Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚ AR 1977 LOFTLEIDIR BÍLALEIGA Innilegustu þakkir færi ég börn- um mínum, tengdabörnum og barnabörnum, sem gerðu mér áttræðisafmælið ógleymanlegt. Ennfremur þakka ég ættingjum og vinum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Steinunn J. Guðmundsdóttir Loðna finnst norður af Vestfjörðum RANNSOKNASKIPIÐ Bjarni Sæmundsson hefur l'undirt loónu norður af Vestfjörðum, utan við 400 metra dvptarkantinn. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar leiðannursst jóra á Bjarna Sæmundssyni er nokkuð mikið um hrygningarloðnu I loðnu- dreifðinni, en hins vegar væri enn óljóst hvert þessi loðna mvndi ganga. Þegar Morgunblaðið ræddi við Hjálmar i gær, sagði hann, að mestan tímann sem þeir hefðu verið í þessum leiðangri hefði vonzkuveður verið á miðunum, og síðustu daga hefðu leiðangurs- menn verið að mestu uppteknir við smáfiskrannsóknir norður af Vestfjörðum. Sagði Hjálmar að Bjarni Sæmundsson kæmi til Reykjavikur í kvöld eða á morg- un, en siðan yrði haldiö á miðin aftur upp úr helginni og þá reynt að fylgjast með hegðun loðnunnar sem nú er norður af Vestfjörðum. Sagði Hjálmar að sem stæði væri þessi loðna djúpt, auk þess sem hún væri dreifð og væri hún þvi ekki i veiðanlegu ástandi énn. Bjórköss- um stolið A sunnudaginn uppgötvaðist að brotizt hal'ði verið inn i vöru- geymslur Hafskips við Eíðs- granda í Reykjavík og stolið það- an ,‘J1 kassa af bjór, eða á áttunda hundrad flöskum. Þjófarnir klipptu gat á bárujárn geymsl- unnar og komust á þann hátt inn í hana. Hafa þeir líklega ekið bíl upp að gatinu og komizt þannig á brott með varninginn. Mál þetta er í rannsókn. Solzhenitsyn setur á stofn útgáfu Montpelier, Vermont 24. jan. AP. Nóbelsverðlaunahafinn Alexander Solzhenitsyn ráð- gerir að setja á stofn útgáfu- fyrirtæki, sem hafi það hlut- verk að gefa út bækur um rúss- neska menningu, og hann muni að mestu skrifa sjálfur. Verða þessar bókmenntir einkum ætl- aðar Vesturlandabúum, sagði Solzhenitsyn. Solzhenitsyn, sem búið hefur í Vermont sfðan á sfðasta sumri, kom þangað frá Zúrich f Sviss, en hann hvarf þaðan f ágúst s.l. vegna ónæðas af völdum rúss- nesku leynilögreglunnar. Solzhenitsyn segist ekki ráð- gera að flytja til Sovétrfkjanna aftur þó hann segi það koma til greina einhvern tfma. útvarp Reykjavík vVIIDMIKUDKGUR 26. janúar MORGUNNINIM 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund harnanna kl. 8.00: Herdís Þorvaldsdóttir les framhald sögunnar „Berðu mig til blómanna" eftir Waldemar Bonsels (9). Tilkvnningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Andleg Ijóð kl. 10.25: Sigfús B. Valdemarsson les sálma eftir Fanny Crosby og segir frá höfundinum. Kirkjutón- list kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Burghard Schaeffer og kammersveit leika Flautu- konsert í G-dúr eftir Pergolesi; Mathieu I.ange stj. / Janet Baker syngur með Fnsku kammersveitinni „I.ucreziu", kantötu eftir llándel; Reymond Leppard stj. / Félagar úr Saxnesku rfkishljómsveitinni leika Illjómsveitarsvítu f I)-dúr eftir Telemann; Kurt Lierc stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilky nningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilky nningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Bókin um litla bróður" eftir Gustaf af Geijerstam 15.00 Miðdegistónleikar W'illy Hartmann og konung- Séra Gunnar Arnason lýkur lestri þýðingar sinnar (11). legi kórinn og hljómsveitin f Kaupmannahöfn flytja „Einu sinni var“, leikhústón- list eftir Lange-Miiller; Johan Hye-Knudsen stjórn- ar. Suisse Romande hljóm- sveitin leikur „Astarglettur galdrameistarans", tónverk eftir Manuel de Falla. Ein- söngvari: Marina de Gaharain. Stjórnandi: Ernest Ansermet. Fílharmoníusveitin í Los Angeles leikur „Habanera“ eftir Emmanuel Chabrier; Alfred W'allenstein stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið" eftir Jón Sveinsson (Nonna) Freysteinn Gunnarsson ís- lenzkaði. Hjalti Rögnvalds- son les (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. MIÐVIKÚDAGÚR 26. janúar 1977 18.00 Hvfti höfrungurinn Franskur teiknimynda- flokkur Þýðandi Ragna Ragnars. 18.15 Á vit hins ókunna Mynd þessi er svokallaður vísindaskáldskapur og lýsir ferð tveggja fjölskyldna um himingeiminn með eld- flauginni Altares, sem náð getur hraða Ijóssins. Ferð- inni er heitið til stjörnu, sem er f fjörutfu milljón km f jarlægð frá jörðu. Þýðandi Ingi Karl Jóhannes- son. