Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 25 GOÐ SOKN — Ég var alls ekki ánægður með varnar- leik Islenzka liðsins að þessu sinni, sagði Janusz Cerwinski, þjáifari fslenzka lands- liðsins eftir tapleikinn gegn Austur- Þjððverjum I Klagenfurt á sunnudags- kvoldið. — Hins vegar stðð liðið sig vel I sðkninni og það var margt vel gert f þessum leik. Þetta var gðður leikur, þegar á heild- ina er litið. — Við ætluðum okkur að koma í veg fyrir „stimplunina" hjá Austur- Þjððverjunum f leiknum, en okkur tðkst það ekki, og þeír skoruðu mikið af mörkum með langskotum og einnig mörg eftir hraðaupphlaup, en þetta hvoru tveggja er slæmt að hafa ekki getað komið í veg fyrir og ætla okkar menn seint að finna svör við þessu. Austur-þýzka liðið er mjög sterkt að mfnu mati og miklu sterkara en það var er við kepptum við það f Austur-Þýzkalandi f desember. Nó verðum við bara að vinna Hollendinga og Spánverja. LIÐIÐ SÝNDIMARGT GOTT — fslenzka liðið lék mjög vel f fyrri bolti, og synd að þetta skyldi detta svona hálfleik, sagði Birgir Björnsson, formaður niður f seinni hálfleik. Ég er auðvitað súr landsliðsnefndar f viðtali við Morgunblað- yfir þvf að við skyldum tapa þessum leik, ið. — Ég held að sá hálfleikur sé sá bezti en ég er samt ekki ðánægður með leikinn sem ég hef séð til þessa liðs sfðan ég fór að sjálfan. Það var margt gott sem fslenzka vinna með þvf. Það var spilaður hraður liðið sýndi f leiknum. BEZTILEIKUR ÞÝZKA UDSINS SEHR gut! Sehr gut! sagði Tiedemann, þjálfari austur-þýzka handknattleikslands- iiðsins þegar Morgunblaðið ræddi við hann eftir landsleikinn á sunnudagskvöldið, en auðséð var að Þjóðverjamir voru harla glaðir að leikslokum, höfðu greinilega óttast að íslendingar yrðu erfiður hjalli. — Við vorum búnir að leggja geysilega mikið á okkur við æfingar að unanförnu, sagði Tiedemann, — höfum búið okkur undir þessa keppni stanzlaust f þrjá mánuðí og leikið marga leiki, og ég hika ekki við að fullyrða að þetta er bezti leikurinn sem a-þýzka landsliðið hefur náð f langan tfma. Við tókum þennan leik mjög alvarlega. Vissum að fslenzka landsliðíð var gott, og við náðum þvf að slaka aldrei á. Ég er viss um það að tsland vinnur Holland. en það verður örugglega tvfsýn viðureign þegar þið mætíð Spánverjunum. Hans Engel einn þýzku leikmannanna, var sömu skoðunar og þjálfarinn. — Þetta var mjög góður og prúðmannlegur leikur sagði hann, — það var reglulega gaman að vera þátttakandi f honum. Við höfum fyrr leikíð við íslendinga og vissum að þeir áttu mjög gott lið. Þess vegna var sigurinn sætur. Ég held að þið vinnið bæði Spán- verja og Hollendínga. Liðið ykar er það gott núna. Þegar Engels var spurður álits um beztu menn fslenzka liðsins, svaraði hann að það hefðu verið þeir Geir Hallsteinsson og Björgvin Björgvinsson. Engir möguleikar að veija Ólafur Benediktsson, markvörður fs- in var sofandi, sagði Ólafur, eftir leikinn. lenzka liðsins, var ekki