Morgunblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMÍNN ER: 22480 2HargtinI>!abit» FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977 Allir starfsmenn Kröflu yfírgáfu svæðið i nótt Stöðugur óróleiki á mælum og stöðvarhúsið byrjaði að síga á nýjan leik 0 LAUST fyrir miðnætti í gær- kvöld byrjuðu jarðskjálftamælar f Reynihlfð f Mývatnssveit að sýna stöðugan óróleika. Vaktmað- Keflavíkurflugvöllur: Stal lyklum og bíl fangavarðarins og strauk úr fangelsinu VARNARLIÐSMAÐUR sem setið hefur f gæzluvarðhaldi her á landi um margra vikna skeið vegna rannsóknar ffkniefnamáls- ins mikla. slapp út úr fangelsinu á Keflavfkurflugvelli seint f gær- kveldi. Þorgeir Þorsteinsson lög- reglustjóri staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið f gær- kvöldi, en vildi ekkert frekar um málið segja, nema hvað mannsins væri ákaft leitað á Keflavíkur- flugvelli og f nágrenni. Morgun- blaðið gat aflað sér þeirra upplýs- inga, að fanginn hefði náð lyklun- um af einum fangaverðinum, ýtt honum inn í klefann og lokað fangavörðinn þannig inni f klef- anum. Sfðan tók hann bfllykla úr jakkavasa fangavarðarins, stal bflnum hans og ók á brott. Hafði fanginn ekki fundizt klukkan 02.00 f nótt, en lýsing af honum hafði verið send til allra lögreglu- stöðva. Maður þessi, sem er rúmlega tvftugur að aldri, var hnepptur f gæzluvarðhald hjá Fíkniefnadóm- stólnum íslenzka s.l. haust. Sann- aðist að hann hafði verið tengi- Ekið á stúlku ELLEFU ára stúlka varð fyrir bifreið á Reykjavíkurvegi síðdeg- is í gær. Var hún flutt á slysadeild Borgarspítalans og voru meiðsli hennar ekki fullkönnuð i gær- kvöldi. liður milli bandarískra varnar- liðsmanna á Keflavíkurflugvelli og íslenzkra ffkniefnasmyglara, en töluvert magn fikniefna var selt til Keflavfkurflugvallar í gegnum fslenzka aðila í sumar og haust. Við rannsókn málsins náð- ist töluvert af erlendum gjald- Framhald á bls. 31 ur á skjálftavaktinni gaf strax aðvörunarmerki upp á Kröflu- svæðið og ennfremur var al- mannavarnanefnd Mývatnssveit- ar og Almannavarnaráði f Reykjavfk gert viðvart. Voru fyrstu almannavarnamennirnir mættir f sfmstöðina f Reykjahlfð 4—5 mfnútum eftir útkall. Þar sem stöðugur óróleiki á skjálfta- mælum er mjög oft fyrirboði eld- goss, gaf almannavarnanefnd Mý- vatnssveitar út þá skipun klukk- an 00.15 að allir starfsmenn við Kröflu skyldu yfirgefa svæðið strax. Voru sfrenur ræstar við Kröflu og þegar Morgunblaðið hafði samband við Jón Illugason, formann almannavarnanefndar- innar f Mývatnssveit klukkan 00.45, voru allir starfsmennirnir, 180 að tölu, á leiðinni f Hótel Reynihlfð. Skrásetningarbifreið var komin á vegamót Kröfluvegar til þess að tryggt yrði að allir starfsmenn færu af svæðinu. Klukkan 01.20, voru allir starfs- menn komnir framhjá bflnum. Ekki var ákveðið hvar menn gistu f nótt, en til stóð að flytja suma þeirra til Húsavfkur. Þá náði Morgunblaðið ennfrem- ur tali af Eysteini Tryggvasyni jarðfræðingi um klukkan 00.30 í nótt, en hann var þá staddur f jarðskjálftavaktinni f Reynihlið en ætlaði upp að Kröflu í nótt ásamt fleiri jarðvísindamönnum. Sagði Eysteinn að jarðskjálfta- mælirinn i Gæsadal hefði fyrst sýnt óróleika. Var það klukkan 11.56. Nokkrum mínútum siðar kom óróleikinn fram á mælunum i Reykjahiíðarsvæðinu og Kröflu- svæðinu. Sagði Eysteinn að þetta benti til jarðhræringa norðarlega á svæðinu, en þó virtist sem skjálftar samfara óróleikanum kæmu einungis fram á Kröflu- mælinum. Eysteinn sagði að ekki væri gott að segja hvað þarna væri að gerast. Slikur óróleiki væri oft fyrirboði eldgoss, en þá hæfist það venjulega innan klukkustundar frá því óróleikinn á mælunum byrjaði. Sagði Ey- steinn að ástandið núna væri svip- að því sem gerðist 1. nóvember s.l. Framhald á bls. 31 Ákæra saksóknara í Guðmundarmálinu: Dómarar telja mál- ið ekki dómtækt RlKISSAKSÓKNARI gaf um miðjan desember út ákæru á hendur sjö ungmennum vegna morðs á Guðmundi Einarssyni og skyldra mála og sendi sakadómi Reykjavíkur til dómsmeðferðar. Hola 10 Valgarður