Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐVÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 41 URNAR UM NÆSTA ÁR ? ? ? ? ? F6lk fætt í vogarmerkinu hefur næma tilfinningu fyrir fegurð. Það er elskulegt og þægilegt fólk en forvitni þess veldur þvf stundum a> afskiptasemi þess verður óþolandi. Vogarfólk er fremur jafnlynt og ef það reiðist er það venjulegæfljótt að jafna sig aftur og mjög sjaldan er vogarfólk langrækið. öllum er vel til þess enda er það skemmtilegt með afbrigðum og vill öllum vel. Það mi segja að vogarfólkið sé sjálfu sér verst, þvf það á það til að blekkja sjálft sig og ætlast til of mikils af lífinu. Stundum vottar fyrir örlftilli öfund eða afbrýðisemi í garð annarra, en venjulega er vfðsýui og réttlætistilfinning vogarinnar rfkjandi. XXX . Árið 1977 verður sérstaklega hagstætt voginni f öllu er varðar f jármál. Lfkur eru á að hagur vogarinnar vænkist mjög og fyrstu þrfr mánuðir ársins virðast vera sérstaklega heppilegir til arðvænlegra fjárfestinga og velgengni mikil. Þó er varað við öllum áætlunum, sem tengjast ferðalögum á einhvern hátt. Ný áhugamál munu skipa þýðingarmikinn sess f Iffi vogarinnar og henni er ráðlagt að nýta alla sfna kunnáttu og þekkingu bæði f starfi sfnu og við áhugamál. Eíns og áður skipar rómantfkin stóran sess f Iffi vogarinnar. Fyrstu fimm mánuði ársins mun vogin kynnast mörgu nýju fólki og eignast vini, sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á Iff hennar. Voginni er þó ráðlagt að muna að heiðarleiki og einlægni eru mikilvægír eiginleikar f samskiptum við annað fólk. Heilsufarið verður með ágætum þetta árið, en þó er mikilvægt að vogin sé á verði á ferðalögum og gagnvart vélum, þvf henni hættir til að vera fljótfær og kærulaus og getur það leitt til slysa. Voginni er einnig ráðlagt að ofkeyra sig ekki andlega. Þegar á heildina er litið verður árið hamingjurfkt, mörg tækifæri munu gefast og fátt verða til að standa f vegi fyrir voginni. VOGIN 23. sept. - 22. okt. Sporðdrekar geta verið ákaflega stjórnsamir og miskunnarlausir og þeir hafa frábæra skipulagshæfileika. Þeir eru hreinskilnir og ótrúlega sjálfstæðir. Þeir geta hins vegar verið ákaflega sjálfselskir og taka ekkert tillit til annarra. Þeir eru kröfuharðir — ekki bara gagnvart öðrum, heldur ekki sfður gagnvart sjálfum sér og gefast seint upp. Þeir ganga ávallt hreint til verks, en metnaðargirnd þeirra hleypur auðveldiega með þá f gönur og þeir láta seint sannfærast ef það er ekki f samræmi við það, sem þeir vilja. Sporðdrekum gengur Ifka oft erfiðlega að lynda við annað fólk og má oftast rekja það til ráðrfkís þeirra og drottnunargirni. Sporðdreki er hins vegar sannur vinur f raun og vflar ekki fyrir sér að taka á sig óþægindi vegna vina sinna. XXX Velgengni eða erfiðleikar sporðdrekans á þessu ári er að miklu leyti komið undir sjálfstjórn hans og þolinmæði. Þetta er ár breytinga og umróts, og óvæntra atvika. Fyrstu þrjá mánuði ársins er samvinna og samheldni mjög mikilvæg, bæði f viðskiptum og einkalffi sporðdrekans. Honum er ráðlagt að leggja sig allan fram um að reyna að halda viðskiptum sfnum stöðugum allt