Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 Yfirvöld bæta sam- búðina við listamenn A-Þýzkaland: Austur-Berlín — 28. febrúar. Reuter. SVO virðist sem austur-þýzk yfirvöld hafi nú hug á því að draga úr úlfúð þeirri sem orðin var f samskiptum þeirra við listamenn, en um þessar mundir eru þrfr mánuðir frá þvf að upp úr sauð f samhandi við brottvísun skáldsins og vfsnasöngvarans Biermanns. Að undanförnu hafa yfirvöld gefið til kynna með ýmsum hætti að þau séu að slaka á klónni, — höfundar, sem þekktir eru að and- ófi hafa fengið verk sín birt og hafa verk þeirra hlotið lofsam- lega dóma í blöðum. I nóvember undirrituðu 12 menntamenn — meðal annarra nokkrir þekktir rithöfundar — skjal þar sem skorað var á yfir- völd að endurskoða þá ákvörðun að svipta Biermann ríkisborgara- rétti. Skjalið var birt opinberlega á Vesturlöndum, en kailaði á mikla reiði yfirvalda í Austur- Þýzkalandi og harkalegar árásir í blöðum. Maður Christu Wolf, Gerhard, sem þátt tók í mótmælunum og einnig er rithöfundur, var rekinn úr kommúnistaflokknum, en áreiðanlegar heimildir segja að honum hafi verið boðið að ganga aftur i flokkinn, þótt hann hafi afþakkað boðið. Manfred Krug, einn vinsælasti leikari og jazz-söngvari í A- Þýzkalandi, sótti um leyfi til að flytjast úr landi, en síðar greindi hin opinbera fréttastofa ADN frá því að hann væri í þann veginn að leggja upp í tónleikaferð um land- ið, og að aðgöngumiðar væru al- gjörlega á þrotum. Afleiðingarnar hafa hins vegar orðið mun minni en búizt var við. Rithöfundurinn Christa Wolf var meðal þeirra, sem undirrituðu áskorunina vega Biermanns. Skömmu síðar barst henni bréf frá kommúnistaflokknum þar sem hún var ávítuð stranglega fyrir framkomu sina, en eigi að síður kom nýjasta bók hennar út um áramótin eins og ráð hafði verið fyrir gert. Nokkrum vikum eftir útkomu bókarinnar birtist um hana ritdómur eftir varafor- mann a-þýzka rithöfundasam- bandsins Hermann Kant, i viku- ritinu Sonntag, þar sem sagði meðal annars að bókin ætti erindi við hvern þann, sem „ennþá væri að marka sér stefnu í lífinu." Biermann Ein ljósasta vísbendingin um að flokksforystan vilji jafna ágrein- ing sinn við listamenn er, að Er- ich Honecker flokksleiðtogi var viðstaddur opnun félagsheimilis listaakademíunnar um miðjan febrúar. Fjölmiðlar greindu ýtar- lega frá þessum viðburði, en þó vakti e.t.v. meiri undrun, að einn þeirra, sem þátt tóku í dagskránni við opnunina, var rithöfundurinn F’ranz Frtlhmann, sem einmitt var í hópi mótmælendanna 12, og las hann þar úr verkum sínum. Þá hefur vakið athygli að ný- lega fékk rithöfundurinn Reiner Kunze leyfi tnntaverðlaunum, — og um leið fékk hann leyfi til að snúa aftur til A-Þýzkalands. Kunze undirritaði ekki mótmælin vegna Biermanns, en hann var rekinn úr rithöfundasambandinu um það leyti sem ádeilusaga hans „Dásamleg ár“ kom út á Vestur- löndum í haust sem leið. Flestir þeir, sem undirrituðu mótmælaskjalið, hafa fengið ofan- igjöf, en Stephan Heym, sem er einn þekktasti rithöfundurinn í hópnum, hefur verið látinn algjörlega afskiptalaus. Síðasta bók Heyms, „Fimm dag- ar í júní“, fjallar um uppreisnina 1953 og hefur hún aðeins komið út á Vesturlöndum. Heym er ekki i kommúnistaflokknum, en hann er virtur