Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRUAR 1977
23
Eins og að líkum lætur er hann
orðinn þunnskipaður sá hópur
ungra og tápmikilla manna, sem
settu svip á sfmastofnunina um
þær mundir, þegar mig rak þar á
fjörur, árið 1920. Or þeim hópi
eignaðist ég marga vini og sam-
starfsmenn, sem hver af öðrum
hafa sfðan skilið eftir söknuð og
minningar, sem ekki hafa fyrnst.
Og enn er einn farinn af þeim
fáu, sem eftir voru, og verður
hann til moldar borinn í dag, en
það er Magnús Richardson, fyrr-
verandi umdæmisstjóri á Borð-
eyri og Brú í Hrútafirði.
Magnús gerðist starfsmaður
Landssímans 1920, að foknu sím-
ritunarnámi, og vann við stofnun-
ina í 52 ár sem fastur starfs-
maður, eða til ársins 1972, og
sfðan sem lausráðinn til æviloka,
eða samtals f 57 ár. Hefur enginn
annar unnið svo lengi við þá
stofnun. Og nú sakna hans margir
eftir föng kynni. Hann setti svip á
stofnunina, kom til vinnu á hverj-
um degi fyrstur manna, fasmikill
og fyrirmannlegur eins og hann
átti kyn til, oftast brosmildur og
hlýr í viðmóti, en brúnaþungur og
harður i horn að taka, hver sem f
hlut átti, ef svo bar undir. öll þau
ár, sem liðin eru frá fyrstu kynn-
um okkar Magnúsar lágu leiðir
okkar saman með daglegu sam-
bandi, þó stundum væri vfk á
milli þau ár, sem hann starfaði
utan Reykjavfkur, fyrst sem sím-
ritari á ísafirði og sfðar sem um-
dæmisstjóri pósts og síma I Hrúta-
firði. Á þeim árum heimsóttum
við hvor annan er tækifæri gáf-
ust, en einkum eftir að hann flutt-
ist aftur til Reykjavikur með
seinni konu sinni, Unni Jóns-
dóttur. Heimili þeirra hér f
Reykjavfk varð fljótt samkomu-
staður mikils vinahóps. En þegar
Magnús missti hina fjölhæfu og
aðlaðandi konu sina, er hún dó
um aldur fram, varð hann fyrir
meira áfalli en vinum hans var
ljóst, enda var það ekki eðli hans
samkvæmt að bera mótlæti sitt á
torg. Hann mætti þeim örlögum
að eignast tvær konur, sem hann
deildi mikilli hamingju með, en
varð að sjá á bak þeim báðum.
Magnús var vinur vina sinna f
þess orðs bestu merkingu. Hann
var greiðvikinn, og alltaf reiðu-
búinn til hjálpar, og aldrei var
hann glaðari en þegar hann fékk
tækifæri til að aðstoða vini sfna
við að koma bífnum f gang, eða
lagfæra heimilistæki, sem aðrir
gáfust upp við, enda lék allt f
höndum hans.
Frá laxveiðiferðum með
Magnúsi eigum við vinir hans
margar skemmtilegar endurminn-
ingar, þvf hann átti fáa sfna lfka
sem ferðafélagi.
Ég þakka honum fyrir margar
ógleymanlegar stundir á langri
samleið, og það gera margir sam-
starfsmenn hans í dag.
Með honum er tryggur vinur
margra horfinn.
Guð blessi minningu hans.
A.G. Þormar.
í dag verður jarðsunginn
heiðursmaðurinn Magnús
Richardson, fyrrverandi um-
daemisstjóri hjá Landssfmanum.
Hann andaðist í svefni heima hjá
sér, aðfararnótt 7. febrúar, en
hann var nýkominn af sjúkrahúsi
eftir 5 vikna legu vegna hjartabil-
unar.
Magnús var komin á 76. aldurs-
ár, en segja má þó með sanni, að
hann hafi ekki litið út fyrir að
vera orðinn það fullorðinn. Það
var þannig með hann, alla tfð
sfðan ég fyrst kynntist honum
fyrir um 20 árum, að hann leit
jafnan út fyrir að vera 10 til 15
árum yngri en kirkjubækur um
kváðu. Ekki var það einasta, að
líkamlega væri hann hressari en
flestir jafnaldrar hans, heldur var
allt lífsviðhorf hans sem viðhorf
miklu yngri manns.
