Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 5 Klukkan 22.20: Heimildamynd um dr. Linus Pauling Á dagskrá sjónvarpsins f kvöld klukkan 22.20 er heimildamynd um hinn heimsþekkta vfsinda- mann Linus Pauling. Hér skýrir hann frá ýmsum hugmyndum sfn- um og rannsóknum svo og frá friðarviðleitni sinni og baráttu fyrir banni við notkun kjarnorku- vopna. Pauling hefur verið sýndur ým- iss konar sómi fyrir störf sín. Árið 1954 hlaut hann Nóbelsverðlaun- in fyrir uppgötvanir sínar á sviði efnafræði og friðarverðlaun Nóbeis hlaut hann árið 1962. Dr. Linus Pauling er fæddur þann 28. febrúar árið 1901 í Port- land í Oregon-fylki í Bandaríkjun- um. Hann tók stúdentspróf frá menntaskóla í Oregon, lagði sfðan stund á efnafræði við tæknihá- skóla Kalíforníu. Hann lærði einnig við tækniháskóla f Mtinchen, Kaupmannahöfn og Zúrich í Sviss. Sjálfur hóf hann kennslu við tækniháskólann f Kaliforníu tutt- ugu og eins árs gamall. Prófessor í efnafræði varð hann svo við Stanford-háskóla í Kaliforníu frá 1931. Fyrir uppgötvanir sínar í sam- bandi við efnafræðilegt samband og byggingu sameinda (stærð og lögun) og hagnýtingu eiginleika þeirra hlaut hann Nóbelsverð- launin árið 1954. í stórum dráttum leiddu vís- indalegar rannsóknir hans til al- Dr. Linus Pauling. menns skilnings á þvf að efna- fræðilegt samband og uppbygging sameinda eru aðaluppistaða nútíma efnafræði. Frá árinu 1936 hefur hann og starfsbræður hans notað þessa þekkingu við rannsóknir á lifandi efnasamböndum. Rannsóknir hans hafa meðal annars leitt f ljós að óeðli f uppbyggingu sameinda er í nánu sambandi við arfgenga sjúkdóma. Hrafn Gunnlaugsson skáld. Hinrik Bjarnason framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs. Helgi Seljan alþm. Sigurlaug Bjarnadóttir alþm. Jón G. Sólness alþm. Umrœðu- þáttur í sjón- varpssal Auk alls þessa hefur Esjuberg daglega á boöstólum ódýra rétti dagsins - matreidda á heimilislegan hátt. Hjá okkur njótiö þér ekki aöeins hressingar í mat og drykk heldur eykur vistlegt umhverfiö enn á ánægju þína af heimsókn til okkar. Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.