhann hafa talið, að þeir væru í raun og veru á móti aöild, þótt þeir hefðu sagzt reiðubúnir að samþykkja aðild að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Hann hefði talið það yfirvarp. Ástæðuna kvaðst Stefán Jóhann hafa talið vera þá, að þeir væru veikir fyrir línu, sem væri vinstra megin við Alþýðuflokkinn og andvígir stefnu, sem mörkuð væri af honum og öðrum mönnum, sem taldir hefðu verið „hægri kratar". Þessu vísar Gylfi Þ. Gíslason algerlega á bug og segir, að engin tengsl hafi verið á milli efasemda þeirra Hannibals og andstöðu við þá stefnu, sem Stefán Jóhann og stjórn hans fylgdi í innan- landsmálum og afstöðu þeirra í utan- ríkismálum. Gylfi segir, að það hafi ver- ið svo að segja sömu mennirnir og sömu rökin sem fram hafi komið í Alþýðu- flokknum gegn fyrirvaralausri aðild að Atlantshafsbandalaginu og fram höfðu komið gegn Keflavíkursamningnum 1946, en þá hafi Stefán Jóhann ekki verið ráðherra, heldur þeir Emil Jóns- son og Finnur Jónsson og þeir þá í raun verið aðalforingjar flokksins, svo ekki hafi andstaðan þá getað verið gegn Stefáni Jóhanni. Gylfi segist hafa gætt þess vel í umræðunum um Atlantshafs- bandalagið að láta það koma fram, að hann væri í grundvallaratriðum hlynnt- ur fyrirhuguðu varnarsamstarfi. En hvernig stóð þá á því að svo fór sem fór? Gylfi telur, að stærstu mistökin, sem ríkisstjórn Stefáns Jóhanns og forustu- menn stjórnarflokkanna hafi gert, hafi verið að hefja ekki nógu snemma umræðUr um málið. Á þessum árum hafi verið lenzka að steinþegja opinberlega um slík mál þangað til menn neyddust til að segja eitthvað um þau. Á Alþingi hafi loft allt verið lævi blandið og mikil tortryggni milli manna, miklu meiri en síðar varð — fyrst og fremst milli stjórnar og stjórnarandstöðu en jafnvel líka innan einstakra flokka, milli þing- manna sama flokks, ef um verulegan ágreining var að ræða eða eitthvað mikil- vægt mál. „Sérstaklega átti þetta við um varnar- málin og utanríkisstefnuna, sem var að vísu skiljanlegt, þar sem slik mál voru ný fyrir þingi og þjóð, og menn meira og minna hræddir við þau. Menn byggðu þar ekki á gömlum, traustum fótum eða á neinni hefð. Þetta voru ný vandamál, sem menn voru raunverulega feimnir við að tala um við aðra, jafnvel flokks- bræður, sem þeir héldu að væru á öðrum meið, hvað þá andstæðinga. Svo verður líka að hafa hugfast, að á þessum árum var „kommúnistagrýlan" í algleymingi í stóru flokkunum tveimur. Þá voru allir, sem voru á annarri skoðun en flokkslin- an bauð, taldir vera í tengslum við kommúnista — og málið þar með af- greitt.“ Gylfi leggur áherzlu á, að málið hafi lítið sem ekkert verið rætt í þingflokki Alþýðuflokksins fram eftir vetri og hafi það enn aukið á tortryggni þeirra Hanni- bals. „Okkur fannst vera einhver pukurs- blær á þessu öllu saman og það gerði okkur hræddari um að eitthvað væri i bígerð, sem við vissum ekki hvað væri. Þetta var auðvitað ein af ástæðunum fyrir þvi, að við Hannibal mörkuðum okkar afstöðu þannig, að við heimtuðum skrifleg skilyrði — skriflega fyrirvara. Það var búið að gera okkur hrædda, svo að við tókum ekki lengur við neinum yfirlýsingum, vildum fá allt skýrt niður á blað.“ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 47 Gylfi Þ. Gfslaaon. Hannibal Valdimarsson. Stef&n Jóhann. Lúðvík Leifur Gissurarson. Sveinsson. Sigurður M. Eystelnn Þorsteinsson. Jónsson. Gylfi segir, að mikið hafi skort á að þeim væri sagt, hvað raunverulega hefði verið rætt á fundunum i Washington. Hann segir, að skýrslur og fundargerðir sem siðar hafi birzt sýni glöggt, að íslenzku ráðherrarnir hafi í viðræðunum og spurningum þeim sem þeir beindu til Bandaríkjamanna tekið miklu meira mið af viðhorfum efasemdarmanna í Alþýðu- flokki og Framsóknarflokki en þá hafi verið vitað eða þeim frá sagt. Nefnir hann í því sambandi bæði umræðurnar um endurskoðun Keflavíkursamnings- ins og möguleika á skriflegum fyrirvara um sérstöðu islands. „En það var aldrei talað