Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR L MARZ 1977 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI netið síðan dregið með henni milli vakanna. Veturinn 1943 flutti ég erindi í ríkisútvarpið um fiskveiðar landa okkar vestra og reyndi að lýsa þessu tæki sem skilmerkilegast. Það var til þess að Matthías Matthíasson Einarssonar læknis hafði samband við mig og bað mig um teikningu af jigger. Hann ætl- aði að reyna það á Þingvallavatni og fá bændur þar til að prófa það við veiðar sínar. Ég varð við þess- ari beiðni Matthiasar og ég veit ekki betur en að hann hafi látið smíða það en um árangur er mér ekki kunnugt. Það var í ráði að ég færi austur til að kenna notkun þess en ekkert varó úr því. Ég velti mikið fyrir mér íslensku nafni á jigger, datt fyrst í hug iðari en síðan sendill, sem ég tel það besta. Mér hefur ekki enn tekist að finna teikninguna af sendlinum en mun gera ýtarlega leit og ef hún finnst biðja Valvak- anda að birta hana. I fyrrasumar komu tveir vestur- íslendingar með eitt svona tæki sem þeir gáfu mývetningum en ég hefi ekki séð það og veit ekkert um reynsluna af því. Vinsamlegast Gísli Guðmundsson'* 0 Meira um stjörnurnar „I Velvakanda í dag, 25. febr., er pistili: Lítið til stjarnanna. Þetta eru orð í tíma töluð og verka ekki á verðbólgu eða sveifl- ur í viðskiptalífinu. Nú undanfarin kvöld, já, í margar vikur höfum við haft tækifæri til að líta til himins og sjá hann heiðskíran, bláan og tær- an, með sinni fegurð, stjörnum og sólum. Þessi sýn er öllum ógleym- anleg sem horft hafa á himin- hvolfið er þannig viðrar eins og nú hefur verið kvöld eftir kvöld. Lítið hefur verið rætt eða ritað um stjörnurnar, til að fræða eða kynna þessi undur. Væri ekki hægt að gefa þessu meiri gaum og skýra heiti þeirra stjarna sem þekktar eru? Það hefur verið skrifað um Orion-merkið í Mbl. í jan. ’71 og i dag og er það mjög fróðlegt. Æskilegt væri að fá að sjá og heyra meira af þessu í blöðum og jafnvel í sjónvarpi. Það eru marg- ir sem hafa áhuga á að þekkja stjörnurnar, sem voru leiðarljós farmanna hér áður fyrr. Þetta er lítil ábending frá einum til þeirra er gætu skýrt og sýnt hinar ýmsu stjörnur sem tindra um himin- geiminn. 0“ Þessir hringdu . . . % Feluleikur? H.B.: — „Ég hef ekki farið erlendis en mig langar að spyrja hvort þetta sé ekki bara feluleikur þetta með bjórinn? Nú er leyfð sala á efni til ölgerðar og fólk virðist nota það nokkuð mikið, en þetta er miklu leiðinlegra heldur en að leyfa okkur að kaupa al- mennilegan bjór. Þetta heima- bruggaða öl getur, orðið mjög sterkt og mér finnst þetta hálf-! gerður feluleikur að vera að selja efni til bjórgerðar á sama tíma og bjórinn er bannaður. Það vantar líka alveg stað þar sem fólk getur setið og spjallað SKÁK Ums/ón: Margeir Pétursson í undankeppni Skákþings Sovétrfkjanna 1976 (2. deild), sem haldin var í Minsk, kom þessi staða upp í skák stórmeistarans Kuzmin, sem hafði hvítt og átti leik, gegn þáverandi Evrópu- meistara unglinga, Kochiev: • b c d • f fl h 32. d5! — Hc3? (Betra var 32. .. exd5) 33. dxe6! — Hxd3, 34. exf7+ — Kh8, 35. Bb2! og svartur gafst upp enda hótar hvítur máti með 36. f8=D+. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: I. Dorfman 11M v. af 17 mögulegum. 2—4. Tseshkovsky, Sveschnikov og Rashkovsky 10 v. 5—6. Kupreitschik og K. Grigorjan 9Ví v. saman t.d. yfir bjórglasi og ég vildi heldur vita af mínum manni sitjandi á ölkrá en fullan heima fyrir. Ég held því líka fram, að unglingarnir drekki ekki meira en fullorðnir, svo þar ættu vanda- málin varla að aukast. Vín verður aldrei hægt að þurrka alveg út úr heiminum, talað er um alls konar vín í Biblíunni og því skyldi ekki vera til vínmenning? Og myndi ekki bara minnka allt vesenið með eiturlyf og þess háttar, vilj- um við kannski frekar dópið en þetta? Annars getur ástandið varla verið verra en það er hjá okkur, svo ég held að það sé allt i lagi að prófa bjórinn. % Margir með sama nafni Á föstudag var ritað í Velvak- anda bréf um bjórinn og var höf- undur þess Jón Þ. Árnason. Nú hafa tveir menn með þessu nafni, annar til heimilis að Þinghóls- braut 2 og hinn að Rauðalæk 73, hringt og beðið að láta þess getið að þeir eigi enga hlutdeild í þessu bréfi. Og Jón á Þinghólsbrautinni sagði, að það væru 3 efni sem hann læsi aldrei um en þau væru bjór, andatrú og pop. HOGNI HREKKVÍSI — Félag Framhald af bls. 35 þessari málaleitan var tekið dauf- lega allsstaðar vegna þess að ekki var hægt að draga framboðið í pólitískan dilk. Þjóðviljinn svaraði þessari málaleitan okkar með þvf að hafa samband við formann F.S.V. og birta eftir honum upplýsingar um framboðið. Sama gerðu nokkur önnur blöð. Eftir að við höfðum svo ítrekað beiðni okkar um skrif í blöðin um málstað B-listans, var það gert i að minnsta kosti tveim blöðum, þar á meðal Þjóðviljanum, hann hefur því gætt fyllsta hlutleysis í máli þessu. Rétt er það, Málfriður, sumt af fólkinu á B-listanum hefur aðeins verið i félaginu i 2 — 3 ár en flest þó mun lengur og það hefur frek- ar lftil kynni af lokaðri starfsemi félagsins, en það hefur þurft að vinna eftir kjarasamningum félagsins og á að telja það þessu fólki til lasts að það hefur þurft VELA-TENGI £Z>WeHenki!p 'lun^ Conax Planox Vulkan Doppelflex Hadeflex StoiríteKUigjtyr Vesturgötu 16, sími 13280. að vinna önnur störf með störfum á starfssviði félagsins til að geta lifað? Hvernig er það Málfriður? Hafðir þú engin kynni af Krist- rúnu Guðmundsdóttur áður en hún var valin i varastjórn félags- ins fyrir einu ári. Urbóta er þörf f F.S.V., það sýnir þátttaka á annað hundrað félagsmanna i fundi B-listans, sem voru sammála um vanmátt félagsins gagnvart viðsemjendum sinum. Aðstandendur B-listans leggja aðrar aðdróttanir Málfriðar um ósönn ummæli i garð núverandi stjórar og formanns f dóm félags- manna, við göngum til kosninga óhrædd við þann dóm. Spónasugur °9 Rykhreinsarar Fyrirliggjandi Iðnvélar h.f.. Hjaliahrauni 7, simi 52224. Ný sending af loftljósum i böð og eldhús Ennfremur hentug i ganga, svefnherbergi, stofur og utan ayra LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL. SENDUM j POSTKRÖFU. LJÓS & ORKA Suöurlandsbraut 12 sími 84488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.