Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977 Framhalds- viðræður í lok mánaðar- ins milii EBE og íslands p]ngar ákvarðanir hafa ver- ið teknar um framhald samningaviðraeðna íslands og Efnahagshandalagsins um gagnkvæma fiskvernd og viðræður um gagn- kvæmar veiðar í fiskveiði- lögsögum beggja aðila. Samkvæmt upplýsingum Henriks Sv. Björnssonar ráðuneytisstjóra er búizt við því að viðræðurnar verði með sama hætti og áður og að Tómas Á. Tómasson verði formaður íslenzku viðræðunefndar- innar. Svo sem monn rekur minni til lauk viðræðum aðilanna fyrir jól og var þá skýrt frá því að þeim væri frestað unz Alþinjíi kæmi aftur saman eftir jól. Fyrsti fund- ur Alþin;>is eftir jólaleyfi var síðan í fyrradaj;. Henrik saf>ði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um daftsetningu framhaldsfunda o}> heldur ekki um fundarstað. Þó sagðist hann búast við því að fúndirnir yrðu haldnir í Briissel. Búizt er við að fundurinn verði í lok janúarmánaðar. Kinar Agústsson utanríki.sráð- herra fór í gær til úílanda, þar sem hanri mun sitja lund Evrópuráðsins í Strassburg. Ljósmynd Ól.K.M. Alviðra: Gefandi höfðar mál á hendur Arnessýslu og Landvernd MAGNtJS Jóhannesson, fyrrum bóndi á bænum Alviðru í Ölfus- Flugmönnum Vængja fækkar um helming: Samdráttur í rekstrinum er varla ástæðan — segir formaður Félags atvinnuflugmanna ÞREMl'R af sex flugmönnum Vængja hefur verið sagl upp störfum frá og með 1. marz nk. Eru þremenningarnir þrír yngstu flugmenn félagsins í starfi og þeirra á meðal Viðar Hjálmtýs- Islendingar sigruðu Pólverja með 22 mörkum gegn 19 í landsleik í handknattleik. sem fram fór í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Myndin sýnir Olaf Einarsson í haráttu við pólsku varnarleikmennina Zakomy og Kuleczka. Frásögn af leiknum erábls. 31. son, sem verið hefur trúnaðar- maður á vinnustað. Sagði Björn Ouðmundsson, formaður Félags íslenzkra atvinnuflugmanna í gær að hans skoöun væri sú að forráðamenn Vængja væru með uppsögnunum aðeins að reyna að losna við Viðar Hjálmtýsson, en hann hefði auk þess að vera trún- aðarmaður á vinnustað verið helzti fulltrúi flugmanna hjá Framhald á bls. 18 hreppi í Árnessýslu, sem á árinu 1973 gaf Árnessýslu og samtökun- um Landvernd, jarðirnar Alviðru og Öndverðanes II hefur nú ákveðið að höfða mál á hendur viðtakendum gjafarinnar til rift- unar á henni. Kom þetta fram í samtali, sem Mbl. átti í gærkvöldi við lögfræðing Magnúsar, Garðar skipaður hefur verið í málið, um kröfu Magnúsar Jóhannessonar um meðalgöngusök í útburðar- málinu. Með ósk sinni um meðal- göngusök vill Magnús vernda rétt sinn til umráða yfir jörðunum Alviðru og Öndverðarnesi II. Eins og áður hefur komið fram í fréttum í Morgunblaðinu, telur Sérstök löggæzla vegna ölv- unar fólks við Kröflu TÖLUVERT hefur boriö á ölvun meðal starfsfólksins við Kröflu og sérstaklega frá því í desember á síðast- liðnu ári að sögn Baldurs Kr. Baldvinssonar lög- regluþjóns í Hafralækj- arskóla í Mývatnssveit. