Morgunblaðið - 18.01.1977, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 18.01.1977, Qupperneq 38
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 Juantorena víðast efstur á blaði Dello Sport Italska íþróttablaðið Gazzette Dello Sport tilkynnti nýlega val sitt á íþróttafólki ársins. Varð niðurstaðan þessi: Skíði: Ingemar Stenmark, Sví- þjóð. Frjálsar íþróttir: Alberto Juantorena, Kúbu. Knattspyrna: Franz Beckenbauer, V- Þýzkalandi. Ishokkí: Vladislav Tretiak, Tékkóslóvakiu. Kapp- akstur: Niki Lauda, Austurriki. Hnefaleikar: Carlos Monzon, Argentínu. Fimleikar: Nadia Comaneci, Rúmeníu. Sund: Kornelia Ender, A-Þýzkalandi. Hjólreiðar: Freddy Martens, Belgiu. TASS-FRÉTTASTOFAN sovézka kaus Kúbumanninn Alberto Juantorena „íþróttamann ársins 1976“ og rúmensku stúikuna Nadiu Comaneci „Íþróttakonu ársins 1976“, en fréttastofnunin skýrði nýlega fá niðurstöðu kosn- ingar sinnar, en í henni tóku þátt allir íþróttafréttamenn er starfa á W ’ib Buhta vegum hennar. Urslit i kosning- unni urðu þessi: Karlar: 1) Alberto Juantorena, Kúbu (frjálsar íþróttir), 2) Lasse Viren, Finnlandi (frjálsar íþrótt- ir), 3) Nikolaj Andrianov Sovét- rikjunum (fimleikar) 4) John Naber, Bandarikjunum (sund), 5) Franz Klammer, Austurriki (skíðaíþróttir), 6) Vasilij Alexejev, Sovétrikjunum (lyft- ingar). Konur: 1) Nadia Comaneci, Rúmeniu (fimleikar), 2) Kornelia Ender (A-Þýzkalandi (sund), 3) T:tjana Kasankina, Sovétríkjunum (frjálsar iþróttir), 4) Rosi Mittermaier V-Þýzkalandi (skíða- íþróttir), 5) Irena Szewinska, Pól- landi (frjálsar íþróttir), 6) Tatjana Averina, Sovétrikjunum (skautar). Alberto Jeantorena FRANSKA fréttastofan AFP hefur nú birt val sitt á íþróttafólki ársins 1976, og sitja greinilega helztu stjörnur Ólympíuleikanna í Montreal í fyrirrúmi hjá veljendum. Sem íþróttamaður ársins í karla- flokki var valinn Alberto Juantorena frá Kúbu sem sigraði bæði í 400 metra og 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum og setti nýtt heimsmet í síðar- nefndu greininni með því að hlaupa á 1:43.5 mín. fþróttakona ársins var svo valin hin kornunga rúm- énska fimleikadrottning Nadia Comaneci, og hlaut hún mun fleiri stig en Korenlia Ender, þýzka sunddrottningin, sem varð í öðru sæti. Tfu efstu í vali AFP urðu eftirtalin. KARLAR: Alberto Juantorena, Kúbu — frjálsar íþróttir Lasse Viren, Finnlandi — frjálsar fþróttir John Naber, Bandaríkjunum — sund Ingemar Stenmark, Svfþjóð — skfðafþróttin Eric Tabarly, Frakklandi — siglingar James Hunt, Bretlandi — kappakstur Bruce Jenner, Bandarfkjunum — frjálsar fþróttir Nikolaj Andrianov, Sovétríkjunum —fimleikar Freddy Maertens, Belgfu — hjólreiðar Björn Borg, Svíþjóð — tennis KONUR: NadiaComaneci, Rúmenfu — fimleikar Kornelia Ender, A-Þýzkalandi — sund Rosi Mittermaier, V-Þýzkalandi — skfðaíþróttin Irena Szewinska, Póllandi — frjálsar fþróttir Tatiana Kazankina, Sovétrfkjunum — frjálsar íþróttir Irian Rodnina, Sovétrfkjunum — listhlaup á skautum Chris Evert. Bandarfkjunum—tennis Nelly Kim, Sovétrfkjunum — fimleikar Sheila Young, Bandarfkjunum — skautahlaup Ingemar Stenmark núverandi handhafi heimsbikarsins. Hann hafði ágætar tekjur af íþrótt sinni á síðasta keppnistfmabili, en sennilega mun meiri í ár, hins vegar háir það Stenmark að hann keppir ekki í bruni, en fyrir sigur í þeirri íþróttagrein eru greidd hæstu „verðlaunin“ ÁHUGAMENN MEÐ MILUONIRILAUN IIEIÐURINN er ekki það eina sem skfðakappar þeir sem eru f fremstu röð f heimsbikarkeppn- inni keppa um þessa dagana. Sig- ur f slfkri keppni færir þeim mikla peninga f aðra hönd, og er gizkað á að fyrir sigur f brunmót- um fái einstaka keppendur greidda upphæð sem svarar til þriggja milljóna fslenzkra króna. Sigur f stórsvigi og svigi gefur ekki eins mikið, enda áhugi áhorfenda á þeim greinum tii muna minni en á bruninu, sem þvkir æsilegasta skfðakeppnis- greinin. Aðeins fáir vita með vissu hversu mikla greiðslu skíðakapp- arnir fá, en óhætt er að slá því föstu að flestir hinna beztu eru algjörir atvinnumenn í iþrótta- grein sinni, og hafa mjög góðar tekjur — jafnvel meiri tekjur en gengur og gerist meðal atvinnu- Iþróttamanna. Launahæstir munu þeir Franz Klammer frá Austur- riki, Ingemar Stenmark frá Sví- þjóð og Gustavo Thoeni frá Italiu vera, en jafnvel minni spámenn- irnir sem ekki komast í fremstu röð nema einstaka sinnum þiggja dágóða