Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 Ingimar Brynjólfs- son — Minning Hann var fæddur 19. ágúst 1892 og dó á heimili sínu síðastliðinn jóladag. Ingimar var einn úr hópi þeirra manna, sem maður gleymir ekki þó árin líði. Hann var fríður maður, frekar lágur vexti en þrekinn og hlut- fallagóður, stilltur og prúður í framkomu og tali og mundi maður því betur það, er hann sagði en aðrir. Röddin var skýr og hlý og fylgdi milt og viðfelldið bros oft viðræðum hans. Kynning okkar Ingimars Brynjólfssonar var orðin 18 eða 20 ára. Hún byrjaði þannig, að Ölafur heitinn Kvaran, vinur minn, hringdi til mín og spurði mig hvort ég vildi hirða tvo galta af vel þurri töðu, sem væru hér á blettinum hans Ingimars. Það fylgdi með, að það þyrfti að hirða gatlana á morgun. Lóðir þeirra Ólafs og Ingimars lágu saman og hafði Ingimar keypt þennan blett af Ólafi eftir að hann keypti Aust- urnesið af Jóni heitnum Þorláks- syni árið 1935. Ég ákvað strax að hirða galtana því gott hey er mér meira virði en peningar. Og þennan sama dag batt ég heyið og fór með það til vetrargeymslu. Heyið var prýði- lega þurrt og vel slegið, hvergi sást ósleginn toppur eða laus tugga. Kringum tréin var moldin eins og hveiti, smá og myndaði svolítinn hrygg uppi við trén, sem veitti vatninu frá trjánum ef það safnaðist fyrir. Hvergi sást arfa- kló eða annað illgresi. Allur var þessi fallegi garður svo vel unninn og hirtur að betur var ekki hægt að gera. Þegar ég var búinn að hvíla mig og athuga alla þá nákvæmni og nostur, sem höfð var við alla vinnu í garðinum á Bauganesi 12, þá gekk ég burtu sannfærður um, að enginn garður í borginni væri jafn vel hirtur og nostraður sem hann. Fyrir mínum augum bar hann af öllum görðum í nákvæmni og snyrtingu. Þau verk hafa vissulega verið unnin af innri þrá, næmleik og gleði. Mig undrar það mjög, hvernig þessi garður hefur dulist fyrir augum þeirra, sem skoða og dæma um fegurð garða borgar- innar og vinnubrögð garðeigenda. Birkitrén fþessum fallega garði í Bauganesi 12 eiga sína sögu, minnast hlýrra handtaka og allrar nákvæmni í umönnun húsbónd- ans, er hann var að verja þau fyrir vornæðingnum, sem oft gat verið nýgræðingnum hættulegur. Það voru hin árvökulu augu hús- bóndans, sem björguðu málunum við i smáu og stóru. Hann vakti yfir hverju litlu lífi eins og móðir yfir afkvæmi sínu. Ekkert illgresi fékk þar að festa rætur, það var tafarlaust numið á burt. Talsverður halli var á blettin- um frá norðri til suðurs að lóðar- merkjum Austurness, sem að- greind voru með girðingu og all- stórum grenitrjám. Við veginn heim að Austurnesi var hvítmál- uð rimlagirðing, sem máluð var á hverju vori. Tvö hlið voru á þess- ari girðingu smekkleg og listræn. Innan við girðinguna voru þroskamikil birkitré, sem náðu alla leið að lóðarmörkum og eins var að austanverðu. Hallinn á túninu var tekinn af með því að skipta túninu í þrjá lárétta hjalla. Efsti hjallinn var sleginn vikuiega og prýddur blómum, sem þau hjónin frú Her- borg Guðmundsdóttir og Ingimar völdu af sínum næma smekk. Á norðurmerkjum lóðarinnar var garður hlaðinn úr höggnum grá- steini og þegar gatan var endur- byggð varð að færa hluta af garð- inum svolitið inn á lóðina, aðeins um nokkra sentimetra. En það var ekki gert meira en óhjákvæm- anlegt var, Ingimar vildi ekki selja neitt af blettinum í Bauga- nesi 12. Hann var ekki falur þó gull væri í boði. Og-þeir sem unnu að þvi að færa garðinn inn fyrir lóðarmerkin fengu skýr og ákveð- in fyrirmæli um, að það félli