Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977 15 Ritskoðmrnini í Líbanon aflétt innlenda fjölmiðla. Auk þess veröur áfram bannaó að skrifa um nokkur viðkvæm efni eins og mál sem geta skaðað sambúð Libanons og annarra landa og haft slæm áhrif á opinbert sið- gæði. Ákvörðunin kemur á óvart og er talin vísbending um að yfirvöld í Libanon séu vonbetri um að vopnahléð verði haldið. Hún get- ur átt sér þá skýringu að stjórnin vilji örva fjárfestingar erlendis frá i þvi skyni að reisa við iandið eftir borgarastriðið. Ýmsir kaupsýslumenn hafa bent á að erlend fyrirtæki verði áð fara varlega í fjárfestingar i Libanon meðan engar sæmilega áreiðanlegar fréttir berist um ástandið i landinu. Fréttamenn telja að ritskoðun- arákvæðin sem innlendir fjöl- miðlar verða að sæta verði smátt og smátt felld niður. Lusaka. 25. janúar. Reuter. ZAMBÍA hvatti til þess I dag að hert yrði á skærustríðinu í Rhódesíu og lýsti yfir stuðningi við styrjöld gegn stjórn Ian Smiths þar sem það væri eina leiðin til þess að koma honum frá völdum. Í London varaði Anthony Crosland utanríkisráðherra við hættu á „marxisma og öngþveiti“. „Stríð er greinilega eina leið- in,“ sagði Reuben Kamanga úr utanríkismálanefnd Zambfu. Fækka ekki í Rínarhernum á næstunni JAMES Callaghan, forsætisráð- herra Breta, sagði f þingræðu f dag að ekki yrði fækkað f brezku herliði f V-Þýzkalandi meðan ekki hefði verið samið um gagn- kvæman samdrátt hefafla og vopnabúnaðar austurs og vesturs. Um leið skýrði Callaghan frá því að þeir Helmut Sehmidt kanslari V-Þýzkalands, hefðu orðið sam- mála um það á fundi sínum í Lundúnum í gær, að stuðla bæri að áframhaldandi viðræðum um fækkun í herliði hið allra fyrsta. Callaghan sagði að enn væri óráðið hvernig kostnaði við herlið Breta, sem nú er um 55 þúsund manns, yrði skipt í framtíðinni, en hann nemur nú 500 milljónum sterlingsnunda Hann sagði að Smith hefði sagt Afríku stríð á hendur þar sem hann hefði hafnað tillögum Breta um lausn Rhódesíumálsins. Hann skoraði á frelsisnefnd Einingar- samtaka Afríku (OAU) að gera róttækar ráðstafanir til að herða stríð á fundi sem nefndin heldur í Lusaka í vikunni. Aðalframkvæmdastjóri OAU, William Eteki-Mboumoua, tók í sama streng og sagði að samtökin yrðu að athuga gaumgæfilega möguleika á eflingu frelsisbarátt- unnar. Leiðtogar blökkumanna i Rhódesíu hafa sagt að hernaðar- sigur hefði nú algeran forgang. Varnarráð OAU kemur einnig til fundar í Lusaka á næstunni og mun aðallega ræða um leiðir til að herða skæruhernaðinn í Rhódesíu. Sérfræðingar í Lusaka segja að togstreita stórveldanna muni að líkindum aukast í sunnanverðri Afríku þar sem sáttatilraunir Iv- or Richards, samningamanns Breta, hafa farið út um þúfur. Nikolai Podgornu, forseti Sovét- ríkjanna, er væntanlegur til þessa heimshluta í marzbyrjun og þá er talið að óánægja Afríkumanna með stefnu vesturveldanna muni hafa aukizt og þörf þeirra fyrir vopn aukizt jafnframt. I Washing- ton sagði Andrew Young, sem Carter forseti vill fá skipaðan sendiherra hjá SÞ, að hann teldi að semja mætti um lausn í Rhódesíu fyrir tilstilli Suður- Afríku. Hann hefur lýst yfir Búizt er við mjög storma- sömum fundum Gundelachs Carter forseti ræðir við ráðunaut sinn f þjóðaröryggismálum, dr. Zbigniew Brezexinski, f Hvfta húsinu. Beirút, 25. janúar. Reuter. FRÉTTIR erlendra frétta- ritara í Líbanon verða ekki lengur ritskoðaðar fyrir fram að því er yfirmaður öryggisþjónustunnar i landinu, Zahi Boustuni, skýrði frá í dag, þremur vikum eftir að ritskoðun var sett á. Ritskoðunin gildir þó ffram um stuðningi við myndun meirihluta- stjórnar blökkumanna í Rhódesíu og Suður-Afríku. Smith forsætis- ráðherra hafnaði tillögum Breta þar sem hann taldi að þær yrðu til þess að minnihluti marxista mundi þegar í stað komast til valda og valda öngþveiti. Hann kvaðst mundu reyna að komast að samkomulagi við hófsama blökku- mannaleiðtoga og kvaðst enn fylgjandi því að meirihlutastjórn yrði mynduð í samræmi við tillög- ur Henry Kissingers. Richard kvaðst mjög vonsvik- inn vegna ákvörðúnar Smiths og fór til Jóhannesarborgar, en mun Ian Smith síðar ræða við John Vorster for- sætisráðherra. I London sagði Anthony Cros- Framhald á bls. 18 Sýrlendingar nálgast ísrael Tcl Aviv. 25. janiiar. AP. SÝRLENZKIR hermenn bjuggu um sig í dag í bæn- um Nabatiyeh um 12 km frá ísraelsku landamærun- um og Shimon Peres land- varnaráðherra