Vegna þess, sem að framan seg-
ir, hraus Magnúsi hugur við að sjá
fram á litlausa tilveru hjarta-
sjúklings. Það gekk illa að fá
hann til að hlýta ráðum sérfróðra
og við það bættist svo auðvitað, að
erfiðara er að hemja sig, þegar
hugsunin er í lagi og heilsan góð
að öðru leyti. En keðjan verður
aldrei sterkari en veikasti hlekk-
ur hennar. Hjá Magnúsi var
hjartað veikasti hlekkurinn og
það brást á mánudaginn var.
Magnús fæddist 26. október
1901 á Guttormshaga f Holtum og
var hann sonur séra Richard
Torfasonar prests í Holtaþingum
og konu hans Málfrfðar Lúðvfksd.
Hann nam sfmritun, útskrifaðist
og var skipaður símritari f
Reykjavfk 1. júnf 1920. Frá þeim
degi helgaði hann Landssimanum
og sfmamálum á íslandi starfs-
krafta sfna. Hann hóf starfið hér í
borg sem sfmritari, eins og áður
var sagt, vann sfðan á Isafirði,
aftur I Reykjavik, næst varðstjóri
við Ritsfmann og loks umdæmis-
stjóri á Borðeyri, en þar starfaði
hann í rúm 20 ár. Árið 1953 flutt-
ist Magnús aftur til Reykjavíkur
og starfaði hann á Aðalskrifstofu
Landssfmans þar til hann komst á
eftirlaunaaldur, árið 1971. Siðan
vann hann hálfan daginn á
birgðastöð sfmans við ,,að telja
skrúfur og nagla“ eins og hann
sagði sjálfur. Þannig vann hann
rúm 55 ár hjá Sfmanum og held
ég, að þeir séu ekki margir, sem
svo löngum starfsdegi hafa skilað
sfmamálum þjóðarinnar.
Þetta er þá starfssaga
Magnúsar Richardsonar f mjög
stórum dráttum. Hann hlýtur að
hafa skilið mikið eftir hjá Sfman-
um á rúmrar hálfrar afdar starfs-
ferli. Á sama hátt hefir Siminn
orðið óaðskiljanlegur hluti af
honum og má segja, að hvorugur
hafi án hinns getað verið. Ég
þekkti Magnús ekki, þegar hann
var á Borðeyri, en einhvern
veginn hefir mér skilist, að það
hafi verið blómaskeið hjúskapar
hans og Símans, ef svo má að orði
komast. Það var sem sé há-
punkturinn á starfsferli hans.
Hann var á þeim árum meira
heldur en simstöðvarstjóri á
Borðeyri. Hann var leiðtogi á
staðnum og sjálfkjörinn hjálpar-
hella ferðamanna og annarra,
sem leið áttu um plássið. Sagt
hafa mér menn, sem flugu flug-
vélum í þá daga, að enginn hafi
dirfst að leggja upp héðan norður
f land, án þess fyrst að hringja f
Manga Rikk á Borðeyri til að
ráðgast um veður og útlit!
Tvfgiftur var Magnús og lifði
hann báðar konur sínar, Sigriði
Matthfasdóttur og Unni Jóns-
dóttur. Með Sigrfði eignaðist
hann Gunnar, sem kvæntur er
Hrafnhildi Guðbrandsdóttur,
Jóhönnu, sem gift er Benedikt
Gunnlaugssyni og eina dóttur,
sem dó ung. Einnig eignaðist
hann son, Þór, sem kvæntur er
Maríu Heiðdal. Móðir Þórs er Sig-
rfður Þórðardóttir. Erlu, dóttur
Unnar Jónsdóttur, seinni konu
sinnar, gekk hann f föður stað.
Erla er gift undirrituðum. Barna-
börn á Magnús mörg og auk þess
tvö barnabarnabörn.
Magnús var f eðli sfnu félags-
vera og eignaðist hann fjölda vina
og kunningja. Bezt undi hann sér
f hópi góðs fólks við spjall eða
spil, og mikið yndi hafði hann af
veiðum og ferðalögum um fjöll og
firnindi landsins. Eins og margir
landar hans, fylgdist hann vel
með viðburðum öllum, innan
lands og utan. Dagblöðin missa
dyggan lesanda og útvarpið
áhugasaman hlustanda, þvi án
hvorugra þeirra fjölmiðla vildi
Magnús vera.
