Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 31 Nýjar reglur um námsmat: Einkunnagjöf á grunnskóla- stigi harðlega gagnrýnd Nokkrar umræður urðu utan dagskrár í neðri deild Alþingis f gær um nýjar reglur um námsmat (eink- unnagjöf) á grunnskólastigi, í tilefni af viðtali Morgunblaðsins við Björn Jónsson, skólastjóra Hagaskólans í Reykjavík, sem birt var hér í blaðinu í fyrradag. Þrír þingmenn úr jafnmörgum flokkum deildu á hinar nýju námsmatsreglur — og mennta- málaráðherra sagði væntanlega greinargerð um málið. Kúrfan og einstaklingurinn Ellert B. Schram (S) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis f gær, f tilefni af viðtali Morgunblaðsins (í fyrradag) við Björn Jónsson, skólastjóra Haga- skólans i 'Reykjavík, um nýtt fyr- irkomulag við mat á námsárangri (einkunnagjöf) við grunnskóla- próf, sem prófanefnd mennta- málaráðuneytisins hefur tekið upp. í stað gamla kerfisins, sem óþarfi væri að gera grein fyrir, er einkunnagjöf nú samræmd í bók- stöfum, 5 stig, og beitt meðaltals- reglu (normalkúrfu), þannig að nemandi lendir í ákveðnum flokki, en stærð hvers flokks hef- ur verið ákveðin fyrirfram. Las Ellert upp meginatriði í máli Björns Jónssonar skólastjóra, í viðtali við Morgunblaðið í fyrra- dag, sem hér verður ekki endur- tekið en látið nægja að vfsa til þess. Ellert vísaði síðan til ákvæða í grunnskólalögum um próf og námsmat, þar sem segir: „Hverj- um kennara og skóla ber að fylgj- ast vandlega með þvf, hvernig nemendum gengur að ná þeim markmiðum f námi, sem skólinn setur þeim.“ Ellert kvað ákvæði grunnskólalaganna yfirleitt bera það með sér, að meira tillit skuli taka til hvers nemanda sem sjálf- stæðs einstaklings. Það skyti þvf sannarlega skökku við, að prófa- nefnd ráðuneytisins hefði það mikið svigrúm, að hún gæti um- bylt prófafyrirkomulagi og ein- kunnagjöf nánast upp á eigin spýtur. Mönnum væri til efs að það fyrirkomulag, sem nú hefði verið ákveðið, væri í samræmi við anda laganna, en nefndin hefði starfað á ábyrgð ráðherra. Ellert sagði ankannalegt, að ein nefnd f ráðuneyti gæti breytt svo mikilvægum þætti f skólastarfi. Sannleikurinn væri sá, að kennar- ar jafnt sem nemendur ættu erfitt með að skilja útfærslu þessa kerf- is — og mikil óánægja ríkti meðal skólastjóra og kennara. Ellert sagðist hafa áhyggjur af þróun þessara mála og taldi nauðsynlegt að Alþingi léti til sín taka í um- ræðu um málið. Spurningin er, sagði Ellert, hvort tölvan eigi að taka völdin? Á að staðla alla nemendur? Á að meta námsárangur hvers og eins nemanda f samræmi við hans eig- in frammistöðu eða með hliðsjón af getu allra hinna? Á að jafna æskuna út í einhverja meðaltals- flatneskju? Á ekki að spyrja, hvers er nemandinn sjálfur megnugur, heldur hvar hann standi í „kúrfunni“? Hér væri um mjög róttæka breytingu að ræða, sem auk þess hefði gefizt mjög misjafnlega er- lendis, þar sem hún hefði verið reynd. Um þetta hefur staðið styrr og stórpólitísk átök. Göng- um við tslendingar fúsir inn á þessa braut — eða viljum við byrgja brunninn í tæka tíð? Þess- ari spurningu verður Alþingi að svara. Ég taldi rétt að vekja at- hygli hér og nú á þessu þýðingar- mikla máli — í tfma. Langur aðdragandi og rækileg kynning Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra sagðist fyrst hafa frétt um meðferð þessa máls utan dagskrár, „nú f morgun, og fundahöld háð þvf að hann gæti tekið saman faglegt og rökstutt svar.“ Hins vegar vildi hann vekja athygli á því að þetta fyrir- komulag á mati á námsárangri hefði átt sér alllangan aðdrag- anda og m.a. verið rækilega kynnt f Fréttabréfi menntamálaráðu- neytisins (nr. 17 frá 15. nóvemb. sl.), sem sent hefði verið þing- mönnum, auk skólastjóra og kennara. Hann vakti og athygli á því að ríkisútvarpið hefði fyrst flutt fréttir af óánægju með það í vikunni sem leið og tilvitnað sam- tal í Morgunblaðinu hefði birzt daginn eftir. Rangt væri að prófa- nefnd hefði endanlegt vald f þessu efni, þó að hún hefði unnið málið sem slfkt. Frá nefndinni færi málið til skólarannsókna- deildar