Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 34 á áratugnum Á fundi, sem haldinn var að tilhlutan Kvenréttindafélags íslands að Hótel Loftleiðum í janúar s.l., var umræðuefniðj frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt, er nú hefur verið lagt fram á| Alþingi. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og er það nú til athugunar og úrvinnslu hjá fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar. Margir tóku til máls á fundinum, um- ræður urðu líflegar og hafa fjölmiðlar gert þeim góð skil. Blaðið kom að máli við fjóra þeirra, er tóku til máls, og innti þá frekar eftir nokkrum atriðum, sem þeir komu inn á í málflutningi sínum; Arndísi Björnsdótt- ur m.a. um afstöðu hennar til þeirrar tilhögunar, sem boðuð er á skattlagningu hjóna; Guðrúnu Erlendsdóttur, um til- högun skattlagningar hjóna á Norður- löndum; Ingibjörgu Þ. Rafnar um af- ístöðu hennar til tekjuhelmingaskipta hjóna og hjá Sólveigu Ólafsdóttur var leitað fregna af merku norsku nefndar- I áliti um skattamál fjölskyldunnar. Arndís Björnsdóttir menntaskólakennari: Skattamál í víðara samhengi Gagnrýnt hefur verið, að þær kon- ur einar séu háværar, sem muni missa spón úr aski sínum við lög- festingu frumvarpsins, en minna heyrist frá hinum, sem muni njóta góðs af. En dettur ráða- mönnum (karlmönnum) aldrei í hug, að konur geti líka litið málin f víðara samhengi? Fjármálaráð- herra benti á í ræðu sinni á Al- þingi, er hann fylgdi skattalaga- frumvarpinu úr hlaði, að ekkert heyrðist frá fólkinu, sem búið væri að koma sér upp húsnæði og ala börn sín upp; en sem frum- varpið væri hagstætt fyrir. Dettur ráðherra ef til vill ekki í hug, að foreldrar, sem hafa komið upp börnum sfnum og gengið í gegn- um hreinsunareld íbúðar- eða húsbyggingar, kunni að bera hag barna sinna fyrir brjósti og þyki vafasöm stefna, að torvelda ungu fólki lífsbaráttuna (afnám gift- ingarfrádráttarskerðing vaxtafrá- dráttar). Er eðlilegt að barnlaus hjón, þar sem eiginmaðurinn einn aflar hárra tekna, skuli skattalega séð verða einna best sett í þjóðfél- aginu? Enn sem komið er, hef ég enga konu hitt, sem er ánægð með stefnu frumvarpsins og hef ég talað við margar heima- og úti- vinnandi konur. Einu heimilin, sem munu lækka i sköttun, eru heimili hátekjumanna, þar sem annar aðilinn aflar allra tekn- anna. Það verður að teljast í meira lagi hæpið. Má einnig vekja athygli á, að útivinnandi konur eru lfka heimavinnandi konur og að frádráttur hjóna til tekjuskatts hefur alltaf verið hinn sami hvort sem hjónin hafa unnið utan heim- ilis eða ekki. Má þvf segja, að ekki sé alls kostar rétt að frádráttur vegna heimavinnandi kvenna hafi enginn verið. Það má vel vera, að heimilisstörf séu vanmet- in, en þá eru þau vanmetin bæði hjá heima- og útivinnandi konum. Stórefast ég um, að virðing fyrir heimilisstörfum sem slíkum auk- ist frekar, þótt frumvarp þetta verði að lögum; hvað þá í hlutfalli við tekjur þess, er vinnur úti. Frumvarpið er andstætt eðli og þróun nútfma þjóðfélags. Ég hygg, að vilji kvenna í þessum málum séu augljós: Konur al- mennt vilja afnema 50% frádrátt- arregluna. Þær vilja ekki þá breyttu tilhögun í