Hann var glæsilegur maður
hann Magnús, og hann naut þess í
ríkum mæli að vera til. Þótt hann
yrði fyrir ýmsum áföllum á ævi-
skeiðinu, bar hann sig jafnan
karlmannlega og kunni að Ifta á
björtu hliðar lífsins. Hann var
mikill Islendingur, ef leyfilegt er
að nota það orð sem lýsingarorð,
og undi hann sér aldrei á löngum
ferðalögum í útlandinu. Hann fór
fljótlega að klæja í lófana eftir að
komast aftur heim á hólmann
sinn og f hópinn sinn.
Þegar þessi heiðursmaður er
kvaddur hinzta sinni, hafa vinir
hans og ættingjar margs að minn-
ast. Minningarnar eru hlýjar og
bjartar um góðan dreng og gjöfuf-
an, kátan og hressilegan, hjálp-
saman og ósérhlifinn, trúan og
tryggan. Skarð Magnúsar stendur
ófyllt f hjörtum þeirra, sem hann
þekktu.
Þórir S. Gröndal.
Kjartan Asmundsson
gullsmiður - Minning
Fæddur 3.7.1903.
Dáinn 4.2.1977.
Ég var fimmtán ára gamall þeg-
ar ég hitti Kjartan Ásmundsson
fyrst. Eg gekk inn á gullsmiða-
verkstæði og mætti glaðlegum
ungum manni sem heilsaði mér
brosandi. Frá þeirri stundu vor-
um við vinir. Sú vinátta hélst
órofin. Seinna, eða nánar tiltekið
árið 1932, þegar ég var með tann-
smíðaverkstæði f Austurstræti 5,
voru erfiðir tfmar. Þá flutti Kjart-
an tif mfn og við höfðum verk-
stæði saman i hálft annað ár. Þá
fór hann til Þýzkalands til að læra
emalieringu. Að námi loknu smfð-
aði hann fslenzku fálkakrossana.
Kjartan var óvenju fríður mað-
ur og hlaut hann að vekja athygli
hvar sem hann fór.
Hann giftist Kristinu Bjarna-
dóttur frá Húsavík og eignuðust
þau 4 börn. Þrjá syni og eina
dóttur. Þau slitu samvistum.
Kjartan lærði gullsmiði hjá
snillingnum Baldvini Björnssyni
og fylgdi honum til Vestmanna-
eyja. Oft sagði hann mér frá Bald-
vini og ávalt var sama aðdáunin
gagnvart þeim ágæta manni. Vin-
áttan hélst á meðan Baldvin lifði
og tengslin við fjölskyldu hans
héldust. Nokkru eftir lát Baldvins
hringdi Kjartan til mín og bað
mig að finna sig. Þá sýndi hann
mér olfumálverk eftir Baldvin
sem Björn listfræðingur, sonur
Baldvins, hafði fært honum að
gjöf. Gleðin sem skein úr hverj-
um andlitsdrætti Kjartans var
ólýsanleg. Þar tóku saman hönd-
um ánægjan og hamingjan.
Á verkstæðinu hjá Kjartani
hittist allur vinahópurinn. Það
varð að sjálfsögðum vana að koma
þar við, spjalla saman og gjarnan
spilað fram á kvöldmat. Auðvitað
var Kjartan ávalt miðdepill hóps-
ins.
Þegar Kjartan varð sextugur
orti hinn þjóðkunni hagyrðingur:
Guðmundur heitinn Sigurðsson
vinur okkar skemmtilegt kvæði
til hans og leyfi ég mér að vitna í
eitt erindi úr þvf kvæði:
„Hér er enginn miðlungsmaður
að myndarskap f orði og gerðum,
ungur ber sem ekkert v*ri
áratugi sex á herðum,
hugumstór og höfðinglyndur
heill að öllu starfi gengur,
varla mun þó vftt sé leitað
verða fundinn betri drengur.“
Theodór heitinn Brynjólfsson
tannlæknir var góður vinur okkar
Kjartans. Eitt sinn er við vorum
tveir einir sagði hann við mig:
„Það er sama hvað hann Kjartan
gerir, þar fylgir alltaf farsæld."
En enginn má sköpum renna.
Fyrir nokkrum árum veiktist
Kjartan og sá illi krankleiki angr-
aði hann hörmulega. Aldrei var
þó kvartað. Hann tók þessu eins
og hetja, en sárt var að sjá hve
mikið er lagt á einn mann.
