Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1977 Union Carbide greiddi 850 millj. króna bætur Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, mælti í gær í neðri deild Alþingis fyrir stjórnarfrumvarpi um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, í sameign með norska stórfyrirtæknu Elkem-Spigerverket. Hér fer á eftir fyrri hluti ræðu hans, en siðari hluti hennar birtist í blaðinu á morgun. Umræður um frumvarpið verða lauslega raktar á þingsíðu síðar. í efri deild mælti Helgi F. Seljan fyrir frumvarpi til breytinga á áfengislögum, þrengingu ákvæða um vínveit- ingahús og verulega hækkuðum sektum við áfengislaga- brotum. Fjörugar umræður urðu um málið. # Sigölduvirkjun — járnblendiverksmiðja 15. desember slðastliðinn var lagt fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um járnblendiverk- smiðju í Hvalfirði. Ekki vannst þá tími til að taka frumvarpið til umræðu, en þess var farið á leit við iðnaðarnefnd þessarar deildar að taka málið fyrir í þinghléi. 26. apríl 1975 samþykkti Al- þingi lög um að ríkisstjórnin skyldi beita sér fyrir stofnun hlutafélags til að koma á fót iðju- veri I nýrri grein útflutnings- iðnaðar, járnblendivinnslu, sem nyti til vinnslunnar raforku frá Sigölduvirkjun og örum orku- verum Landsvirkjunar. Þetta iðjuver var fyrirhugað að reisa í samvinnu við bandariska fyrirtækjð Union Carbide Corpor- ation og með þeim aðila stofnaði ríkisstjórnin íslenska járnblendi- félagið h.f. hinn 28. april 1975, með aðsetur að Grundartanga I Hvalfirði. Hins vegar gekk Union Carbide úr Járnblendifélaginu sumarið 1976, og yfirtók ríkis- stjórnin hlut þess í félaginu. # Nýr sameignaraðili Á s.l. vori, þegar sýnt þótti að hverju stefndi um samstarf við . Union Carbide, voru teknar upp viðræður við norska hlutafélagið Elkem-Spigerverket a/s um aðild að iðjuverinu. Var fyrsti fundur iðnaðarráðherra með fulltrúum norska félagsins hinn 27. apríl 1976, og hafa umfangsmiklar við- ræður síðan átt sér stað. Þær hafa nú leitt til samninga, sem af hálfu ríkisstjórnarinnar hafa verið undirritaðir með fyrirvara um samþykki Alþingis á frumvarpi því, sem hér er lagt fram. Með þvi frumvarpi, sem hér er til umræðu, er agt til, að lögin frá 1975 um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði verði lögfest að nýju með nokkrum breytingum, sem til eru komnar vegna hinna fyrir- huguðu skipta á samstarfsaðila um fyrirtækið. Jafnframt þessum breytingum er ráðgert að auka við lögin nokkrum ákvæðum um fjármál fyrirtækisins og meðhöndlun þess varðandi tolla og aðra óbeina skatta. Á þessi atriði hefði einnig reynt I áframhaldandi samvinnu við Union Carbide, þannig að ætla má, að þau hefðu þá einnig komið til kasta Alþingis i einhverri mynd. Er hér því ekki heldur um eiginlegar breytingar að tefla, þótt ákvæðin séu nýmæli. Ráðgert er að skipa samstarfinu við Elkem-Spigerverket á grund- velli aðalsamnings milli ríkis- stjórnarinnar og félagsins, sem lagður er fram sem fylgiskjal með greinargerð þessari. Að efni til er samningurinn byggður á lögunum frá 1975, svo langt sem þau ná. Jafnframt er kveðið á um það skýrum stöfum, að hann öðlist ekki gildi nema að fengnu sam- þykki Alþingis við þeim breyt- ingum á lögunum, sem felast f frumvarpi þessu, sbr. 1. og 2. mgr. 23. gr. samningsins. Þykir rétt að leita þessa samþykkis með því að bera lögin upp að nýju í heild eins og hér er gert. Byggt á sötnu forsendum Hinni fyrirhuguðu járnblendi- verksmiðju er ekki ætlað að taka neinum verulegum breytingum við þau skipti á samstarfsaðila, sem nú eru ráðgerð, að öðru leyti en því, sem óhjákvæmilega leiðir af