Morgunblaðið - 02.03.1977, Síða 16

Morgunblaðið - 02.03.1977, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 Utgefandí Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjórí Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjorn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 11 00.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasólu 60.00 kr eintakið. Meginkrafa Alþýðusam- bands íslands í komandi kjarasamningum er sú, að lág- markslaun verði 100.000. krónur á mánuði og fullar verð- lagsbætur komi á laun. Eins og sjá má er kauphækkunarkrafan sett fram í öðru formi en yfir- leitt áður og verður ekki skilin á annan veg en þann, að það sé krafa verkalýðssamtakanna að fyrir engin störf verði greitt lægra kaup. Nú er það út af fyrir sig Ijóst, að I þeirri dýrtíð, sem hér ríkir, nægja 100 þúsund krónureng- an veginn til þess að standa undir framfærslukostnaði meðalfjölskyldu Það er líka vitað, að ákveðnir hópar laun- þega og lifeyrisþega búa við kröpp kjör. Sjálfsagt er afar erfitt að afmarka þessa hópa, en í stórum dráttum má ætla, að þá launþega, sem vinna á hinum lægstu töxtum, sé að finna meðal ófaglærðra verka- manna í verkamannafélög- unum, iðnverkafólks í Iðju, i verzlunarmannafélögunum, til dæmis afgreiðslufólk i verzl- unum, að einhverju leytí starfs- fólk i frystihúsum og svo meðal lægstlaunuðu opinberra starfs- manna. Þá er og Ijóst, að all fjölmennur hópur lifeyrisþega býr við erfiðan hag, fyrst og fremst þeir lífeyrisþegar, sem hafa ýmist ekkert annað að lifa af en bætur almannatrygginga eða þær ásamt óverðtryggðum lífeyrisgreiðslum úr almennum lifeyrissjóðum. Þetta eru þeir hópar, sem búa við lægstu launakjörin að því talið er. Tækifærí þessa fólks til þess að afla aukinna tekna með aukavinnu eru mjög mismun- andi. Sumir opinberir starfs- menn hafa nánast enga mögu- leika á aukavinnu, en það þýð- ir, að laun þeirra eru ekki lif- vænleg. Starfsfólkið í fisk- vinnslustöðvum á hins vegar kost á mikilli aukavinnu að öllum jafnaði, þannig að raun- tekjur þess eru margfalt hærri en stundum getur sú auka- vinna farið út í öfgar og orðið að vinnuþrælkun. Afgreiðslu- fólk í verzlunum og starfsfólk í verksmiðjum á takmarkaðan kost á yfirvinnu og lífeyrisþegar hafa sáralitla möguleika á að afla sér aukinna tekna. Allt þetta verður að hafa í huga, þegar menn leitast við að fá heildaryfirsýn yfir launakerfið og reyna að gera sér grein fyrir, hvar skórinn kreppir mest og hvaða launþegahópar eiga tvi- mælalaust rétt á verulegum kjarabótum og hverjir verða að bíða betri tíma. Þegar rætt er um launataxta er nauðsynlegt að gera sér Ijóst að mjög mikið er um það, að fyrirvinnur i fjölskyldu séu tvær. Afgreiðslu- stúlka í verzlun kann að vera á lágu kaupi en laun hennar eru aðeins hluti af heildartekjum fjölskyldu hennar og það lífs- kjarastig, sem við höfum tamið okkur er í raun miðað við tvær fyrirvinnur. Þetta verður að hafa í huga þegar fjallað er um launamálin. Þá verða menn einnig að gera sér grein fyrir því, að yfirborganir munu vera mjög algengar á vinnumarkað- inum og er jafnvel talið, að 20—25% yfirborganir á laun séu almennar um þessar mundir enda er það svo, að í mörg ár hefur fremur verið hörgull á góðum vinnukrafti. Með þetta í huga er ástæða til að staldra við kröfu ASÍ um 100 þúsund króna lágmarks- laun. Þessi krafa jafngildir i raun 56% kauphækkun á fjórða taxta Dagsbrúnar. Ef gert er ráð fyrir sömu hækkun fram- færsluvisitölu næstu 12 mánuði og verið hefur