Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 3 Um fyrirkomulag samræmdu prófanna: „Það er ekki hægt að nem- endurnir séu tilraunadýr” Rætt við formann prófanefndar og tvo skólastjóra í framhaldi af fréttaviStali Morgunblaðsins við Björn Jónsson skólastjóra Hagaskóla í Mbl. s.l. sunnudag hafði Morgunblaðið samband í gær við Ólaf Proppé, forstöðumann prófanefndar, Sigurjón Fjeldsted skólastjóra Hólabrekkuskóla og Ólaf H. Óskarsson skólastjóra Valhúsaskóla, og innti þá álits og umsagnar um fyrirkomulag einkunnagjafar- innar i samræmdu prófunum til framhaldsskólanáms. Sú einkunnagjöf miðast öll við svokallaða „normalkúrfu", en enginn skólamaður gat nefnt ísienzkt orð sem kemur i stað þess orðs. Einn taldi líklegt að það væri svo sérfræðilegt að islenzk tunga næði ekki yfir það.Forstöðumaðurprófanefndar telur bót að hinu nýja fyrirkomulagi.en báðir skólastjór arnir töldu ýmis vandkvæði fylgja þvi. Fara viðtölin við þá hér á eftir: þau 7% sem fá bezt, B þau 24% „Í samræmdum prófum í nálæg- sem koma á eftir A, en gengiS er um löndum eru yfirleitt einkunnir út frá „normal dreifingu" og notaSar sem byggjast á „normal ákveðið er fyrirfram hve margir fá hverja einkunn. C er miðað vi8 38% og D slSan aftur við 24% og E viS 7%, en E er lakasta einkunn- „Miklu fleiri nemendur fá möguleika". „Um tvenns konar mat er a8 ræ8a," sagði Ólafur Proppé for- stöðumaður prófanefndar, „ann- ars vegar samræmd próf, sem eru enska, stærðfræði. íslenzka og ein valgrein sem er annað hvort eðlis- fræði og Kffræði eða landafræði og saga. Hins vegar eru vorprófin svo- kölluðu. eða skólamatið t.d. þar sem nemandi sem hefur skilað 70% prófgreinar fær 7 I einkunn o.s.frv. Útkoma úr þeim miðast við prósentu af þeim námsmark- miðum sem kunna að hafa verið sett. j samræmdu prófunum eru rað- einkunnir, A.B.C.D. og E. Það er þvl raðað I 5 bil f einkunn eða tákni. Nú er um 4000 nemendur að ræða, eða þar um bil. A þýðir Þessi bókstafaeinkunnn er allt öðru visi er þar sem 70% árangurs gefur 7 í einkunn. T.d. getur niðurstaða úr samræmdu prófi orðið sú að þeir beztu hafi svarað 80%. en fá samt A. Þannig er miðað við aS þeir beztu fái eink- unn i hlutfalli við sina röS i náms- árangri. en ekki endilega ákveSinn hluta prófa. Þetta á m.a. aS koma I veg fyrir aS það verði heppni hvaSa ár maður tekur próf. en i endanlegum útreikningi eink- unnar nemandans er lagt aS jöfnu samræmda prófið og skólamatið." „Eru slik kerfi viShöfS i nálæg- um löndum?" dreifingu", en viS erum aS reyna aS halda i kosti hvors kerfis fyrir sig. BæSi hafa galla og bæði hafa kosti, en hér er um flokkunarpróf að ræSa.Ég tel þaSkost fyrir nem- endur aS fá skólamatiS meira inn I myndina og það er aS minu mati eitt það mannlegasta sem gert hefur veriS í þessum málum lengi. Þá er það kostur að búið er að fækka samræmdu greinunum úr 9 i 4. en allt er þetta liSur i fram- kvæmd grunnskólakerfisins og inntökuskilyrði i framhaldsskól- ana eru auSgreind samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytis- ins. Hitt er svo annað að þaS er 'spurning hvort ekki verður aS af- nema samkeppnina í þessum efn- um, en eins og þetta er nú þá fá tveir menn það sama út ef þeir leysa sama verkefni nákvæmlega eins. Einkunnin A eða B fer hins vegar eftir þvi hvað margir leysa verkefniS betur eða verr. Ég álit