Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 Styrktarfélag lamadra og fatladra 25 ára í dag: SUNNUÐAGINN 2. marz 1952 var kosin fyrsta stjórn og sam- þykkt lóg fyrir Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra á fjölmennum framhaldsstofnfundi sem haldinn var í Tjarnarbfói. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Svavar Pálsson formaður, Nikulás Einarsson gjaldkeri og Snorri P. Snorrason ritari. í varastjðrn voru: Frið- finnur Ólafsson, Björn Knútsson og Benedikt Björnsson. Fram- kvæmdaráð var einnig kosið á þessum sama fundi, en það skip- uðu: Jóhann Sæmundsson, Hauk- ur Kristjánsson, Sigrfður Bach- mann, Sveinbjörn Finnsson og Halldór Kjartansson. Nokkrum vikum áður, eða sunnudaginn 27. janúar, höfðu verið saman komnir í Oddfellow- húsinu f Reykjavfk allmargir menn til að stofna til félagsskap- ar til styrktar lömunarveiku fólki. 1 fyrstu fundargerð Styrkt- arfélagsins segir að nokkrir menn hafi áður rætt þetta sfn á milli og til fundarins höfðu boðað 4 menn, þeir Haukur Kristjánsson læknir, Svavar Pálsson endurskoðandi, Sveinbjörn Finnsson fram- kvæmdastjóri og Friðfinnur Olafsson framkvæmdastjðri. Á þeim fundi sem fundargerðin var skráð voru lagðar höfuðlfnur f framtfðarstarfi væntanlegs félags og var ákveðið að 24 menn, sem á fundinum voru mættir, gerðust fyrstu stofnendur félagsins en það voru þessir: Þórsteinn Bjarnason Hilmar Garðarsson EgilJ Vilhjálmsson Hallgrímur Benediktsson Baldur Sveinsson Sveinbjörn Finnsson Halldór Kjartansson Kristinn Guðjónsson Gylfi Þ. Gíslason Sigurbjörn Einarsson Bjarni Jónsson Sigurður Bjarnason Friðfinnur Ólafsson Kristján Jónsson Kristinn Stefánsson Jón Sigurðsson Snorri P. Snorrason Svavar Pálsson Haukur Kristjánsson Nikulás Einarsson Hreinn Pálsson Andrés G. Þormar Björn Guðmundsson Magnús T. Ótafsson Sveinn Sæmundsson. Nokkur atriði úr framkvæmdasögu S.L.F í samantekt um starfsemi Styrktarfélagsins eru rakin helztu atriði í sögu og starfsemi félagsins og þar kemur m.a. fram að á fyrstu þrem árum þess hafði því áskotnazt töluvert fé, en eng- ar framkvæmdir voru hafnar strax. Haustið 1955 þegar lömun- arveikitilfelli fóru að koma hér upp og þegar talað var um að hér væri um að ræða faraldur, setti félagið allar eigur sínar sem tryggingu fyrir kaupum á efni til varnar lömkunarveiki.m sem dr. Björn Sigurðsson hafði pantað. Þá kom og hingað danskt hjúkrunarlið fyrir milligöngu fél- agsins. Þegar mænuveikifaraldurinn hófst var efri hæð heilsuverndar- stöðvarinnar tekin undir mænu- veikisjúklinga en lftið sem engin aðstaða var fyrir eftirmeðferð þess fólks sem veiktist. Réðst þá stjórn S.L.F. í að kaupa stórt ein- býlishús að Sjafnargötu 14, sem var á skömmum tíma breytt í æf- ingarstöð. Naut félagið fjárhags- legrar fyrirgreiðslu danska löm- unarveikifélagsins við þessar framkvæmdir. Eftir nokkurra ára starfsemi æfingastöðvarinnar að Sjafnar- götu var smíði endurhæfingar- deildar við Landspítalann langt komin, en það mun ekki sízt hafa verið fyrir áeggjan ýmissa ráða- manna S.L.S og fjárframlags fél- agsins að ákvörðun um byggingu þeirrar deildar var tekin. Kom þá til tals að spítalarnir yfirtækju starfsemi æfingastöðvarinnar og að hún yrði lögð niður í þáverandi Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og framkvæmdastjóri. Frá vinstri: Björg Stefánsdðttir. Ottar Kjartansson, varaformaður, Friðfinnur Olafsson, formaður, Eggert G. Þorsteinsson, framkvstj., B. Oli