Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 13 Endurhæfing mikil- vægasta verkefnið — segja forystumenn félagsins Í TiLEFNI af 25 ára afmæli S.L.F. hefur verið leitað til nokkurra for- ystumanna félagsins og þeir spurðir hvað þeim væri í huga við þessi ttmamót. Svavar Pálsson, sem var formaður félagsins í 20 ár og jafnframt framkvæmdastjóri langt af þann tfma, sagði að án lifandi áhugamanna innan lækna- stéttarinnar hefði félagið aldrei orðið að þvf sem það væri og vildi hann sérstaklega minnast þeirra próf. Jóhanns heitins Sæmunds- sonar og dr. Snorra Hallgrfms- sonar. Þeir og fleiri læknar hefðu ivallt verið til ráðgjafar þegar teknar voru stefnumarkandi ákvarðanir. Haukur Kristjánsson, yfirlæknir, taldi mjög brýnt að starfsemi S.L.F. héldi ifram. enda væri mikill fjöldi fólks sem þyrfti i endurhæfingu að halda. Ef hægt væri að koma i skipulögðum flutningi sjúklinga að og fri endurhæfingastöðvum væri hægt að koma I veg fyrir að þeir lokuð- ust inni i stofnunum, eins og hann orðaði það. Friðfinnur Ólafsson sagði þetta um framtíðarverkefni félagsins: Þó að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hafi litið ýmislegt gott af sér leiða, sfðan það var stofnað fyrir 25 irum, til þess að létta undir með fötluðu og lömuðu fólki, er langur vegur fri þvi að nóg sé að gert. Framtíðarverkefni félagsins eru vissulega mörg og stór. Ég nefni aðeins örfi. Það þarf ennþi að gera mikið til þess i okkar þjóðfélagi að gera fötluðu fólki kleyft að komast leiðar sinnar i sem eðlilegastan hitt. Gildir þetta bæði utanhúss og innan. Það þarf að kenna þessu fóiki að vinna sem flest störf og skapa því möguleika til þess. Það þarf að gefa þessu fólki kost i að skemmta sér, að ferðast utanlands og innan og yfirleitt að lifa eins eðlilegu lifi og þeir lifa, sem ekki þurfa að bera kross fötl- unarinnar. Og svo fyrst og síðast verður að leggja allt kapp i endurhæfingu, bæði að hún geti byrjað nógu fljótt og öllum tiltækum riðum sé beitt til þess að hún beri sem mestan irangur. Þar mi einskis lita ófreistað, hvorki að þvi er snertir húsakost, hjilpartæki eða vel menntaðstarfsfólk. Félagið vill vinna að öllum þess- um efnum eftir fremstu getu í framtiðinni og heitir i alla vini sina að duga þvi vel, um leið og það þakkar þeim fjölmörgu, sem hafa i liðnum irum lagt þvi lið. Við eiguni að gera lif allra eins eðlilegt og bærilegt og hægt er — það er meginmarkmið þessa félags. Reykjadalur f Mosfellssveit. Starfsemin í æfingastöðinni að Háaieitis- braut 13 starfa nú 10 sjúkraþjálf- arar auk lækna og sérfræðinga, en alls starfa þar 35 manns, þar af 20ífullu starfi. A þeim tuttugu árum sem liðin eru frá þvi að Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra hóf fyrst rekstur æfingastöðvar, að Sjafnargötu 14, hafa alls 7.555 sjúklingar fengið 222.452 æfingameðferðir á vegum þess. Er þá ótalinn fjöldi æfinga- meðferða sem fötluð börn hafa fengið á sumardvalarheimilinu í Reykjadal. Til að gefa nokkra hugmynd um, hvað þessi þáttur i starfi félagsins hefur aukizt gffurlega að umfangi þau tuttugu og fimm ár, sem liðin eru frá stofnun þess, má nefna að fyrsta árið sem æfingastöðin að Sjafnargötu var starfrækt, komu þangað 240 sjúkl- ingar og fengu 4406 meðferðir. Á siðasta ári komu 779 sjúklingar í æfingastöðina að Háaleitisbraut 13 og fengu 22664 meðferðir. Félagið hefur sem fyrr segir staðið fyrir rekstri sumardvalar- heimilis