Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askrif targjald 1100 00 í lausasolu 60 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. kr. á mánuði innanlands. .00 kr. eintakið. Bænaskrá Gylfa Sex mál voru á dagskrá sameinaðs þings í fyrra- dag, fyrsta starfsdegi Alþingis eftir áramótin. Ekk- ert þessara mála var fyrir tekið. I upphafi fundar kvaddi Gylfi Þ. Gíslason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, sér hljóðs, utan dagskrár, og skýrði frá niðurstöðu morgunfundar þingmanna flokksins, þess efnis, að ríkis- stjórninni bæri að segja af sér og efna til kosninga eins fljótt og unnt reyndist. Það sérstæða við þennan málatil- búnað er, að þingmenn Alþýðuflokksins flytja hvorki vantraust á ríkisstjórnina í heild, né einstaka ráðherra hennar, sem er hinn formlegi og hefðbundni máti, ef ástæða þykir til að koma ríkisstjórn frá, heldur setja fram „bænaskrá“ til forsætisráðherra um, að hann nýti þingrofsvald sitt til að verða við tilmælum Alþýðu- flokksins. Allur ber þessi málatilbúnaður vott sýndar- mennsku, tilraunar til að fá pólitíska auglýsingu gegn- um frásagnir fjölmiðla af þessum fyrsta þingfundi ný- byrjaðs árs. Þegar litið er á úrslit síðustu þingkosninga kemur berlega í ljós, að ekki munaði nema hársbreidd, að Alþýðuflokkurinn þurrkaðist út af þingi. Gylfi Þ. Gísla- son, sem mætt hafði nokkrum andbyr í flokki sínum, var eini frambjóðandi hans, sem var kjördæmakosinn. Hann fleytti þann veg fjórum öðrum þingmönnum flokksins inn á löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Flokkur, sem stendur svo veikum fótum í almannafylgi, grípur gjarn- an tii ýmiss konar örþrifaráða til að vekja á sér athygli. Endurteknar sviðsetningar flokksins á Alþingi bera þessu Ijósan vottinn. Bænaskráin í fyrradag var endur- sýning á viðleitni af þessu tagi. Forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, tók skýrt og ákveðið fram í svarræðu til þingmanna Alþýðuflokksins, að það væri skylda Alþingis og ríkisstjórnar við núver- andi aðstæður í þjóðfélaginu, að sinna þeim störfum áfrara, sem þjóðin hefði veitt þeim umboð til að vinna, og leggja árangur þeirra undir dóm almennings í endað kjörtímabil þingmanna. Rangt væri að hlaupast nú frá vandanum og efna til hatrammra flokkaátaka í þjóð- félaginu, sem undanfara sátta, sem að væri stefnt á íslenzkum vinnumarkaði. Fylgja þyrfti eftir þeim árangri og þeim bata, sem staðreynd væri í efnahagsmál- um þjóðarinnar, og treysta stoðir atvinnuöryggis og framtíðarvelmegunar í landinu. Ríkisstjórnin nyti stuðnings mikils þingmeirihluta og því væri engin ástæða til að efna til nýrra kosninga nú — á miðju kjörtímabili. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, tók mjög í sama streng. Hann lýsti yfir þeim eindregna vilja sínum, að samstjórn núverandi stjórnarflokka sæti út kjörtímabilið. Ekki hafa í annan tíma komið fram jafn ákveðnar og skýrt orðaðar yfirlýsingar forystu- manna stjórnarflokkanna, þess efnis, að samstarf flokk- anna skyldi spanna kjörtímabilið allt. Það má því segja að viðbrögð Alþýðuflokksins hafi leitt í Ijós samstarfs- styrk, sem stuðningsmenn stjórnarinnar hljóta að fagna. Hinn almenni borgari hlýtur og að skoða kröfu Alþýðuflokksins í ljósi þess, hvert framhaldið hefði orðið, ef efnt hefði verið til kosninga nú. Ilatröm flokkaátök í þjóðfélaginu nú, þegar á miklu ríður að sameina kraftana um úrlausn aðsteðjandi vandamála, að tryggja áframhaldandi efnahagsbata og finna sátta- grundvöll á vinnumarkaði, hefðu tæplega auðveldað viðfangsefnin. Kosningar hefðu og tæplega leitt til ann- arra samstarfsmöguleika á þjóðmálasviði en nú eru fyrir hendi. Hins vegar hefði dýrmætur tími glatazt í aðgerðaleysi og tilbúin þjóðfélagsátök. Ríkisstjórn, sem nýtur mikils meirihlutastuðnings á Alþingi, getur heldur ekki hlaupizt frá aðkallandi vandamálum og viðfangsefnum án þess að glata almannatrausti. Á það hefur Morgunblaðið öðrum fremur bent í forystugreinum sínum. Rússar viðbúnir kjarnorkustríði ? PAUL Nitze, fyrrverandi aðstoðarlandvarnarráð- herra Bandaríkjanna, heldur því fram að engin ástæða sé lengur til að ætla að Bandaríkjamenn geti eytt Sovétríkjunum í al- gerri kjarnorkustyrjöld vegna fullkominna al- mannavarna Rússa. Hann sagöi einnig að Bandaríkja- menn réðu yfir miklu smærri kjarnaoddum þótt þeir séu fleiri. Nitze bendir á að þegar í ljós komi að Rússar geti lifað af kjarnorkuárás en Bandaríkjamenn ekki verði Rússar