Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977 29 /~s ,, VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI um það að koma málum hnattar- ins í lag því að þess er nú mest þörf. „Veiztu hvaða kynstofn það er sem hefur farið svona með knött- inn,“ sagði merkur erlendur höf- undur við mig nú nýlega þegar tilrætt varð um mengunarmál, og hélt síðan áfram: „Það erum við Germanir. Við höfum skapað tæknina og visindin sem allt eru að eyðileggja." „Rétt er það,“ sagði ég, „en þetta held ég að hafi farið svona eingöngu af þvi að norræn hugsun hefur ekki verið ráðandi og visindin þess vegna verið eins og heilalaus." Þetta fannst manninum mjög athyglis- vert og notaói ég þá tækifærið til þess að segja honum eitthvað frá hinni íslenzku hugsun. 0 Samband milli stjarna? 4. Til þess að þeim þáttum sem að ofan greinir megi verða framgengt þarf umfram allt þekk- ingu á lífsambandsþættinum, eða með öðrum orðum þá heimspeki sem sameinað getur hina ýmsu þætti i framfarahæfa heild. Lengi hefur virzt vonlitið um að það gæti orðið. En er ekki eins og breyting sé að verða í þvi efni? Ég vil minna á hina ágætu áramóta- útvarpsprédikun biskupsins, Sigurbjarnar Einarssonar, sem birt var í Mbl. miðvikud. 4. janúar s.l. Hann minntist þar á framhald lífsins á öðrum stjörnum og á fleira sem hugsandi mönnum hlýtur að hafa þótt gott að hevra. Og nú er svo komið hjá þeim i Kaliforniu, að þeir eru farnir að segja hver við annan að lifverur séu að visu fundnar þarna i jarð- veginum á Marz. Þeir hafa aðeins orðið að bíða með að gefa út opin- bera tilkynningu vegna þess að þeir skilja ekki hvers vegna líf- verurnar hverfa um leið og þær deyja, skilja ekki líkamsleifar eftir sig. Þetta á vonandi eftir að skýrast betur siðar. Hin islenzka heimskenning, kenning Helga Pjeturss, gerir ráð fyrir lifi á öðrum stjörnum og telur sig reyndar hafa yfir óyggj- andi rökum að búa i því efni. í framhaldi af því er gert ráð fyrir að samþróun lífheilda eigi sér stað á hinum ýmsum stjörnum. Allt er undir því komið að líf- heildirnar, mannkyn á hinum ýmsu stjörnum, verði sér meðvit- andi um sambandið, þvi að slíkt hefur áhrif á þróunarstefnuna. Fjöldi manna hér á landi hefur þegar tileinkað sér þennan skiln- ing að meira eða minna leyti. Það er hlutverk íslendinga að breiða þessa kenningu út meðal þjóð- anna. Mun þá allt fara að lagast þegar þekking á þessu verður orðin almenn. Hin alvarlegustu mál munu geta leysts á auðveldan hátt þegar menn fara að skilja samböndin. Þorsteinn Guðjónsson. 0 Um drauma P.S.: Varla get ég látið hjá líða að minnast um leið á eðli drauma i sambandi við atburði liðandi stundar. Meðan menn voru að vænta Kröflugoss nýlega lá eitthvert sambland af kvíða og eftirvæntingu í loftinu, og þegar óvissan var mest komu draumar fram. Maður, sem hafði dreymt fyrir viðburðum nefndi dag og stund og bað um varúð. Áður en dagur- inn og stundin komu trúðu menn á drauminn, en þegar ekkert gos kom; ekkert að marka drauma. Ég iít dálitið öðruvísi á þetta. Áhrifin frá hinum mörgu eftirvæntingar- fullu skapa manninum samband við stað þar sem gos á sér stað (stilliáhrif). Þeir voru ekki fáir draumarnir sem mér voru sagðir eða ég frétti af í sambandi við Vestmannaeyjagosið. Jafnvel austan úr PóIIandi fékk ég slika drauma. Einn dreymdi að hann væri á íslandi og að þar væri eldgos og fólkið á flótta. Svo vakn- ar hann og opnar útvarpið, þá er þulurinn að segja fréttina af gosi í Vestmannaeyjum. Þannig