Það var eitt sinn að ég sat hjá
honum. Við höfðum spjallað um
margt. Honum var ljóst að hverju
stefndi. Þá komst hann þannig að
orði að auðvitað hlyti maður alltaf
að tapa sfðustu skákinni. En svo
hélt hann áfram og sagði: „Hvers
vegna þarf dauðastriðið að taka
svona óstjórnlega lagan tfma?“
Manni verður svarafátt undir
slíkum kringumstæðum, en ég
sagði aðeins: „Ég veit það ekki
vinur, en varst þú ekki að segja að
maður hlyti afltaf að tapa síðustu
skákinni?" „Jú, það er alveg rétt,
maður tapar henni alltaf."
Ég vissi að það var lausn fyrir
Kjartan að fá að fara eins og
komið var. Samt fannst mér eftir
að stundin var runnin upp, að
eitthvað hefði slitnað innan f mér.
En kannski er söknuður og sorg
aðeins eigingirni? Spyr sá sem
ekki veit.
Góðir menn eru fágætir. Nú er-
um við einum fátækari.
Hann tapaði siðustu • skákinni
eins og allir aðrir. En farsældin
hlýtur að fylgja honum á þær
lendar sem hann gistir um
ókomna framtfð.
Friðrik Dungal.
Kvaddur er mágur og vinur.
Þegar ég kom heim til tslands
að heimsstyrjöldinni lokinni I
júlfmánuði 1945 og M.S. Esja
rann upp að Sprengisandi, en Em-
il Jónsson ráðherra steig i pont-
una á bryggjunni til þess að
ávarpa úr helju endurheimta
tslendinga frá Evrópu, þá leit ég
yfir mannfjöldann á bryggjunni
og á þaki Hafnarhússins og fanns
allt þetta harla gott, en skrýtið.
Loks kom ég auga á Asgeir
bróður minn og hjá honum stóðu
tveir menn, og þekkti ég hvorug-
an. Annar reyndist mágur minn,
Kjartan Ásmundsson gullsmiður,
en hinn var næstum mágur minn,
Sverrir Þorbjarnarson frá Hnffs-
daf og þá þegar forstjóri
Tyrggingastofnunar rfkisins. Sfð-
ar á lffsleiðinni kynntist ég þess-
um tveim mönnum betur, og naut
ég ávallt sfðan vináttu þeirra,
þannig voru þessar manngerðir.
Kjartan Ásmundsson var fædd-
ur 3. júlf 1903 að Fróðá á
Snæfellsnesi. Foreldrar hans
voru Ásmundur Sigurðsson bóndi
og kennari þar, en síðar vfðar þar
vestra og Katrfn Arndfs Einars-
dóttir frá Lambastöðum f Flóa,
Magnússonar, en Katrfn var
náskyld Einari Arnórssyni ráð-
herra og hæstaréttardómara í
Reykjavfk. Foreldrar Kjartans
fluttust vestur á Snæfellsnes árið
1898 frá Skrauthólum á Kjalar-
nesi, en Ásmundur faðir hans var
kennari, bóndi og oddviti f Eyrar-
sveitinni, en drukknaði sviplega f
lendingu 31. janúar 1919. Einar i
Sindra sonur hans og bróðir
Kjartans bjargaðist úr þeim
sjávarháska. Ásmundur kennari
var sonur Sigurðar B. á Vallá á
Kjalarnesi, Sigurðssonar bónda á
Jörva f sömu sveit, Þórólfssonar
útvegsbónda í Engey og er það
kyn vfða rakið, m.a. f Sögu
Reykjavíkur eftir Klemenz Jóns-
son ráðherra. Frekari ættfræði er
vfst óviðeigandi f skrifum um
látna menn og vini, og skal hér
staðar numið. Ásmundur og
Katrfn skildu samvistir árið 1906,
en Kjartan ólst upp á Snæfells-
nesinu norðanverðu með föður
sínum til um 1917, en þá gerðist
hann heimilismaður sambýlis-
manns Ásmundar, séra Ólafs
Stephensens, sfðar prests f
Bjarnarnesi í Hornafirði. Kjartan
flutti austur með sr. Ólafi um
1918, en þaðan til Vestmannaeyja
árið 1920 og hóf þá gullsmíðanám
hjá bræðrunum Baldvin og Birni
Björnssonum, en þeir störfuðu f
Reykjavfk frá árinu 1921.
