Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1977 Hólmfríður Péturs- dóttir Thorlacius Minning Minning: Magnús Richardson fv. umdœmisstjóri frá Saurbœ F. 9. október 1895. D. 1. febrúar 1977. Hólmfrfður var fædd á Fossá é Hjarðarnesi í Barðastrandar- hreppi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Pétur Jónsson, bóndi þar og Pálina Þórðardóttir. Seinna fluttist fjölskyldan að Stökkum á Rauðasandi. Pétur sinnti fleiri störfum en bústörf- um. Hann var löngum farkennari og þekktur fræðimaður og fræða- þulur. Eftir hann er Stranda- mannabók, er út kom árið 1947. Pálina Þórðardóttir var systir föðurömmu minnarl Guðbjargar, frá Vattarnesi í Austur Barða- strandarsýslu. Pétur Jónsson gisti oft á heim- ili foreldra minna á Patreksffirði er hann átti leið um. Man ég, þótt ungur væri, að hann vvar með afbrigðum skemmtilegur og fjör- legur maður i viðræðum, hafsjór fróðleiks og kunni skil á hinum ókiklegustu hlutum. Hóimfriðum mun hafa komið að Stökkum 6—7 ára að aldri og þar átti hún sin bernskuár með for- eldrum sínum og systkinum. Af systkinunum, sem voru fimm, er nú Guðjón einn eftirlif- andi. Hólmfríður giftist Gisla Ölafssyni Thorlacius í Saurbæ, hinn 13. dag októbermánaðar árið 1922. Þau brugðu búi i Saurbæ árið 1945 og fluttust til Reykjavíkur. Gisli var þá orðinn þreyttur og farinn að kröftum eftir löng og erfið búskaparár. Hann andaðist árið 1956. Stórbýlið Saurbær stendur mið- svæðis íhinni fögru sveit, Rauða- sandi. Þaðan gefur að líta fagurt útsýni um alla sveitina með út- verðina Skor og Látrabjarg að sunnan og vestan sveitarinnar. Búskapur þeirra hjóna Hólm- friðar og Gisla I Saurbæ var stór- brotinn, enda jörðin viðlend með stórum úthögum og flæðiengjum. Geta má nærri að svo stór jörð eins og Saurbær var krefðist mik- illar umsýslu, enda var það svo að fjöldi manns var að jafnaði á heimilinu auk unglinga er dvöld- ust þar sumarlangt. Fitjað var upp á ýmsum nýjungum i ræktun. Flestar heyvinnuvélar, sem þá þekktust, voru notaðar við bú- skapinn og svo hafði húsbóndinn sjálfur átt þátt í smiði ýmissa tækja er léttu undir við heyskap- inn. Hagsýni hans, áræði og dugn- aður var til fyrirmyndar, enda maðurinn vel menntaður búfræð- ingur. Svo sem geta má nærri hvíldi ekki litil ábyrgð á hús- freyjunni i Saurbæ. í mörg horn var að lita á svo stóru og mann- mörgu heimili. En hún var mikil- hæf kona og húsmóðir, stjórnsöm með afbrigðum, hagsýn og vinnu- söm og ekkert var henni óviðkom- andi innan sem utan húss. Hún var hreinskiptin kona, sem gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og annarra og öll hyskni og sér- hlífni var andstætt hennar eðli. Hún var að jafnaði létt í lund, kát og skemmtileg þegar við átti, enda lík föður sinum á margan hátt. Ég, sem þessar línur rita var svo lánsamur að eiga þess kost ungur að árum að koma á heimili Hólmfriðar og Gisla og dvelja þar að staðaldri sumarlangt til 14 ára aldurs.. Frá þessum bernskuárum min- Framhald á bls. 19 t Hjartanlegar þakkir til allra, er sýndu vinar- og hlýhug við and- lát og útför, JÓHANNESAXELS STEINGRÍMSSONAR. Dyngjuvegi 12. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæzludeildar Landspítalans, svo og Málarafélags Reykjavikur Guðbjörg Baldursdóttir, dætur, fósturbörn. faðir, systur og Fæddur 21. október 1901. Dáinn 8. febrúar 1977. Magnús Richardson verður borinn til grafar i dag. Hann lést I svefni aðfararnótt sl. mánudags. Einkennilegt er lífið. Þegar maður er ungur þráir maður að verða fullorðinn og finnst tíminn lengi að liða. Þegar skeiðið er runnið á enda, er eins og þetta hafi aðeins verið smásprettur. Við Magnús vorum fæddir á sama árinu, 1901. Sennilega finnst öllu yngra fólki a.m.k. óralangt muni vera siðan við vorum börn, en mér finnst örstutt siðan við vorum unglingar hér i gamla mið- bænum. Við vorum samtimis i Mennta- skólanum, þó ekki I sama bekk. Magnús lauk gagnfræðaprófi og prófaði siðan sjómennsku, fór á síldveiðar og isfisk, en var sjó- veikur. Fyrirætlanir hans um að gerast sjómaður strönduðu þó ekki á þvi, heldur hinu að það var erfitt fyrir unglinginn að fá skips- rúm í samkeppni við ffleflda og vana sjómenn. Magnús fór siðar i simritara- skóla Landssfmans, haustið 1919 og lauk þaðan prófi vorið 1920. Þar með var lífsferill hans ráðinn. Hann var fyrst simritari f Reykjavík og á ísafirði, en 1932 réðist hann umdæmisstjóri við simstöðina á Borðeyri. í þá daga var simstöðin á Borðeyri mjög mikilvægur tengiliður á milli landshluta, enda ekkert um sjálf- virkni I þá daga. Þetta var mikið starf og oft argsamt, einnig stundum mjög erfitt að vetri til, þegar línur slitnuðu I óveðrum. Til Reykjavikur fluttist Magnús svo 1953 og vann á aðalskrifstofu Landssímans þar til aldursmark- inu var náð, en eftir það og til dauðadags M dags vinnu. Fyrir nokkrum árum var Magnús nokkuð Illa haldinn af kransæðastíflu, en náði sér mjög vel — þangað til 14. des. sl. að hjartað bilaði aftur. Hann lá þungt haldinn á spitala, en náði sér nokkuð vel á strik aftur og dvaldi síðast á Heilsuhæli Náttúrulf. ísl. f Hveragerði. Um sfðustu helgi brá Magnús sér I + Bróðir okkar ÁSGEIR JÓNSSON Vatnsstlg 4 andaðist á Landsspitalanum 9. þ m. bæinn og spilaði við góða vini sina sunnudagskvöldið. Einn þeirra ók honum heim. Þeir skildu glaðir og var ekkert á Magnúsi að sjá eða finna. Hann lagðist til hvilu I rúmi sínu og sofnaði en — vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Hann var látinn. Þetta er í mjög stórum dráttum og lauslegum æviferill vinar mins Magnúsar Richardsonar. Eins og fyr segir minnist ég' Magnúsar mjög vel frá skólaárun- um, þótt við værum ekki mikið saman. Ég man ekki hvar eða hvenær við hittumst fyrst, en feð- ur okkar voru systkinabörn, svo sennilega hafa fyrstu kynni okkar verið í þvf sambandi. Gunnar hét bróðir Magnúsar, nokkrum árum eldri. Hann fór til Ameríku og tók þátt f fyrri heimsstyrjöldinni. Hann var I stórskotaliðssveit, særðist nokkrum sinnum og féll að lokum í valinn. Gunnar mun hafa verið viljug- ur að skrifa yngri bróður sfnum til og lýsti hann atburðum striðs- ins mjög vel. Magnús hafði bréfin með sér í skólann. Það mun hafa atvikast nokkurn veginn af sjálfu sér, þvi einn af kennurunum, Jóhannes Sigfússon sá elskulegi og hugljúfi maður, spurði oft frétta af Gunnari. Voru bréfin oft lesin í heyrandi hljóði f timum Jóhannesar. Um þetta heyrðum við, sem ekki vorum í bekknum sögur og þótti okkur þær mjög spennandi. Eftir að Magnús fór til simans skildu leiðir og við hittumst lftið, fyr en kom aftur til Reykjavikur. Þó man ég að við spjölluðum saman við brúna á Hrútafjarðará, hann var þar með veiðistöng og lax. Á Borðeyri mun Magnús hafa lifað sin bestu starfs og mann- dómsár og alltaf talaði hann hlý- lega um þann stað. Þetta var nú aldrei nein stórborg, aðeins 57 ibúar og mest krakkar, eins og hann sagði einhverntíman. Þegar