samsköttun hjóna, sem frumvarpið boðar. Þær vilja sérsköttun af séraflafé. Það eru sjálfsögð réttindi þegn- anna. Einnig viljum við eins og flestir landsmenn LÆKKUN beinna skatta og að engir skattar séu greiddir af nauðþurft- artekjum. Konur, sem vinna utan heimilis, vilja sömuleiðis njóta sömu viðurkenningar fyrir störf sín á heimilinu og þær sem vinna aðeins heima, enda næsta furðu- legt, að slfkt skuli ekki talið sjálf- sagt. Við útivinnandi konur erum EKKI á móti því, að taka á okkur réttláta skattbyrði. Við hljótum samt að láta í Ijós réttláta reiði okkar yfir þvf, að skattbyrði okk- ar verði stóraukin til þess að draga úr skattbyrði hátekjuheim- ila, þar sem aðeins annar aðiiinn aflar teknanna. Kona með 1.150 þús. kr. árslaun er engin hátekju- kona, þegar tekið er mið af laun- um karlmanna í þjóðfélaginu. Hvað mörg % karlmanna hafa um og yfir 1.150 þús. kr. f árslaun? — eru þeir taldir hátekjumenn? Töl- ur þessar eru óraunhæfar með öllu, á sama hátt og skattbyrðin er orðin óraunhæf. Á því leikur enginn vafi, að skattalagafrumvarpið er stórgall- að og að ríkisvaldið getur ekki gengið endalaust fram f skatt- níðslu á almennum borgurum. Sem einlæg hægri manneskja lýsi ég furðu minni yfir, að flokkur, SEM KENNIR SIG VIÐ SJÁLF- STÆÐI EINSTAKLINGSINS, skuli fylgja því úr hlaði. Við skul- um vona, að skynsemin sigri fljót- ræðið f meðferð þess á Alþingi. Frumvarpssmiðirnir hafa látið sér tíðrætt um skattatilhögun í Bandarfkjunum og V-Þýzkalandi. Þeir mætti einnig upplýsa, al- mennum borgurum til fróðleiks: 1) I þessum löndum þarf fólk að hafa verulegar tekjur, áður en farið er að hirða meira en helm- ing af þeim í skatta eins og gert er hér á landi. 2) I V-Þýzkalandi hafa skattaálög- ur á hjón, sem hafa góðar tekjur og bæði vinna utan heimilis verið mjög gagnrýndar; og þær hafa án efa verið ein orsök hins mikla fylgishruns SPD í síðustu kosn- ingum. 3) Óbeinir skattar í þessum lönd- um eru miklum mun lægri en hér á landi. Guðrún Er/endsdóttir iektor: Sköttun einstaklinga og heimila á Noróur- löndum EFTIRFARANDI upplýsingar eru úr skýrslu, sem unnin var á vegum Norðurlandaráðs og kom út f okt./1976. Skýrslan ber heitið: „Ekteskap og forsörgelse í Norden“ (hjúskapur og fram- færsla á Norðurlöndum) og er höfundur hennar Ruth Anker Hoyer. I stórum dráttum er til- högun á skattlagningu einstakl- inga og heimila á Norðurlöndum með eftirfarandi hætti: Danmörk: Den danske kilde- skattelov nr. 100/1967: Gengið er út frá samsköttun hjóna og er karlinn aðalpersónan. Mikil frávik eru þó á samsköttun, þar sem gift kona er sköttuð sér af vinnutekjum sínum og líka af flestum tryggingum, þannig að öllu verulegu leyti eru tekjur konunnar sérskattaðar. Eignir konunnar og :ðrar tekjur, svo sem arður af eign, eru skattaðar hjá karlinum. Alger sérsköttun er, ef um er að ræða atvinnurekstur, þar sem eiginkonan „hjálpar til“. Þó er sú regla til, að 25% af arði fyrirtæk- is (virksomhedens overskud), þó mest d. kr. 33.700.00 (1976) sé reiknað sem tekjur eiginkonu og hún sköttuð sérstaklega fyrir það, og skattskyldar tekjur karlsins lækka sem þvf nemur. Danskt frumvarp nr. 101 frá 27. nóv. 1975, sem var