Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 15 Meðan blaðamaður ræddi við Smyslov komu Spasskyhjónin niður af herbergi sfnu til morgunverðar, Spassky smyr sér rúnstykki. Marina Spasksy fylgist með samræð- unum. —Um Fischer getum við ekkert sagt fyrst hann teflir ekki. Hvort hann á eftir að birtast á skákmót- um er ekki gott að segja og það er í rauninni ólíklegt að ef hann byrjar að tefla á nýjan leik að hann nái nokkurn timann fyrri styrkleika. Um þetta veit annars enginn nema Fischer sjálfur, seg- ir Smyslov. Þegar hér var komið sögu birt- ust Spasskyhjónin í „kaffi- teríunni" og Spassky skaut þvi strax inn í samtalið að það væri ekki rétt að segja að aðeins Fischer vissi þetta hann hefði ekki hugmynd um þetta sjálfur. „Bæði góðir kennarar fi ... Karpov er orðinn mjög gðður, en á eftir að verða enn betri. og slæmir Við héldum áfram spjalli okkar við Smyslov, Spassky borðaði „corn-flakes" í morgunmat, frúin „yógúrt" og bæði rúnstykki með osti. Við spurðum Smyslov hvað gerði Sovétríkin að svo miklu stórveldi í skákinni, sem raun bæri vitni. — Fólk í Sovétríkjunum hefur gífurlegan áhuga á skák, þar eru i miklir skákmenn og góðir kennar- ar. i öðrum löndum eru engir kennarar, en kannski er réttast að segja að í Sovétríkjunum séu bæði góðir kennarar og slæmir. Það er til dæmis merkilegt með skákina í Sovétríkjunum að í Kákasus eru konur mjög sterkar i skákíþróttinni, þær eru skynsam- ir skákmenn, en karlarnir þar hins vegar ekki. — Hvort Spassky sigrar Hort? Nei, um það vil ég ekki spá, það borgar sig aldrei að vera með spá- dóma. — Ég hef þekkt Spassky síðan hann var 12 ára, við erum góðir vinir. Sem aðstoðarmaður hans hér vil ég aðeins segja að ég vona að hann vinni, en ég er jafn- framt viss um að aðstoðarmenn hinna meistaranna á áskorenda- mótunum segja hið sama og hver verður að tala fyrir sjálfan sig. Hér greip Spassky fram í og gerði grin að sjálfum sér sem spá- manni með því að benda á að hann hefði spáð því á blaða- mannafundi í upphafi einvígisins að Larsen myndi sigra Portisch í einvígi þeirra i Rotterdam. Leikar hefðu þó farið þannig í fyrstu skákinni að Portisch hefði sigrað, það væri ekki auðvelt að spá um hvaða stórmeistari ynni hvern. Því væri bezt að láta alla spádóma i skákinni lönd og leið voru orð Spasskys. Hófust nú miklar um- ræður á rússnesku og því miður gat undirritaður ekki tekið þátt í þeim. Greinilegt var að slegið var á létta strengi, því mikið var hleg- ið. Felldum við hér niður spjallið við fyrrverandi heimsmeistara Smyslov. Ekki vildi hinn heims- meistarinn fyrrverandi, Boris Spassky, þó sleppa blaðamanni með það sama. Fóru næstu mínút- ur i það að útskýra fyrir Spassky- hjónunum hvar sundlaugarnar væru í Reykjavík, þessar tvær með heitu pottunum. SPASSKY — HORT — SPASSKY — HORT — SPASSKY — HORT — SPASSKY— HORT skák Skemmtileg