leiðir okkar lágu aftur saman I Reykjavik atvikaðist það þannig að við lentum báðir I sömu stúku í Oddfeilowreglunni. Þar starfaði Magnús af miklum áhuga og einlægni eins og hans var von og visa, enda félagslyndur í besta lagi. Þar gafst okkur tækifæri til að starfa saman og endurnýja forn kynni, báðir komnir á efri ár, enda þótt ekki bæri mikið á þvi, a.m.k. hjá honum, hann var tein- réttur og fyrirmannlegur alla tíð. Við komum til að sakna Magnúsar mikið í Oddfellowreglunni. Við höfum orðið að fylgja 3 öðrum ágætisfélögum siðasta spölinn á þessum vetri og nú bætist Magnús I þann hóp. Meðal þeirra var alda- vinur Magnúsar, Jón Helgason, sem mér er kunnugt um að Magnús tregaði mjög. Kannske hafa þeir nú hitzt aftur, hver veit? Söknuðurinn verður þó mestur hjá ástvinum Magnúsar Richardsonar. Við Anna flytjum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sömuleiðis flyt ég þeim innileg- ar samúðarkveðjur frá bræðrum í st. nr. 9 "ormóði goða, I.O.O.F. 9. febrúar 1977 Gunnar Bjarnason. + Móðursystir mín INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR. frá Rekavfk, Baklátrum. andaðist miðvikudaginn 9. febrúará Elliheimilinu Grund Pállna Friðriksdóttir t Móðir okkar og tengdamóðir GUÐRÚN GUOMUNDSÓTTIR Skúlagötu 58, lézt I Borgarspltalanum 2. febrúar. Útför hefur verið gerð. Skarphéðinn Pálmason Kirstin Olsen Guðmundur Pálmason Ólöf Jónsdóttir Ólafur Pálmason Þóra Davlðsdóttir. + Útför föður okkar og tengdaföður KJARTANS ÁSMUNDSSONAR gullsmiðs, sem lézt 4 febrúar sl fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 11 februar kl 3 e.h. Kjartan Kjartansson, Heiða Leifsdóttir, Óskar Kjartansson, Herdls Þórðardóttir, ÞórdlsS. Kjartansdóttir, Valdemar Jónsson, Ragnar Kjartansson, Helga Thomsen. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför fósturbróður míns. GUÐBJÖRNS JÚLÍUSAR PÉTURSSONAR, Arnarhóli, Vestur-Landeyjum. Sérstakt þakklæti til hjúkrunarfólks á Landakotsspltala. Fyrir hönd vina og vandamanna, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. + Jarðarför fósturmóður minnar, GUÐBJARGAR ANDRÉSDÓTTUR frá Norðurgröf, fer fram frá Lágafelli laugardaginn 1 2. febrúar kl. 2. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á llknarsjóði Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl 13.30 Fyrir hönd vandamanna, Pétur Pálmason. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför FRÍÐU SIGURBJÖRNSDÓTTUR Ijósmóður Sporði Sérstakar þakkir til Þórarins Guðnasonar læknis og starfsfólks Borgar- spitalans Birna Þorbjömsdóttir Ágúst Jóhannsson Þorbjörn Ágústsson Oddný Jósefsdóttir Jóhanna S. Ágústsdóttir Niels Ivarsson Þráinn Traustason Guðrún H. Helgadóttir Sigurbjartur Frfmannsson Sigrún Ólafsdóttir Magnús Jónsson Rósa Guðjónsdóttir tengdaforeldrar hins látna. Systur hins látna. + Þökkum auðsýnda hluttekningu og samúð við útför móður okkar, tengdamóður og ömmu ÞÓRHILDAR L. ÓLAFSDÓTTUR Skólabraut 63, Seltjarnarnesi Sigrfður Johnson Hannes O. Johnson Þorkell P. Pálsson Sólveig Vikar Ólafur H. Pálsson Erla Sch. Thorsteinsson SigfúsÁ. Pálsson + Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÞÓRUNNAR FREYJU ÞORKELSDÓTTUR, Hávegi 9. SiglufirðL Fyrir mlna hönd, barna okkar og annarra vandamanna Jón Orn Sæmundsson. Verzlanir félagsmanna verða lokaðar í dag kl. 2—5 vegna jarðarfarar, Kjartans Ásmundssonar, gullsmiðameistara Félag íslenskra gullsmiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.