árið, þó e.t.v. grfpi hann sterk löngun til breytinga — þvf sviptingar verða örugglega nægar samt sem áður. Sporðdrekar virðast lenda f mörgum og ruglingslegum ástartengslum og eiga erfitt með að átta sig á hlutunum. (Jtlit er fyrir að þeir eigi erfitt með að mynda varanleg vináttutengsl þetta árið, en það væri þá helzt fyrstu þrjá mánuði ársins. I samræmi við þetta óróleikaár eru Ifkur á þvf að sporðdrekinn verði sffellt á ferð og flugí. Ferðalög verða mjög tfð og spennandi og gætu orðið honum til framdráttar f starfi hans. Ekki virðist ástæða til að hafa veruiegar áhyggjur af heilsufarinu en sporðdrekanum er þó hætt við kvefi og einhverjum slappleika yfir vetrarmánuðina. Einkenni bogmanna eru heiðarleiki og hreinskilni. Þeir setja sjálfstæði sitt ofar öllu og hafa mikið sjálfstraust. Þeir eru hins vegar oft mjög óþolinmóðir og fljótfærir. Þeir er umhugað um að geðjast öðrum og eiga þvf til að gefa loforð, sem þeir annað hvort gleyma, eða hafa jafnvel aldrei hugsað sér að efna. Réttlætiskennd þeirra er ákaflega sterk og þeir forðast deilur og rifrildi f lengstu lög. Bogmenn virka stundum kaldir og harðir en eru f eðli sfnu viðkvæmir og auðsærðir. Sjálfir eiga þeir það þó til að vera hörkulegir og taka Iftt tillit til tilfinninga annarra. Þeir hata allt tilbreytingaleysi og eiga þvf oft erfitt með að flendast á einum stað, bæði f emkalffi sfnu og starfi. Bogmenn eru vfðsýnir og hafa mikla kfmnigáfu, en sumum hættir til að láta sjálfsánægjuna keyra úr hófi fram. Bjartsýni, framfarir og hamingja munu einkenna þetta ár hjá bogmanninum og tfmabil tilbreytingaleysisins virðist vera liðið. Þó er ekki að vænta neinna stórkostlegra breytinga en áberandi er að velferð bogmanns virðist að verulegu levti komin undir þeirra nánustu. Fyrstu þrfr mánuðir ársins eru sérlega hagstæðir fyrir allt er viðkemur viðskiptum en hins vegar er bogmönnum bent á að ekki er Ifklegt að þeir öðlist skjótan gróða á þessu ári. Astalffið er hins vegar undir góðum áhrifum og Ifkur eru á að það verði hamingjusamt. Eldri bönd verða trevst og ný mynduð. Heilsufar bogmanna verður með betra móti þetta árið, en hins vegar er þeim ráðið frá meiriháttar ferðalögum, þótt löngunín sé sterk. Bogmönnum er ráðið til að gæta hófs í hvfvetna á árinu og gæta þess að ráðast ekki f verkefni, sem eru þeim ofviða. Lfklega verða einhverjar breytingar á fjölskylduháttum bogmanna en ekki útlit fyrir að það skapi nein alvarleg vandamál heima fyrir en gætu haft áhrif á starf þeirra. SPORÐDREKINN 23. okt. - 22. nóv. BOGAMAÐURINN 23. nóv. - 20. des. Morgunbladió óskareftir bladburdarfólki fVesturbær Úthverfi Austurbær Faxaskjól Blesugróf Bergstaðastræti Kaplaskjols Austurgeroi vegur Bústaðavegur Nesha9i e*** Upplýsingar í síma 35408 Orösending til Caterpillar- eigenda Varahlutaafgreiðsla okkar verður lokuð dagana 3.