siðasta ársfjórðung, mundi þessi kaup- hækkunarkrafa ásamt fullum verðlagsbótum þýða rúmlega 80 prósent hækkun launa á 1 2 mánuðum. Nú er að visu gert ráð fyrir því í kröfugerð Alþýðu- sambandsins að þeir, sem hærra eru launaðir, hækki ekki um sömu prósentu heldur um sömu krónutölu. En þrátt fyrir það er Ijóst, að kauphækkun af þessu tagi þýðir kollsteypu í okkar efnahagslífi. Miðað við þær verðlagshækkanir sem nú eru fyrirsjáanlegar og ef kaup- hækkanir á þessu ári í öllu launakerfinu yrðu þær sömu og gert er ráð fyrir í kjarasamning- um Bandalags háskólamanna mundi verðbólgan á þessu ári hins vegar komast niður i 16—18 prósent. Talið er að unnt sé að tryggja um 4 prósent hækkun rauntekna á þessu ári. Er nauðsynlegt að fara i gegnum nýja verðbólgu- öldu til þess að ná þvi marki? Verkefnið nú er að skipta þess- ari hækkun rauntekna þannig, að hún komi fyrst og fremst i hag hinum verst settu. En krafan um 100 þúsund króna lágmarkslaun hefur ýmsa aðra vankanta. Hættan er t.d. sú, að hún dragi úr mögu- leikum ungs fólks, sem hefur enga starfsreynslu til þess að fá atvinnu. Atvinnurekendur mundu hneigjast til að ráða fremur til sín reyndari starfs- menn. Skilyrðislaus krafa um lág- markslaun mundi líka draga úr möguleikum eldra fólks með skerta starfsorku til að fá at- vinnu við sitt hæfi. Þá má lika búast við að reyndur og þjálfaður starfs- maður teldi það móðgun við sig, ef ungur og algerlega reynslulaus maður væri þegar í stað ráðinn á svipuð laun og hinn eldri og reyndari. Það kann að hljóma vel að setja fram kröfu um 100 þús- und króna lágmarkslaun, en þegar menn fara að skoða málin ofan í kjölinn koma ýmsir vankantar í Ijós, sem snúa ekki síður að verkalýðshreyfingunni en atvinnurekendum. Um verðlagsbæturnar er það að segja, að það mætti verða verkalýðssamtökunum nokkuð umhugsunarefni, að vinstri stjórnin felldi þær niður með bráðabirgðalögum aðeins þremur mánuðum eftir hina frægu febrúarsamninga 1974. Síðan hefur verkalýðshreyfing- unni ekki tekizt að koma fullum verðlagsbótum á að nýju. Með kröfugerð Alþýðusambandsins nú virðist stefnt í sams konar samningagerð og í febrúar 1974. Sú samningagerð bitnaði mest á láglaunafólki, lifeyris- þegum og sparifjáreigendum. Er verkalýðshreyfingin að verða styrkasta stoð verðbólgu- braSkara og skuldakónga? Meginkrafa ASÍ Halda fast vid fyrirætlanir um frelsun Taiwan Tókió 1. marz AP. HÁTTSETTUR kínverskur embættismaóur lagói í dag áher/.lu á að Kínverjar heföu hvergi hvikaó frá fyrri fyrir- ætlunum sfnum um aó frelsa Taiwan úr höndum þjóðernis- sinna. Þetta kom fram f frásögn llsinhua-fréttastofunnar af ræóu, sem Liao Cheng-chin, miöstjórnarmaöur f kínverska kommfnustaflokknum, hélt á fundi í Peking, þar sem haldió var upp á „30 ára afmæli bylt- ingarilraunar Taiwanbúa". Liao sagði í ræðu sinni, að fyrirætlanir Mao heitins for- manns og Cho En-lais um frels- un og sameiningu Taiwan og Kina yrðu örugglega fram- kvæmdar undir stjórn Hua Kuo-fengs, núverandi ieiðtoga kinversku þjóðarinnar. 