greiðslur, og þurfa ekki að hafa áhyggjur af afkomu sinni né sinna. Það eru framleiðendur skíða og skíðabúnaðar sem greiða köppun- um laun sín fyrir dulbúnar aug- lýsingar, og telja framleiðendurn- ir sig hagnast vel á viðskiptunum við skíðamennína. I Austurríki, Sviss, Frakklandi, Italiu og Vest- ur-Þýzkalandi munu um 35 millj- ónir manna stunda skiðaíþróttina sér til gamans og gagns og þetta fólk kaupir meira en lítið af skíða- vörum árlega. Ef það getur komió einhvers staðar fram að frægustu skíðakapparnir noti þessi eða hin skíðin þá eykur það sölu viðkom- andi tegundar mjög mikið, og greindi t.d. vestur-þýzka blaðið Spiegel frá því að rannsókn þess hefði leitt i ljós að 52% þeirra sem komu inn i verzlanir til þess að kaupa sér skíðabúnað hefðu ýmist vitað eða spurt hvaða teg- undir Ölympíusigurvegararnir notuðu. Þegar skiðaframleiðendur eru spurðir hvað þeir greiði, fást jafn- an fremur fátækleg svör. — Þegar Klammer sigrar er það gott fyrir mig og fyrirta'kið mitt, sagði t.d. Gerold Krims, fram- kvæmdastjóri fyrirtækis þess sem framleiðir Fischer-skiðin, en þau notar Franz Klammer. — Til þess að ég geti selt vöru mína þarf ég auðvitað að auglýsa, og sigurveg- arinn er auðvitað verðmætasta auglýsingin. Þegar Klammer sigr- ar seljum við meira af skíðum, og það er auðvitað markmiðið sem fyrirtækið keppir að. Talið er að nokkrir framleið- endur skeri sig úr hvað varðar greiðslur til skíðamanna. Eru það K2, Kneissl, Rossignol, Fischer og Blizzard. Önnur einskorða sig við tiltölulega fáa skiðamenn, eins og t.d. júgóslavneska fyrirtækið Elan, sem greiðir Ingemar Sten- mark fyrir að nota skíði sín. Nokkur skíðafyrirtæki greiða einnig skiðasambóndum helztu skíðalandanna verulegar fjárhæð- ir, og er t.d. talið að helztu fram- leiðendurnir hafi greitt austur- riska skíðasambandinu um 500.000 dollara árið 1976. Ekki fæst heldur nein staðfesting á þessum greiðslum, þar sem skíða- sambandið notar stærsta hluta þeirra til þess að launa ungt og efnilegt skiðafólk. Til dæmis um laun skiðamann- anna er talið að ítalinn Gustavo Thoeni hafi fengið i sinn hlut 250.000 dollara á síðasta keppnis- timabili. Alla vega hafði hann efni á þvi að byggja nýtízku skíða- hótel i itölsku Ölpunum og sjá þar fyrir foreldrum sinum og systkin- um. Einn þeirra fáu skíðagarpa sem viðurkennt hafa opinberlega að hafa þegið peningagreiðslur fyrir þátttöku sina i íþróttinni er Aust- urríkismaðurinn Karl Schranz, en fyrir það var hann dæmdur frá keppni i Ölympiuleikunum I Sapporo í Japan árið 1972. — Þegar þetta gerðist hafði ég 40.000—50.000 dollara í árslaun, og ég er þess fullviss að skíða- kapparnir sem nú eru í sviðljós- inu fá langtum meira, sagði Karl Schranz i viðtali við Spiegel. — Sá skollaleikur sem fer fram i kring- um áhugamannareglurnar er hreint og beint hlægilegur. Það vita allir að þessir menn fá greiðslur og þær sennilega engu minni þótt verið sé að pukrast með þær. Hvers vegna skyldu þeir ekki fá þær? Þetta er vinna þeirra og þeir sem ná lengst leggja undantekíngalítið mest að sér og eiga þvi mest skilið. Þetta er erfiðari vinna en nokkur gerir sér grein fyrir sem stendur þarna fyrir utan. Það er ekki verið að verðlauna þessa menn meö einu né neinu — þeir hafa unnið fyrir sínu, sagði Karl Schranz. Austurrfkismaðurinn Franz Klammer. Sennilega tekjuhæsti skfða- maðurinn um þessar mundir, enda sagður harður í viðskiptum og ætlar sér að fá það út úr íþróttunum sem mögulegt er. Edström ædar heim HINN kunni sænski knattspyrnu- maður Ralf Edström, sem leikur með hollenzka liðinu PSV Eindhoven, ætlar sér að flytja heim til Svíþjóðar þegar s.dmníngur hans við félagið rennur út næsta vor. Hefur þessi ákvörðun Edströms vakið mikinn úlfaþyt • herbúðum hollenzka liðsins, en Edstrom hefur verið bezti leik- maður liðsins sfðan hann kom til þess og átt mestan þátt I velgengni þess að undanfömu. Morg félög hafa sýnt miktnn áhuga á því að fá Edström í sínar raðir og eru vestur- þýzku félögin Borussia Mönchengladbach og Bayern Munchen meðal þeirra. En Edström segist vera orðinn leiður á atvinnu- knattspyrnunni og fýsir að flytja heim. Ef Edström fer til Svlþjóðar er mjög sennilegt að hann leik með Malmö FF, en féiagið hefur lýst sig reiðubúið að veita honum ýmsa „fyr- irgreiðslu" komi hann til þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.