við okkur eitt einasta orð um neins konar málamiðlun. Það var eiginlega eins og það væru tveir þingflokkar í Alþýðuflokknum, sem gætu ekki talazt við um neina hugsan- lega málamiðlun, heldur var málið ein- faldlega knúið í gegn. Ég er sannfærður um, að það hefði verið hægt að fá fylgi okkar Hannibals við samninginn, ef öðru (Ljósmynd Tæknideild rannsóknarlögreglunnar). Hluti af þvf grjóti, sem varpað var að þinghúsinu 30. marz 1949. vísi hefði verið að staðið — ef ekki hefði verið staðið að þessu af óbilgirni gagn- vart okkur og stuðningsmönnum okkar utan þings." Hér skal enginn dómur lagður á þessi siðustu orð Gylfa, en hitt liggur fyrir, að þótt samflokksmenn gætu ekki ræðzt við um hugsanlega málamiðlun, þá gerði rikisstjórnin ráðstafanir til þess á bak við tjöldin að finna leiðir til að koma til móts við sjónarmið Gylfa og Hannibals og þeirra Framsóknarþingmanna, sem áþekka afstöðu höfðu tekið. 1 dulskeyti sem utanrikisráðuneytið sendi sendiráð- inu í Washington hinn 26. marz sagði, að utanríkisráðherra hefði þá fyrr um dag- inn beðið sendiherra Bandaríkjanna að afla upplýsinga um það, hvort mögulegt mundi vera, ef það reyndist nauðsynlegt eða hyggilegt, að fella inn í samþykkt tslands um þátttöku í Atlantshafssamn- ingnum þann sama fyrirvara varðandi sérstöðu tslands sem vopnlausrar þjóð- ar, sem ekki gæti sagt öðrum þjóðum stríð á hendur, eins og stungið hefði verið upp á, að fram kæmi í ræðu við undirritun samningsins (Legurbr. höf ). 1 simskeyti bandaríska utanríkisráð- herrans til bandaríska sendiráðsins á íslandi þennan sama dag, segir hann, að betra væri, að Ísland tæki tilboðinu án fyrirvara, því væru einhver skilyrði frá Íslandi tekin til greina, yrðu ríkisstjórn- ir allra aðildarríkja að samþykkja þau. „Ef utanríkisráðherranum finnst nauðsynlegt að segja eitthvað samkvæmt því sem stungið hefur verið upp á, ætti að gæta þess að hann véki aðeins að núverandi aðstæðum og að ekki væri hægt að skilja það svo, að ísland setti skilyrði fyrir því að taka tilboðinu. Okkur likar ekki orðalagið „ófært um að lýsa yfir stríði", og vildum heldur að allar yfirlýsingar, sem utanríkisráðherr- ann kynni að gefa, vísuðu fremur til núverandi ástands en að í þeim fælist takmörkun til frambúðar á aðild tslands." í skjölum utanríkisráðuneytisins er einnig minnisblað frá danska utanríkisráðherranum, Gustav Rasmus- sen, dags. 28. marz, þar sem hann segir, að óskilyrt samþykki sé æskilegt. Ef nauðsynlegt þætti að taka eitthvað fram, ætti það eingöngu að vísa til núverandi ástands, en ekki að fela í sér neina varanlega takmörkun. Af þessu mátti Ijóst vera, að ekki yrði unnt að ganga að skilyrðum Gylfa, Hannibals og nokkurra Framsóknar- manna, en af ummælum Gylfa virðist sýnt, að a.m.k. honum og Hannibal hefur ekki verið kunnugt um þessar umleitanir, sem fram fóru að tjaldabaki. Hitt er svo önnur saga, að í ræðu sinni við undirskrift samningsins 4. apríl fór Bjarni Benediktsson ekki að þeim ósk- um sem fram komu í símskeyti Dean Acheson 26. marz og minnisblaði Gustavs Rasmussen 28. marz. Hann tók þar beinlínis fram, að tsland mundi ekki segja nokkurri þjóð stríð á hendur og einskoraðaði sig þar með ekki við „núverandi ástand". Enda sagði Bjarni i viðtali við Morgunblaðið 20 árum síðar, að ekki hefði veitt af þeim dögum, sem hann hafði til ráðstöfunar i Washington fram til 4. april 1949 eftir að hann kom út 31. marz, til að koma málum íslands fram, þar sem nokkurt þóf hafi orðið um það i hvaða formi hann skyldi lýsa hin- um islenzka fyrirvara. Eftir stendur að fella dóm um það, hvort meiru hafi ráðið um afstöðu þeirra Gylfa og Hannibals: „vinstri villa" eða vafi um að allt færi eftir sem stjórnvöld fullyrtu viðvíkjandi aðld íslands að Atlantshafsbandalaginu. Sennilega blandast þarna hvað öðru. Þeir Gylfi og Hannibal höfðu um þetta leyti mjög náið samband við formann Framsóknar- flokksins, Hermann Jónasson, og voru eins og hann