Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1977 15 Pide-maður fær tæp 4 ár Lissabon, 6. janúar. Reuter. FYRRVERANDI starfsmaður portúgölsku leynilögreglunnar hefur verið dæmdur f þriggja ára og nfu mánaða fangelsi fyrir að skjóta skotum sem urðu mynd- höggvara úr röðum kommúnista að bana 1961. Herréttur úrskurðaði hins veg- ar, að ósannað væri að leynilög- reglumaðurinn, Antonio Dom- ingues, hefði skotið með þeim ásetningi að myrða listamanninn eins og sækjandi hélt fram. Domingues var starfsmaður Pide/ D.G.S. sem var lögð niður eftir fall Salazar-stjórnarinnar 1974 og hélt þvf fram að skotin hefðu riðið af fyrir slysni þegar honum varð fótaskortur og hann missti byssuna er hann elti mynd- höggvarann, Antonio Dias Coelho. Þegar dómurinn var lesinn varð kurr í réttarsalnum og hrópað var „Dauði yfir Pide og morðingjum." Sækjandinn, Luso Soares, sagði að dómnum yrði áfrýjað. Rétturinn dró frá dómnum tvö ár og sjö mánuði með tilliti til þess tíma sem hinn ákærði hefur setið inni og þrjá mánuði fyrir góða hegðun þannig að Doming- ues þarf aðeins að sitja 11 mánuði í fangelsi í viðbót. Samkvæmt lögum sem stjórn vinstrisinna setti i fyrra er hægt ERLENT að dæma fyrrverandi starfsmenn leynilögreglunnar I f jögurra til 12 ára fangelsi fyrir það eitt að hafa verið f leynilögreglunni. Leynilögreglumenn sem hafa komið fyrir rétt hafa hins vegar fengið vægari dóma vegna mild- andi kringumstæðna. Aðeins einn leynilögreglumaður hefur verið sendur aftur í fangelsi. Flokkar sósíalista og kommún- ista hafa sagt að dómarnir hafi verið of vægir en herinn hefur dæmt f málunum og herdómstólar eru óháðir stjórnvöldum. Þrír hengdir í Damaskus Damaskus, 6. janúar. Reuter. TVEIR Sýrlendingar og einn Palestínumaður voru hengdir í dögun fyrir að koma af stað sprengingum f Damaskus og Aleppo í fyrra með þeim afleiðingum að nokkrir biðu bana. Samkvæmt opinberri til- kynningu sögðu þrímenn- ingarnir fyrir rétti að þeir hefðu fengið peninga, vopn og sprengiefni frá írak. I tilkynn- ingunni sagði, að Palestínu- maðurinn væri félagi f hryðju- verkasamtökunum „Svarti september". Fjórir aðrir Sýrlendingar hafa verið dæmdir í ævilangt fangelsi og sex voru dæmdir í eins til sjö ára fangelsi. Sprengjutilræðin í fyrra- sumar áttu sér stað þegar sam- búð baathista-stjórnanna í Sýr- landi og írak versnaði í kjölfar íhlutunar Sýrlendinga í Líbanon. Humphrey fær sérstaka stöðu Washington, 6. janúar. Reuter. DEMÓKRATAR í öldungadeild Bandarfkjaþings hafa búið til sér- stakt embætti handa Hubert Humphrey, fyrrverandi varafor- seta, sem dró sig til baka 1 keppn- inni við Robert Byrd um stöðu leiðtoga demókrata f deildinni þar sem hann vissi að hann mundi tapa. Humphrey hefur verið skipað- Jenkins tekur við Brussel, 6. janúar. Reuter. Roy Jenkins, fyrrver- andi innanríkisráðherra Breta, tók í dag við stöðu forseta framkvæmda- nefndar Efnahagsbanda- lagsins og fær það verk- efni að hafa frumkvæði um stefnu bandalagsins og fylgjast með fram- kvæmd hennar. Jenkins tekur við af Franeois-Xavier Ortoli og getur gegnt embætt- inu í allt að fjögur ár. Fyrsta verk hans verður að ákveða hvernig 12 fulltúrar framkvæmda- nefndarinnar skipta með sér verkum. Humphrey ur bráðabirgðaforseti öldunga- deildarinnar og litið er á þá stöðu sem viðurkenningarvott fyrir langan starfsferil. Staðan veitir honum engin völd og mun líklega hverfa þegar hann lætur af þing- mennsku. Sagt er að Humphrey sé mjög ánægður með nýju stöðuna. Hún veitir honum rétt til að fylgja þingleiðtogum demókrata til Hvíta hússins og hann fær sér- stakt