óumdeilan- lega voldugasta þjóð heims. Nitze er einn af for- ystumenn nýskipaðrar nefndar (Committee on the Present Danger) sem reynir að auka áhuga á herútgjöldum, meðal ann- ars til smíði á nýjum og öflugri kjarnorkuvopnum. Fyrrverandi yfirmaöur leyni- þjónustu bandaríska landvarnar- áðuneytisins, Daniel Graham hershöfðingi, segir að Rússar hafi áætlanir um að verja 95% íbúa sovézkra borga i kjarnorkustríði og séu sannfærðir um að það muni takast. Hann bendir meðal annars á áætlanir sem Rússar hafi Paul Nitze gert um viðtækan brottflutning, smíði veggja til varnar sprengjum umhverfis verksmiðjur og ráð- stafanir sem verksmiðjur hafi gert til að koma fyrir fullkomnum verksmiðjubúnaði neðanjarðar. Aðrir sérfræðingar draga rök Nitzes og Grahams í efa en sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun vilja 52%, Bandaríkjamanna að Bandaríkin reyni að varðveita stöðu sína sem voldugustu þjóðar heims jafnvel þótt hætt verði á kjarnorkustríð en 41% eru á móti. Arið 1972 var niðurstaða svipaðrar skoðanakönnunar þver- öfug. Þetta er talið bera vott um auknar óvinsældir Rússa í Banda- ríkjunum, sumpart vegna þess að almenningur hefur ekki getað sætt sig við slökunarstefnuna détente og sumpart vegna með- ferðar Rússa á andófsmönnum. Margir stjórnmálamenn vilja hagnast á þessari tortryggni, þeirra á meðal Henry Jaekson ödlungadeildarmaður sem kveðst ætla að verða eins harður í garð stjórnar Carters og Fords, og knýja fast á nýja forsetann. Harold Brown nýskipaður land- varnarráðherra er talinn manna bezt til þess fallinn að velja skyn- samlegustu leiðina enda er hann frábær kjarnorkueðlisfræðingur og tíefur gegnt mikilvægu hlut- verki í Salt-viðræðunum. Hann hefur lýst sig fylgjandi auknum herútgjöldum þar sem Rússar hafa aukið hinn venjulega her- styrk sinn og um nauðsyn þess eru flestir sagðir sammála í Washington. Ef stjórn Carters tekst hins veg- ar ekki að fá Rússa til að fallast á verulega fækkun kjarnaodda er talið að svartsýnismenn verði alls- ráðandi í kjarnorkumálum Bandaríkjamanna. Ekkert í gild- andi samningum kemur í veg fyrir að ný og fullkomnari vopn séu smíðuð í stað gamalla og því vilja margir nýja B-1 sprengju- þotu, betri kjarnorkukafbáta, beitingu svokallaðrar „cruise" eldflaugar og nýjar hreyfanlegar og hárnákvæmar landeldflaugar. Kostnaðurinn yrði gífurlegur en Rússar yrðu að leggja út í sama kostnað. Brezkir vextir lækkaðir London. 25. janúar. Rculcr. BANKAVEXTIR í Bretlandi voru lækkaðir í dag um einn af hundraði í 13% vegna hatnandi fjár- málaástands og þar með verður fyrirtækjum auð- veldað að auka fjárfesting- ar sínar. Atvinnuleysi hefur hins vegar aukizt samkvæmt síðustu tölum og var 6.1% 13. janúar. Þessi mynd var tekin undir sólsetur í Maryland fyrr í vikunni við Chesapeakflóa, þar sem kvöldsólin varpar geislum yfir snjóþakktar sléttur. Pólsk félög svipt aðstoð Varsjá. 25. janúar. Rculcr. PÓLSKA stjórnin hefur stöðvað framlög til sjálfstæðrar hreyfing- ar kaþólkra klúbba, KIK, og ákveðið samkvæmt sérstakri til- skipun að veita þau til lítils klofningshóps kaþólskra sem hef- ur stutt umdeild lög kommúnista- st jórnarinnar. Talsmaður KIK, sem hefur bækistöðvar í nokkrum stórborg- um, sagði: „Þessi geðþóttaákvörð- un er óviðunandi. Við munum reyna að varðveita sjálfstæði okk- ar án tillits til þeirra fjárhagslegu fórna sem það hefur í för með sér." KIK hefur fengið fjárhags- stuðning frá efnaverksmiðjufyrir- tækinu Libella í 20 ár með sam- þykki stjórnvalda. Nú segir tals- maður KIK að KIK og Libella hafi í raun verið þjóðnýtt. Hreyfingin sem nýtur góðs af ákvörðun stjórnarinnar heitir PKIK og klauf sig úr KIK í fyrra. KIK hefur varizt gegn brotum á mannréttindum og hvatt til náð- unar verkamanna sem voru fangelsaðir eftir óeirðir í sumar Tala látinna 1 Kambódíu er komin yfir eina milljón frá valdatöku rauðu khmeranna Npw Vork — 25. janúar — Houlpr YFIR ein milljón manna hefur látið lífið í Kambódíu sfðan Rauðu Khmerarnir tóku völdin í landinu í apríl 1975, að þvf er fram kemur í ýtarlegri greinargerð John Barrons og samritstjóra hans hjá Readers Digest. Greinin birtist í febrúar-tölublaði tímaritsins og eru niður- stöðurnar byggðar á viðtöl- um við yfir 300 manns. Þar segir, að yfir sjöundi hluti fbúa Kambódíu hafi týnt lífi fra valdatöku Rauðu khmeranna, og hafi þeir ýmist verið líflátnir, eða látizt af völdum hung- ursneyðar eða sjúkdóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.