Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1977 Bræla er á loðnumiðum VONSKUVEÐUR var á loðnu- miðunum NA af Glettinganesi í fyrrinótt og var svo enn í gær. Sjómenn á loðnuskipunum áttu vart von á að veiðiveður yrði í nótt er leið, þó svo að veður gengi niður, þar sem stórsjór var, en sjó lægir oft seint eftir harða austan- átt úti af Ausffjörðum. Margeir Pét- ursson efstur á Skákþingi Reykjavíkur MARGEIR Pétursson er efstur í A-riðli Skákþings Reykjavíkur að loknum 6 umferðum. Hefur Mar- geir hlotið 5 vinninga. I 2—2. sæti eru Helgi Ólafsson og Jónas P. Erlingsson með 4‘/4 vinning og 4 vinninga hafa Ásgeir Þ. Arnason. Jón L. Arnason og Björgvin Víg- lundsson. 6. umferðin var tefld á sunnu- daginn og urðu úrslit þau, að Helgi Olafsson vann Omar Jóns- son, Jónas P. Eriingsson vann Björn Þorsteinsson, Þröstur Berg- mann vann Braga Halldórsson, Jón L. Arnason vann Gylfa Magnússon, en jafntefli varð hjá Margeiri Péturssvni og Asgeiri Þ. Arnasyni. 7 . umferðin verður tefld í kvöld í félagsheimili TR við Grensásveg. Bifreið stolið við Sigtún AÐKARANOTT sunnudagsins var bifreiðinni Y-5616 stolið frá samkomuhúsinu Sigtúni. Bifreiðin er Gortina árgerð 1967. ljós að lit með toppgrind, á vélar- hlíf eru tvær grámálaðar skellur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um bifreiðina eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregl- una eða næstu lögreglustöð. 17 ára Húsvíkingur í lid med Pele og Cosmos 17 ARA Húsvíkingur, Helgi Ilelgason. heldur 12. febrúar nk. til Randaríkjanna. þar sem hann mun leika með hinu heimsfra-ga knattspyrnuliði Nch York Gosmos. Verður Ilelgi til reynslu hjá félaginu, fyrst f stað að minnsta kosti. Þess má geta að Brasilfu- maðurinn Pele leikur með Gosmos, en hann hefur verið kallaður „konungur knatt- spyrnunnar". Helgi er 17 ára eins og áður sagði og lék hann í fyrrasumar með meistara- flokki Yölsungs í knattspyrnu og einnig með unglinga- og | drengjalandsliðunum í knatt- I spyrnu. Sosonko vann Friðrik f gær og Timman hefur unnið 4 sfðustu stefnir að sigri f mótinu skákir og er til alls lfklegur. Friðrik tapaði eftir timahrak FRIÐRIK Olafsson tapaði skák sinni fyrir Sosonko á skákmótinu f Hollandi f gærkvöldi, en Guðmundur Sigurjónsson gerði hins vegar jafntefli við Kavalek. Er Friðrik nú f 5. sæti á mótinu með 5*/4 vinning, en Guðmundur er f 10 sæti með 3'A vinning. Efstur er Sosonko með 7'A vinning. Sfðasta umferðin verður tefld á morgun og er búist við að allt að 1000 áhorfendur muni fylgjast með lokaátökunum. Urslit á mótinu í gærkvöldi urðu sem hér segir: Böhm — Ligterink 1—0 Barczay — Timman 0—1 Miles — Nikolac 0—1 Geller — Kurajica 1—0 Sosonko — k’riðrik 1—0 Kavalek — Guðmundur V<—'/< Barry Withuis fréttaritari Morgunblaðsins á mótinu sagði í gær að skák Kriðriks Olafssonar og Sosonkos hefði vægast sagt verið einkennileg. 1 tímahraki lenti F’riðrik í miklum erfiðleikum og náði Sosonko öruggri vinningsstöðu að því er virtist. Biðleikur hans var hins vegar ónákvæm- . ur og hefði P’riðrik jafnvel átt að geta náð jafntefli úr fram- j haldinu. P’riðrik fann þó ekki I réttu leiðina og varð að gefast upp í 50. leik. Skák Guðmundar og Kavaleks var ekki átakamikil og jafntefli var fljótlega samið. Skák Timmans og Barezay i þótti mjög skemmtileg og mjög vel útfærð af Timman, sem 1 stýrði svörtu mönnunum. j Sigraði Timman örugglega í - skákinni og hefur nú fengið 4 vinninga í síðustu 4 skákum og er í 3—4. sæti með 6V< vinning. Skák þeirra Miles og Nicolak tók alls 7 klukkustundir og sigraði sá síðarnefndi og hefur nú fengið50% vinninga. Hér birtist skák frá mótinu með skýringum Margeirs Péturssonar. Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Barczay (Ungverjalandi) Kóngsindversk vörn 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0—0 5. 0—0 d6 6. d4 Rbd7 7. Dc2 (Venjulegra er hér 7. Rc3 e5 8. e4. Uppbygg- ing sú sem Kriðrik velur í þess- ari skák hefur átt talsverðum vinsæældum að fagna upp á síðkastið.) IIe8 (7 ... c6 og síðan 8 ... e5 eða 8 .. . Rb6 kemur ekki síður til greina.) 8. Hdl c6 9. e4 e5 10. Rc3 exd4 (Hugmyndin á bakvið þessi uppskipti er að leika riddara til c5 og þrýsta síðan á hvíta e peðið. Nýleg reynsla af af- brigðinu sýnir þó að þetta næg- ir tæplega til að vega upp á móti hinu veika peði svarts á d6, og afbrigðið því talið óhag- stætt svörtum.) 11. Rxd4 Rg4 12. h3 Re5 13. b3 Rc5 14. Be3 Dc7 15. Hd2! (Hvítur hefur nú valdað alla veiku punktana hjá sér nægi- lega, og snýr sér því að veik- leikunum í svörtu stöðunni ) a5 16. Hadl Bf8 (Svartur finnur ekkert betra framhald en að bíða átekta.) 17. He2 Db6 18. Ilbl Bg7 19. f4 (Loks lætur hvítur til skarar skríða. Svarti riddarinn á d3 reynist verða meiri veikleiki en styrkleiki í svörtu stöðunni.) Red3? 20. Kh2 h5 21. Dd2 h4 22. g4 Dc7 23. Khl (Ekkert liggur á) Ha6 24. a3 Hb6 25. Dc2 (Hótar 26. b4) g5 (Eina vörnin) 26. f5 De7. (Nú tapar svartur manni, en eftir 26. . .. Re5 27. Bxg5 er staða hans einnig vonlaus.) 27. b4 axb4 28. ax.b4 Rf4. (Eina von svarts, ef nú 29. Bxf4 exf4 30. bxc5?, þá 30. ... Bxc3 og svartur er sloppinn) 29. Bxf4 gxf4 30. e5! (Gerir samstundis út um skákina. 30. . . . Bxe5 geng- ur nú ekki vegna einfaldlega 31. bxc5 og biskupinn er lepp- ur. Svartur tapar því manni, en berst samt áfram af krafti örvæntingarinnar.) dxe5 31. bxc5 Hxbl 32. Rxbl IId8 33. Del Dxc5 34. Hd2 Hd3 35. Re4 Dxc4 36. Hd2 IIxd2 37. Dxd2 Bf8 38. Dd8 f3 39. Rf6+ Kg7 40. Rh5+ Kh7 (40. ... Kg8 41. Dg5+ leiðir til máts.) 41. Dxf8 og svartur gafst upp. Rólegt jafntefli hjá Guðmundi Rafmagnsbilanir valda erfiðleik- um á Austf jörðum RAP’MAGNSLÍNA slitnaði á Eskifjarðarheiði í gærmorgun og var ströng rafmagnsskömmtun á Austfjörðum til um klukkan 20 f gærkvöldi. I.oðnubræðslan á Nes- kaupsstað stöðvaðist ekki vegna þessa og bræðslan á Eskifirði að- eins stutta stund. A Reyðarfirði var ekkert brætt, en hins vegar var unnið þar í frystihúsinu í allan gærdag. Loðnubræðslur sunnar á Austfjörðum eru ekki byrjaðar að bræða loðnu enn sem komið er, nema á Hornafirði, en bræðslan á Stöðvarfirði tekur til starfa í dag. Var rafmagn skammtað til almennings á Aust- fjörðum í gær og var t.d. mjög ströng skömmtun á Reyðarfirði og sunnar. Eins og áður sagði varð bilunin á Eskifjarðarheiði og fóru þangað flokkar viðgerðarmanna frá Eski- firði og Egilsstöðum, en línan slitnaði um klukkan 10 í gær- morgun. Slitnaði línan upp úr festingu. Var mikil ísing á linum á Eskifjarðarheiði og þurfti að berja isinguna af á 5 km kafla. Gekk vel að gera við linuna að sögn Erlings Garðars Jónassonar rafveitustjóra á Egilsstöðum í gær og var reiknað með að fullt rafmagn yrði komið á Austfjarða- kerfið fyrir klukkan 20 í gær- kvöldi. Aðfararnótt mánudags varð bil- un á Stuðlaheiðarlínu, en lokið var að gera við hana um klukkan 17 á mánudag og rafmagn var