starfslið og bifreið til um- ráða. Hann fær 52.000 dollara í laun á ári, sömu laun og Robert Byrd og 8.000 dollara hærri laun en venju- legir öldungadeildarþingmenn. Humphrey er 66 ára. Ford forseti varð fyrir smáóhappi þegar hann fór í skíðalyftu í Vail í Colorado ásamt leyniþjónustumanninum Larry Buendorf þar sem hann missti annan stafinn, er lyftan var aö fara af stað. Juan Carlos hvet- ur til aga í hemum Madrid, 6. janúar. Reuter. JUAN Carlos konungur hvatti f dag til aga og trúmennsku 1 hern- um og herforingjar fullvissuðu hann um stuðning heraflans við tilraunir til að breyta stjórnmála- kerfinu. „Við lifum á erfiðum tfmum,“ sagði konungur f nýjársboði, tveimur vikum eftir breytingar sem hann gerði á yfirstjórn öryggisþjónustunnar og rak f jóra hershöfðingja til að binda enda á ólgu f heraflanum. Hann bað yfirmenn hersins að hlýðnast skipunum með þjóðar- hag fyrir augum, jafnvel þótt þeir yrðu þar með að breyta gegn póli- tiskri sannfæringu sinni. Aðstoðarlandvarnaráðherrann, Manuel Gutierrez Mellado hers- höfðingi, lýsti yfir tryggð herafl- ans við konung og lagði áherzlu á nauðsyn aga og samstöðu gagn- vart sögusögnum, illkvittinni gagnrýni og slúðursögum. Gutierrez Mellado hershöfðingi sagði að gera yrði nútímabreyt- ingar á heraflanum og útvega honum betri hergögn svo hann gæti gegnt hlutverki sínum á næsta áratug. Þannig gæti her- aflinn haft árangursríkt samstarf við herafla annarra ríkja um varðveizlu friðar. Stjórnmálasérfræðingar segja að orð hershöfðingjans sýni að herinn óttist að Spánverjar verji ekki nógu miklu fé til varnar- mála. Gutierrez Mellado hershöfðingi sagði að herinn styddi konunginn í tilraunum hans til að breyta stjórnmálakerfinu og þjóðfélags- skipulaginu á Spáni og ítrekaði að hann mundi ekki skipta sér af stjórnmálum. Um 100 unglingar sem krefjast náðunar 200 pólitfskra fanga reyndu að ganga til Carabanchel- fangelsis i Madrid en hópnum var dreift. Pólsk yfirvöld neita ásökunum Varsjá, 6. janúar.AP. PÓLSK yfirvöld hafa gert harða hrfð að sjálfskipaðri „varnar- nefnd verkamanna“ og sakað hana um að kynda undir pólitfskri ólgu og bera fram til- hæfulausar sakir á hendur lög- reglumönnum. Lucjan Czubinski rikissaksókn- ari skýrði þingnefnd svo frá að lögreglan hefði verið sökuð um að misþyrma fólki sem tók þátt í óeirðum í Ursus og Radom 25. júní í nokkrum bréfum sem sum hefðu verið með undirskriftum. Czubinski sagði að rannsókn hefði leitt I ljós, að þessar ásakan- ir væru rakalausar að sögn pólsku fréttastofunnar. Varnarnefnd verkamanna er skipuð 20 menntamönnum og hef- ur safnað fé handa fjölskyldum sem voru viðriðnar uppþotin gegn verðhækkunum á matvælum i sumar. Yfirvöld i Póllandi telja nefndina ólöglega og hafa sakað hana um að vera óvin þjóðar- innar. Czubinski sagði að nokkrir þeirra sem hefðu undirritað bréf- in þar sem lögreglan er sökuð um hrottaskap hefðu játað að þeir hefðu verið neyddir til að undir- rita þau og fengið peninga I stað- inn. Hann sagði einnig, að nokkrir neituðu þvi að hafa skrifað undir bréfin. Þetta kvað hann sönnun þess, að hópur manna, sem hefði áhuga á því að kynda undir pólitfskri ólgu, hefði staðið fyrir undirskriftum og bréfasending- um til þess að bera fram tilhæfu- lausar sakir á hendur lögregl- unni. Jardskjálfti á Nýju-Guineu Hong Kong, 6. janúar. NTB. Kröftugur jarðskjálfti varð í morgun á norður- hluta eyjunnar Nýju- Guineu á Kyrrahafi og mældist í Hong Kong. Jarðskjálftinn mældist 6.9 stig á Richterskvarða. Enn hafa ekki borizt fréttir um tjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.