Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 vtce kaffinu n s Öldungur: Það er skrítið. Allir vinir mínir sögdu mér, að þú myndir ná f mig og flytja mig aftur burt. Kona hans: Aumingja maöurinn. Maja: Svo þú ert búin að segja Kalla, að þú elskir hann, þrátt fyrir allt. Malla: Eg ætlaði ekki að gera það, en — en hann veiddi það upp úr mér. Ef maður nú reiknaði þetta út í verði á reyktum laxi, þá tæki f budduna hjá manni. Nei, ég tel enga þörf á þvf hér á þessum vinnustað, maður minn, að við förum að kaupa niðurkælingarkerfi. „Þjófur 1 Paradís ,,Það voru glaðir krakkar sem stigu upp í rútuna við Hveradala- skálann og greinilega ánægð með velheppnaða helgarútilegu. Þarna var á ferðinni flokkur þrettán ára skáta og þegar þau höfðu komið sér vel fyrir upphóf- ust skemmtilegir og vel sungnir skátasöngvar. Ég held að þetta hafi fallið i góðan jarðveg hjá hinum farþegunum og eflaust vakið sælar minningar. En allt í einu læddist þjófur inn i þessa paradis: Einn flokkstjóranna dró upp pípu sína, tróð í og kveikti. Eftir útlitinu að dæma hefur hann ekki verið eldri en átján ára, en bar sig að vonum manna- lega þar sem hann var jú foring- inn. Það var samt ekki fyrr en pípan var farin að ganga milli óbreyttra flokkslima að siðverðis- vitund minni var ofboðið. Það skal tekið fram að ekki voru nema tveir eða þrír þeirra með í hringn- um. Ég vil nú eindregið ráðleggja foringjanum að hugleiða eftirfar- andi, ef hann les þessar línur: Þrettán ára unglingar eru mjög áhrifagjarnir og eru á þessu aldursskeiði að reyna að móta sér haldgóðan persónuleika. Frjáls og örugg framkoma er það sem þá dreymir um og taka þeir ekki sízt mið af þvi hvernig fólk sem þeir treysta hegðar sér. Fordæmi skátaforingjans vegur því þungt á metunum og gæti jafnvel orðið til þess að einhverjir yngri skátar færu að reykja. Vildi þessi ungi maður raun- verulega hafa slikt á samvizk- unni? Þó ég hafi beint orðum mínum að hinum unga skátafor- ingja mættu fleiri athuga sinn gang. Einkum þeir, sem taka beinan þátt I að uppeldi barna og unglinga svo sem kennarar, og foreldrar. Þvi erum við ekki öll sammála um að búa þurfi þannig að uppvaxandi kynslóð að leið til hamingjusamara lifs. H.G.“ Velvakandi þakkar fyrir þessi skrif og er hérmeð komið á fram- færi þessu umhugsunarefni fyrir uppalendur. Dóttirin: Ilefurðu heyrt það, pahhi. að það er búið að taka stærsta hótelþjóf f New York fastan. Faðirinn: Hvaða hóteli stal hann? BRIDGE I UMSJÁ PÁLS BKRGSSONAR Ctspil segja oft sina sögu. Ekki sfst þegar spilað er út ás í slemmu. I spili dagsins var sagn- hafi viss um hver átti trompkóng- inn en það er þannig. Suður gef- ur, austur-vestur á hættu. Vestur S. G8732 II. 843 T. A62 E. K6 Norður S. AKD6 H. AKD7 T. KG L. A52 Austur S. 10954 II. 10952 T. 875 L.G3 Suður S. — II. G6 T. D10943 L. D109874 Sagnir gengu þannir, að suður opnaði á 3 laufum og norður sagði 6 Iauf. Ekki beint vísindalega að farið en reyndist árangursríkt. Vestur spilaði út tigulás og varð fyrir vonbrigðum þegar hann spil- aði aftur tígli, sem sagnhafi tók heima á drottningu, þar sem hann hafði látið kóng blinds í ásinn., Skyldi hann spila út á í slcmmu,“ hugsaði suður um leið og hann spilaði út laufdrottningu. Spilar- anum í vestur datt ekki í hug, að félagi hans ætti tvö tromp — hvað þá gosann. Hann lét sexið, eins eðlilega og honum var unnt, og vonaði, að sagnhafi reyndi að taka kónginn blankan af austri. Nei, ekki aldeilis. Sagnhafi svínaði bara og vann sitt spil Eflaust hefðu margir látið lágt, eins og vestur gerði, þegar sagn- hafi spilaði laufdrottningu. En út- spilið, tígulás, var alveg rétt. Án þess vinnst spilið alltaf. Sagnhafi tekur þrjá slagi á spaða og fjóra slagi á hjarta. Af eigin hendi læt- ur hann alla tiglana sina. Nú er sama hvað vestur gerir, vörnin fær aðeins einn slag á tromp. Stúlkan: Mér virðist mvndin af mér alltaf verða Ijótari og Ijótari. Málarinn: Já, verið þér rólegar, hún er bráðum búin. — Maðurinn minn segir að hann sé alltaf að hugsa um mig, jafnvel á meðan hann er að vinna. — Þetta datt mér í hug, þegar ég sá hann vera að berja gólfdúk I fyrradag. Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges. Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 21 — Hvað hefur komið fyrir? Duttuð þér niður stigann? — Það er svei mér fínt að setja lögreglumann á vörð fyrir utan húsið allan sólarhringinn. Hann hefur bersýnilega dottað þessi varðhundur yðar! — Já, en Felicie, góða segir hvað hefur gerzt. Þér ætlið þó ekki að telja mér trú um... — Að morðinginn hafi komið og ráðist á mig? Ó, jú! Var það ekki einmitt það sem þér vild- uð? Maigret hafði hugsað sér að segja henni frá þvl sem komið hafði fyrir Petíllon, en hann vili fyrst fá að vita um hvað hefur gerzt í húsinu um nótt- ina. — Komið hérna og setjist... hér út í garðinn, já... svona verið nú ekki með þennan svip... reynið að vera róleg og horfa ekki þessum manndráps- augum á mig, heldur segið mér hvað gerðist. í gærkvóldi þegar ég fór frá yður voruð þér I mesta uppnámi... hvað gerðist svo? Hún svaraði hæðnisröddu. — Ekkert... — Agætt. Eg býst við að þér hafið fengið yður að borða... Svo hafið þér lokað öllum dyr- um og farið upp til herbergis yðar. Þannig hefur það gengið fyrir síg, ekki satt? Þér eruð vissar um að hafa lokað dyrun- um? — Eg geri það alltaf áður en ég fer að sofa. — Þér fóruð sem sagt i rúm- ið. Hvað var klukkan þá. — Eg beið niðri, þangað til þrumuveðrið var um garð geng- ið... Það er rétt að hann hafði sýnt miskunnarleysi með þv( að láta hana vera aleina fyrst hún var svona hrædd við þrumur og eldingar. — Fenguð þér yður eitthvað að drekka? — Einn kaffibolla... — Lfkast til að eiga betur með að sofna eða hvað. Og sfð- an? — Svo las ég... — Lengi? — Eg man það ekki... kannski til klukkan tólf... ég slökkti Ijósið... Eg var viss um að það myndi eitthvað hræði- legt gerast... það var ég búin að segja yður. — Og segið mér þá hvað gerð- ist? — Þér hæðizt alltaf að mér... nú, en mér er svo sem sama um það... yður finnst þér svo mik- ill og merkilegur... En allt f einu heyrði ég að einhver var inni f herbergi hr. Lapies. Satt að segja trúir Maigret ekki orði af þvf sem hún er að segja honum, og meðan hann hlustar á hana og horfir á hana, veltir hann þvf fyrir sér hvað vaki fyrir henni með þessari nýju lygasögu. Henni er jafn eðlilegt að segja ósatt og venju- legu fólki að draga andann. Lögreglustjórinn f Fecamp hef- ur f sfma gefið nokkrar upplýs- ingar sem hann hafði verið beð- ínn um. Maigret veit nú, að það sem hún hafði gefið f skyn varðandi skyldleika við Jules Lapie er uppspuni frá rótum. Hún á bæði föður og móður. Móðir hennar er þvottakona og faðir- inn drykkjurútur sem sjaldan gerir handtak en þvælist um á brygRjunum og reynir stund- um að komast f skipsrúm. Allir nágrannar þeirra hafa verið yf- irheyrðir en án árangurs. Gamli Lapie hefur aldrei kom- ið nálægt móður Felicie svo að vitað sé. Þegar hann var að leita sér að vinnukonu stakk bróðir hans upp á að Felicie kæmi til hans, þar sem hún hafði komið á heimili hans og tekið þar til. — Þér heyrðuð sem sagt að einhver var á ferli þarna... Og þér hafið auðvitað strax opnað gluggann og kallað á lögreglu- manninn sem var á verði fyrir utan... Hann segir þetta hæðnisiega en hún hristi höfuðið. — Hvers vegna ekki? — Af þvf! — Af þvf að þér kærðuð yður ekki um að maðurinn, sem yður grunaði að væri þarna að snigl- ast, yrði handtekinn, er það ekki rétt? — Getur verið! — Haldið áfram!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.