Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 Verðákvörðun á söltuðum grásleppuhrognum: Lágmarksverð ákveðið til að koma í veg fyrir verðhrun Rætt við nokkra útflytjendur MÖRG undanfarin ár hefur við- skiptaráðuneytið ákveðið lág- marksverð á söltuðum grásleppu- hrognum með fullu samráði við helztu útflytjendur og framleið- endur og samkvæmt ósk þeirra — segir f tilkynningu, sem Morgun- blaðinu barst f gær frá ráðuneyt- inu vegna fréttar, sem birtist í Morgunblaðinu f gær um lág- marksverð á söltuðum grásleppu- hrognum. Ráðuneytið segir: „Lágmarksverðið er ákveðið til að koma f veg fyrir skaðlega sam- keppni á erlendum mörkuðum, sem gæti leitt til verðlækkunar. Á fundi, sem haldinn var 17. febrú- ar s.l. með fulltrúum stærstu úl- flytjenda og framleiðenda, var skipzt á ksoðunum um ástand og horfur á mörkuðum fyrir grá- sleppuhrogn erlendis og voru all- Vinnuveitendasambandið: Harmar tillögur kjara- málaráðstefnu A.S.L VINNUVEITENDASAMBAND íslands hefur áður lýst sig reiðu- búið til að taka þátt f þrfliða viðræðum við verkalýðshreyfing- una og rfkisvaldið — segir f fráttatilkynningu frá fram- kvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambandsins, em Morgunblaðinu barst f gær. 1 fréttatilkynning- unni varar VSt við stigmögnun verðbólgu og viðskiptahalla, at- vinnuleysi og aukningu erlendra skulda. Slfkt geti ekki verið markmið neins þjóðfélagshðps. Fréttatilkynning VSÍ er svo- hljóóandi: „Vinnuveitendasamband íslands hefur á undanförnum vik- um og mánuðum margoft minnt á nauðsyn þess að á þessu ári verði enn dregið úr verðbólgu og við- skiptahalla og leitazt við að minnka erlendar skuldir þjóðar- innar. Kjaraákveðanir sem ekki tækju mið af efnahagshorfum og afkomu atvinnuvega myndu kalla yfir þjóðina f vaxandi mæli vfxil- hækkanir verðlags og kaupgjalds, aukinn viðskiptahalla og gengis- lækkanir, rekstrarörðugleika at- vinnufyrirtækja og óvissu í at- vinnumálum. Því ber að harma að tillögur nýafstaðinnar kjaramála- ráðstefnu Alþýðusambands islands skuli þessu marki brennd- ar, auk þess sem boðuð er frekari kröfugerð Alþýðusambandsins, landssambanda og einstakra stéttarfélaga. Þjóðin verður að læra af reynslunni þvi til þess eru vftin að varast þau. Vinnuveitendasamband íslands hefur áður lýst sig reiðubúið að Framhald á bis. 18 ir sammála um að ákveða lág- marksverð $ 250 pr. tunnu cif. í Evrópuhófn, en það er rúmlega 8% hækkun f dollurum miðað við fyrra ár." Vegna þessar tilkynningar við- skiptaráðuneystisins og fréttar- innar frá f gær hafði Morgunblað- ið samband við nokkra útflytjend- ur saltaðra grásleppuhrogna. Gunnar Petersen hjá Bernhard Petersen sagði að á fundinum, sem rætt er um í tilkynninqgu ráóuneytisins, hefðí ekki komið fram raddir um hærra verð en 250 dollarar fyrir hverja tunnu cif. f Evrópuhöfn en hins vegar hefði sumum, sem sátu fundinn, fundizt þetta verð i hærra lagi miðað við markaðshorfur og áætiaða framieiðslu. Gunnar Petersen sagði: „Sfðastliðið ár var samsvarandi lágmarksverð ákveð- ið 230 dollarar á hverja tunnu og er hér þvi um að ræða 21,5% hækkun í íslenzkum krónum. Mestöll framleiðsla síðast liðins árs seldist á 230 dollara, en er fram kom á haustið náðist hærra verð fyrir lítið magn. Hæsta verð, sem mér er kunnugt um, var 266 dolíarar i desember/janúar siðastliðnum. Slikt verð var ekki fáanlegt, þegar fyrir lá að taka ákvörðun um lágmarksverð fyrir árið 1977. Þá var mér kunnugt um að franskir aðilar seldu einum af mínum kaupendum grásleppu- hrogn á 240 dollara hverja tunnu." Gunnar Petersen sagði enn- fremur: „Lágmarksverðið, 250 dollarar fyrir hverja tunnu, þýðir hækkun á öllum mörkuðum okk- ar.misjafnlega nokkuð eftir því hvernig gjaldmiðill viðkomandi lands hefur breytzt gagnvart doll- ar" — eða sem hér segir: Til Bandarfkjanna 8,7% (5,0%) TilSvíþjóðar 5,3% (3,6%) Til Danmerkur 4,8% (47,2%) „Að prófað sé í faginu en ekki vinnuhraða eða leyni- lögregluhæfileikum..." Rœtt við þrjá skólastjóra á landsbyggðinni um fyrir- komulag samrœmdu prófanna MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við þrjá skóla- stjóra úti á landsbyggðinni f gær og innti þá álits á fyrirkomulagi og einkunnagjöf samræmdu próf- anna á grunnskólastiginu. Skólastjórarnir, sem blaðið hafði samband við, eru Kristinn Kristjánsson, skólastjóri á Eiðum, , Ólafur H. Kri.stjánsson, skóla- stjóri Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði, og