Pálsson og Guðný Danfelsdðttir ritari. Yfir sjö þúsund sjúklingar til meoferðar í æfingastöó félagsins á 20 árum Forstöðukonan, Jðnfna Guð- mundsdðttir, að æf a ungan svein. mynd. Að höfðu samráði við borg- arlækni og aðra yfirmenn heil- brigðisþjónustunnar var þo talið að þessa starfsemi fyrir fatlaða mætti ekki leggja niður. Var þá ráðizt í smiði nýrrar endurhæfingarstöðvar að Háa- leitisbraut 13 og var hún tekin í notkun haustið 1968, löngu áður en hún gat talizt fullgerð. Börnin í fyrirrúmi Arið 1959 bættist nýr þáttur í starfsemi félagsins er það hóf rekstur sumardvalarheimilis fyr- ir fötluð börn. Fyrstu fjögur árin var starfsemin rekin á tveimur stöðum, að Varmalandi í Borgar- firði og Reykjaskóla í Hrútafirði. En árið 1963 keypti félagið Reykjadal í Mosfellssveit þar sem þessi starfsemi hefur ver.ið rekin siðan. Haustið 1969 hófst rekstur heimavistarskó.a í Reykjadal fyr- ir fötluð börn og starfaði sá skóli í 6 vetur, en vorið 1975 var hann lagður niður í framhaldi af stofn- un sérdeildar fyrir fjölfötluð börn við Hh'ðaskóla í Reykjavik En jukust afskipti félagsins af lömuðum og fötluðum börnum með stofnun leikskóla snemma árs 1972. Var leikskólinn starf- ræktur f húsi æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut 13 f tæp tvö ár, eða þar til Reykjavíkurborg hóf rekstur dagheimilis f næsta ná- grenni stöðvarinnar. Tókst þá samkomulag um að ætla lA hluta af húsrými þess fyrir lömuð og fötluð börn. Leggur borgin þar til húsnæði og fullkomna aðstöðu, en Styrktarfélagið starfsfólk og nauðsynleg hjálpartæki. Húsnæð- ið sem þannig losnaði í æfinga- stöðinni hefur sfðan verið notað fyrir asthmasjúklinga, að ósk fél- ags þeirra. Lögð hefur verið á það áherzla innan félagsins að bæta þjónustu við fatlaða að því er tekur til stoðtækja-, umbúða og skósmíði. í þvf skyni hefur S.L.F. styrkt nokkra einstaklinga til slíkra verkefna. Fjármál félagsins Fljótlega eftir stofnun félagsins var farið að ræða um að afla félag- inu fastra tekjustofna, þvi Ijóst var að félagsgjöld og frjáls fram- lög myndu duga skammt til fyrir- hugaðs starfs. Að fengnu leyfi fjármálaráðuneytisins var ákveð- ið að merkja hluta af eldspýtu- stokkum, sem Tóbakseinkaalan verzlaði með og selja þá á hærra verði og hækkunin renna óskípt til S.L.F. Þessi tekjustofn sem nú er innan við 2 milljónir á ári, hefur verið eini fasti tekjustofn- inn gegnum árin, og hefur hann farið hlutfallslega lækkandi. Ágóði af happdrættum hefur verið önnur meginfjáröflun fél- agsins og var það hugmynd for- ystumanna félagsins þegar sima- happdrættið var stofnað, að hagn- aður þess rynni til nauðsynlegrar fjárfestingar í húsum og tækjum. Þrátt fyrir að undirtektir almenn- ings hafi ávallt verið góðar hafa það ætið orðið örlög sjóðsins að renna inn í rekstrarhalla æfinga- stöðvarinnar. Þá er ógetið ýmissa gjafa og áheita sem félaginu hafa borizt á 25 ára starfsferli og gert félaginu kleift að ráðast í þær framkvæmd- ir sem orðið hafa. Sfðast liðin 5 ár hefur félagið fengið 1 milljón króna í byggingarstyrk frá Alþingi. Kvennadeildin Árið 1966 var stofnuð sérstök kvennadeild við S.L.F. Hún hefur unnið að margs konar fjáröfl- unarstarfsemi og fært æfingastöð- inni ýmsar gjafir. Hefur það verið félaginu mikil lyftistöng eins og gefur að skiija. Formaður deildar- innar er Jónina Þorfinnsdóttir. Starfsfólk endurhæfingarstöðvarinnar að Háaleitisbraut 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.