inn í það form sem var á garðinum, er hann var býggður. Ég vil ekki fella það niður að minnast ekki á alla þá reglusemi og nákvæmni, er maður sá í smáu og stóru á Bauganesblettinum, er maður athugaði það og skoðaði. Hrifan, sem mér var ætluð að nota til að raka saman galtabotn- ana og rök utan úr sátunum, var alltaf á sama hjallanum og sneri eins. Eins var það með hjólbör- + Faðir okkar, stjúpfaðir og afi. JÓNAS FR. GUÐMUNDSSON, Hringbraut 80, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 27 febrúar Fyrir hönd vandamanna. Jónfna Kristbjörg, Kolbrún Jónsdóttir, Ólafía Ingvarsdóttir. t Hjartkær kona mín ELÍSABET JÓNSDÓTTIR lést 17 febrúar. Jarðarförin hefur farið fram Þökkum sýnda vináttu Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landspltalans og Öldrunar- deildar Hátúni 10B fyrir góða umönnun I veikindum hennar Valdimar Þorvaldsson og vandamenn. urnar, þær voru alltaf á sama hjallanum og sneru eins. Allt var i föstum skorðum og setti virðu- legan blæ á smátt og stórt. Það var gott að hvilast í garðinum í Bauganesi og njóta ilms birki- trjánna og söng þrastarins, sem jafnann var þarna á hnotskóg og söng um sól, yl og spegilmyndir Skerjafjarðar. Þrösturinn söng svo mikið og hafði frá mörgu að segja. Nú voru börnin orðin 4 stór og efnileg. Hann þurfti að segja húsbónd- anum hvað ungunum þætti maðkurinn í garðinum hans góð- ur og hvað þeir stækkuðu mikið af‘ honum. Já, hann þurfti að segja húsbóndanum allt sem gerð- ist í fjölskyldunni hans. Og þegar hann var búinn að gefa skýrslu sína þá lyfti hann sér upp í hæsta birkitréð og hóf sönginn við nágranna sína. Manni leið vel að dvelja á Bauganesblettinum og virða fyrir sér vandvirkni og nostur, sem sjá mátti í hverju verki og allri um- gengni. Ég lít yfir liðin ár með fullri virðingu og lotningu fyrir Ingimari Brynjólfssyni í Bauga- nesi 12 fyrir ræktun hans og öll- um verkum hans þar. Ég þakka honum 18 ára kynningu, sem aldrei bar skugga á. Ég þakka honum heyið af Bauganesblett- inum, sem nú munu vera 9—10 hestfóður. Það var gaman að gefa heyið af Bauganesblettinum. Éggaf það ávalt á hátíðis- og uppá- haldsdögum. Það var nokkuð snemma á heyskaparárum mínum i Bauga- nesi að mér gekk illa að ná í bíl til að flytja heyið þá strax í burtu. Ég hringdi til Ingimars og spurði hann hvort hann gæti látið pilt- ana sina flytja heyið fyrir mig þá um kvöldið. Ingimar taldi engin tormerki á að hann gæti það. Um kvöldið er ég kom suður að Hóla- Gunnar Stefán Magnússon — Kveðja Það er svo margt að minnast á frá morgni æsku Ijósum er vorið hló við barnsins brá og bjó þar skart af rósum. Vorið hló á morgni æsku þinn- ar. Sporin voru sviflétt við leik og starf, eins og títt er um börn sem alast upp í sveit, og þegar gesti bar að garði var sem gáskinn og gleðin fyllti loftið, hláturinn óm- aði og blandaðist fuglasöng á mildum vormorgnum. Að sjá ykk- ur börnin svo frjáls og ánægð var foreldrunum sem á horfðu mikil gleði. í hvert sinn sem dauðinn heggur skarð í vina- og ættmenna- hóp, fer ekki hjá því, að það veki söknuð og eftirsjá. Að visu fer það oft svo að jafnvel dauðinn getur virst Iíknsamur. Samt eiga þeir sem eftir lifa ótrúlega erfitt með að skilja þennan tilgang, kannski er okkur ekki heldur ætl- að að skilja hann. Að fæðast I þennan heim, og lifa hér á jörð, hvað lengi við fáum hér að dvelja er óráðin gáta og siðan að deyja. Þetta er Iögmál okkar allra. Öll göngum við veg lifsins, en hann er misjafnega grýttur, og það eru mörg vegamót, sem erfitt er að átta