alltaf öfundsverður — Ég gat Iftið gert þegar þeir þruma svona af leiknum við A-Þjóðverja f Klagenfurt á á markið. Ég hefði ekki varið mörg af sunnudagskvöldið. Það voru ekki nein smá- þessum skotum, jafnvel þótt ég hefði verið ræðisskot sem Þjóðverjarnir skutu á mark f „banastuði**. hans, enda kom Óiafur oftast litlum vörn- Nú rfður á að standa sig f um við. þeim leikjum sem eftir eru og það munum — Ég er mjög óánægður með hvað vörn- við gera. Við hugsuðum sennilega of mikið um línumennina — Ég er óánægður með hvað við fengum á okkur mörg mörk, sagði ólafur H. Jóns- son eftir leikinn við Austur-Þjóðverja f Klagenfurt á sunnudagskvöldið. — Það má ef til vill segja að við miðjumennirnir f vörninni höfum ekki farið nógu mikið út á móti skyttunum og hugsað of mikið um Ifnumennina, en það er auðvitað erfitt í leikjum sem þessum að sætta sig við það að allt skulí leka inn f markið sem að þvf kemur. Ég er einnig óánægður með hvað við fengum á okkur mörg mörk úr hraða- upphlaupum og virðist svo sem okkur ætli seint að takast að setja undir þann leka f varnarleiknum hjá okkur. — Annars eru þetta auðvitað ekkert slæm úrslit fyrir okkur, þegar á allt er litið, sagði Ólafur. — Austur-Þjóðverjarnir eru með geysilega sterkt lið og ætla sér mikið, og hafa undirbúið sig af kappi fyrir þessa keppni. Nú rfður allt á að við vinnum Hoilendinga og Spánverja og við munum selja okkur dýrt, þar sem takmarkið er auðvitað að komast f A- heimsmeistarakeppnina f Danmörku. Tak- ist okkur að vinna sæti f þeirri keppni gefst meiri tfmi til að undirbúa liðið, og þann tfma þarf að nota vel. ÞURFUM AÐ LAGAVÖRNINA Afmælisbörnin tvö f landsleiknum við Austur-Þjóðverja á sunnudagskvöldið, Geir Hallsteinsson og Viðar Sfmonarson, sem þarna léku sinn 100. landsleik, afþökkuðu að þeim yrðu færð blóm fyrir leikinn, en sem kunnugt er hafa margir fþróttamenn trú á því að blómagjafir f upphafi leiks færi þeim litla velgengni f leiknum. Morgun- blaðið ræddi við þá félaga eftir leikinn og voru þeir sammála um að það sem fyrst og fremst hefði gert gæfumuninn f leik þess- um hefði verið hvað vörnin hefði verið leikin aftarlega. Leikurinn sjálfur hefði þó verið góður og boðið upp á góðan hand- knattleik. — Ef við spilum eins vel f þeim leikjum sem við eigum eftir, við Spánverja og Hoilendinga, og við gerðum f fyrri hálf- leik f þessum leik, ættum við ekki að þurfa að kvfða neinu, þá hljótum við að vinna. Við verðum að laga vörnina og notum tfm- ann fram að leikjunum til þess. Félagarnir úr FH, Viðar Sfmonarson og Geir Halisteinsson náðu þeim merka áfanga á sunnudaginn að leika sinn 100. landsleik fyrir ísland. ÞYZKU STÓRSKYTTURNAR FENGU OF MIKIÐ NÆÐI TIL ATHAFNA Frá Sigtryggi Sigtryggs- syni, fréttamanni Morgun- blaðsins f Klagenfurt. tslenzka handknattleikslands- liðinu tókst ekki að ráða við stór- skyttur austur-þýzka landsliðsins er liðin mættust f Klagenfurt Sporthalie á sunnudaginn. 