endurflutt 10. okt. 1976 og er nú fyrir danska þing- inu, einni umræðu lokið: Þar er lagt til, að farið verði yfir f sér- sköttun hjóna, bæði hvað varðar vinnutekjur og eignir og tekjur af eignum. Gagnkvæm ábyrgð hjóna á sköttum hvors annars skal falla niður samkvæmt frumvarpinu. Noregur: Lög frá 1959: Almenna reglan er samsköttun eigna og tekna, en hægt er að fara fram á sérsköttun á lægri tekj- unum. Ef um er að ræða sam- eiginlegan atvinnurekstur hjóna, er hægt að krefjast sérsköttunar, en þó ekki af meira en n.kr. 12.000.00. í Noregi hefur verið skilað nefndaráliti, þar sem lagt er til, að farið verði yfir í sérskött- un. Svfþjóð: Lög frá 1970: Lögin eru byggð á þeirri grund- vallarreglu, að skattar séu lagðir á óháð hjúskaparstöðu og kyn- ferði. Almenna reglan er þvf sér- sköttun, en með takmörkunum þó. Það er aðeins sérsköttun af vinnutekjum (A-innkomster). Tekjur af eignum o.fl. (B- innkomster) eru samskattaðar. Séu slíkar tekjur hærri en s.kr. 2.000.00, á að leggja þær við tekj- ur þess makans, sem hefur hærri tekjur, við skattaákvörðunina. Ef um er að ræða sameiginleg- an atvinnurekstur hjóna, þá er ekki sérsköttun af tekjum þess maka, sem „hjálpar til“ við at- vinnureksturinn. Ef annar maki getur ekki nýtt afslátt (frádrátt, frádrag) sinn, þá getur hinn mak- inn notfært sér hann, og er það til hagsbóta fyrir hjón, þar sem annað hefur litlar eða engar tekj- ur. Sænskt frumvarp frá 1976 gerir ráð fyrir sérsköttun á sameigin- legum atvinnurekstri, ef maki hefur unnið við hann minnst 600 tfma á árinu. Finnland: Lög frá 1976: Þau lög byggja á sérsköttun hjóna að því er varðar atvinnu- tekjur og tryggingar, en samskött- un á ,,kapitaltekjum“. Yfirlýst er, að tilgangurinn með sérsköttun sé sá að gera hjónum kleift að taka þátt í atvinnulífinu, án þess að tekjur annars hjóna hafi áhrif á skatt hins. Með tilliti til framfærsluskyldu fjölskyldunnar hafa menn haldið vissum frádráttum og komið með ,,makaavdrag“ til að létta leiðina til sérsköttunar fyrir þær fjöl- skyldur, þar sem annar maki hefur litlar eða engar tekjur. í Noregi, Svfþjóð og Finnlandi er sérstakur frádráttur vegna út- gjalda við barnagæslu. í Noregi er þetta kallað „hustrufradrag", en í nefndaráliti „famili- ebeskatningsutvalget" er lagt til, að þetta verði kallað „omsorgsfra- drag,“ sem allir, er börn hafa á framfæri, eigi að fá, án tillits til tekna, e.t.v. f formi beinna greiðslna og þar með sér for- eldrum gefið meíra valfrelsi um það hvort þeir vilji vinna utan heimilis eða á heimilinu. í Svíþjóð er sérstakur frá- dráttur til skattgreiðenda, sem eru með barn undir 16 ára aldri, og á sá frádráttur að mæta út- gjöldum vegna barnagæslu, og er venjulega aðeins veittur, ef bæði hjón vinna utan heimilis. Af- slátturinn fer til þess hjóna, sem hefur lægri tekjur og er 25% af tekjum, þó hæst s. kr. 2.000.00 (ef um landbúnað er að ræða, þá hæst s. kr. 1.000.00). Ingibjörg Þ. Rafnar, lögfrædingur: Hjúskapur og skatt- lagning UM þessar mundir virðist rfkja nánast algjör samstaða um að afnema beri hina svokölluðu 50% reglu við skattlagningu hjóna. Er þá næst að líta til þess, hvaða valkostir eru fyrir hendi í þeim