sig á. Margur verður vegvillt- ur og göngumóður fyrr en varir. Ævi hans varð ekki löng hér í heimi en gott er að geta minnst glaðra æskudaga á meðan vorið hló við barnsins brá. Gunnar Stefán var fæddur hér í Reykjavik 21. nóvember 1950. Tveggja ára fluttist hann með móður sinni að Ási i Holtum i Rangárvallasýslu og þar ólst hann upp þar til fram yfir fermingu, þá brugðu foreldrar hans búi og fluttust að Rauðalæk þar sem þau búa nú. Gunnar var þá að verða t Konan mín SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Ljósheimum 4, lést á sjúkrahúsi í London aðfaranótt 2 7 febrúar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Theodór Gíslason + Jarðarför JÓHANNS GARÐARS BJÖRNSSONAR, Skipasundi 14, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. marz kl. 1.30. Fyrir hönd vandamanna, Þórunn Sigurjónsdóttir t Móðir okkar ODDNÝ STEFÁNSDÓTTIR sem andaðist á Borgarspitalanum 23 febrúar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. marz, kl 3 e h Oddný Thorsteinsson Björgólfur Stefánsson Sigríður Stefðnsdóttir Kelley t Minningarathöfn um móður okkar, ÖNNU GUÐRÚNU ÁSKELSDÓTTUR frá Bassastöðum. verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2 marz kl. 10 30 Jarðsett verður frá Drangsneskapellu laugardaginn 5 marz kl 14 Börnin. koti sem er lítið hús á Hólaholtinu og ég hafi hestana mína í er ég hafði þá hjá mér, þá var 8 sátum hlaðið upp við dyrnar. Eftir þetta fylgdi það með, er Ingimar hringdi til mín, að nú væru komn- ar galtahrúkur á blettinn í Bauga- nesi, sem gott væri að ég gæti bundið, hann skyldi láta piltana sína koma þeim heim að Hólakoti, ef ég gæti bundið heyið. í sumar hringdi Ingimar til mín og sagði mér, að nú væru loks komnar galtahrúkur á Bauganes- blettinn og hvort ég gæti bundið þær, hann léti svo piltana sína koma þeim að Hólakoti eins og áður. Það stóð svo á, að ég átti bágt með að snúast í þessu þá strax, en ég var svo heppinn, að ég gat þess ekki við Ingimar og sagði honum að ég kæmi þá strax. Það hefði verið erfitt fyrir mig að vera neikvæður við Ingimar svo marga og góða greiða hafði hann gert mér í þessi 18 ár, sem við vorum búnir að þekkjast. Skáldið Björnstjerne Björnsson segir I bók sinni Á Guðsvegum, að „þar sem góðir menn ganga, þar eru Guðsvegir". Kynning mín af Ingimar Brynjólfssyni segir mér, að hann hafi verið úr hópi þeirra manna, sem fyrr er minnst. Br. Búason. þaó vaxinn, aó hann vildi fara að hleypa heimdraganum og standa á eigin fótum. Að heiman fylgdu honum fyrirbænir og góðar óskir foreldra og systra. Gunnar var góður verkamaður, ósérhlífinn og duglegur, stæltur og kröftugur og lifið virtist ætla að verða honum gjöfult. En það vill oft fara svo að það er erfitt að átta sig á því hver vegamótin á vegi lifsins liggja til velfarnaðar ekki sist þegar van- heilsa á einn eða annan hátt veld- ur röskun á lifnaðarháttum. Við sem þessar fátæklegu kveðjulínur sendum fylgdumst með sigrum hans og ósigrum í lífinu frá þvi hann var barn og nú að leiðarlok- um viljum við þakka honum tryggð hans og hjálpfýsi við okk- ur þegar hann gat því við komið, börnin okkar þakka ánægjulega samveru i sveitinni, þá voru glað- ir æskudagar og sífellt margra daga tilhlökkunarefni að fara austur að Ási. Foreldrum og systr- um sendum við hugheilar sam- úðarkveðjur og svo öðrum að- standendum. Guðrún og Guðmundur. t Bróðir okkar BJÖRN BERGMANN, Fulgavík, er látinn. Systkinin S. Helgason hf. SWNIDJA llnholli 4 Slmar 14677 og 142S4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.