300 manns voru á þessum fundi og þar á meðal Yeh Chien-ying, varaformaður miðstjórnar kín- verska kommúnistaflokksins. Leynisamkomulag gegn Rússum í Miðausturlöndum Mannleg mistök orsökin? Barcelona 1. marz Reuter. YFIRMENN spánsku ríkisjárn- brautanna unnu í dag að rann- sókn á járnbreutarslysinu, sem varð skammt fyrir utan Barce- lona i gær, þar sem 22 létu h'fið og 85 særðust, er tvær járn- brautir rákust á á fullri ferð. Talsmaður járnbrautanna sagði i kvöld að hugsanlegt væri, að um mannleg mistök hefði verið að ræða. Flestir farþegarnir voru verkamenn á leið heim úr vinnu úr bilasætaverksmiðju i Martorell, skammt fyrir utan Barcelona. Báðir vagnstjórarn- ir og verðir þeirra létust við áreksturinn. Tel-Aviv 1. marz Reuter. FYRRUM ráögjafi Ben Gurions, forsætisráðherra ísra- els, hefur gefið út ævisögu ráð- herrans, sem lézt 1973, þar sem m.a. segir aó Ben Gurion hafi 1958 undirritað samkomulag meó leiðtogum þriggja annarra þjóða sem fól f sér að komió yrði f veg fyrir aukin áhrif So- vétrfkjanna f Mióausturlönd- um. Ráðgjafinn, Michale Bar- Zohar, segir, að Ben Gurion hafi flogið með leynd til Ankara i ágúst 1958 og undir- ritað samkomulagið ásamt Ad- man Menderes, forsætisráð- herra Tyrklands, og síðan hafi leiðtogar írans og Eþíópíu und- irritað samkomulagið. Segir Bar-Zohar, að samningurinn hafi verið gerður, þar sem ráða- menn á Vesturlöndum hafi haft miklar áhyggjur af auknum áhrifum Sovétríkjanna í írak, Sýrlandi, Libanon og Egypta- landi strax eftir átökin við Súezskurðinn 1956. í bókinni segir, að Ben Gurion hafi komið með hugmyndina um samkomu- lagið og að Eisenhover, forseti, og John Foster Dulles, utanrik- isráðherra Bandaríkjanna, hafi þegar lagt blessun sína yfir hana. Bar-Zohar segir, að Nass- er, Egyptalandsforseti, hafi verið notaður til að tryggja fót- festu Sovétrfkjanna í Miðaust- urlöndum, en samkomulagið hafi aðeins beinzt gegn Sovét- rikjunum, ekki Nasser. \f/ ERLENT Finnland: Bannað að reykja í opinberum byggingum Helsingfors 1. marz NTB. NY tóbakslöggjöf gengur í gildi f Finnlandi f dag og er hún sú strangasta, sem sögur fara af f Evrópu. M.a. eru reyk- ingar f opinberum byggingum og skrifstofum bannaóar og all- ir sfgarettupakkar veróa merkt- ir þannig að greinilega komi fram, að reykingar séu hættu- legar heilsu manna. Ekki verö- ur hægt að framfylgja öllum greinum laganna alveg strax, þar sem koma þarf f.vrir skilt- um um reykingabann f opin- berum byggingum áóur en hægt verður að framfylgja banninu. Ilins vegar er gert ráð fyrir að það verði komið í fullt gildi fyrir lok þessa árs. í einkafyrirtækjum, eins og bönkum, verzlunum og veit- ingastöðum, er það eigendanna að ákveða hvort reykingar vera leyfðar eða ekki. Bann við sölu tóbaks og tóbaksvara til barna innan 16 ára aldurs gengur strax í gildi. Þá er ein megin- regla um að ekki megi reykja á fundum, þar sem börn innan 12 ára aldurs eru viðstödd. Hins vegar geta fundarstjórar látið opna sérstök reykingarher- bergi inn af fundarsalnum. Danmörk: Samkomulag um fjáröflun og stj órnarfrumvörp Kaupmannahöfn I. marz Reuter. ANKER Jörgensen forsætisráð- herra Danmerkur skýrði frá þvf við setningu danska þjóð- þingsins f dag, að minnihluta- stjórn sfn hefði fengið loforð fyrir fullum stuðningi Mið- demókrata, Róttæka vinstri- flokksins og Kristilega þjóðar- flokksins við tillögur f húsnæð- ismálum, varnarmálum og at- vinnumálum. Það voru einmitt deilur um þessi mál, sem leiddu til þess að boðað var til kosninga 15. febrúar sl. Jörgensen sagði að náðst hefði samkomulag við fyrrgreinda flokka um leióir til að afla ríkinu 910 milljónir danskra króna. Jörgensen sagði að íhaldsflokkurinn styddi einnig vissa þætti fyrrgreindra málaflokka. Hann sagði, að ef þessi mál yrðu afgreidd með hraði I þinginu yrði það til að greiða fyrir samningaviðræð- um launþega og atvinnurek- enda, sem nú standa yfir í skugga verkfallsboðunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.