aðilaskiptunum. Stefnumiðin varðandi viðfangsefni fyrirtækis- ins, eignarhlutdeild, tæknimál, rafmagnsöflun, umhverfismál, réttarstöðu og aðra höfuðþætti verða I meginatriðum hin sömu Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra. kostnaði. Með hliðsjón af þessu var ákveðið á stjórnarfundi í Járnblendifélaginu í nóvember 1975 að takmarka frekari fjár- skuldbindingar félagsins þar til búið væri að endurskoða áætlanir um stofn- og reksturskostnað félagsins og gera nýja markaðs- athugun. Var og ákveðið að fresta framkvæmdum við bygginguna að svo stöddu og neyta heimilda til þess í gerum verksamningum. Snemma árs 1976 lágu fyrir niðurstöður af ýmsum þessara athugana, og töldu fulltrúar Union Carbide þær staðfesta áhyggjur sínar fremur en hitt. Töldu þeir, að líkur væru til lak- ari afkomu fyrirtækisins en við hefði verið búist, og kæmi allt eins til greina að leggja það á hilluna að svo stöddu. # Skaðlaus samstarfsslit — 850 m.kr. bætur í framhaldi af þessu áttu sér stað Itarlegar viðræður við Union Carbide um framvindu málsins, ásamt frekari könnun á ýmsum Fyrri hluti ræðu Gunnars Thoroddsens, iðnaðarráðherra, um jámblendiverksmiðju og ráðgert var í öndverðu. Gildir þetta einnig um markaðsmál fyrirtækisins, þótt aðilaskiptin varði væntalega mestu á því svíði. í heild er ákvörðunin um að leita samninga við Elkem-Spigerverket á því byggð, að fyrirtækinu og hinum íslensku hagsmunum, sem því eru tengdir, sé ekki síður borgið í samstarfi við þann aðila en verið hefði I óslitinni sam- vinnu við Union Carbide. Við undirbúning samninga við hið norska fyrirtæki hefur að veru- legu leyti verið unnt að styðjast við þau fordæmi, sem á voru komin í fyrri samningum. Jafn- framt reyndist mögulegt að ná fullu samkomulagi við hinn fyrri samstarfsaðila um viðunandi upp- gjör, sem gerir kleift að brúa bilið yfir I áframhaldandi upp- byggingu fyrirtækisins. í framsöguræðu með frumvarpi til laga um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði á Alþingi 10. febrúar 1975 var gerð Itarleg grein fyrir fyrirtækinu almennt og margra ára undirbúningi þess. Hér verður því látið nægja að skýra þróun mála eftir samþykki laga nr. 10/1975 og gerð samninga við Union Carbide ásamt samkomulagi við Elkem- Spigerverket a/s. Eftir staðfestingu laga nr. 10/1975 var þegar hafist handa um stofnun Islenska járnblendi- félagsins h.f. og frágang samn- inga við Union Carbide I sam- ræmi við drög þau að aðalsamn-* ingi, sem legið höfðu frammi á Alþingi. Var samningurinn (ásamt samningi um framsal tæknikunnáttu og um tækni- aðstoð) undirritaður hinn 28. apríl 1975 og félagið stofnað sama dag. Félagið tók þegar til starfa við undibúning að fullnaðarhönnun járnblendiverksmiðjunnar og framkvæmdum við byggingu hennar, og höfðu stofnendur þegar lagt drög að því, að þetta gæti gengið sem greiðast. Stofnhlutafé félagsins hafði verið ákveðið sem jafnvirði 24 millj. bandarfkjadala, og svaraði það sem næst H hluta af stofn- kostnaði verksmiðjunnar eins og hann var áætlaður veturinn 1974—75. 1 samningum aðilanna hafði það ekki verið fastmælum bundið, hvernig staðið yrði að út- vegun lánsfjár til verksmiðju- byggingarinnar, en þeir höfðu sett sér það stefnumið I viðræðum sínum, að þess yrði aflað með erlendum lánum, sem Járnblendi- félagið tæki án beinnar ábyrgðar frá hluthöfunum, eftir því sem unnt væri. Hafði hvorugur skuld- bundið sig fyrirfram til að veita slíkar ábyrgðir. Samkomulag var og um það að leita til bankans Manufacturers Hanover Trust Company I New York um for- göngu við lánsútvegunina, en hann hefur átt viðtæk viðskipti bæði við íslendinga og