Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 t Útför móður minnar, SIGRÍÐAR EIRÍKSDÓTTUR. Steinsholti, verður frá Stóra-Núpskirkju. laugardaginn 5 marzkl. 14 Þórir Haraldsson, og aðrlr vandamenn. t Útför móður okkar og tengdamóður ÓLAFÍU BJARNADÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 3 mars kl 1 30 Sveinn Björnsson Kristin Ingvarsdóttir Bjarni Björnsson Kristjana Brynjólfsdóttir Guðmundur Kr. Björnsson Élse Björnsson t Faðir okkar GEORG GUOMUNDSSON. lést í Landakotsspttala 28 febrúar Sigurveig Georgsdóttir, Guðmundur Georgsson, Magnús Georgsson. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin- manns, míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLMUNDAR JÓNSSONAR, frá Meira-Garði, Dýrafirði. Guðrún Jóna Guðmundsdóttir. Marvin Hallmundsson. ólöf Árnadóttir, Jónasína Hallmundsdóttir, Sveinn Hafberg. og barnabörn t Innilegar þakkir flytjum við öllum sem vottuðu okkur hluttekmngu við fráfall og útför eigínmanns míns. föður okkar, tengdaföður og afa ÓSKARS KR. SIGURÐSSONAR bifreiðarstjóra, Kirkjuvegi 6, Hafnarfirði. Una Nikulásdóttir Nikulás S.H. Óskarsson Borgþóra G. Óskarsdóttir Hannes Benediktsson Hansína G. Óskarsdóttir Kristinn j. Karlsson Oddný S. Óskarsdóttir Óskar J.B. Jónsson Örn Ægir Óskarsson Elin Guðmundsdóttir og barnabörn. t Við þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts. BJORNS ÓLA PÉTURSSONAR Sérstakar þakkir til Ólafs Gunnlaugssonar læknis, og hjúkrunarfólks á Landakotsspítala, fyrir frábæra umönnun i veíkindum hans. Þuríður Guðmundsdóttir, Haukur Bjornsson, Kristin Jónsdóttir, Pétur Björnsson, Sigurður Björnsson, Steingrfmur Björnsson Olga Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hildur Sigurbjörnsdóttir og Bryndis Snæbjörnsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, FRIOBJORNS ÞORSTEINSSONAR frá Vik I Fáskrúðsfirði sérstakar þakkir til hjúkrunarliðs og lækna á deild 7-A Borgarspítalans fyrir góða aðhlynningu i veikindum hans Áslaug Friðbjörnsdóttir Sigurpáll Friðbjörnsson Jón Friðbjörnsson Björn Friðbjömsson Egill Friðbjörnsson Aðalsteinn Friðbjörnsson Þórhallur Friðbjörnsson Guðmundur Magnússon Jóna Mortensen Sveina Lárusdóttir Ólafia Jónsdóttir Guðlaug Þórðardóttir Geir Friðbjörnsson og barnabörn. Eiginmaður minn t KRISTMANN KRISTINSSON, Birkihvammi 16. Kópavogi lést 26 febrúar s 1 Steinunn Sigurjónsdóttir. Oddný Stefánsdótt- - Minningarorð ir F. 25. september 1891. Ð. 23. febrúar 1977. Hið snögglega andlát frú Odd- nýjar kom mér mjög að óvörum, þvf fyrir skömmu var hún gestur á heimili mínu, hress og kát að vanda. Að vísu var aldurinn orð- inn nokkuð hár, en þrátt fyrir nokkur áföll, lét hún aldrei bil- bug á sér finna. Oddný Stefánsdóttir var fædd að Ásunnarstöðum i Breiðdal 25. september 1891. Foreldrar henn- ar voru Stefán Arnason, bóndi að Asunnarstöðum, og kona hans, Helga Lúðvíksdóttir Kemp. Bróð- ir Oddnýjar var hinn kunni vísna- smiður og vegaverkstjóri Lúðvík Kemp. Móður sína missti Oddný þegar hún var rúmlega 3ja ára. Á unga aldrei stundaði Oddný músiknám hjá séra Vigfúsi Þórðarsyni á Hjaltastað, og var organisti í Eydalakirkju á árun- um 1908 — 1912. Kenndi hún sfðar