skák eftir Margeir Pétursson 0 Skákin f gær var öilu tilþrifa- meiri en sú fyrsta af beggja hálfu. Spassky tefldi byrjun sem hann gjörþekkirog tókst fyllilega að jafna taflið og vel það. 1 miðtaflinu urðu honum hins veg- ar á mistök og átti eftir það i vök að verjast. Hann tefldi þð vörnina vel og virðist jafnteflið blasa við I bið- stöðunni. Hvftt: Vlastimil Hort Svart: Boris Spassky Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 — c5, 5. Bd3 — Rc6, 6. Rf3 — d5, 7. 0-0 — 0-0, 8. a3 — Bxc3, (í fyrstu einvígisskák Spasskys og Fischers 1972 lék sá síðarnefndi hér 8... Ba5 og náði fljótlega að jafna taflið.) 9. bxc3 — dxc4, 10. Bxc4 — Dc7, 11. Bd3 — e5, 12. Ðc2 — He8, 13. dxe5 (Einnig kemur til greina að leika 13. e4 og hleypa skákinni út í flækjur eftir 13.. . c4, 14. Bxc4 — exd4, 15. cxd4. í skákinni Ditt- mann — Friðrik Ólafsson, stú- dentamótinu í Reykjavík, urðu hvítum á mistök er hann lék 15. Hel?! framhaldið varð Bg4, 16. Rg5 — Re5, 17. Bb5 — Bd7, 18. Bxd7 — d3! með vinningsstöðu fyrir svart.) — Rxe5, 14. Rxe5 — Dxe5, 15. f3 (15. e4 væri mistök vegna c4! 16. Bxc4 — Rg4, 17. g3 — Dh5) — Be6, 16. Hel (í einni af einvígisskákum Karpovs og Spasskys 1974 lék Karpov hér 16. e4 en varð lítið ágengt.) — Had8, 17. Hbl tíma og f stöðum sem þessari liggja góðir leikir ekki á lausu.) — Rb3! (Uppskiptin sem þessi leikur leiðir af sér taka broddinn úr stöðu hvíts.) 28. Bxa7 — Hxdl+, 29. Bxdl — Dd6, 30. Be2 — Dxa3, 31. Db6 — Kf71, 32. Dc7+ — De7, 33. Dxe7+ — Kxe7, 34. Kf2 (Endataflið sem nú er komið upp er örlítið hagstæðara hvítum vegna biskupaparsins) — Kdfi, 35. Ke3 — Ra5. 36. f4 — Rc6, (Hér bauð Spassky jafntefli) 37. Bd4 — b4, (Eftir 37. . . Rxd4, 38. Kxd4 hefur hvítur enn hagstæð- ari stöðu vegna slæmrar staðsetn- ingar svörtu peðanna á drottning- arvæng) 38. cxb4 — Rxb4, 39. Kd2 — Rd3, 40. g3 — Kc6, 41. Kc3 — c4? (Mun sterkara virðist 17... Dd5! í skákinni Najdorf — Unzicker Santa Monica 1966 varð framhaldið 18. Bfl — Bf5, 19. e4 — Rxe4! og hrókar svarts urðu allsráðandi á borðinu.) 18. Bfl — b6, 19. e4 — Rd7, (19... Rd5 virðist i fljótu bragði sterkt eftir 20. exd5 — Dxel, 21. dxe6? — Hdl, en hvitur á millileikinn 21. Bf4! sem tryggir honum vinningsstöðu) 20. Be3 — Rc5, 21. Hbdl (21. Bd4 kemur engu til leiðar eftir 21... Bc7 og síðan 22.. . Rb3) — f6, 22. Hd4 — b5, 23. Hxd8 (23. Hedl strax væri aðeins svörtum í hag eftir 23... Hc8! og 24... Rb3) — Hxd8, 24. Hdl — II. 8. 25. Bd4 — Dc7, 26. Df2 — Hd8, 27. Be2 (Hér hafði Hort þegar eytt miklum t'lxl'''"?-? x. '¦'Wí'/ "W8k m Ít B W" i m $ M ¦/¦^¦- Wk__H___Hl__" Hér fór skákin i bið. Spassky lék biðleik. Ljóst er að hvftur hefur örlitið hagstæðari stöðu vegna biskupaparsins, en harla ólíklegt má þó teljast að honum takist að notfæra sér það til vinn- ings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.