litlir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, þar sem báðir töldu samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn óæski- lega og voru talsmenn einhvers konar vinstri hreyfingar. Þeir Gylfi og Her- mann höfðu samráð og samstöðu um ýmis innanlands- og utanríkismál og stóðu til að mynda saman i afstöðunni til aðildar að Atlantshafsbandalaginu, þótt Hermann sæti hjá í lokaatkvæðagreiðsl- unni um málið. Gylfi og Hannibal voru andvígir forystu Stefáns Jóhanns í flokknum eins og bezt sannaðist þrem árum siðar, töldu hann vera of hægri sinnaðan og snerust gegn stefnu hans í ýmsúm málum. Það djúp sem þegar var staðfest milli hinna tveggja arma þing- flokksins og rekja mátti allt aftur til umfjöllunar Keflavíkursamningsins 1946 hefur sennilegá orðið þess vald- andi, að menn hafa ekki getað talað hreint út um aðildina atAtlantshafs- bandalaginu. Það hefur orðið til að auka á áhyggjur þeirra Gylfa og Hannibals um að ekki væri allt sem sýndist; a.m.k. væri ekki nægilega tryggilega um hnút- ana búið. Þau skilyrði, sem þeir vildu setja, hafa svo aftur aukið torryggni í þeirra garð, og gert forustumenn Al- þýðuslokksins enn ófúsari að leita sam- eiginlegar niðurstöðu. Vistin hjá Framsókn í kaflanum „Hver maður á sinn stað“ var sagt, að meginhluti hópsins, sem útnefndur hafði verið í varalið lögreglunnar 30. mars, hafi verið kom- inn inn í flokksherbergi Framsóknar- manna milli kl. 9 og 10, en aukið var i liðið fram eftir morgni og raunar alveg fram á síðustu stundu. í umræðunum um atburðina 30. mars vakt val fundarherbergis Framsóknar- manna, sem dvalarstaðar liðsins, tals- verða athygli og voru ýmsar getgátur uppi um það, hvað hefði ráðið staðarval- inu. Verður ekki farið út í þá sálma hér, en ljóst er að þar komu einkum þrjú atriði til greina: 1 fyrsta lagi staðsetning herbergisins á 1. hæð þinghússins og að fljótlegt var að koma liðinu út á ganginn er liggur frá anddyrinu að stiganum, sem liggur upp á efri hæðir hússins, enda átti hlutverk liðsins fyrst og fremst að vera það að verja væntanlegum inn- rásarmönnum uppgöngu til þingsalarins á efri hæð. 1 öðru lagi réð gluggaskipun miklu, en járnhlerar eru fyrir gluggum og unnt að loka þeim að vild og hylja þannig liðssafnaðinn sjónum manna úti fyrir. i þriðja lagi stærð herbergisins, en það var talið stærra en fundarherbergi sjálfstæðismanna, sem er handan gang- vegarins á fystu hæð. í því hafði svo- nefnd „gassveit" lögreglunnar, sem i voru 20 menn, aðsetur og kemur hún við sögu síðar. Lögreglustjóri mun hafa komið þeirri beiðni á framfæri við rétta aðila, annað- hvort forseta Sameinaðs þings eða skrif- stofustjóra Alþingis, að fá afnot af þessu húsnæði. Var henni komið til formanns þingflokks Framsóknarmanna, Eysteins Jónssonar, sem samþykkti hana umsvifa- laust: „Það kom auðvitað ekki annað til mála en að lögreglan fengi að nota húsið eins og hún taldi nauðsynlegt. Þegar þingið fer fram á það við lögregluna að hún hafi hönd í bagga við svona skilyrði, þá verður lögreglan að fá að nota þau húsa- Táragasinu varpað. kynni, sem hún telur nauðsynleg —,“ sagði Eysteinn i samtali. Eitthvað munu flokksbræður hans hafa að því fundið síðar, að herbergið var lánað í þessu skyni og án þess að það væri boðið undir þingflokkinn. Ætla má að sveitir Sveinbjarnar Hannessonar og annars manns, sem ekki er vitað nafn á, hafi verið fyrstar á vettvang um morguninn og menn þá tekið til við að skrýðast þeim embættis- táknum sem löggiltum varalögreglu- mönnum tilheyrðu. Voru það gamlir, enskir loftvarnahjálmar — æði rykfalln- ir að sögn — stuttar kylfur og armbindi með íslensku fánalitunum. Var búnaður- inn i trékössum, sem komið hafði verið fyrir í herberginu kvöldið áður. Samkvæmt lögum, sem þá voru i gildi, bar lögreglustjóra að afla heimildar dómsmálaráðherra til þess að kalla upp varaliðið, en algengt var að viðkomandi lögregluyfirvald mat það, hvort þörf Framhald á bls.54

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.