Stefánsson jarðeðlisfræðingur (t.h.) og starfsfé- lagar hans hjá Orkustofnun við mælingar og athuganir á holu 10 á Kröfiusvæðinu — aflmestu holunni þar. Eins og sjá má blæs kröftuglega upp úr holunni, en jeppinn til vinstri á myndinni gegnir einnig hlutverki sem rannsóknarstofa og þegar þessi mynd var tekin á þriðjudaginn var verið að athuga gasmagnið í gufunni, sem er óvenjulega mikið. Ljósmynd Mbl. þ'rirtþjófur. Umferðarslysin 1 fyrra: 127 færri slasaðir og 14 færri létust en árið 1975 UMFERÐARRAÐ hefur nýlokið samantekt á fjölda umferðarslysa á árinu 1976. Var heildartala umferðaróhappa 6231 á öllu landinu á móti 6424 óhöppum árið 1975 eða 193 færri. 1 þessum umferðaróhöppum urðu slys með meiðslum eða dauða 439 á móti 507 árið 1975. Slösuðust samtals 547 manns f þessum slysum árið 1976 og 19 létust, en árið 1975 slösuðust 674 manns og 33 létust, þannig að orðið hefur umtalsverð fækkun slysa milli þessara ára, 127 færri slösuðust og 14 færri létust. að fækkun hefði einungis orðið á dauðaslysum og slysum, sem flokkuð væru undir minni háttar slys. Slösuðust 285 manns minni háttar í umferð- inni í fyrra á móti 412 Morgunblaðið fékk þessar upplýsingar hjá Árna Þór Eymundssyni, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, í gær. Árni Þór veitti Mbl. enn- fremur þær upplýsingar. manns árið 1975 en 262 manns hlutu meiri háttar meiðsli í fyrra, og er það r.ákvæmlega sami fjöldi og árið 1975. 1 þéttbýli urðu 343 slys í fyrra, 405 árið á undan og í dreif- býli urðu 96 slys, en 102 árið á undan. Af þeim sem slösuðust í fyrra voru 168 ökumenn bif- reiða, 222 árið á undan, 185 farþegar i bifreiðum, 261 árið á undan og 138 fótgangandi vegfarendur 134 árið á undan. Árni Þór Eymundssön sagði að ýmsar ástæður væri hægt að nefna, sem stuðlað hefðu að fækkun umferðarslysa. Veður hefði t.d. verið hagstætt seinni hluta ársins 1976, ýmsar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að hamla á móti slysum, svo sem að hækka sektir og síðast en ekki síst hefði verið rekinn mikill áróður i fjölmiðlum gegn slysum og umræða um umferðar- mál hefði verið með mesta móti. Sakadómurunum Gunnlaugi Briem, Ármanni Kristinssyni og Haraldi Henrýssyni var falið að dæma f málinu. Eftir að dómar- arnir höfðu skoðað málið töldu þeir sér ekki fært að dæma sam- kvæmt þeim gögnum sem fyrir lágu og óskuðu eftir ýtarlegum viðbótarrannsóknum. — Jú, það er rétt, við töldum málið ekki dómtækt eins og það var lagt fyrir okkur frá saksókn- ara ríkisins og vantar mikið upp á að svo sé, sagði Gunnlaugur Briem dómsformaður, í samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi. Sagði Gunnlaugur að sakadómar- arnir þrír hefðu farið fram á ýtar- legar viðbótarrannsóknir, bæði lögreglu- og dómsrannsóknir. Væri lögreglurannsóknin nú þeg- ar hafin. Að sögn Gunnlaugs var það álit þeirra sakadómaranna að áður en unnt væri að dæma í málinu sam- kvæmt ósk saksöknara þyrfti að rannsaka margt í sambandi við morðið á Guðmundi Einarssyni, bæði morðmálið sjálft og skyld mál. Virtist sem dómsrannsókn hefði ekki farið fram nema að litlu leyti. — Það er mjög mikil vinna eftir við þetta mál, áður en hægt er að taka það til dóms, sagði Gunnlaugur. Aðspurður sagði Gunnlaugur, að fyrir kæmi að viðbótarrann- sókna væri þörf i málum, sem búið væri að gefa út ákæru í, en yfirleitt væri að þvi stefnt að hafa málin dómtæk, þegar á þetta stig væri komið. Hótelaðstað- an að Rauðar- árstíg til leigu STJÓRN Húsbyggingarsjóðs . framsóknarfélaganna tók þá ákvörðun að auglýsa til leigu hót- elaðstöóuna að Rauðarárstíg- 18, þar sem Ilótel Hof hefur rekið starfsemi sfna undanfarin miss- eri. Jón Aðalsteinn Jónasson, for- maður sjóðsstjórnarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að ákveðið væri að ritstjórnarskrif- stofur dagblaðsins Tímans yrðu ekki fluttar í umrætt húsnæði, en það stóð til. Sagði Jón Aðalsteinn að blaðstjórn Tímans hefði ekki talið fært að ráðast í þessar breyt- ingar nú sem stæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.