varaði vð því að ísraelsmenn gætu ekki látið slíka ógnun við- gangast. Peres sagði hins vegar að mál- ið væri enn í athugun og að ísraelska stjórnin mundi enga ályktun draga fyrr en allar stað- reyndir lægju fyrir. Bærinn er innan svokallaðrar „rauðrar línu“ og ísraelsmenn hafa varað við því að ef Sýrlend- ingar sækja yfir bana kunni þeir að grípa til íhlutunar í Líbanon. Peres sagði að ísraelsmenn stæðu fast við þá afstöðu sína til „rauðu línunnar” sem almennt er talið að miðist við Litaniána en Ísraelsmenn taka einnig mið af öðrum þáttum eins og stærð sýr- lensks og palestínsks herliðs á þessum slóðum og stórskotaliðs Sýrlendinga og Palenstínumanna. Egyptar fá lán frá IMF Kaíró, 25. janúar. Rculcr. ALÞJÓÐAGJALDEV RIS- SJÓÐURINN hefur samþ.vkkt að lána Egyptum 140 milljónir bandarískra dollara til þess að rétta við bágborinn efnahag þeirra að sögn blaðsins Al-Ahram sem er hálfopinbert málgagn stjórnarinnar. I Washington er sagt að IMF hafi ekki tekið ákvörðun um lánið. Verðhækkanir á eldsneyti og matvælum sem áttu að rétta við 1.3 milljón punda halla á fjárlög- um leiddu til tveggja daga blóðugra óeirða i síðustu viku. Al-Ahram segir að egypzkir em- bættismenn ræði nú við fulltrúa IMF um áætlanir til langs tíma til þess að koma lagi á bágborið ástand fjármála og efnahagsmála Egypta. 1 Washington er sagt að ákvörðun um lánið verði tekin eftir þessar viðræður. Vance til Mid- austurlanda Wushiiij’lon 15. junúar. AP CARTER forseti Bandaríkjanna skýrði frá því í dag, að Cyrus Vance utanríkisráðherra legði upp í för um Miðausturiönd 14. febrúar næstkomandi, og kvaðst fonsetinn með þessu vilja sýna hversu mikla áherzlu hann legði á að verulega miðaði í friðarátt i Miðausturlöndum á þessu ári. Vance heimsækir Israel, Egyptaland, Líbanon, Jórdaníu, Sýrland og Saudi Arabíu, og verð- ur viku í ferðinni. Harðnandi stríðs í Rhódesíu krafízt FINN Olov Gundelach hjá framkvæmdanefnd Efna- hagsbandalagsins kom til London í gær til viðræðna við John Silkin landbún- aðar- og sjávarútvegsráð- herra Breta og búizt er við að fundurinn verði all- stormasamur að sögn fréttaritara Mbl. í Hull í gær. Bretar ætluðu að hvetja til skjótra ráðstafana i fisk- verndunarmálum á fundi sem landbúnaðarráðherrar EBE ætluðu að halda í Brússel í vikunni, en fund- inum var frestað. Bretar fá næst tækifæri til að hvetja til aðgerða á nokkrum fundum sem utanríkis- og landbúnaðarráðherrar munu sitja í Brussel dag- ana 8. til 25. febrúar. Að sögn fréttaritara Mbl. mun varla koma á óvart að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald samningaviðræðna ís- lands og Efnahagsbandalagsins í samræmi við það sem Henrik Sv. Björnsson ráðuneytisstjóri skýrði Mbl. frá í gær, enda er það mjög í samræmi við upplýsingar brezkra ráðuneyta undanfarna daga og yfirlýsingar í neðri málstofunni. „Afstaða islendinga er því mið- ur óbreytt frá því sem hún var þegar ráðherranefnd Efnahags- bandalagsins hélt fund sinn 20. desember," sagði Anthony Cros- land, utanríkisráðherra Breta, þegar hann gaf skýrslu í neðri málstofunni um ráðherrafundinn í Brtlssel i síðustu viku. „Vonir standa til þess að við- ræður geti hafizt að nýju, en ég vil ekki vekja falskar vonir um þann árangur sem kynni að verða ef viðræður hefjast aftur", sagði Crosland. Crosland sagði þetta í svari við fyrirspurn frá Walter Clegg, þing- manni Ihaldsflokksins frá North Fylde, sem spurði hvört nokkuð hefði veriö minnzt á ísland í BrUssel. Löndunarbann er ekki ráðgert. sagði George Andrews, talsmaður sambands flutningaverkamanna í Hull í samtali við Mbl. í gær, þótt tillögur hafi komið fram um slíkt bann. Hann sagði aó áöur en slíkar hugmyndir yrðu tímabærar yrði að reyna að halda áfram viðræð- um íslendinga og kanna hvort grundvöllur væri fyrir samkomu- lagi um áframhaldandi veiðiheim- ildir handa brezkum togurum á Islandsmiðum. Síðan verður að athuga hvort löndunarbann kemur til greina, sagði Andrews. Hann bætti því við að framtíðin yrði að leiða í ljós hvort viðræður gætu heppnazt. Sænska akademían fær ritara LARS Gyllensten verður ritari sænsku akadeniíunnar í stað Karl Ragnar Gierow frá og með 1. júní. Gyllensten er 55 ára og kunnur fyrir skáldsögur og ritgerðir sem hann hefur sent frá sér siðan 1946. Hann var kjörinn í akadenu'- una 1966 og hefur auk þess verið aðstoðarprófessor i læknisfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.