persónulega.eins og sakir standa- aS þaðsé betra aðhafa bæði þessi kerfi. heldur en annaS sér, en eins og ég sagði áðan er annað mál hvort viS eigum að vera með þessa samkeppni og þaS þarf aS ræSa af stjómmálamönnum, skólamönnum og almenningi. Það kerfi sem var i gildi var ekki réttlátt, en meS þvi sem nú er verið aS taka upp, fá miklu fleiri nemendur möguleika á aS reyna sig viS það framhaldsnám, sem hugur þeirra stendur til." „Aukin samkeppni, en engin trygging" „Ég tel þetta afskaplega hæpiS aS flokka menn I hópa eftir pró- sentuhlutfalli þótt farið sé eftir „normalkúrfu eða dreifingu", sagSi Sigurjón Fjeldsted, skóla- stjóri Hólabrekkuskóla, þegar Mbl. innti hann eftir áliti hans á fyrirkomulagi einkunnagjafar i samræmdu prófunum, „ þaS eru til rökfræðilegir og stærSf ræSileg ir möguleikar á aS þetta standist ekki f útreikningi. Gamla kerfið var gallað með misjöfnum prófum, misjöfnu mati og þyngd. en það þarf aS taka tillit til margs I þess- um efnum. Fjölbrautaskólinn hef- ur tekiS viS nemendum frá okkur s. l. tvö ár og þeir nemendur okkar sem hafa útskrifast með lág- markseinkunn hafa átt í erfiSleik- um með framhaldsnámiS. Ég tel ekki hjá þvf komizt aS skipa fólki eitthvað niSur eftir getu, en þaðer mjög hæpiS að gera þetta svona allt f einu. Ég held aS þaS hafi verið reynt f Þýzkalandi t.d., en falliS hafi veriS frá þvl. Ég er ekki hrifinn af þessu og vildi fremur að hver skóli mætti dæma sitt. Eftir þessu kerfi er enginn felldur, en hvar kemst nemandinn inn í skóla til framhaldsnáms? 0 Þótt nemandi fái framhalds- einkunn. er engin trygging fyrir því aS nemandinn komist inn ! framhaldsskóla. Ég hef orðið var við það f sambandi við vangavelt ur nemenda og foreldra um þessi mál að spurt hefur verið hvort ekki sé allt f lagi ef nemandinn fær lágmarkseinkunnina C i öllum greinum samræmda prófsins. Kemst ég þá inn f skólann? er spurt. ViS getum ekki svarað þessu, þvf þaS er framhaldsskól- anna aS meta þetta. ÞaS vaknar t. d. sú spurning hvort þetta endi ekki meS því aS framhaldsskólarn- ir fari aS leggja sérstök inntöku- próf fyrir þessa nemendur og til hverser þá unniS? Ef árgangurinn er óvanalega duglegur, getur nemandi sem annnars er ágætur lent f lægstu einkunninni E." „Eru þetta sanngjörn próf?" „Það er ákaflega mikið vanda- mál aS segja til um það. Sum Framhald á bls. 46 Trillu- karl með loðnuhlut Siglufiröi, 28. febrúar. ÞAÐ eru fleiri en loðnusjó- mennirnir sem „eru að gera það gott“ um þessar mundir. Ragnar Gfslason hér í Siglu- firði hefur undanfarið róið á 2ja tonna trillu með linu. I febrúarmánuði einum er hann einn búinn að fiska rösk tfu tonn eða fyrir um það bil 700 þúsund krónur. Verður það að teljast bærilegur hlutur og væru sjómenn á sumum loðnu- skipanna ekkert vansæmdir af því. — M. Jóhannsson Rauðmagi á borðum Húsvíkinga Húsavfk, 26. febrúar. UNDANFARNAR tvær vikur hefur hér verið hið bezta veð- ur, gæftir góðar og reytingsafli verið hjá bátunum á línu. Nú er rauðmagi einnig tekinn að veiðast, þessi fyrsti vorboði hér um slóðir, og undirbúning- ur er í fullum gangi fyrir grá- sleppuvertíðina sem hér hefur verið mikið stunduð um ára- raðir. Blíðviðrið er hið ákjósanleg- asta til skíðaiðkana og hefur verið mikið notað. Fréttaritari. kUWWIV("'1'L'I' ’ ■■ W'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.