13 sinnum skoruðu skytturn- ar fyrir framan fslenzku vörnina og sendu knöttinn f fslenzka markið með þrumuskot- um. t sókninni stóð fslenzka liðið sig vel, en þau 20 mörk sem liðið gerði vógu ekki upp á móti varnarlekanum. skotanýting liðs. ns var um 60%, sem er ekki slakt á móti jafnsterku liði og Þjóð- verjarnir eru nú með. Þjóðverj- arnir sigruðu f leiknum 27—20 og A-Þýzkaland - ísland 27-20 t stuttu máli B-heimsmeistarakeppnin f handknattleik Klagenfurt 27. febrúar (Jrslit: AÞýzkaland — tsland 27—20 (14—10) Gangur leiksins Mín. A-Þýzkaland 1. Griiner (v) 2. 4. 5. Hildebrand 7. Griiner(v) 7. Hölt 8. Griiner 9. Griiner(v) 10. 11. Böhme 12. 13. Hildebrand 15. Dreiprodt 17. 17. Breiprodt 18. 19. Hölt 19. 21. Schmidt 22. 24. 26. 28. Engel 29. Schiitte hAlfleikur 31. Böhme 33. Dreiprodt 33. 35. 37. Grtiner (v) 37. Hildebrand 1:0 1:1 1:2 2:2 3:2 4:2 5:2 6:2 6:3 7:3 7:4 8:4 9:4 9:5 10:5 10:6 11:6 11:7 12:7 12:8 12:9 12:10 13:10 14:10 15:10 16:10 16:11 16:12 17:12 18:12 fsland Axel Jón (v) Ólafur Viðar(v) Vidar(v) Agúst Geir Geir Axel Björgvin Geir Geir 39. 41. 41. 43. 44. 45. 46. 47. 49. 51. 52. 54. 57. 58. 59. 59. 60. Dreiprodt Gríiner Griiner Dreiprodt Engel Böhme Rost Hildehrand Schmidt J6n (v) Axel Axel Geir Axel Axel Viðar(v) Þorbjörn 18:13 18:14 19:14 20:14 20:15 21:15 21:16 22:16 23:16 23:17 23:18 24:18 25:18 25:19 26:19 27:19 27:20 MÖRK ÍSLANDS: Axel Axelsson 6, Geir Hallsteinsson 5, Viðar Sfmonarson 3, J6n Karlsson 2, Agúst Svavarsson 1, Björgvin Björgvinsson 1. Ólafur H. Jönsson 1 og Þor- bjöm Guðmundsson 1. MÖRK A-ÞVZKALANDS: Klaus Grúner 7. Gunther Dreiprodt 5, Júrgen Hilderbrand 4, Wolfgang Böhme 3, Hans Engel 2, Dietrmar Schmidt 2, Reiner Hölt 2, Peter Rost 1. Reiner Schútte 1. BROTTVfSANIR AF VELLI: Axel Axels- son, Björgvin Björgvinsson í 2 mfn. hvor. Klaus Grúner, Wolfgang Böhme, Hans Engel og Peter Rost f 2 mfn. hver. MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST: Engin DÓMARAR: Teckauer og Heíde Ungverja- landi. Þeir höfðu göð tök á ieiknum sem var prúðmannlega leikinn, en voru dálftið öná- kvæmir og bitnaði það nokkuð á fslenzka liðinu, sérstaklega er Þjöðverjar voru að hefja hraðaupphlaup og b.vrjuðu leikinn þar sem þeim hentaði hverju sinni. Úrslit í undankeppninni A-RIÐILL Tékköslövakfa — Sviss Búigarfa — Sviss Tékköslövakfa — Búlgarfa Tékkóslóvakfa 2 2 0 0 Búlgarfa 2 10 1 Sviss 2 0 0 2 B-RIÐILL: Svfþjóð — Austurrfki Frakkland — Austurrfki Svfþjóð — Frakkland Svfþjóð 2 2 0 0 Frakkland 2 10 1 Austurrfki 2 0 0 2 C-RIDILL: 24— 16 A-Þýzkaland — Portúgal 36—18 21—20 fsland — Portúgal 29—14 20—14 A-Þýzkaland — fsland 27—20 44—30 4 A-Þýzkaland 2 2 0 0 63—38 4 35— 40 2 fsland 2 10 1 49—41 2 36— 45 0 Portúgal 2 0 0 2 32—65 0 D-RIÐILL: 28—15 Spánn Holland 25—16 19—15 Holland — Noregur 18—17 25— 17 Spánn — Noregur 16—10 53—32 4 Spánn 2 2 0 0 40—26 4 36—40 2 Holland 2 1 0 1 34—42 2 30—47 0 Noregur 2 0 0 2 27—33 0 verða að teljast Ifklegustu