Sverrir Pálsson, skólastjóri á Akureyri. Fara viðtöl- in hér á eftir: Mér finnst þó t.d. neikvætt, að nemanda skuli gert skylt að taka próf í öðru tungumálinu, ensku, þvi ég tel eðlilegra að nemendur fái að velja um hvort þeir spreyti sig á ensku eða dónsku. Sumir eru betri dönskumenn en enskumenn og það er ekki eðlilegt að nemend- ur líði fyrir það. Þá hef ég einnig verið því Staðan gagnvart framhaldsnáminu óljós „Ég hef ekki haft á móti þess- ari einkunnagjöf sem slíkri," sagði Kristinn, „þvi það hefur ekki verið hægt að semja próf sem gefur nákvæma mynd af stöðu nemandans. Mismunandi próf milli ára hafa einnig haft sitt að segja í þessu efni. mótfallinn að samræmdu próf- in séu haldin i febrúar. Prófin ættu að vera á vorin. Samræmdu prófin undanfar- in ár hafa reynzt aðhald bæði fyrir nemendur og kennara og þau hafa ýtt undir samræmda kennsluhætti úti á Jandsbyggð- inni, kallað á nýjungar og nýja kennsluhætti. Hér er þó um anzi mikla breytingu að ræða og menn þurfa ef til vill tima til þess að komast inn í þetta fyrirkomu- lag, en það sem vantar alvar- lega er að skipuleggja hvernig framhaldsnámið kemur út gagnvart þessum krökkum." „Anzi margt f lausu lofti"_________ „Framkvæmd þessara mála hefur ekki komið neitt á óvart," sagði Ólafur H. Kristjánsson, skólastjóri á Reykjum. „Málið var kynnt á skólastjórafundum með ráðuneytismönnum auk þess sem um það var fjallað í blöðum. Þá höfum við kynnt skólanemum málið. Ég get ekki að svo stöddu fordæmt þetta fyrirkomulag, né hitt. Miðað við það sem mín þekking nær og það að hópur- inn er um 4000 nemendur þá tel ég að þetta geti varla komið mjög illa út, en hins vegar gæti myndin orðin anzi röng ef mið- að væri við litinn hóp. Þetta hef ég ímyndað mér. Það kann þó að verða erfitt hjá mórgum skólum að velja nemendur inn f viðkomandi skóla, því varðandi framhalds- skólanámið er anzi margt í lausu lofti og mál ekki á hreinu. Hins vegar verður reynslan að skera úr um þetta eins og svo margt annað. Ég hef, eins og ég sagði, gert mér í hugarlund að frávikin verði ekki veruleg þeg- ar hópurinn er svo stór sem um er að ræða, hvort sem það er rétt eða rangt ályktað." „Stór hópur er forsenda einkunnargjafarinnar" „Það er erfitt að tjá sig f Framhald á bls. 19 Til Þýzkalands 2,3% (30,0%) TilBelgíu 2,2% (7,2%) Til Frakklands 21,3% (6,6) Tölurnar innan sviga tákna markaðshlutfall 1976. Þá sagði Gunnar Petersen: „Ég vil benda á, að hér er um lág- marksverð að ræða, sem kemur ekki I veg fyrir að verð hækki, ef markaðsaðstæður verða okkur hagstæðar. í frjálsri samkeppni verður hver að gera upp við sig, hvort hann vill tryggja sölu á verulegu magni á hærra verði áð- ur hefur fengizt eða taka þá áhættu að bíða og selja ekki. Slíkt er þekkt fyrirbrigði og nefnist að spekúlera, og hefur gefizt misjafnlega. Framhald á bls. 18 Oðal óskar leiðréttingar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatil- kynning frá veitingahúsinu Oðal: Vegna vísvitandi rangra upplýsinga frá aðstandendum B. listans við kjör til stjórnar í félagi starfsfólks i veitinga- húsum, óskast ieiðrétt, að for- mannsefnið Kristinn Hrólfs- son, starfar ekki við Óðal. Svo virðist sem forystumenn listans telji af þvi nokkurn ávinning að skreyta framboðið með nafni Óðals. Þótt við séum vissulega sam- mála um það atriði, teljum við til ósiða að slá um sig röngum forsendum. Þökkum fyrir birtinguna. Óðal s.f. Væng j afundurinn: Lögbannið náði ekki fram að ganga HLUTHAFAFUNDUR var hald- inn f Flugfélaginu Vængjum h.f. f fyrrakvöld. Lögð hafði verið fram lögbannskrafa á að stjðrn féiagsins notaði atkvæði, er fylgdu hlutabréfum, sem voru f eign félagsins sjálfs, en hún var ekki tekin til greina hjá borgar- fogeta. Morgunblaðið spurði í gær Guðjón Styrkársson, stjórnarfor- mann félagsins, tíðinda af fundin- um. Guðjón sagði að fátt tíðinda væri af honum. Fundurinn hefði ekki verið opinber. Guðjón sagði að hann hefði á fundinum gefið upplýsingar, sem hann hefði ver- ið beðinn um og hefði fundurinn farið mjög friðsamlega fram. Tvö innbrot BROTIZT var inn á tveimur stöð- um í fyrrinótt. Ur verzluninni Langholtsval var stoiíð 30 þúsund krónum í peningum og í Borgar- bókasafninu að SólHeimum 27 var mikið rótað til, en engu stolið. Bæði þessi innbrot eru I rann- sókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.