efnum, og hafa aðallega þrfr verið nefndir: algjör sérsköttun, sér- sköttun með millifærslu á ónýtt- um persónuafslætti og helminga- skipti. Ljóst er, að afnám 50% reglunnar hefur f för með sér aukna skattbyrði á þeim heimil- um, þar sem bæði hjónin eru tekjuhá (vinna fyrir háum tekj- um), — hvaða kostur sem valinn er. Það hefur viljað brenna við í umræðum um skattamálin að undanförnu, að fólk beri saman áhrif helmingaskiptareglunnar, eins og hún kemur fram f skatta- lagafrumvarpi þvf, sem nú liggur fyrir Alþingi, og það fyrirkomu- lag á skattlagningu hjóna (50% afsláttur) sem nú gildir, og sér- sköttun af sumum talin einföld Iausn. Að sjálfsögðu verður að bera saman áhrif valkosta þeirra, sem fyrir hendi eru, ef 50% regl- an er afnumin. Hér gefst þó ekki ráðrúm til slíks samanburðar, ég ætla aðeins að gera grein fyrir, hvern kostinn ég tel að velja beri, og hvers vegna. Ég vil taka fram, að ég legg hér ekkert mat á skattalaga- frumvarpið sem slfkt. Ég er fylgjandi þvf, að helmingaskiptareglan verði lögð til grundvallar við skattlagningu hjóna sem aðalregla, en áfram verði haldið opnum þeim mögu- leika, að hjón telji fram hvort f sínu lagi (til tekjuskatts). Ég byggi þessa skoðun mfna á þeirri staðreynd, að með hjónum er rík hagsmunaleg samstaða, bæði efnahagsleg og félagsleg. Núgild- andi hjúskparlöggjöf byggir og á þvf sjónarmiði í grundvallaratrið- um. Samkvæmt henni skulu hjón m.a. njóta verulegs fjárhagslegs sjálfstæðis og kveðið er á um skipta skuldaábyrgð þeirra. En mikilvægustu og raunhæfustu lögfylgjur hjúskapar eru þær í fyrsta lagi, að við stofnun hjú- skapar myndast fjárfélag með hjónum, þ.e. -hvort hjón um sig öðlast lögvarinn rétt (hjúskapar- rétt) yfir öllu því, sem hitt á við giftinguna eða eignast sfðar, nema um sé að ræða sérgrein. Það sama gildir almennt um tekjur af séreign. I öðru lagi stofnast með þeim gagnkvæm framfærslu- skylda, þeim er skylt að styðja hvort annað, gæta sameiginlegra hagsmuna fjölskyldunnar og hjálpast að þvf að framfæra hana með fjárframlögum, vinnu á heimilinu og á annan hátt. Fullt fjárhagslegt jafnræði skal ríkja milli þeirra. Hjón og það heimili, sem þau stofna til, er efnahagsleg og félagsleg heild, sem hefur með sér efnahagslega starfsemi, þar sem afrakstur vinnu fjölskyldu- meðlima — hvort sem með henni er aflað beinna tekna, fjárútgjöld spöruð eða annað — kemur heim- ilinu i heild til góða. Heimilið nýtur góðs af vinnuframlagi hjóna. Oflun eigna verður fyrir sameiginlegt átak beggja hjón- anna, hvort sem um er að ræða fjárframlag, vinnu eða sparnað. t fáum orðum sagt, hjónin njóta góðs af vinnuframlagi hvors ann- ars, eiga jafna hlutdeild í afrakstri vinnu hvors annars. í samræmi við jafnræðisregluna tel ég þvf eðlilegast, að þau eigi jafna hlutdeild f þeirri þjóðfélagslegu ábyrgð, sem sú vinna stofnar til. Hlutdeild f afrakstri vinnu — hlutdeild f ábyrgð. i samræmi við framansagt, ber hinu opinbera einnig að taka tillit til fjarmálafyrirkomulags hjóna og heimila, að tekjum þeirra sé skipt til helminga og skattlagðar sem um tvo tekjuskattstofna sé að ræða. ENN UM SKATTAMÁL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.