ráðuneytisins og síðan til ráðuneytisstjóra og ráðherra. Ekki væri við öðru að búast, er svo róttæk breyting kæmi til, en „einhver neikvæð viðbrögð kæmu, kannski ekki alltaf af nægilega athuguðu máli“. Ráðherrann rakti siðan þrjú dæmi um mistök í framkvæmd hinna nýju reglna um námsmat. Hann sagði síðan efnislega: Þetta mál er á viðkvæmu stigi nú í vor. Þess vegna er e.t.v. ekki rétt að láta það bera að með slíkum hætti, utan dagskrár. Ég tel að mjög komi. til mála að ræða fræðslukerfið í sérstakri dagskrá þingsins og að ráðuneytið láti í té greinargerð um það, sem að er unnið á vegum þess nú um stund- ir. Það mun og láta i té greinar- gerð um þetta sérstaka mál innan mjög skamms tfma. Er yfirstjórn menntakerfisins að einangrast frá þjóðinni? Jónas Árnason (Abl) sagði það skyldu alþingismanna að láta sig þetta mikilverða málefni nokkru varða. Námsmat væri mikilsvert, og nauðsynlegt, að það færi fram með þeim hætti, sem bæði nem- endur og kennarar gætu sæmi- lega vel við unað. Nú hefði komið fram alvarleg umkvörtun frá virt- um skólastjóra. Það væri sann- færing sín að allflestir skólamenn í landinu væru honum sammála. Hann virtist hafa lög að mæla. Annað mál væri, að æskilegt væri að geta gefið nemendum einkunn fyrir almennan þroska samhliða öðrum einkunnum í einstökum námsgreinum. Jónas sagði frétta- bréf menntamálaráðuneytis ekki alltaf auðskilið lesefni, og komið hefði hann þar að, sem hópur kennara hefði verið að reyna í félagi að fá skiljanlega merkingu út úr efni þess. Eitt getum við gert, sagði þing- maðurinn, að setja hemil á það, að fólk með háskólamenntun erlend- is frá, byggða á erlendri reynslu og öðrum kringumstæðum en hér ríktu, þrengdi upp á okkur kerfis- fyrirkomulagi sem e.t.v. hentaði okkur alls ekki og þeim þjóðlifs- háttum, sem við ættum við að búa. Þetta fólk mætti gjarnan undirgangast próf, sem leiddi í ljós þekkingu þess á íslenzku þjóðfélagi, hérlendum aðstæðum og þjóðinni sjálfri. Það þyrfti og að koma í veg fyrir, að Háskóli íslands einangraðist frá þjóðinni. Varasamt væri að flytja inn allt hrátt erlendis frá, hvort sem um væri að ræða þennan málaflokk eða annan. Börnin eru lfka á viðkvæmu stigi Páll Pétursson (F) kvaðst ekki • undrandi á því, þó að þetta mál bæri hér á góma. Þetta kerfi væri hreint ekki álitlegt, a.m.k. ekki við fyrstu sýn. Ég sé ekki framfar- ir í tölvuvinnslu á nemendum, kerfisflokkun og hlutfallsmat. Grunnskólalögin hefðu ótviræða kosti, en einnig áberandi galla, sem sníða þyrfti af eftir reynslu- prófun. Hann sagðist og efast um að skólamenn almennt hefðu gert sér grein fyrir ágæti hér um ræddra nýrra reglna um náms- mat. Málið kann að vera á viðkvæmu stigi nú í vor, sagði þingmaður- inn. En það eru líka og ekki siður þeir ungu nemendur, sem verið er að framkvæma þessa tilrauna- starfsemi á. Þetta vor kemur ekki aftur til þeirra, sem nýja náms- matið bitnar á. Sérvizka mætti ekki ráða ferð i þessu efni. Sfðan vék Páll að skólakerfinu almennt og nauðsyn þess að gera verknám jafn þungt á vogarskál al- menningsálitsins og bóknám. Vafasamt væri að binda marg- háttað nám, s.s. hjúkrunarnám o.fl., stúdentsprófi. Undirtektir þakkaðar. Ellert B. Schram (S) þakkaði undirtektir undir mál sitt. Vel færi á því að taka eins og einn dag á hverju þingi i það að ræða fræðslukerfið almennt og það, sem unnið væri að hverju sinni á vegum menntamálaráðuneytisins. Hann sagðist taka tillit til anna ráðherra og bíða greinargerðar um málið. Spurningin væri hins vegar sú, hvort menntamálaráð- herra væri fylgjandi þeim grund- vallarbreytingum sem hér um ræddi. Kjarni málsins væri sá, hvort kennsla og námsmat ætti að miðast við nemandann sem sjálf- stæðan einstakling — eða hvort miða ætti einkunn hvers nem- enda við frammistöðu bekkjar- heildar, normalkúrfur, sem búnar væru til uppi í ráðuneyti. Hjóli framvindunnar ekki snúið til baka. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra sagði hjóli framvindunnar naumast snúið til baka, og framþróun væri nauð- synleg i fræðslukerfinu. Hitt væri annað mál að það þyrfti að vera í stöðugri endurskoðun, og leið- rétta þyrfti ýmislegt i Ijósi feng- innar reynslu. Umræddar breyt- ingar ættu langan aðdraganda og langt kynningarstarf að baki. Menn mættu ekki heldur halda allt af hinu verra, þótt það kæmi erlendis frá, heldur samræma það nýtilega Islenzkum aðstæðum. Hann áréttaði skýrslugerð um þetta efni og nauðsyn þess að ræða menntamálin sérstaklega i þinginu. Hins vegar myndi gerð prófa ekki lögð fyrir Alþingi með- an hann gegndi embætti mennta- málaráðherra. — 200 mílur Framhald af bls. 1. ýsu og lúðu á miðunum undan NA-strönd Bandarikjanna. Bandariska strandgæzlan, sem nú hefur verið efld 'verulega hefur heimild til að fara hvenær sem er um borð í erlend fiskiskip og kanna afla þeirra og veiðarfæra- búnað. Útfærsla Bandaríkjanna og Sovétríkjanna er að dómi stjórn- málafréttaritara enn ein sönnun getuleysis hafréttarráðstefnu S.Þ. i tilraunum til að semja ný alþjóðalög um fiskveiðar og haf- réttarmál. Bandariska varnar- málaráðuneytið og utanríkisráðu- neytið börðust á sínum tima mjög harkalega gegn 200 mílna frum- varpinu af ótta við að ríki, sem ættu hagsmuna að gæta, myndu gripa til gagnráðstafana, t.d. gegn túnfisk- og rækjuveiðimönnum á vesturströndinni, er stundað hafa veiðar skv. heimíldum innan 200 milna fiskveiðilögsögu nokkurra S-Ameríkuríkja. Bandaríkja- stjórn hefur þegar gert samninga við nokkrar þjóðir, þ.á m. Sovét- ríkin, Japan, EBE-rikin og fleiri. Flutningsmenn frumvarpsins, sem nú er orðið að lögum, vonast til að útfærslan sé nægilega snemma á ferðinni til að hægt verði að byggja upp á ný þá fisk- stofna, sem mjög hafa verið of- veiddir á undanförnum árum af stórvirkum veiðiskipum, en flest hafa þau verið frá Sovétríkjunum og austantjaldslöndunum. Alexander Ishkov, sjávarút- vegsráðherra Sovétríkjanna, og Zenko Zuzuki, sjávarútvegsráð- herra Japans, komust i dag að bráðabirgðasamkomulagi um veiðiheimildir fyrir japanska fiskimenn innan 200 mílna lög- sögu Sovétríkjanna. Zuzuki flaug til Moskvu þegar á sunnudag, en Japansstjórn hafði þá lýst mikl- um áhyggjum yfir sovézku út- færslunni, einkum þar sem grunnpunktur hennar við Japan er á 4 eyjum undan norðurströnd Japans, sem Sovétmenn hertóku i lok heimsstyrjaldarinnar síðari, en Japanir hafa haldið fram að væri óaðskiljanlegur hluti að Japan. Hefur deilan um þessar eyjar m.a. valdið þvi að þjóðirnar hafa ekki gert með sér friðar- samning frá lokum styrjaldarinnar. Viðræður ráð- herranna halda áfram á morgun. Að sögn japanskra embættis- manna eru ráðherrarnir sammála um nauðsyn þess að gera fisk- veiðisamning milli þjóðanna, sem verði hluti af allsherjarmilliríkja- samningi. Þangað til verður gengið frá bráðabirgðasamkomu- lagi, sem liggja á fyrir áður en vertiðin hefst á NV-Kyrrahafi í apríl nk„ en japanskir fiskibátar fá eins og fyrr segir að halda áfram óbreyttum veiðum fram til þess tima. Að sögn embættis- mannanna ræddu ráðherrarnir tveir ekki um eyjarnar fjórar á fundi sínum i dag. Stjórn Kúbu tilkynnti í dag út- færslu fiskveiðilögsögu sinnar í 200 mílur, 24 klukkustundum áður en bandaríska útfærslan tók gildi. 1 tilkynningu stjórnarinnar segir að hún muni virða 200 mílna lögsögur annarra þjóða og sé til- búin til samninga um miðlinur við aðrar þjóðir, svo og veiði- heimildir. Frá þvi var skýrt í BrUssel i kvöld, að stjórn írlands hefði ákveðið að fresta um 14 daga gildistöku 50 mílna einkalögsögu írlands innan 200 mílna EBE- lögsögunnar til að koma i veg fyrir alvarlegar deilur við fram- kvæmdaráð EBE. Patrick Donegan, sjávarútvegsráðherra Irlands, skýrði frá þessu eftir fund með Finn Olav Gundelaeh, settt fer með sjávarútvegsmál EBE. Sagði Donegan að Gunde- lach hefði lagt fram tillögur, sem ræddar yrðu á fundi utanrikisráð- herra EBE 8. marz, en þa>r konia til móts við kröfur Ira um að- gerðir til að vernda fiskstofna á miðum þeirra. Sagði Donegan að ef tillögurnar reyndust fullnægj- andi, myndu Irar hugsanlega falla frá einkalögsögu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.