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Meðferð gúmbjörgun- arbáta Fræðslumynd um notkun gúmbáta og fleiri björgun- ar- og öryggistækja. Kvikmyndun Þorgeir Þor- geirsson. Inngangsorð og skýringar Hjálmar R. Bárðarson, sigl- ingamálastjóri. Sfðast á dagskrá 1. febrúar 1976. 20.55 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir á líðandi stund. úmsjónarmaður Magdalena Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.45 Maja á Stormey Finnskur framhaldsmynda- flokkur 1 sex þáttum, byggð- ur á skáldsögum eftir álensku skáldkonuna Anni Blomqvist. 2. þáttur. Við hafið Efni fyrsta þáttar. Alenska stúlkan Marla Mikjálsdóttir giftist unn- usta sfnum, Jóhanni, árið 1847. Þau ætla að hefja bú- skap á Stormey, sem er langt utan alfararleiðar. Móðir Marfu reynir að búa hana sem best undir það erf- iðislff, sem hún á f vændum. Þýðandi Vilborg Sigurðar- dóttir. (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 22.45 Dagskrárlok KVÖLDIÐ 19.35 Dulræn reynsla Dr. Erlendur Haraldsson lektor flytur sfðara erindi sitt um könnun á reynslu Is- lendinga af dulrænum fvrir- brigðum. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: María Markan syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Sigurð Þórðarson, Þórarin Guð- mundsson, Markús Kristjáns- son og Eyþór Stefánsson. Beryl Blanche, Fritz Weiss- happel og Ólafur Vignir Al- bertsson leika á píanó. b. „Hvar er þá nokkuð, sem vinnst?“ Halldór Pétursson flqtur frá- söguþátt. c. Kvæði eftir Ingiberg Sæmundsson Valdimar Lárusson les. d. 1 vöku og draumi Guðrún Jónsdóttir segir frá reynslu sinni. e. Um íslenzka þjóðhætti Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur Félagar úr Tónlistarfélags- kornum syngja lög eftir Ólaf Þorgrímsson; dr. Páll Ísólfs- son stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Lausn- in“ eftir Árna Jónsson Gunnar Stefánsson les (10). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Minningabók Þorvalds Thoroddsens" Sveinn Skorri Höskuldsson les (36). 22.40 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Klukkan 19.35: Dulræn reynsla Islendinga... Á DAGSKRÁ útvarpsins í kvöld klukkan 19.35 flytur dr. Erlendur Haraldsson lektor síðara erindi sitt um könnun á reynslu íslendinga af dulrænum fyrirbrigðum. Könnun þessi var gerð fyrir um það bil tveimur árum á vegum Háskóla íslands og í henni tóku þátt um þús- und manns Mun dr Erlendur fjalla um niður- stöður þessara kannana, sem vöktu athygli á sínum tíma, en þar kom meðal annars í Ijós að íslendingar töldu sig hafa reynt meira I sambandi við dulræna reynslu og reyndust trú- hneigðari en nágrannaþjóðir okkar og aðrar Evrópuþjóðir — en aftur á móti svipaðir Bandaríkjamönnum hvað snerti trúhneigð Könnun þessi var í fyrsta lagi athug- un á dulrænni reynslu og hvað íslend- ingar teldu sig hafa reynt af ýmsum Þjóðtrúin á enn sterk itök í íslendingum? tegundum dulrænna fyrirbæra og kom þá í Ijós að sögn dr. Erlends að um tveir þriðju þeirra, sem skiluðu úr- lausnum, töldu sig hafa orðið fyrir einhvers konar dulrænni reynslu. í öðru lagi var kannað viðhorf fólks til dulrænna fyrirbæra, trúar á fram- haldslíf og sitthvð fleiia. svo sem ým- issa fyrirbæra í þjóðtrú íslendinga — hvort þeir ennþá tryðu á álfa og tröll Klukkan 17.30: „Borgin vid sundid” — Danmerkurár Nonna KLUKKAN 17.30 les Hjalti Rógnvaldsson þriðja lestur sögunnar BORGIN VIÐ SUNDIÐ eftir Jón Sveinsson eða Nonna i þýðingu Freysteins Gunnarssonar. Morgunblaðið náði sambandi við Hjalta Rögnvaldsson leikara á æfingu i Iðnó I gærdag og spurði hann nánar um sögu þessa Hjalti sagði að upptaka hefði farið fram vorið 1 975, en bókin væri tviskipt og hefði fyrri hlutinn verið sendur út strax Þar eð liðinn væri þetta langur timi frá því að hann las upp söguna, sagðist Hjalti hafa týnt svolitið niður söguþræðinum. En sem kunnugt er fjallar siðari hluti þessarar bókar um Danmerkurár Nonna Að því er Hjalta minnti var þetta i kringum 1 870 þegar Bismark átti i erjum við Frakka og strið þeirra siðarnefndu og Prússa var í algleymingi — þar af leiðandi var erfitt að komast leiðar sinnar um Evrópu og var Nonni svo að segja innlyksa i Danmörku Á þessum árum hafði Nonni mikil samskipti við Gisla Brynjólfsson, sem þá var i Höfn en dvaldist þó hjá manni að nafni prófessor Grúter Vafalaust eru margir sammála Hjalta i því. þegar hann sagði að sagan hefði eins og svo margar aðrar bækur Nonna sinn sérstaka „sjarma' og er hún eflaust bæði skemmtileg aflestrar og áheyrnar Hjalti Rögnvaldsson leikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.