Að loknu framhaldsnámi f Dan-
mörku á árunum 1924—25 og síð-
ar að smfði heiðursmerkja i
Þýzkalandi 1934—35 hóf Kjartan
almenna gullsmfði f Reykjavfk
ásamt listamönnunum Finni Jóns-
syni og Birni Björnssyni árin
1925—1932, en frá þeim tfma rak
hann eigin gullsmfðastofu til
1975, en þá gafst hinn sterki lfk-
ami Kjartans upp, og eftir það er
Framhald á bls. 21
Steindór Steindórsson
járnsmiður — Kveðja
Fæddur. 14. aprfl 1921.
Dáinn 30. jan. 1977.
Þann 5. febrúar sl. kvöddum við
félagar í Rótarýklúbbi Akureyrar
vin okkar og félaga, Steindór
Steindórsson járnsmið.
Andlát hans bar að höndum 30.
jan. sl. Aðeins tveim dögum fyrr
hafði hann verið á fundi meðal
okkar, og gegnt þar skyldustörf-
um sinum, sem endranær. Ekki er
ætlunin að fjölyrða hér um upp-
runa eða stöf Steindórs járn-
smiðs, en undir því nafni var
hann þekktur, ekki aðeins hér á
Akureyri og nærsveitum, heldur
nánast um allt land.
Kom þar einkum tvennt til.
Steindór hafði getið sér orðstýr f
iðn sinni, sem hann nam ungur og
stundaði sfðan alla ævi og var við
kenndur. Hann var einnig þekkt-
ur sem vandvirkur og listrænn
Ijósmyndari og kvikmyndatöku-
maður, sem slíkur var hann kunn-
ur alþjóð, m.a. vegna starfa sinna
fyrir sjónvarpið hér á Akureyri.
Við félagar hans þektum hann
þó enn betur á öðrum vettvangi.
Við þekktum hann sem hinn dug-
lega og ósérhlífna félagshyggju-
mann. Á þessum tímum fjölmiðla
og efnihyggju gerist æ erfiðara að
halda uppi umtalsverðu félags-
starfi. Að slíkt tekst er aðeins að
þakka mönnum með sama eigin-
leika og rfkastur var f fari Stein-
dórs járnsmiðs. Hann hafði svo
fullkomlega tileinkað sér aðal
einkunnarorð Rótarýhreyfingar-
innar, „Þjónusta ofar sjálfs-
hyggju“.
Þegar þar við bættist hans ein-
staki áhugi á félagsstörfum, hlaut
það að skapa hinn fullkomna fél-
aga.
Steindór gerðist félagi f Rótarý-
klúbbi Akureyrar árið 1964. Á
umliðnum árum hafði hann gegnt
/elflestum trúnaðarstörfum f
‘élagsskapnum, að einu undan-
ikildu. Því átti hann að taka við á
niðju yfirstandandi ári. Hann var
forsetaefni klúbbsins næsta
starfsár. Sem forsetaefni var
hann um leið stjórnarmeðlimur
yfirstandandi starfsárs. Þar
kynntumst við ef til vill best hans
rólegu yfirvegun og rökvfsi, sem
svo oft fann lausnina á aðsteðj-
andi vandamálum. Vissulega var
Steindór maður mjög störfum
hlaðinn. En aldrei skyldi heyrast
frá honum orð þess efnis, að hann
hefði ekki tíma til verka, ef i þágu
félagsskaparins var. Þvf vissum
við allir að velferð Rótarýklúbbs-
ins yrði vel borgið f hans höndum.
Nú er þar skarð fyrir skildi.
Við þökkum Steindóri öll hans
störf f þágu Rótarýklúbbs
Akureyrar. Við þökkum honum
samfylgdina alla tfð. Slíkt var
æðruleysi Steindórs á öllum
stundum að kveinstafir voru hori-
um ekki að skapi. Þvi munum við
bera harm okkar og söknuð f
hljóði. En minningarnar um góð-
an dreng og félaga munu ylja
okkur allt til endurfundanna.
Eiginkonu , börnum tengda-
börnum svo og öðrum ástvinum
vottum við einlæga samúð okkar
og biðjum blessunar alföður.
Rótarýklúbbur Akurevrar.