eru stilliáhrifin, einnig austur i Pól- landi. Það eru hugsanir annarra sem hafa mikil áhrif á það hvern- ig okkur dreymir. En þegar menn fara að skilja að draumarnir fela í sér atburðarásir sem ekki eru alveg hinar sömu og neinar sem gerast hér á jörð, heldur á öðrum jörðum, þá eru menn fyrst komn- ir á skilningsstig í þessum efnum. Þá eru menn orðnir stjarnsjáend- ur, bæði hvað reynslu og skilning snertir og vildi ég óska þess að bæði íslendingar og aðrar þjóðir eignuðust sem flesta slíka." Þessir hringdu . . . hugsa sér að gera við fuglana, sem þar eru og hafa verið? Á að hrekja þá burtu? Á að eyðileggja þær einu varpstöðvar og griðland sem fuglarnir, sérstaklega krían, hafa? Það er undarleg tilhneiging að þurfa alltaf að koma manninum að og helzt þar sem skepnur eru fyrir svo að þeim er stefnt I hættu. Það ætti að vera nóg rúm annars staðar fyrir fólk að stunda 0 Á að eyðileggja Tjörnina? Tjarnarunnandi spyr: — Einhverjir komu nýlega með þá hugmynd fram i Velvakanda að það væri sniðugt að dýpka Tjörnina og gera það kleift að fara að stunda á henni siglingar. Mér er spurn hvað þessir menn SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á friðarskákmótinu í júgóslavnesku borgunum Rovinj og Zagreb 1970 kom þessi staða upp í skák þeirra Roberts James Fiseher og júgóslavneska stór- meistarans Svetozars Gligoric. Með siðasta leik sinum 34... Kg8 — g^? gaf Gligoric sla^man högg- stað á sér, sem Fischer, sem hafði hvítt og átti leik var ekki seinn á að færa sér i nyt. HÖGNI HREKKVISI Þú hefur ekki lánstraust. S3? S\GeA V/GGA £ VLVtmi W £|NA '65M VÚ VáRFT A9 VA«í\ A9 ýALA t\<KI ÓVIWOU LtáA OYI 5MÚí)A Rannsóknarlögreglan, sakadómur og saksókn- ari undir sama þak? VERIÐ er að kanna möguleikana á þvf að embætti rfkissaksóknara, sakadómur Reykjavfkur og hin nýja Rannsóknarlögregla rfkisins verði undir sama þaki f nýbygg- ingu' Tryggingar hf. á horni Stakkahlfðar og Skaftahlíðar. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að viðræður hefðu farið fram við forráðamenn Tryggingar hf um þetta mál. Sagði Baldur að það væri áhugi ráðuneytisins að fyrr- nefndar stofnanir kæmust allar undir sama þak. Væri af þvi mikil hagræðing, þar sem þær þyrftu að hafa náið samstarf sín á milli. Ekkert væri þó ráðið I þessum efnum ennþá. bátasport þfó ekki sé verið að stefna öllu í voða við Tjörnina. Nei, við þurfum að slá hring um Tjörnina og vernda hana, það er alger óþarfi og misskilningur að ætla henni annað hlutverk en að vera heimili fuglanna, og vett- vangur Reykjavíkuræskunnar, því það er varla til það barn, sem farið er að ganga og hefur ekki komið niður að Tjörn til þess að gefa öndunum brauð. ALLAR TEGUNDIR IIMIMRÉTTIWGA Að gera nýia (búð úr gamalli er mjög skemmtilegt verkefni Það og hagleik. Þaö aö leidbeina fólki i. Við komum á staðinn, ■ beggja aðila, gerum áætlanir inðtilboð. A þennan hátt i hver kostnaðurinn er og i sinni samkvæmt iLDHÚSI þér þarfnist ráðlegginga aóstoóar, veitum vió fúslega allar upplýsingar. SKÁPAR SÖI gerum föstverötilboö i allar tegundir innréttinga IIM VIIMSÆLU REVAL. HF. Auðbrekku 55 40800 EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLYSING \ SÍMINN KK: 22480 35. Hxf6!! og svartur gafst upp, því að 35. . . Dxf6 strandar á 36. Rh5+ og 35... Kxf6 á 36, Bxg5+. Varla þarf að taka fram að Fischer sigraði með yfirburðum á mótinu, hann hlaut 13 vinninga af 17 mögulegum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.