félagi í rithöfundasam- bandinu. Um leið og þrýstíngur á þekkta rithöfunda virðist fara minnk- andi hefur a-þýzka stjórnin þó gert lýðum ljóst, að skipulögð andófshreyfing í landinu verði ekki látin afskiptalaus. Fulltrúar kommúnistaflokksins ganga ð fund rfkisstjórnarinnar til að afhenda umsókn um löggildingu flokksins. Kommúnistar á Spáni: Reyna að sanna sjálf- stæði gagnvart Moskvu Madrid, 28. febrúar. Reuter. LÖGFRÆÐINGAR spánska kommúnistaflokksins unnu við það f dag að undirbúa gögn til stuðnings umsóknar flokksins um löggildingu, eftir að hafa starfað neðanjarðar í 40 ár. Hæstiréttur hefur gefið flokknum frest fram á fimmtudag til að leggja fram sönnun fyrir því að hann sé hvorki undir erlendri stjórn né aðhyllist einræði. Samkvæmt hegningarlögum eru hópar, sem þetta tvennt á við, bannaðir. Leiðtogi kommúnista, Santiago Carrillo, reyndi að styrkja málstað flokksins með því að bjóða leiðtogum franskra og ítalskra kommúnista, Georges Marchais og Enrico Berlinguer, til tveggja daga fundar á miðviku- dag. Þessir þrír eru helztu talsmenn hins svokallaða Evrópukommún- isma, sem lagt er áhersla á að sé hvorki undir áhrifum frá Moskvu né sé einræðislegur. Þetta verður fyrsti skipulagði fundur evrókommúnista, en það hugtak er vart meir en ársgamalt. Bændur í uppreisnarhug lögðu í dag þúsundum dráttarvéla sinna við þjóðvegi á Norður-Spáni til að vekja athygli á kröfum þeirra um hærra verð fyrir kartöflur og aðra framleiðslu. Sumir bændur hótuðu að aka dráttarvélum sinum inn í borgina Burgos, en uppreisnarástand hefur breiðst um mörg iandbúnaðahéruð. Hið svokallaða kartöflustríð byrjaði fyrir níu dögum þegar bændur lokuðu vegum í Leon og Logrono. Búnaðarsamtökin segja að um 20.000 dráttarvélum sé beitt í að- gerðunum, en þeim hafi verið lagt á vegarkanta til að trufla umferð ekki um of og neyða ekki lögregl- una til gagnaðgerða. — Amin lofar Framhald af bls. 1. en það bæri að hafa f huga að hann væri nýtekinn við starfi og óreyndur, en Amin sjálfur væri þrautreyndur stjórnmála- maður. Það var útvarpið f Uganda, sem skýrði frá þessu í dag. Utvarpið minntist nú ekkert á viðvaranir til Bandaríkja- stjórnar um að hún reyndi ekki að gera innrás í landið, en útvarpið var með slíka viðvör- un í gær og skýrði einnig frá þvi að öllum Ugandaher, 21 þúsund manna liði, hefði verið skipað í viðbragðsstöðu. Amin hefur sem kunnugt er frestað fundi sínum með Bandaríkjamönnunum fram á miðvikudag, þar sem langt sé fyrir marga þeirra að fara. Á fundi sínum með nokkrum flugmönnum og flugvirkjum á Entebbeflugvelli í dag, — en það eru Bandaríkjamenn, sem sjá um áætlunar- og fraktflug fyrir Uganda — bað Amin þá vel að lifa og vera glaða og fullvissaði þá um að hann væri sjálfur mjög hamingjusamur. Hann sagði að ýmsir blaða- menn og þjóðarleiðtogar hefðu mistúlkað boð hans til Banda- ríkjamannanna, boðið væri raunir til komið vegna óska frá ýmsum Bandaríkjamönnum í Ugandá, sem hefðu spurt hvers vegna hann hefði ekki haldið með þeim fund eins og fólki af öðru þjóðerni, t.d. Bretum. Lofaði Amin að góða veizlu gjöra skyldi og skipaði öllum í hátiðakór Uganda að mæta á miðvikudag. Frá því var skýrt f Hvíta húsinu í dag, að Carter forseti hefði sent Amin orðsendingu, þar sem