sigur- vegararnir í B- heimsmeistarakeppninni hér f Austurrfki. Er það samdóma álit flestra sem fylgzt hafa með keppninni að þeir hafi á að skipa bezta liðinu. Vonir okkar um far- miða f A-keppnina f Danmörku eru nú fyrst og fremst bundnar við leikinn við Hollendinga, en hann fer fram f borginni Linz á fimmtudaginn. Þetta var sjöundi handknatt- leikslandsleikur okkar við Austur-Þjóðverja og jafnframt sjöundi tapleikurinn. Að þessu sinni nutu íslenzku landsliðs- mennirnir dyggilegs stuðnings áhorfenda, sem troðfylltu iþrótta- húsið í Klagenfurt. í þeirra hópi voru íslendingar sem komu hing- að til Klagenfurt á sunnudaginn með Samvinnuferðum gagngert til þess að fylgjast með landslið- inu. í Klagenfurt fara sjaldan fram stórleikir í handknattleik og voru málsmetandi menn á staðn- um sammála um að leikurinn á sunnudaginn hefði verið sá bezti sem þar hefur farið fram fyrr og siðar. Þjóðverjar sigu fljótt frammúr Leikurinn í Klagenfurt á sunnudaginn var í góðu jafnvægi til að byrja með. Þjóðverjarnir skoruðu fyrsta mark leiksins úr vitakasti, En Axel jafnaði fljót- lega með skoti úr uppstökki og Jón Karlsson kom landanum yfir með marki úr vítakasti. En siðan kom sex minútna leikkafli sem var afar slæmur hjá okkar mönn- um, og þá náðu Þjóðverjarnir for- ystu sem gaf þeim tóninn til stór- sigurs í leiknum. Fimm upphlaup íslenzka liðsins í röð mistókust á þessum mínútum, en á meðan skoruðu Þjóðverjarnir fjórum sinnum og breyttu stöðunni i 6—2. Eftir þennan slæma leik- kafla islenzka liðsins skiptust lið- in á um að skora, og þegar 8 mínútur voru eftir af fyrri hálf- leiknum var staðan 12—7 fyrir Þjóðverjana. En þá náðu íslendingar sínum bezta kafla í þessum leik, og léku þá á tíðum mjög fallegan og fjöl- breyttan handknattleik, sem kom Þjóðverjum oftsinnis I mikil vandræði. Skoruðu íslendingar þrjú mörk i röð, og var staðan þá orðin 12—10 fyrir Þjóðverjana og farin að lyftast brúnin á íslend- ingum þeim sem fylgdust með leiknum. Þvi miður tókst ekki að fylgja þessum góða kafla eftir, og Þjóðverjarnir skoruðu tvö fremur ódýr mörk á lokamínútum hálf- leiksins og höfðu því 4 marka forystu í hálfleik. í fyrri hálfleiknum skoruðu Þjóðverjarnir mörg mörk úr hraðaupphlaupum og brá islenzka liðið varla vana sinum, þegar Þjóðverjarnir hófu þau. Það sat algjörlega eftir og var einungis áhorfendur að því er Þjóðverjarn- ir brunuðu upp og skoruðu. Slakari seinni hálfleikur Seinni hálfleikurinn var til muna slakari, einkum af hálfu Islenzka liðsins. Þjóðverjarnir komust i 16—10 fljótlega, og þar með mátti segja að úrslit leiksins væru ráðin. Þjóðverjarnir juku smám saman forskot sitt, höfðu yfirleitt 5—7 mörk yfir i leiknum og lék af mikilli ákveðni og öryggi. Gekk ákaflega erfiðlega að ráða við stórskyttur Þjóðverj- anna í hálfleiknum — miðju- mennirnir i vörninni islenzku fóru ekki nógu langt á móti þeim, þrátt fyrir fyrirmæli Cerwinski, og oft fengu skytturnar