Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977 25 fclk í fréttum n,0 + Þótt hér sé ennþá frost á Fróni eru tfskuhús um allan heim farin art hugsa fyrir sumartískunni. Þessi rómantíski fallegi siffonkjóll kemur frá ítalska tfskuteiknaranum Irene Gelitzine. + Sagt er að hljómsveitin „Bay City Rollers hafi lagt Japan að fótum sér. Önnur eins fagnartarlæti hafa ekki heyrst á tónleikum í Tókíó sírtan Bftlarnir voru þar á ferð. Lögreglan varð art nota bærti kylfur og hunda til art fá fólkirt til art fara heim. + Látinn er í Los Angeles enski leikarinn Peter Finch. Hann var fæddur í Ástralíu og þar kom hann fyrst fram sem leikari bærti í leikhúsi og kvik- myndum. Þart var Laurence Olivier sem kom auga á hann og fékk hann til art koma til London þar sem hann hlaut menntun sem Shakespeare- leikari. Hann hefir leikið í niiklum fjölda bærti enskra og amerískra kvikmynda og sést hann hér í sírtustu myndinni sem hann lék í, „Network". + Hinn nýlátni danski rithöfundur Leif Panduro var vafalaust vinsælasti rithöfundur Dan- merkur. Dönsk blöð eru samdóma um að lát hans hafi verið mikirt áfall fyrir danskar bókmenntir. Ilann átti svo margt óskrifað. Sögur hans voru gjarnan dálítirt óvenjulegar og þótt þær væru skrifaðar í léttum dúr var í þeim mikil ádeila. Panduro hafði ný- lokirt virt framhalds- þætti, fjóra talsins, fyrir danska sjón- varpirt og verrta þeir sýndir f vor. Þetta er sakamálaleikrit og heitir á dönsku „En by í provinsen", eða Sveitaþorpirt ef við þýrtum þart á fslensku. Mcðal leik- ara eru Hennig Mouritzen og Dirch Passer. RKÍ: Nýtt sjúkrahótel Akureyrardeildar Akureyri, 23. jan. NÁTT sjúkrahótel á vegum Akur- eyrardeildar Rauða kross tslands tók til starfa nú um áramótin í húsinu- nr. 5 við Skólastíg, sem keypt var á sfðasta ári f þessu skyni. Ilúsið er stórt og rúmgott. 13 gestir, þegar allt húsiö verður komið í notkun. Til þess að geta fengið inni þarf læknisvottorð, enda greiða sjúkrasamlög dvalar- kostnað, sem er kr. 2000 á dag fyrir fæði og húsnæði. Til saman- burðar má geta þess, að daggjald Sjúkrahótel RKt á Akureyri. tvær hæðir og kjallari, og er að- eins 10 mínútna gang frá Sjúkra- húsinu. Þörfin fyrir sjúkrahótel hefir lengi verið mikil, og það er einmitt fyrir hvatningarorð for- rártamanna Fjórrtungssjúkrahúss- ins, að ráðizt var í stofnun hótels- ins. Húsið hefur þurft mikilla breyt- inga og endurbóta við, m.a. hefir verið skipt um skólp- og raflagnir og eldhúsinnréttingu, einnig hafa verið lögð teppi á öll gólf, keypt húsgögn og annar búnaður. Þó að enn sé mikið verk eftir við húsið, einkum í kjallara og utanhúss, er kostnaður nú þegar orðinn 17—18 milljónir króna, þar af hefir deildin greitt um 8 milljónir króna, en skuldar afganginn. Á hótelinu geta verið samtímis á Fjórðungssjúkrashúinu er nú um 15000 kr. Dvalargestir eru einkum sjúklingar, sem bíða vist- unar á FSA, hafa dvalizt þar en þurfa eftirmeðferð eða eru að safna kröftum fyrir erfiða heim- ferð, ellegar sjúklingar, sem eru til lækninga í FSA, en eru ekki rúmlægir. Hótelið ætti því að geta létt mikið á sjúkrahúsinu i öllum þrengslunum þar og auk þess sparað sjúklingum og sjúkrasam- lögum stórfé. Hjónin Björg Jónsdóttir og Jón Guðmundsson hafa verið ráðin til að annast rekstur hótelsins, og hafa þau unnið mikið við viðgerð- ir á húsinu. Formaður Akureyrar- deildar RKÍ er Halldór Halldórs- son, læknir, en gjaldkeri Guð- mundur Blöndal. sv.p,- Frá vinstri: Halldór Halldórsson læknir, Björg Jónsdóttir, Jón Guð- mundsson, Guðrún dóttir þeirra og Guðmundur Blöndal. Ljósmyndir Mbl. Sv.P. Aflinn er tregur hjá Þorlákshafnarbátum Þorlákshöfn 24. jan. NtF ER hafin vetrarvertfð hér f Þorlákshöfn. 30 bátar munu Ieggja upp afla f vetur, þar af 23 svokallaðir heimabátar, þ.e. bátar, sem eru hér allt árið, og auk þess togarinn Jón Vídalfn. Hann fékk ágætan afla f einni ferð um áramótin, 140 tonn af ágætum fiski. Annars hefur aflinn verið mjög lélegur það sem af er þessu ári. Engin loðna er komin hingað ennþá, en þrír Þorlákshafnarbátar eru á loðnuveiðum, og er von manna að eitthvað af loðnu fari að berast hingað á næstu dögum. Það má nefna það nýmæli, að þrir bátar hafa stundað línuveiðar, og hefur þeim gengið þokkalega vel. En það bezta er að fiskurinn sem fæst á linu er afbragðsgóður. Frystihúsið á staðnum hefur haft nóg hráefni, þannig að samfelld vinna hefur verið þar að undanförnu og má sjálfsagt þakka það tilkomu togarans. Allir hafa því nóg að gera í Þorlákshöfn. 55 íbúðir eru í byggingu á ýmsum byggingarstigum. Vonir standa til að lagt verði varanlegt slitlag á Óseyrarbraut á þessu ári. Einnig að hafnar verði frámkvæmdir við stækkun barnaskólans á staðnum. Hönnun þeirrar byggingar er lokið og þvi hægt að hefja framkvæmdir. Áfram er haldið við hafnarframkvæmdir, sem er nú akstur á grjóti að suðurgarði og gengur það verk vel. Þetta er gifurlegt magn af grjóti sem þarf til að fylla skarð það, sem varð á milli gömlu og nýju hafnarmannvirkjanna. Þegar því verki lýkur verður hér mikil og góð höfn. Svo er framsýni og dugnaði margra góðra manna fyrir að þakka. — Ragnheióur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.