hann þakkaði honum fyrir fullvissu um að öryggi Bandaríkjamannanna I Uganda væri ekki ógnað. Jody Powell blaðafulltrúi Carters sagði að ummæli Amins um þessi mál hefðu orðið til að lægja ótta manna í Washing- ton, en Carter myndi fylgjast náið með þróun mála. Powell sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort Banda- rfkjastjórn sendi fulltrúa til Kampala til að fylgjast með fundinum, eins og Amin hefði boðið. V-þýska sendiráðið í Kampala gætir hagsmuna Bandaríkjanna f landinu, en bandaríska sendiráðinu þar var lokað 1973 f mótmælaskyni við brot Amins á mannrétt- indalögum. Tassfréttastofan í Moskvu sakaði í dag Bandaríkjastjórn um að reyna að hræða hinar framfarasinnuðu þjóðir f Af- ríku með því að senda herskip á hafsvæðið undan strönd A- Afríku. Segir fréttastofan að Bandaríkin séu með þessu að reyna að hræða a-afríkönsku þjóðirnar til að láta af and- stöðu sinni gegn heimsvalda- sinnum. — Mannréttindi Framhald af bls. 1. Washington í dag, að hann liti þannig á að Carter tæki á móti sér sem fulltrúa baráttusamtaka fyrir mannréttindum, en ekki sem ein- staklingi. í fyrrnefndu viðtali sagði Carter einnig að hann myndi ekki fórna mannréttindum til þess að ná samningum við So- vétrfkin um takmörkun á fram- leiðslu kjarnorkuvopna, Ford for- seta fyrirrennara sínum hefði hins vegar orðið á f þeim efnum. Andófsmál hafa víða verið ofar- lega á baugi um helgina. Max Van Stoel utanrfkisráðherra Hollands, sem kom til Prag f opinbera heim- sókn, sagði f gær í Amsterdam, að hann myndi ræða mannréttinda- mál við fulltrúa tékkóslóvakísku stjórnarinnar og hann myndi ekki forðast að ræða málefni forsvars- manna „Mannréttinda 77“. Hann sagðist vonast til að eiga hrein- skilnislegar og frjálsar viðræður um þau mál meðan á dvölinni stæði. Þessi mál hefði vakið áhyggjur í Hollandi og hann vildi fá svör við ákveðnum spurning- um. Einn af forystumönnum „Mannréttinda 77“, rithöfundur- inn Pavel Kohout, skýrði frétta- mönnum frá því að hann hefði fengið fyrirskipun um að flytja úr fbúð sinni í Prag. Að hans sögn er ástæðan sú, að borgaryfirvöld í Prag segja að endurbyggingar- nefnd borgarinnar eigi að fá i hendur Schwarzenberghöllina, sem fbúðin er f og þvf þurfi að rýma hana. Segir Kohout að sér hafi verið boðin léleg íbúðarkytra í úthverfi Prag, en yfirvöldum beri skv. reglum skylda til að gefa honum kost á að velja milli þriggja íbúða af sömu stærð og á svipuðum stað og hann nú býr. Segir Kohout að yfirvöld séu greinilega að reyna að hrekja hann úr landi. Hann hafi, eftir að „Mannréttindi 77“ sáu dagsins ljós, verið sviptur nafnskírteini, ökuskírteini og skráningarskjali fyrir bifreið sína. Mannréttindamál voru einnig til umræðu á fundi David Owens, utanríkisráðherra Bretlands, og Frigyes Puja, utanríkisráðherra Ungverjalands, sem er í þriggja daga heimsókn i Bretlandi. Munu þeir einkum ræða undirbúning að framhaldsráðstefnu Helsinki- fundarins, sem haldinn verður í Belgrað í júlí nk. og hversu miðað hefur á tveimur árum frá lokum Helsinkifundarins í þeim málum, sem sáttmálinn fjallaði um. — Loðnuveiði Framhald af bls. 48 um afla í gær voru þessi: Skógey 150, Gunnar Jónsson 290, Flosi 310, Ársæll 210, Árni Magnússon 200, Vörður 250, Ársæll Sigurðs- son 