komið á kerfið um klukkan 22 í fyrrakvöld. Þá var farið til við- gerða á línunni í Tungudal og um klukkan 2 í fyrrinótt var komið rafmagn á allt Austfjarðakerfið. Astæðurnar fyrir þessum bilun- um sagði Erling Garðar í gær að væru rysjótt veðrátta undanfarið og einnig hve gamlar þessar rafmagnslínur væru orðnar. Loðnubræðslan á Eskifirði og Neskaupsstað urðu aðeins fyrir lítils háttar truflunum í gær, en Reyðfirðingar völdu heldur þann kostinn að hafa rafmagn á frysti- Framhald á bls. 18 Snjóflóð á Norð- fjarðarlínu SIÐUSTU KRETTIR: Seint í gærkvöldi tókst að gera við bil- un, sem varð á diselvél á Gagn- heiðahnjúk og sást sjónvarp því aftur um Austfirði. Ekki voru rafmagnsvandræði Aust- firðinga þó á enda því laust fyrir klukkan 23 féll snjóflóð á Norðfjarðarlínu í Oddskarði og varð því að setja díselvara- stöð af stað á nýjan leik. Var rafmagn skammtað til almenn- ings, en haldið var áfram loðnubræðslu á Norðfirði. Loðnumóttaka haf- in hjá Hafsíld hf. BYRJAÐ er að ganga frá nýjum gufukatli í síldar- og loðnuverk- smiðju Hafsíldar h.f. á Seyðis- firði, en sem kunnugt er sprakk ketillinn í verksmiðjunni í loft upp 28. desember s.l. Nýi ketill- inn, sem er 15 tonna gufuketill er keyptur frá Englandi og er talið að frágangi á honum ljúki innan fveggja sólarhringa. Vilhjálmur Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Hafsíld, sagði í samtali við Morgunblaðið f gær, að tekið hefði verið á móti 1000 lestum af loðnu hjá Hafsíld á laugardag, fyrst og fremst til að kanna hvort löndunartækin væru ekki í góðu lagi. Þá hefði átt að taka við 1000 lestum í dag og síðan 1200 á fimmtudag. Hafsíld hefur rými fyrir 1200 lestir til viðbótar, en að sögn Vilhjálms er óvíst hvort hægt verður að nýta það rými strax, þar sem ketillinn gekk inn i tankinn, þegar hann sprakk. Lögberg-Heimskringla: Jón Ásgeirsson ráðinn ritstjóri Jón Ásgeirsson fréttamaður hefur verið ráðinn ritstjóri við blaðið Lögberg-Heimskringlu í Kanada. Tekur Jón við starfinu af Fríðu Björnsdóttur blaðamanni, sem gegnt hefur ritsljórastarfinu nú um nokkurra mánaða skeið. Áformað er að Jón byrji störf 15. marz n.k. og verði ritstjóri til jafnlengdar árið 1978. Jafnframt verður hann fréttaritari fyrir Ríkisútvarpið f Kanada. Akvörðun um ráðningu Jóns í starfið var tekin í gær á fundi nefndar um aukin samskipti ls- lands og Kanada, en í nefndinni eiga sæti þeir Heimir Hannesson, sr. Bragi Friðriksson og Arni Bjarnarson. Heimir, sem er for- maður nefndarinnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið i gær, að áður en ákvörðun var tekin hafi hann hringt til útgáfustjórnarinn- ar í Kanada og hún verið sam- þykk ráðningu Jóns. Sagði Heimir að starfið hefði fyrst og fremst verið auglýst innan Blaðamanna- félags Islands og veiting þess hefði verið i samráðl við stjórn félagsins. 12 félagar í Blaða- mannafélaginu sóttu um starfið og nokkrir utanfélagsmenn. Heimir sagði að samvinnan við Blaðamannafélagið um þessi mál hefði verið mjög ánægjuleg. Að sögn Heimis er mikill áhugi á því meðal nefndarmanna að auka fréttaflutning frá Kanada og væri hér kjörið tækifæri, ef Jón yrði jafnframt fréttaritari Ríkis- útvarpsins. Hann sagði að lokum, að stefnt væri að því í framtíðinni að ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu yrði Kanadamaður, og væri æskilegt að hann hlyti starfsþjálfun hérlendis. Jón Asgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.