—6. janúar vegna vörutalningar. HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sími 21240 Steingeitin er alvörugefin, fastheldin og framsækin. Hún er heiðvirð og krefst virðingar annarra. Hún getur verið mjög þröngsýn en reynir að vera réttlát og láta fólk njóta sannmælis. Hún er mjög skyldurækin og er alltaf reiðubúin að hjálpa þeim, sem eru hjálpar þurfi. Þó á hún til að vera sjálfselsk og kuldaleg f viðmóti og á oft erfitt með að bindast langvarandi vinaböndum. Þrátt fyrir að steingeitin sé mjög vinnusöm og búi yfir mikilli sjálfsögun hættir henni dálftið til sjálfsvorkunar, sem getur orðið hvimleið í fari hennar. Dugnaður og þrautseigja. nákvæmni og einbeitni eru hins vegar eiginleikar, sem steingeitin á f rfkum mæli og koma henni að beztu haldi. Metnaðargirni steingeitarinnar verður meiri þetta árið en nokkru sinni áður en búast má við að hún verði að sætta sig við að ná ekki þvf takmarki, sem hún hafði sett sér. Henni er ráðlagt að treysta sem mest á sjálfa sig og eigin dómgreind, sérstaklega í öllu er viðkemur f jármálum. Þeir sem ekki eru ánægðir f starfi sfnu ættu að fá tækifæri til að komast f nýjar stöður, sem henta steingeitinni betur. Fyrir þá, sem eru einhleypir, verður árið 1977 sérlega happadrjúgt, sérlega á tfmabilinu frá aprfl og fram f ágúst. Steingeitin mun einnig kynnast mörgu nýju fólki og áhugi hennar beinist inn á nýjar brautir. Það er ráðlegt fyrir steingeitina að vera ekki með of miklar áhyggjur vegna fjárhagslegrar afkomu þvf hætta er á að áhyggjur geti valdið ýmsum minni háttar sjúkdómum og mikilvægt er að steingeitin gefi sér tfma til að hvflast. Henni er einnig ráðlagt að forðast að flækja sig f persónuleg málefni annarra, en einbeita sér fremur að eigin vandamálum. Manngæzka og ósérhlffni eru áberandi eiginleikar hjá vatnsberanum. Hann elskar friðinn og er ákaflega hjálpsamur. Hann er alla jafna þægilegur f viðmóti en á þó til að vera sjálfselskur eiginhagsmunaseggur. Hann er hæverskur og margir vatnsberar eru sérlega vel gefnir. Vatnsberar eru yfirleitt seinteknir til vináttu en þegar þeir loksins eignast vini er fátt, sem vatnsberi mundi ekki fórna fyrir þá. Ef hann er móðgaður eða gert rangt til er hann hins vegar ekki fús að fyrirgefa og erfitt getur orðið að endurheimta vináttu hans. Venjulega er vatnsberi mjög athafnasamur og duglegur, þ.e.a.s. ef hann er ánægður með stöðu sfna og það, sem hann er að fást við. Þeim er hins vegar Iftið um breytingar og vilja helzt hafa allt f föstum skorðum, fer jafnvel úr jafnvægi við minnstu brevtingu eða tilfærslu. Á árinu gefast vatnsberanum möguleikar til að bæta fjárhagslega stöðu sfna og nýta hina skapandi hæfileika, sem hann hefur til að bera. Sérstaklega eru fjórir sfðustu mánuðir ársins Ifklegir til að færa með sér betri afkomu, hvort sem vatnsberinn stundar sjálfstæðan atvinnurekstur eða vinnur hjá öðrum. Þó er vatnsberanum ráðlagt að taka öllum ráðlegging- um annarra með fyrirvara og treysta fremur á eigin dómgreind. Astamálin taka ekki miklum breytingum þetta árið, en á tfmabilinu frá aprfl og fram í ágúst má þó búast við að vatnsberinn efni tíl nýrra sambanda, sem jafnvel geta orðið varanleg. Vatnsberum er þó ekki ráðlegt að binda sig á neinn hátt fyrr en f nóvember. Ekki er útlit fyrir að vatnsberinn ferðist mikið á árinu og ætti jafnvel að vera sérstaklega varkár f öllu er víðkemur ferðalögum. Heilsufarið ætti að verða með afbrigðum gott