Union Carbide. # Frestun framkvæmda í viðræðum við bankann sumarið 1975 kom fljótlega I ljós, að erfitt yrði um vik að ná samningum um stofnlánin eins og aðstæður voru þá orðnar á Iána- mörkuðum, án þess að einhvers konar tryggingarskuldbindinga yrði krafist af eignaraðilum. Var leitað að hagkvæmri leið til að mæta þessum kröfum lánastofn- ana og fundinn grundvöllur, sem rlkisstjórnin taldi sig geta sam- þykkt fyrir sitt leyti, ef Union Carbide tæki á sig þá ábyrgð á lágmarks sölu málms frá verk- smiðjunni. Hins vegar töldu full- trúar og lögfræðingar Union Car- bide nokkurn vafa á þvl, að fyrir- tækið gæti fallist á sjónarmið bankans varðandi þennan grund- völl, miðað við þau stefnumörk, sem fyrirtækið þyrfti að fylgja I lánamálum almennt. Samhliða umræðum um fjár- mögnun verksmiðjunnar var unnið að gerð endanlegrar áætl- unar um stofnkostnað verk- smiðjunnar I samvinnu við verk- fræðinga þá, sem störfuðu að hönnun hennar, svo og að endu- skoðun á hagkvæmnisáætlun fyrir verksmiðjuna. Haustið 1975 var gert hlé á við- ræðum um lánsfjármálin, en full- trúar Union Carbide létu I ljós um þær mundir verulegar áhyggj- ur yfir afkomuhorfum fyrirtækis- ins I nánustu framtíð. Á árinu 1975 varð samdráttúr á markaði fyrir kfsiljárn, og töldu full- trúarnir hugsanlegt, að eftir- spurn myndi aukast hægar en fyrr hafði verið áætlað, jafnframt því sem fjölgun eða endurnýjun kísiljárnverksmiðja gæti orðið meiri næstu árin en fyrri kann- anir hefðu bent til. Einnig töldu þeir líkur á hækkandi byggingar- atriðum varðandi afkomuhorfur fyrirtækisins. Jafnframt ákváðu aðilarnir að kanna, hvort hægt væri að fá aðra samstarfsaðila að verksmiðjunni I stað Union Car- bide eða i samvinnu við rlkis- stjórnina og Union Carbide. M.a. fóru framkvæmdastjóri Járn- blendifélagsins og skrifstofu- stjóri iðnaðarráðuneytisins til Noregs I þessu skyni og ræddu þar við ráðuneytisstjóra norska iðnaðarráðuneytisins og fulltrúa Elkem-Spigerverket, en þeir eru stærstir meðal norskra kísiljárn- framleiðenda, sem hafa öflugustu aðstöðuna á markaðnum I Evrópu. Virtust þessir aðilar langt frá þvl að vera svartsýnir á framtlðarhorfur kísiljárnfram- leiðslu, þrátt fyrir tfmabundna erfiðleika. Þá var einnig gerð markaðsathugun hjá sérfræð- ingum Metal Bulletin I London, sem gaf tiltölulega jákvæða mynd af markaðshorfum. Sú varð niðurstaðan, að Union Carbide bar fram ósk um að hverfa frá samstarfinu um járn- blendiverksmiðjuna. 1 júnl- mánuði 1976 náðist samkomulag milli fulltrúa þess og ríkisstjórn- arinnar og var það staðfest með samningi hinn 9. júll 1976. Með honum gekk Union Carbide úr Islenska járnblendifélaginu og jafnframt greiddi Union Carbide verulega fjárhæð (um 850 m. kr.) til félagsins. Var uppgjörið við það miðað að ríkissjóður færi skaðlaus frá þvf sem gerst hefði um undirbúning fyrirtækisins, svo og Landsvirkjun að sfnu leyti. 0Elkem Spigerverket. Vorið 1976 voru sem fyrr segir, hafnar viðræður við norska fyrir- tækið Elkem-Spigerverket a/s um þátttöku I Islenska járnblendi- félaginu hf. Hafa viðræður og at- huganir staðið yfir slðan og leitt til þeirrar samningsgerðar, sem lýst er I greinargerð þessari. Elkem-Spigerverket var stofnað árið 1972 með samruna tveggja fyrirtækja, Christiania Spiger- verk og Elkem a/s. Christiania Spigerverk var stofnað 1853, en Elkem a/s 1904. Hlutafé I Elkem- Spigerverket er að nafnverði 195 millj. norskra króna og skiptist I 3.900.000 50 króna bréf, en miðað við 1. janúar 1976 voru hluthafar 15019 talsins. Eru hlutabréfin skráð hjá kauphöllinni í Oslo. Hlutafjáreign I félaginu er til- tölulega dreifð, og hluthafar