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Baldur aó lög- regluþjónar hafi staðið vaktir í búðunum við Kröflu af þessum ástæðum og hafi Kröflunefnd farið fram á að það væri gert. Var talið sértaklega nauð- synlegt að hafa þetta eftir- lit meðan hættuástand ríkti á Kröflusvæðinu nú nýverið. Eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað hefur sérstaklega borið á ölvun meðal starfsmanna við Kröflu á fimmtudagskvöldum áður en farið hefur verið í helgar- leyfi og á mánudögum að loknu helgarleyfi. Arnþór Björnsson, hótelstjóri í Reynihlíð, sagði í viðtali við Mbl. í gær að þegar skjálftahrinan náði hámarki við Kröflu fyrir viku síð- an og mannskapurinn var fluttur þaðan og niður í Reynihlíð hefði nokkuð borið á ölvun meðal hluta fólksins það hefði þó ekki valdið vandræðum né truflunum, nema í einu húsanna, sem gist var í. ALVIÐRA- Magnús Jóhannesson gaf Árnessýslu og Landvernd jarðirnar Alviðru og öndverðarnes II með gjafabréfi 1. febrúar 1973. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Garðarsson, Sem kunnugt er af fréttum hafa núverandi eigendur jarðarinnar, Árnessýsla og Land- vernd, höfðað mál til útburðar á ábúanda jarðarinnar, Helga Þór- arinssyni og í gær fór fram á Selfossi munnlegur málflutning- ur undir stjórn setudómara, sem Magnús að viðtakendur gjafar hans, Árnessýsla og Landvernd, hafi' ekki staðið við þau fyrirheit, sem gefin voru, er þeir tóku við gjöfinni og ákveðin voru í gjafa- bréfi. í samtali Mbl. við Magnús 7. nóvember sl., tiltekur hann þau Framhald á bls. 18 Lagmeti fyrir 800 milljón- ir króna til Sovétríkjanna GENGIÐ hefur verið frá sölu á 10 milljónum dósa af niðurlögðum gaffalbitum til Sovétrlkjanna á vegum Sölustofnunar lagmetis og er heildarverðmæti samningsins rúmar 800 milljónir króna, sem er tæplega tvöföldun verðmætis á lagmeti til Sovétrfkjanna frá árinu 1976. Segir ( frétt frá Sölustofnun lagmetis, að þessi sölusamningur sé hinn stærsti, sem gerður hafi verið á lagmeti til þessa. Hráefni til þessar framleiðslu er þegar tryggt og er ljóst að milli 10 og 15% saltsíldarframleiðsl- unnar — kringum 15 þúsund tunnur — frá slðasta ári, fari til þessarar vinnslu. Framleiðendur verða tveir þ.e. K. Jónsson og Co h.f. á Akureyri og Lagmetisiðjan Siglósíld á Siglufirði. í frétt Sölustofnunarinnar segir að einnig hafi verið rætt um nýjar vörutegundir og munu niðurstöð- ur þeirra viðræðna ekki liggja fyrir fyrr en á miðju ári, en til þessa hafa gaffalbitar verið því nær eina vörutegundin, sem Sovétmenn hafa sýnt verulegan áhuga á. Eysteinn Helgason fram- kvæmdastjóri undirritaði samn- inginn fyrir hönd sölustofnunar lagmetis og hr. Martin forstjóri f.h. sjávarvörudeild.ar Prodin- torg, en auk Eysteins tóku þátt í viðræðunum fulltrúar framleið- enda, þeir Egill Thorarensen og Mikael Jónsson. Strokufang- inn finnst ekki enn EKKERT hafði spurzt til bandaríska strokufangans Cristopher Barbar Smith, þeg- ar Mbl. hafði samband við lög- reglustöðvarnar í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli og tals- menn varnarliðsins í gær- kvöldi. Engar upplýsingar bár- ust í gær um bílana þrjá, sem auglýst hafði verið eftir í sam- bandi við rannsókn málsins. í gær var enn á ný leitað á fjör- um við Grindavík og var nú leitað vestar en gert hafði ver- ið áður. Að sögn Guðfinns Bergsson- ar, fréttaritara Mbl. í Grinda- vík, hefur leit nú verið hætt þar um slóðir, en haldið verður uppi fyrirspurnum um mann- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.