þetta árið nema vatnsberinn láti áhyggjur og stress ná tökum á sér. Hins vegar getur heilsa ástvina orðið vatnsberanum áhvggjuefni. Þeir, sem fæddir eru f fiskamerkinu eru venjulega ttlfinninganæmir, áhrifagjarnir og stundum dálftið duttlungafullir. Ándrfki þeirra er mikið og margir fiskar eru miklir listamenn. Þeir eru oft feimnir og óframfærnir og una sér bezt f fámenni. Hins vegar eiga þeir gott með að laga sig að hinum ólfkustu aðstæðum. Þeir verða sjaldan æstir eða reiðir og reyna jafnan að Ifta á björtu hliðar Iffsins. Fiskar eru oft sjálfum sér verstir þvf þeir vantreysta oft sjálfum sér og skortir hæfileika til að fara ótroðnar slóðir. Sumir eiga einnig erfitt með að standast freistingar, sem á vegi þeirra verða, en heiðarleiki þeirra ræður þó oftar rfkjum Arið verður tfmi ýmissa umskipta, en þó engra meiri háttar breytinga. Fjármálin munu þróast eins og best verður á kosið, en hins vegar er ekki vfst að fiskarnir nái þeim takmörkum, sem þeir höfðu sett sér, Fiskum hættir til óþolinmæði og ef þeir vilja ekkí að vina- og/ eða ættarbönd slitni verða þeir að leggja sig fram um að varðveita þau. Fyrstu þrfr mánuðir ársins eru mikilvægir hvað varðar fjármálin, þvf þá gefst fiskum tækifæri til að auka tekjur sfnar. öll skapandi vinna virðist vera sérstaklega heillavænleg en fiskar eru þó minntir á að kapp er bezt með forsjá. Um miðjan ágúst eru Ifkur á að eitthvað spennandi fari að gerast f ástamálunum, sem verða róleg fram að þeim tfma. Þeir fiskar, sem enn hafa ekki fest ráð sitt, eru Ifklegir til að gera það og rómantfkin mun blómstra það sem eftir er af árinu. Þrátt fyrir að fiskar hafi möguleika til að bæta afkomu sfna allverulega á árinu er hætt við að leiða fari að gæta f starfi, en Ifklega er hér aðeins um tfmabundin leiðindi að ræða, sem orsakast af þreytu og of miklu vinnuálagi, og svo virðist sem aftur birti til tvo seinustu mánuði ársins. STEINGEITIN 21. des. - 19. jan. ///ii VATNSBERINN 20. jan. - 18. febr. FISKARNIR 19. febr. - 20. marz Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs: ivaupgtmgi pr kr. 100.— 1966 1. flokkur 1593.29 1966 2. flokkur 1494.27 1967 1. flokkur 1405.73 1967 2. flokkur 1396.48 1968 1 flokkur 1221.91 1968 2 flokkur 1 149.87 1969 1 flokkur 859.49 1970 1. flokkur 791 02 1970 2. flokkur 582.85 1971 1. flokkur 552.16 1972 1. flokkur 481 85 1972 2. flokkur 417.32 1973 1 flokkur A 324.36 1973 2 flokkur 299.80 1974 1 flokkur 208.23 1975 1. flokkur 1 70.23 1975 2 flokkur 1 29.91 1976 1 flokkur 122.90 Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs: 1972 A 369.72 (10% afföll) 1974 E 169 74 (10% afföll) Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs: s°/9Too o 1965 1 flokkur 2025.47 Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs: 1974 D 244 1 4 (8 4% afföll) Veðskuldabréf: 3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (36% afföll) 5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (45%afföll) NARPEITinCARPÍIM inRADf HP.| Verðbréfamarkaður Lækjargötu 12, R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími20580 Opiðfrá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.