allir norskir að þjóðerni. Eru einungis um það bil 9% hlutafjárins I eigu annars konar aðila, þ.e. út- lendinga og erlendra félaga, eða fyrirtækja, sem skrásett eru I Noregi, en eru að hluta I eigu útlendinga. Eru flestir þessir aðilar af síðastnefnda taginu. Samkvæmt samþykktum Elkem-Spigerverket gilda og þær almennu hömlur varðandi eig- endaskipti að hlutabréfum I félaginu, að framsal á hlutabréf- um þurfi að hljóta samþykki félagsstjórnar til að vera gilt gagnvart félaginu. Geti stjórnin synjað um samþykki I einstökum tilvikum, ef hún telji framsalið andstætt hagsmunum félagsins. Allir stjórnarmenn félagsins eru norskir rikisborgarar. Eru þeir nú 7 að tölu, og eru 2 þeirra kjörnir af starfsmönnum félags- ins. I félaginu starfar jafnframt fulltrúaráð sem fjallar um meiri- háttar fjárfestingar og ýmis önnur mál I samræmi við hluta- félagalög I Noregi. Eru fulltrúar þar nú 30 talsins, þar af 10 kjörnir af starfsmönnum. Fyrirtækið skiptist I 6 aðal- deildir og nam heildarsala þess árið 1975 2462 millj. norskra króna. Framleiðsla ýmisskonar járnblendis er veigamesti þáttur- inn I framleiðslu félagsins. Auk þess á félagið nokkurn hlut að starfsemi á sviði olíuiðn- aðar. Er það einn af eigendum Saga Petroleum a/s & Co og Norwegian Oil Consortium a/s & Co. Mest af starfsemi félagsins fer fram I Noregi, en erlendis rekur félagið eða á hluta I ýmsum verksmiðjum, einkum á sviði ál- og stáiiðnaðar. Eru flest fyrir- tækin staðsett i Evrópu. Fjöldi starfsmanna félagsins er u.þ.b. 8.500 manns, sem starfa á rúmlega 30 framleiðslustöðvum I Noregi og erlendis. Aðalskrifstofa fyrirtækisins er I Oslo. Á undanförnum árum hefur félagið selt framleiðslu sina á klsiljárni I félagi við fjóra aðra norska kísiljárnframleiðendur, sem reka með því sölusamlagið A/S Fesil & Co. Aðrar tegundir járnblendis selur félagið sjálft, og rekur um þessar mundir sölu- skrifstofur I Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Sví- þjóð. Framleiðslan er seld um allan heim, m.a. til Banda- ríkjanna og Japan. Rétt er að geta þess, að Elkem- Spigerverket hefur áður haft samband við Islensk stjórnvöld varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi. Þannig tóku fulltrúar þess upp viðræður við Viðræðunefnd um orkufrekan iðnað á árinu 1971 um byggingu á ferromanganverksmiðju I Hval- firði, er nýta mundi raforku frá Sigöldu. Ekki varð af samningum um samstarf að þvl sinni, þar sem íslendingar völdu að stefna að framleiðslu á klsiljárni. Eru báðir aðilar raunar sammála um, að það hafi verið rétt ákvörðun á sínum tíma, þar sem starfræksla á klsil- járnverksmiðju henti betur aðstæðum hér á landi eins og nú standa sakir. Viðræður við Elkem- Spigerverket frá þvi á s.l. vori hafa farið fram á vegum Iðnaðar- ráðueytisins og Islenska járn- blendifélagsins hf. og verið i höndum iðnaðarráðherra og samninganefndar, sem hann kvaddi til þess starfa. Hinn 8. desember var svo undir- ritaður aðalsamningur milli ríkis- stjórnar Islands og Norska fyrir- tækisins Elkem-Spigerverket a/s um aðild Elkem-Spigerverket a/s að Islenska járnblendifélaginu h.f. og samstarf þessara aðila að byggingu járnblendiverk- smiðjunnar I Hvalfirði. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis á nokkrum breytingum á gildandi heimildarlögum nr. 10/1975 fyrir verksmiðjuna og fyrirvara um, að verksmiðjan fái starfsleyfi og gengið yrði endan- lega frá öllum helstu samningum, sem nauðsynlegir eru til að tryggja rekstur verksmiðjunnar. Með þvl frumvarpi sem hér liggur fyrir, fylgir umræddur aðalsamningur sem fylgiskjal II. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.