gott næði til þess að hlaupa að, lyfta sér upp og skora með þrumuskotum. Voru það þeir Ólafur H. Jónsson og Þórarinn Ragnarsson sem voru á miðjunni, og er ekki algengt að sjá þá svo svifaseina og óákveðna í vörninni, eins og þeir voru oft í þessum leik. Axel og Geir beztu mennirnir Það leikur ekki á tveimur tung- Ólafur H. Jónsson reynir markskot í leiknum við Austur-Þjóðverja á sunnu- dagskvöidið. Ágúst Svav- arsson fylgist spenntur með. Símamynd. Ljósm. Mbl. RAX, um að þeir Geir Hallsteinsson og Axel Axelsson voru beztu menn liðsins í þessum leik. Geir stjórn- aði sóknarleik liðsins að venju og átti afbragðsleik á köflum. Gripu Þjóðverjar til þess ráðs að taka Geir úr umferð um tíma í leikn- um. Axel Axelsson hefur ekki f langan tíma átt eins góðan leik með fslenzka landsliðinu, og skot hans f þessum leik minntu á það sem hann hefur bezt gert á þeim vettvangi. Skoraði Axel 6 mörk i leiknum með skotum af löngu færi. Sum hver glæsileg mörkin þau. Viðar átti einnig góðan leik — var drjúgur f sókninni og öruggur f vitaköstum sfnum. Þórarinn Ragnarsson og Ólafur H. Jónsson voru allan tfmann inni á miðjunni í vörninni og gættu vel línumannanna sem eru kvikir og sterkir, en það var á kostnað þess að um stórskytturnar losnaði og þær skoruðu alls 13 mörk, flest frá miðjunni. Björgvin Björgvinsson kom ekki inn á fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn. Hann var mjög hreyfanlegur á línunni, en fékk fáar sendingar þangað. Gættu Þjóðverjarnir hans vandlega — þekktu hann greinilega. Þorbjörn Guðmundsson var mjög óheppinn f þessum leik — átti 6 skot og skoraði aðeins eitt mark. Ekki hans dagur. Ólafur Benediktsson byrjaði allvel I leiknum, en datt síðan niður, enda ekki auðvelt að ráða við þrumuskot Þjóðverjanna og hraðaupphlaup þeirra. Alls varði Ólafur 6 skot i leiknum. ísland - Portúgal 29-14 I STUTTU MAIJ 19. B-heimsmeislarakeppnm Klagenfurt 26. 23. febrúar. 24. Þórarinn (JRSIJT: ÍSLAND — PORTÍJGAL 29—14 26. (14—9) 27. Ólafur Gangur leiksins 28. Jón Mfn. fsland Portúgal 28. Jón (v) 2. 0:1 Conzalves 29. 3. Geir 1:1 hALFLEIKUR 4. 1:2 Vanconcelos 32. Geir 6. Ólafur 2:2 33. 9. Vióar(v) 3:2 34. 9. Þorbjörn 4:2 35. Jón (v) 10. 4:3 Conzalves 38. Jón (v) 11. Þorbjörn 5:3 39. Axel 11. Viðar 6:3 40. Viggó 12. 6:4 Vanconcelos 41. 13. 6:5 Montengero 43. Ólafur 13. Jón 7:5 44. Axel 14. Jón 8:5 44. Viðar 15. Viðar 9:5 45. Þórarinn 19. Viðar(v) 10:5 46. 10:6 10:7 11:7 11:8 12:8 13:8 14:8 14:9 Hernani Moraes Conzalves Espandehna 15:9 15:10 Montengero 15:11 Rebelo 16:11 17:11 18:11 19:11 19:12 Manuel 20:12 21:12 22:12 23:12 23:13 Espandehna Þegar taugaspennan var yfirunnin voru Portú- galarnir auðveld bráð einnig verið til staðar i fyrri hálf- leiknum. En vel má einnig vera að Portúgalarnir hafi ekki verið í sem beztri úthaldsþjálfun og það sagt til sín hjá þeim i seinni hálf- leiknum. Nokkrir leikmanna liðs- ins voru mjög þungir og svifa- seinir, þannig að