fyrir fötluð börn. Alls munu á sjöunda hundrað börn hafa notið slikrar dvalar þau átján sumur sem starfsemin Framhald á bls. 18 JAN Dobrezelewski Kammertónleikar Austurbæjarbíó 28. febr. 1977 Flytjendur: Jan Dobrzelewski, fiðluleikari, Guðmundur Jðns- son, pfanóleikari. Efnisskrá: J.S. Bach: Partita nr. 3 f E-dúr M Ravel: Sónata f G-dúr A. Corelli: Sónata f d-moll op. 5 nr. 12. R. Schumann: Sónata f a-moll op. 105 nr. 1 Á tónleikum Tónlistarfélags- ins I Austurbæjarbíói á mánu- dagskvöldið komu fram franski fiðluleikarinn Jan Dobrezelewski og Guðmundur Jónsson píanóleikari, en langt er um liðið síðan nafn hans hefur sést á tónleikaskrám. Á efnisskrá voru verk eftir J.S. Bach, A. Corelli, M. Ravel og R. Schumann. Jan Dobrzelewski er ágætur fiðluleikari. Hann hefur góða tækni og fallegan tón. Hann lék af öryggi og festu á hverju sem gekk og hikaði hvergi. í einleikspartítu Bachs komu kostir hans vel í ljós, en verkinu gerði hann prýðileg Tónlist eftir EGIL FRIÐLEIFSSON skil. G-dúr sónata Ravels er aðlaðandi verk, en viðkvæm i samspili og vandmeðfarin, eins og raunar flest sem frönsku impressionistarnir sömdu. Þeir félagar gerðu margt laglegt í þessari sónötu, þó ekki væri flutningur gallalaus. í sónötu Corellis fataðist píanistanum, sem virtist koma honum úr jafnvægi, og hann náði sér ekki á strik eftir það. Og þó betur gengi i sónötu Schumanns var leikur hans litlaus. Dobrezelewski hélt hins vegar ótrauður áfram, en samleikur þeirra var i molum, og er ástæðulaust að fjalla frekar um það. Það veitist áreiðanlega engum auðvelt að stíga upp á konsertapallinn eftir áralangt hlé. í biðstofunni ad Háaleitisbraut 13 er oft þröngt og þó eru tugir fólks á biðlista til að komast til nauðsynlegrar meðferðar. Kraftakarlar og sagnalist Fyrirlestur í Norræna húsinu OLAV Bö, þjóðháttafræðingurinn norski, vel þekktur hérlendis, er nú f heimsókn á íslandi i boði Norræna hússins. Hann er fæddur 1918 í Bygland í Setesdal, eiríu auðugasta héraði Noregs hvað snertir ýmis konar þjóðleg fræði, en þó einkum visur og sagnir. Olav Bö varði árið 1955 doktorsritgerð um „Heilag Olav i norsk folketradisjon". Hann hef- ur ekki aðeins gefið út norskar þjóðvisur (Stev 1957, Norske ballader 1973) og þjóðsagnir (Norsk natur i folketru og segn 1974), heldur einnig kannað ým- islegt um alþýðumenningu, þjóð- siði og venjur, og m.a. gefið út bækurnar Norsk ski'tradisjon (1966), Vár norske jul (1970) og Folkemedisin og lærd medisin (1972), og 1962 gaf hann út á ensku bók um fálkaveiðar. Olav Bö, sem varð prófessor í þjóðháttafræði við Oslóarháskóla Olav Bö 1974, heldur einn háskólafyrir- lestur og talar auk þess í Norræna húsiiiu. fimmtudag 3. mars kl. 20.30 um efnið „Kjempekarar og forteljekunst i Setesdal". Valdimar Björnsson gestur Isl.-ameríska VALDIMAR Björnsson, fyrrum fjármálaráðherra Minnisota- fylkis f Bandarfkjunum, hefur þegið boð fslenzk-amerfska félagsins um að sitja sem heiðurs- gestur á árshátfð félagsins, sem haldin verður í Vfkingasal Hótel Loftleiða laugardaginn 5. marz n.k. Valdimar mun halda aðalræðu árshátiðarinnar en Sigurður Björnsson syngur einsöng með undirleik Carl Billich. Aðgóngumiðar verða afhentir á miðvikudag og fimmtudag að Nes- haga 16 og eru félagsmenn hvattir til að tilkynna þátttöku sem allra fyrst vegna mikillar aðsóknar. Valdimar Björnsson fyrrum ráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.