90, Vonin 110, Arnarnes 150, Glófaxi 80, Skfmir 400, Magnús NK 270, Bergur 110, Suðurey 120, Huginn 460, Hringur 120, Geir goði 170, Andvari 140, Álfsey 50, Faxi 220, Klængur 100, Keflvík- ingur 240, Helga II 350, Guðmundur 730, Sölvi Bjarnason 60, Bylgjan 160, ísleifur 390, Hákon 440, Helga Guðmunds- dóttir 460, Ólafur Magnússon 200, Sigurður 1000, Kári Sölmundsson 210, Steinúnn 50, Gísli Árni 500, Pétur Jónsson 650, Sigurbjörg 250, Svanur 320, Snæfugl 130, Fífill 550. — Námsmatið Framhald af bls. 48 eins nemanda í samræmi við hans eigin frammistöðu eða með hliðsjón af getu allra hinna? Á að jafna æskuna út í einhverja meðaltalsflatneskju? Á ekki að spyrja, hvers er nem- andinn sjálfur megnugur, heldur hvar hann er i „kúrfunni“? Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra tók þá til máls, síðan Jónas Árnason og Páll Pétursson. Ráðherrann sagði að þetta mál væri á við- kvæmu stigi í vor og því væri ef til vill ekki rétt að láta það bera að með slíkum hætti, utan dag- skrár. Kvað hann koma til mála að ræða fræðslukerfið í sér- stakri dagskrá síðar og láta þá greinargerð fylgja innan skamms tíma. Jónas Árnason tók sterklega undir gagnrýni Ellerts og sagði að er aðfinnslur og kvartanir kæmu fram frá jafn virtum skólastjóra og Björn Jónsson væri, þyrfti að staldra við og menn að aðgæta, hvort verið væri á réttri leið. Jónas kvað það sannfæringu sfna að allflestir skólamenn í landinu væri Birni sammála. Páll Pétursson kvaðst ekki undrandi á þótt málið bæri á góma, þar sem kerfið væri hreint ekki álitlegt við fyrstu sýn. Hann sagðist ekki sjá fram- farir í tölvuvinnslu á nemend- um, kerfisflokkun og hlutfalls- mati. Grunnskólalögin hefðu ótvíræða kosti, en einnig áber- andi galla, sem sníða þyrfti af eftir reynsluprófun. Hann sagð- ist jafnframt efast um að skóla- ménn almennt hefðu gert sér grein fyrir ágæti umræddra nýrra reglna um starfsmat. Menntamálaráðherra sagði að hjóli framvindunnar yrði naumast snúið við og fram- þróun væri nauðsynleg í fræðslukerfinu. Umræddar breytingar hefðu átt alllangan aðdraganda og langt kynningar- starf að baki.— Sjá nánari frá- sögn af umræðum þessum á þingsíðu Morgunblaðsins í dag. — Grásleppu- hrogn Framhald af bls. 2 tunnuna hið rétta verð, þannig að miðað við 20 þúsund tunna fram-t leiðslu eins og var í fyrra, færu um 100 milljónir króna í súginn ef miðað væri við framangreint lágmarksútflutningsverð. Óttar sagði, að við þessu hefði fyrirtækið vilja vara framleiðend- ur grásleppuhrogna með tilkynn- ingu sinni. Hann kvað þó geta verið að einhverjir hinna um- svifameiri söluaðila hér á landi væru þegar búnir að gera bind- andi samninga á þessu lágmarks- verði, og það myndi þá vafalaust binda hendur ýmissa framleið- enda fyrst f stað, en hins vegar væri alls ekki útilokað að hækka verðið þegar fram f sækti, líkt og raunin hefði orðið á í fyrra. Raun- ar sagðist Óttar einnig ætla að lágmarksútflutningsverðið hefði þá verið ákvarðað 5—10% of lágt í upphafi, en úr hefði rætzt í síðari sölum. — Samræmdu prófin Framhald af bls. 3 þessara prðfa voru meingölluS og þetta fyrirkomulag minnir miklu meiraá samkeppni en áður var. Nú er ekki aSeins um a8 ræSa pró-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.