auðvelt hefði átt að vera fyrir vel þjálfaða og snögga Islendinga að snúa sig af þeim. Flestir léku undir getu Þegar litið er á frammistöðu ein- stakra leikmanna íslenzka liðsins i leiknum verður ekki annað sagt en að flestir hafi verið nokkuð langt frá sinu bezta — sérstaklega þó Geir Hallsteinseon og Þorbjörn Guðmundsson, sem voru aðeins skuggi af þvi sem þeir beztir verða. Báðir áttu fjölmörg mis- heppnuð skot í leiknum, sérstak- lega í fyrri hálfleik og náðu sér aldrei á strik. Ólafur Beneeiktsson var f markinu allan tímann og varði yfirleitt vel. Þetta var enginn stjörnuleikur hjá Ólafi en óhætt er að segja að markvarzla hans hafi verið „stabil." Þeir sem komu einna bezt frá leiknum voru þeir Jón H. Karlsson og þá sérstaklega Viðar Símonar- son, sem var eini leikmaðurinn sem virtist ekki áberandi slappur á taugum, og gerði sárasjaldan vit- leysur. Þá átti Ólafur H. Jónsson góðan leik i vörn, en var misækur í sóknarleiknum, eins og flestir aðr- ir. Axel Axelsson var afskaplega óheppinn með skot sin í leiknum — átti hvorki fleiri né færri en fjögur stangarskot! var tæpast spurningin um hvoru megin sigurinn myndi lenda, heldur fremur hversu sigur ís- lendinga yrði stór. I hálfleik mun- aði 5 mörkum, staðan var 14:9. Einstefna f seinni hálfleik Geir Hallsteinsson skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins, en Portúgalir svöruðu fljótlega með tveimur mörkum og áttu mögu- leika á að minnka muninn i 3 mörk, en góð markvarzla Ólafs Benediktssonar kom i veg fyrir það. Og siðan kom loksins að þvi að íslenzka liðið vaknaði af Þyrni- rósarsvefni sfnum. Eftir að Jón Karlsson hafði skorað 16. mark íslendinga úr vftakasti var nánast sem eitt lið væri á vellinum. ís- lendingar höfðu bókstaflega öll tök á leiknum og leikur þess tók á sig léttan og skemmtilegan blæ. Vörn Portúgalanna var hvaó eftir annað leikin sundur og saman, og oft var það þrautalending þeirra að brjóta svo harkalega á ís- lendingunum að ekki var um annað en vitakast að ræða. Þeir Viðar og Jön tóku vitaköstin til skiptis og brást aldrei bogalistin í þeim. Brátt mátti sjá á markatöflunni Frá Sigtryggi Sigryggssyni fréttamanni Morgunblaðsins á heimsmeistarakeppninni í Austurríki: Undirritaður hefur sjaldan eða aldrei orðið vitni að öðrum eins taugaslappleik og kom fram hjá fslenzka handknattleikslandsliðinu í fyrri hálfleik leiks þess við Portúgali f B-heimsmeistarakeppninni f íþróttahúsinu f Klagenfurt f Austurrfki á laugardaginn. Mér er til efs að leikmennirnir hafi sofið mikið nóttina fyrir leikinn. Stóra stundin var að renna upp, — keppnin að þvf takmarki sem þeir höfðu sett sér fyrir mörgum mánuðum og einbeitt sér að með fleiri æfingum en nokkurt fslenzkt landlið hefur áður lagt að baki. Leikmennirnir gerðu sér greinilega glögga grein fyrir þeim kröfum sem gerðar voru til þeirra — þeim vonum sem margir binda við þá f keppninni hér í Austurrfki. Og þegar dómararnir gáfu