Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 37 (22) Nýr fram.kvæmdastjóri var ráðinn að Sinfóníuhljómsveit tslands. Hann heitir? a) Guðmundur Jónsson b) FinnurGuðmundsson c) Sigurður Björnsson d) Thor Vilhjálmsson (23) „Hótum að halda áfram að sýna,“ sagði í fyrirsögn í Morgun- blaðinu í byrjun september. Hverjir voru það sem þarna höfðu í hótunum? a) Leikarar í Þjóðleikhúsinu b) Magadansmeyjar á Broadway c) Aðstandendur „septem- hópsins" d) Tízkusýningarstúlkur (24) Flestir voru þeir sem formæltu allri útkomunni sunnan lands og vestan í sumar, en ekki þó allir. Hópur manna fagnaði vætunni innilega, þeir voru a) Vegagerðarmenn í Vík í Mýr- dal b) Norðlenzkir sóldýrkendur c) Þeir sem mest og bezt hafa unnið að uppgræðslu í Vest- mannaeyjum d) Fastagestir á Hótel Sögu (25) Laugardag einn ( haust varð uppi fótur og fit á Keflavfkur- flugvelli. Astæðan var sú að a) Króatar höfðu rænt bandariskri flugvél og lentu á Keflavíkurflugvelli. b) Eldur varð laus í einu flug- skýli Flugleiða. c) Elísabet Bertadrottning mætti þar með fríðu föruneyti. d) Réttindalaus maður hafði stolið einni af vélum varnar- liðsins. (26) I fyrirsögn í Morgunblaðinu í september segir: „Enginn leki úr Seðlahankanum'". Iivað var átt við með þessari fyrirsögn? a) Að þó gengi krónunnar væri fljótandi þá læki hún ekki út b) Að fréttir um skyndikannanir lækju 'ekki út úr stofnuninni áður en þær væru framkvæmdar. c) Að þrátt fyrir miklar rigningar í sumar væri hús Seðlabankans traustbyggt og vatn kæmist hvorki þangað eða þaðan. (27) Maurar fundust í húsi einu í Garðabæ, en þeim var eytt með blásýru. Maurarnir bárust hingað með farangri rússneskra vísinda- manna og þessi tegund maura er kennd við a) Pétur Gaut b) Zarinn c) Kaifas d) Faraó (28) Sú breyting átti sér stað í gæða eftirliti freðfisks hjá SH á Banda- ríkjamarkaði að farið var að röngtenmynda fiskinn. Var þetta gert til að a) Athuga flúor-magn í fiskinum b) Kanna hvort bein væru i fisk- holdinu c) Athuga hvort hringormar væru í fiskinum d) Kanna olíumengun í freð- fiskinum (29) Hópuppsagnir á sjúkrahúsum er vandamál, sem enn hefur ekki fyllilega verið leyst. Astæða þess er a) Aukin fjöldi karlmanna i hjúkrunarfræðingastétt b) Öánægja með launakjör c) Persónutöfrar lækna og áhug þeirra á hjúkrunarkonum fei minnkandi d) Öánægja með vaktavinnu (42) Svartsengi, Krafla, Laugaland, Reykir ( Mosfellssveit? (31) Fyrirbæri eitt sem fékk nafnið Jóhanna var flutt til Frakklands í október. Var hér um að ræða a) Biaðamann á Morgunblaðinu b) Málverk eftir Erró c) Kvenkyns háhyrning d) Nýjustu kvikmynd sjónvarps- ins (32) Verzlun og viðskipti hafa verið með líkum hætti og undanfarin ár, en í október kom óvænt mál upp, þvi v-þýzkur maður a) Vildi kaupa sér doktorsnafn- bót við Háskóla íslands b) Gerði tilboð í 30 íslenzkar stúlkur c) Vildi kaupaGrímsey d) Reyndi að selja landsmönnum fimm eintök af Gutenbergsbiblíu (33) Starfsmenn við Sigöldu urðu leiðir í október og héldu nokkrir þeirra heim, ástæðan var sögð a) Stjórnleysi b) Kvenmannsleysi c) Leiðinleg veðrátta d) Vondur matur (34) Mikið hefur verið rætt um yl- ræktarver hér á landi undanfarið, í umræddu ylræktarveri er ætlun- in að rækta a) Y1 b) Frahskar kartöflur c) Grænkál d) Chrysanthemum-græðlinga (35) Sjónvarpstæki og ýmis raf- magnstæki önnur skemmdust verulega á Þingeyri. Astæðan var a) Of há spenna rafmagns b) Slæm veður c) Vestfirzkir ribbaldar unnu skemmdarverk d) Ofnotkun á tækjunum olli skemmdunum (36) Óvenju mikið sást af torkenni- legum fyrirbærum á himni á ár- inu og aðallega sunnanlands. Var þarna um að ræða a) Brot úr Samtökum frjálslyndra og vinstri manna b) Peningaský frá loðnubræðsl- um c) Öþekkt fyrirbæri d) Leifar geimskips frá Marz (37) 100 tonn af undanrennudufti voru flutt út síðastliðið haust. a) Duftið var gefið Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna b) Flutt til Sviss þar sem 10 krón- ur fengust fyrir hvert kg c) Kexverksmiðjur á Sýrlandi festu kaup á duftinu d) Notað í tertubotnagerð í Dan- mörku (30) Lambhrútur einn norðan úr Skagafirði var mikið í fréttum í haust, birtar voru af honum myndir og ortar um hann vísur. Tilefni þessa var að a) Hrúturinn þótti vænlegur til undaneldis b) Deilt var um hvort slátra mætti í sláturhúsi Slátursamlags Skagfirðinga c) Sambandsmenn vildu fá að af- lífa þennan hrút öllu öðru slátur- fé frekar d) Yfirdýralæknir taldi hrútinn haldinn hættulegum sjúkdómi Sjá svör á bls. 53

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.