Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 10
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 Portúgal: Létt vín Lisnave- Lissabon Götumynd frá Lissabon SÓLKÁTUR sunnudagur í Lissabon. Þegar út er kom- ið er fátt manna á ferli, helzt að menn séu að kaupa sér blöðin. Dagskrá sú sem Portúgalar hafa gert fyrir dvöl mína þar i landi hefur í öllum meginatriðum lukk- azt og eftir er aðeins að heimsækja Lisnaveskipa- smíðastöðina og vínfyrir- tæki Jose Maria Fonseca. Það er ekki fyrr en daginn eftir. Svo að sunnudaginn hef ég fyrir mig, skipulags- lausan með öllu. í Lissabon bý ég á Mundial, hlýlegu hóteli í hjarta eins elzta hluta borgarinnar, ef frá er talað hverfið Alfama. Þar sem á flestum öðrum hótelum er enn þó nokkur hópur af flóttamönnum frá Angóla, einkum konur og börn. Þau eru prúð þessi börn og haf a gaman af því að horfa á sjónvarpið þegar barna- efni er flutt. Aldrei merkti ég að ónæði eða háreysti væri að þeim. Ég legg upp frá Rossio- torgi, sem er aðeins stein- snar frá Mundial og tölti eftir Avenida da Liberdade upp að einu þekktasta torgi borgarinnar, kennt við Pombal markgreifa. Þaðan er skammt í Estufa Fria, fegursta skrúðgarð höfuð- borgarinnar. Hluti hans er í eins konar gróðurhúsi og þar eru hitabeltisjurtir, trjágróður, litskrúðugir fuglar og fiskar. Þegar út úr þeim garði kemur hefur verið útbúinn annar hluti með venjulegum gróðri og þar eru líka litlar tjarnir Lisnave með öndum og svönum. Þar eru foreldrar á sunnu- dagsgöngu með börn sín, rétt eins og við Tjörnina í Reykjavík. Þaö eina sem á skortir er að hér einhvers staðar væri staður, þar sem hægt væri að fá sér svala- drykk eftir gönguna fyrst alla leið hingað og siðan um garðinn. Sfðan tek ég lestina út til Avenida do Brazil, þar sem is- lenzk kona Kirsten Thorberg — og liklega sú eina i Portúgal — býr með manni sínum og þremur börnum. Maðurinn hennar heitir Vitor Sa Macado, hann er þing- maður miðdemókrata. Þegar ég kom hér í fyrra átti sá flokkur — og reyndar fleiri — í miklum erf- iðleikum. Þá voru kommúnistar hér allsráðandi — án þess þó að hafa neinn stuðning, að þvi er mér var sagt. Enda skildi ég aldrei almennilega það mikla veldi og þau tök sem þeir virtust hafa. Nú hefur skipt um, hófsöm minnihlutastjórn Soares er tekin við og baslar nú við efnahagserf- iðleikana og gerir það sjálfsagt ekki af þeirri hörku sem til þarf, enda hefur Soares glimt mjög við ólfk öfl innan flokks sfns. Kirsten hefur ekki komið til íslands.í meira en tiu ár, en hún er áfjáð í að heyra fréttir. Krakk- arnir þrfr sem ég skíri f snatri upp á fslenzkan máta Palla, Möggu og Andrés eru líka áhuga- söm að heyra um ísland og þau haf a mikið gaman af því að heyra málið. Svo taka þau mig líka í kennslutfma í portúgölsku og endar með þvi að ég fæ skikkan- legasta vitnisburð. Um kvöldið er allt með öðrum brag á Rossio. öll útiveitingahús- in eru þétt setin, ys og þys og kliður, mannmergð út og suður. Skammt frá Mundial eru í röðum nokkrar fátæklegar kassafjala- sölubúðir, sem þar haf a verið sett- ar upp og þar er seldur ýmis kyndugur varningur, allt frá töl- um upp f stereogræjur. Flótta- menn frá nýlendunum hafa sett þær sumar upp og reyna með því að koma undir sig fótunum fjár- hagslega. Um hríð var sá áróður uppi hafður að flóttamennirnir væru ekki aðeins baggi á þjóðinni vegna stórkostlegra fjárútláta til þeirra, heldur bg vegna þess hve mórallinn væri lágur og fólkið nennti ekki að gera tilraun til að bjarga sér. Þeir sem ég spurði þessa þverneituðu að nokkuð væri hæft í því. Þeim bar saman um að allur þorri fólksins væri beinlínis sólginn í vinnu — en því miður fengju hana fæstir. Sumir hefðu sýnt lofsverða sjálfsbjarg- arviðleitni og reynt að gera ýmis- legt til að geta boðið sér og sínum upp á mannsæmandi framtlð. t setustofunni er fjöldi kyn- blendingsbarna að horfa á sjón- varpið. Ein örlitil stúlka, sem varla stendur út úr hnefa og seg- ist vera fimm ára situr við I óða önn að hekla brúðuföt, sem eru með hinu f egursta handbragði. I matsalnum á efstu hæð er þjónninn Ceferino að búa sig und- ir að taka á móti gestum sínum með meiri tilþrifum en ég hef áður séð. Hann opnar til dæmis ekki púrtvinsflösku með þvf að nota tappatogara heldur með því að svíða stútinn af með glóandi töngum. Hann mælir hitastig bæði rauðvfns og hvftvfns áður en honum dettur í hug að bjóða kúnnunum upp á að drekka af því og það er hið mesta ævintýri að sjá hversu mjög Ceferino lifir sig inn f þessar seremoníur. Hann segir: „Það er ekki auvirðilegt að vera þjónn — það getur hreint og beint verið listgrein." Og er ekki fjarri að gestirnir taki undir það. Allir vilja njóta þjónustu hans, enda líka öruggt að vínin eru þá eins og bezt geta verið. Ekki get ég neitað því að það var með örlitlum hrolli, sem ég lagði af stað daginn eftir i fylgd með Mariu Theresu til að skoða skipasmiðastöðina LISNAVE. Hvort tveggja er að fyrirtækið er risavaxið og óhugsandi að gera þvi skil I stuttu máli og svo hitt að skipaviðgerðir og nýbyggingar skipa liggja töluvert langt utan áhugasviðsins. En af hálfu Portúgala var þetta eðlilegur liður í dagskránni. Þeir eru stoltir af Lisnave og þaðan fá þeir miklar gjaldeyristekjur. Á móti okkur tók Nuno de Castello Branco, en hann fer iðulega með útlendingum um stöðina. Hann sagði að það sem af hefði verið þessu ári, eða fram í október, hefðu Japanir verið stærstu viðskiptavinir stöðvarinn- ar. Þangað hafa þeir sent samtals 24 skip til viðgerða og meðaldaga- fjöldi þeirra f stöðinrú var þrjátfu og fimm. Japanir höfðu eflt mjög þessi viðskipti við Portúgala frá fyrra ári, þegar skip frá þeim f stöðinni voru ekki nema þrettán talsins. Næstir komu svo Norð- menn og Bretar með sautján skip hvor og sfðan Bandarfkin með f jórtán skip. Alls voru á blaði skip frá átján löndum, að Portúgal sjálfu frátöldu. öll Norðurlöndin utan tsland voru þarna á blaði. Alls höfðu verið tekin til viðgerða það sem af er árinu 134 skip og er það aukning frá fyrra ári. Um tfma var mjög ókyrrt f Lisnave eins og frásagnir birtust af í fréttum. Verkamenn þar eru sérdeilís vinstrisinnaðir og létu dttikk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.