merki um að leikurinn skvldi hefjast brauzt þessi samansafnaða taugaspenna fram, og fslenska liðið var hreint ekki sjálfu sér Ifkt til að byrja með. Sem betur fer voru Portúgalar andstæðingarnir, og þeir eru ekki ýkja kunnáttumikiir f kúnstum handknattleiksfþróttarinnar, og gátu ekki notfært sér spennu tslendinganna nema að ákveðnu marki. Reyndar kom berlega í Ijós að Portúgalir höfðu gert sér miklar vonir um sigur f þessum leik. Ekki vantaði lætin f þeim til að byrja með a.m.k. Leik íslenzka liðsins lengst af í tölur sem maður kunni betur við fyrri hálfleik er bezt lýst með því að segja að hann hafi einkennzt af mistökum á mistök ofan. Hvað eftir annað voru allskonar tilraun- ir til skota í sóknarleiknum, — þegar þessi skot misheppnuðust virtist taugaslappleikinn magnast og það gekk hreinlega allt á aftur- fótunum á fyrstu minútunum. Þannig voru liðnar 9 minútur af Ieik er íslendingar komust loks yfir með marki Viðars Símonar- sonar úr vítakasti, en eftir 9 múnútna leik Portúgala og Austur-Þjóðverja daginn áður hafði staðan verið 10—1 fyrir Þjóðverjana. Það var Ioks um miðjan fyrri hálfleikinn að islendingar tóku að rétta svolitið úr kútnum og liðið skoraði þá fjögur mörk i röð og breytti stöðunni f 10:5. Eftir það en þær sem sáust í fyrri hálfleik: 19—12, 23—12, og loks 29—14. Stærri sigur hafa íslendingar ekki unnið í handknattleikslandsleik siðan þeir sigruðu Luxemburgara i undankeppni Ólympíuleikanna 1975, heima í Reykjavík, 29—10. Var auðséð undir lok leiksins að okkar mönnum rann töluvert kapp í kinn að ná 30 mörkum, en það tókst ekki. Gjörbreytt andrúmsloft Þegar íslenzka liðinu tókst að yfirvinna taugaslappleikann i seinni hálfleik, má segja að and- rúmsloftið hafi gjörbreytzt. Sá óróleiki sem varð vart bæði innan vallar og utan hvarf. Liðið lék skynsamlega og tókst að notfæra sér hrikalegar veilur i vörn Portúgalanna, sem auðvitað höfðu 47. Björgvin 50. Viðar(v) 51. 52. Björgvin 54. Jón (v) 54. Viðar(v) 28:14 60. Viðar(v) 24:13 25:13 25:14 Hernani (v) 26:14 27:14 29:14 MÖRK ÍSLANDS: Viðar Sfmonarson 8, Jón H. Karlsson 7, Ólafur H. Jónsson 3, Axel Axelsson 2, Björgvin Björgvinsson 2. Geir Hallsteinsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 2, Viggó Sigurðsson 1. MÖRK PORTÚGAL: Joao Conzalves 3. Carmando Espandehna 2. Luis Hernani 2. Jose Manuel 2, Nuno Montengero 2, Vasco Vanconcelos 2, Antonio Rebelo 1. BROTTVfSANIR AF VELLI: Þorbjörn Guðmundsson, Þórarinn Ragnarsson og Viggó Sigurðsson f 2 mfn. hver. Joao Conzalves og Jose Manuel f 2 mfn. hver. Misheppnuð vftaköst: Engin (tsland fékk 9 vftaköst en Portúgal 1) DÓMARAR: Mosnceka og Horvant frá Júgóslavfu. Þeir höfðu góð tök á leiknum en voru fremur óhagstæðir okkar mönnum í dómgæzlu sinni. — SS Þótt Björgvin Björgvinsson hafi ekki haft sig mjög mikið í frammi enn sem komið er hefur hann vakið mikla athygli og skorað falleg mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.