Morgunblaðið - 02.03.1977, Side 4

Morgunblaðið - 02.03.1977, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 I LOFTLEIDIfí C 2 1190 2 11 88 ORÐ í EYRA Opin- bernn? Heill og sæll, Jakob karlinn. — Varla vóru jólin um garð gengin þegar Oddvitinn og Hreppsi kallinn boðuðu til fundar með okkur forustu- mönnunum í sveitinni, ásamt með formanni verkalýðsfélags- ins sem þeir stofnuðu í fyrra eða hitteðfyrra þegar byrjað var á Virkjuninni. Fundurinn byrjaði eins og vanalega með því að Oddviti hélt stutta tölu. Og heldur lé- lega, fannst mér. Síðan reis upp formaður verkalýðsfélags- ins en hann hefur fitnað þessi óskup síðan hann fór að vinna' í Virkjuninni og hefur konuna með. Hún á að heita matráðs- kona og var þó allt í ómyndar- skap hjá henni heima, segir Veiga mín. Formaðurinn var ábúðarmikill: „Ef að vuð git- um ekki náð því fram sem að að að ég mundi segja að væru hufuðmál af þessari stærðar- gráðu á ársgrundvelli,“ sagði hann og hafði útlcndar áherslur á fínu orðunum. „Þetta hefur hann lært af fréttaaukum f ríkisfjöl- miðlum," hvíslaði ég að Bjössa á mjólkurbílnum. Formaður- inn virtist áfjáður í allskonar ver, álver og stálver og púll- ver. En Hreppsi tvísté og snýtti sér og mátti ekki vera að þessu. Svo ég kvaddi mér þá bara hljóðs og mæltist vel að vanda. Ég benti á þá óumdeilanlegu staðreynd aó hér hefði norsar- inn Ellkell Spilliverkin numið land í Ardaga, ásamt með frú sinni tiginborinni, Norsku- Hýdrósinni. Þess vegna væri það sögulega rétt að leita nú samstarfs við Afkomendur og Frændur þessara Forfeðra Vorra. Sem meíra að segja bera enn hin gömlu og góðu nöfn. Enginn skyldi ætla að Ellkell hefði ekki áhuga á að stofna til verksmiðjurekstrar hjarna. Vuð gætum tilað- mynda framleitt allt mögulegt, bara ef við fingjum Verksmiðj- una. Og orkan kæmi frá Virkjuninni fyrren nokkurn varði. Við þyrftum sumsé Virkjun og Verksmiðju. Og Höfn. Og það væri náttúrlega mál mála, sagði ég og vitnaði í forföður minn, Snorra. Það kostar sosum engin óskup að gera skipgenga þessa fáu kíló- metra hérna upp eftir ánni, mælti ég með ábyrgðarþunga og sannfæringarkrafti. En þá höfum vuð líka örugga Höfn í öllum veðrum. Sama þó hann sé á báðum áttum. Og getum haft löndunarpláss norðan við Kaupfélagið Okkar. Það var að sjálfsögðu gerður góður rómur að máli mínu og samþykkt samhljóða að hvergi á íslandi væri betri og ákjósan- legri staður fyrir stóriðju en hér í Hreppnum. „Skítt veri þá með búskapinn," sagði Hreppsi með bakaríiskruðirí milli tannanna. Þú færð vísur næst. Filipus Vara-Oddviti Úlvarp Reykjavík AIIÐMIKUDkGUR 2. mars. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðni Kolbeinsson les söguna af „Briggskipinu Blá- )ilju“ eftir Olle Mattson (19). Tiikynningar kl. 9.30 Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Guðsmyndabók kl. 10.25: Séra Gunnar Björnsson les þýðingu sfna á predikunum út frá dæmisögum Jesú eftir Helmut Thielicke, IV: Dæmi- sagan af sáðmanninum. Morguntónleikar kl. 11.00: David Giazer og kammer- hljómsveitin í Wiirttemberg leika Klarinettukonsert f Es- dúr eftir Franz Krommer; Jörg Faerberg stjórnar / Ffl- harmónfusveitin f Berlfn Ieikur Sinfónfu nr. 3 f F-dúr op. 90 eftir Johannes Brahms; Herbert von Karajan stj. 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegistónleikar Alfredo Campoli og Ffi- harmónfusveitin f Lundún- um leika „Skozka fantasfu“ op. 46 fyrir fiðlu og hljóm- sveit eftir Max Bruch; Sir Adrian Boult stjórnar. Sinfónfuhljómsveit Lundúna leikur svftu fyrir hljómsveit op. 19 eftir Ernst von Dahnány; Sir Malcolm Sargent stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 (Jtvarpssaga barnanna: 2. mars 18.00 Hvfti höfrungurinn Franskur teiknimynda- flokkur. Lokaþáttur Þýðandi Bagna Ragnars. 18.15 Börnin á Heimaey Dönsk heimildamynd gerð f samvinnu við sænska sjón- varpið. Börnin f Vestmanna- eyjum eru sýnd að leik og starfi, við fiskvinnu eða hreinsun Heimaeyjar. Þýðandi Guðmundur Svein- björnsson. Þulur Jón O. Edwald. 18.50 Börn um víða veröid Börnin f Perú Vorið 1970 urðu miklir jarð- skjálftar f Andesfjöllum og f kjölfar þeirra urðu gffur- leg skriðuföll. Þessi mynd var tekin f f jallahéruðunum árið 1972 og lýsir uppbygg- ingarstarfi þar á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. ,3enni“ eftir Einar Loga Einarsson Höfundurinn les (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvfgið 20.45 Nýjasta tækni og vfs- índi Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.10 Lygalaupar (Beat The Devil) Bresk bfómynd f léttum dúr frá árinu 1954. Leikstjóri John Huston. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, Jennifer Jones, Gina Lollobrigida og Robert Mor- ley. Myndin greinir frá leið- angri bðfaflokks nokkurs, sem leggur af stað fra ítalfu tii Afrfku f þvf skyni að eignast landspildu, þar sem ðranfum á að vera fólgið f jörðu. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.40 Dagskrárlok 19.35 Gerð segulkorts af Is- landi Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor flytur nfunda er- indi flokksins um rannsóknir f verkfræði- og raunvfsinda- deild háskólans. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Margrét Egg- ertsdóttir syngur lög eftir Sigfús Einarsson; Guðrún Kristinsdóttir leikur á pfánó. b. Við ána Erlingur Davíðs- son ritstjóri á Akureyri flyt- ur frásöguþátt. c. Móðir mfn Knútur R. Magnússon les kvæði nokk- urra skálda, ort til móður þeirra. d. Sungið og kveðið Þáttur um þjóðlög og alþýðutónlist f umsjá Njáls Sigurðssonar. e. Æskuminningar önnu L. Thoroddsens Axel Thorsteinsson rithöfundur les fyrri hluta frásögunnar. f. Kórsöngur: Karlakór Reyk- dæla syngur Söngstjóri: Ladislav Voita. Einsöngvari: Sigurður Friðriksson. 21.30 Útvarpssagan: „Blúndu- börn“ eftir Kirsten Thorup Nfna Björk Árnadóttir les þýðingu sfna (8). 22.00Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passfusálma (21) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér“ eftir Matthfas Jochumsson Gils Guðmundsson les úr sjáifs- ævisögu hans og bréfum (2). 22.45 Djassþáttur f umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.30 Fréttir. Einvfgi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór lýsir lokum 2. skákar. SKJÁNUM MIÐVIKUDAGUR Klukkan 21.10: Lygalaupar — brezk bíómynd frá árinu 1954 Á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 21.10 er brezk bíómynd frá árinu 1954, sem heitir á frum- málinu „Beat The Devil“ en hefurhlotið heitið Lyga- laupar í íslenzkri þýðingu Óskars Ingimarssonar. Mynd þessi er í léttum dúr og er leikstjóri John Huston. í aðalhlutverkum eru Humphrey Bogar, Jennifer Jones, Gina Lollo- brigida, Robert Morley og Peter Lorre. Myndin greinir frá leiðangri bófaflokks nokkurs, sem leggur af stað frá ítalfu til Afrfku í því skyni að eignast landspildu þar sem úraníum á að vera fólgið í jörðu. Einhvers staðar í hafnar- borg við Miðjarðarhafið, að þvf er þýðandi sagði, koma hjón um borð, og fer eiginkonuna strax að gruna að þessi flokkur manna sé eitthvað vafasamur, Hópurinn nær þó til Afríku eins og áætlað var og lendir þar í ýmsum ævin- týrum. Höfuðpaurinn er leikinn af Robert Morley. Humphrey Bogart leikur bófa f slagtogi við hann og Gilna Lollobrigida eigin- konu hans. Myndin er skemmtileg að þvf er þýðandi sagði, verður spennandi eftir þvf sem á líður og fær mjög óvæntan endi. Humphrey Bogart er mörgum að góðu kunnur, þótt liðin séu nú tuttugu ár frá dauða hans er hann að því er virðist alltaf jafn vinsæll og margir álíta að hann sé orðinn eins konar goðsögn í kvikmynda- heiminum eins og Marilyn Monroe. Hann er fæddur í New York um aldamótin. Hann þykir einn fremsti kvikmyndaleikari Holly- wood hingað til og sérlega frægur er hann fyrir túlkun sína á harð- jöxlum, viðkvæmum undir niðri eða töffurum þeim, sem uxu úr grasi á kreppuárunum í Banda- rfkjunum. Enn þann dag í dág er hann fmynd hins sanna harðjaxls, hvort sem um er að ræða bófa eður ei. Hann gekk f sjóherinn i fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir að strfðinu lauk vann hann um tíma á verðbréfamarkaðnum en eftir það tók leikhúsið við. Hans fyrsta hlutverk var á Broadway árið 1922. Upp úr 1930 lék hann f nokkrum kvikmyndum en fékk lélega dóma og vakti litla athygli. Þvf sneri hann aftur á fjalirnar og fékk ekki uppreisn æru fyrr en hann lék bófa í myndinni „The Petrified Forest“ árið 1936. Eftir þá mynd varð hann einn f bófaþríhyrningnum f Hollywood, hinir tveir voru Edward G. Robinson og James Cagney, þá þegar kunnir. Léku þessir þrír saman f mörgum glæpamyndum, sem of langt yrði upp að telja hér. 1 myndinni „High Sierra“ (1941) breyttist fmynd hans þó að nokkru þar sem hann vakti samúð f hlutverki glæpamanns og sýndi tvær hliðar á sama manni. Bogart, sem þótti indæll en bitur, fullur af minnimáttar- kennd með ómótstæðilegan talanda (smámæltur) var fyrst verulega frægur í myndinni „Casablanca" sem gerð var árið 1942, og svo í myndinni „Afríku- drottningin“, sem sýnd var hér f sjónvarpinu eigi alls fyrir löngu. Atriði úr „Lygalaupum“, Humphrey bogart stendur til hægri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.