orgelleik í mörg ár eftir það, og einnig handavinnu, en hún var með afbrigðum mikil handa- vinnukona. í Kennaraskóla íslands innrit- aðist hún árið 1912 og lauk þaðan burtfararprófi árið 1915. Þá sótti hún matreiðslunám í 6 mánuði i" Kvennaskólanum í Reykjavík veturinn 1915 — 16, en það ár, 14. maí, giftist hún Björgólfi Stefáns- syni, sem þá vann í Leðurverzlun Jóns Brynjólfssonar i Reykjavík. Árið eftir stofnaði Björgólfur, ásamt vini sínum Theódór Bjarna frá Rauðará, „Skóverzlun B. Stefánssonar & Bjarnar", sem þeir ráku saman þar til árið 1925, en það ár keypti Björgólfur eignarhluta Theódórs og rak fyr- irtækið áfram undir nafninu „Skóverzlun B. Stefánssonar". Eftir lát manns síns, en hann dó 14. des. 1938, rak hún ásamt Björgólfi yngra verzlunina þar til árið 1955 að verzlunin hætti. Á 25 ára afmæli verzlunarinnar stofn- aði Oddný Verðlaunasjóð Björg- ólfs Stefánssonar við Verzlunar- skóla íslands. Þeim Björgólfi og Oddnýju varð ekki barna auðið, en tóku tvö bróðurbörn Oddnýjar sem kjör- börn. Þau eru Oddný, sem er gift Pétri Thorsteinsson, sendiherra, og Björgólfur, kvæntur Unni Jóhannsdóttur. Auk þess ólu þau upp hálfsystur Oddnýjar, Sigríði Jóhönnu, sem giftist til Banda- rfkjanna manni að nafni William Kelly. Stefán, faðir Oddnýjar, kvæntist þrisvar og eignaðist með þriðju konu sinni tvö börn. Pétur og Sigrfði. Þau hjón önduðust með stuttu millibili þegar Sigrfð- ur var aðeins nokkurra mánaða gömul. Pétri var komið fyrir norð- ur í landi, en Oddný hafði engar vöflur á, brá sér austur og sótti hálfsystur sfna. Ólst hún upp hjá þeim hjónum og var komið til mennta. Lauk hún prófi frá Verzlunarskóla islands og var sið- ar yið framhaldsnám í Bretlandi. Björgólfur lauk einnig námi frá sama skóla, en Oddný yngri lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um i Reykjavík. Þetta var í miðri heimsstyrjöldinni og ekki auðið að sækja nám til Evrópu, stundaði hún því nám við Háskóla íslands í eitt ár, en þá opnaðist mögueiki á háskólanámi i Bandaríkjunum. Hikaði hún ekki við að fara þang- að í skipalest, og lauk þar námi í viðskiptafræði með mjög góðri einkunn. Margar verzlunarferðir fór Björgólfur til útlanda og fylgdi Oddný honum iðulega á þeim ferðum. Eftir að hún var orðin ekkja dvaldi hún oft langdvölum erlendis hjá sendiherrahjónunum Oddnýju og Pétri, t.d. í Moskvu, París, Bonn og Washington. Naut hún þess að fylgjast með uppeldi dóttursona sinna. Sextán ára gamall réðst ég í þjónustu Björgólfs og varð vistin nærri sautján ár. Það varð mér góður skóli, því reglusemi og heiðarleiki I viðskiptum var sett öllu ofar. Oddný tók mér strax með alúð og vinsemd, og hefir sú vinátta haldist æ síðan. Heimili þeirra hjóna bar þess ljósan vott hversu myndarleg hús- móðirin var. Reglusemi, snyrti- mennska og smekkvisi og umfram allt gestrisni þeirra hjóna var rómuð. Það var þvi oft gestkvæmt á heimili þeirra, og margar góðar endurminningar eigum við hjón- in frá þeim samkvæmum, sem okkur var boðið í. Þar var hús- bóndinn hrókur alls fagnaðar. Einn var sá gestur, sem ég minnist sérstaklega að kom þar oft. Það var skáldið Guðmundur Friðjónsson frá Sandi. Við lát Björgólfs sendi hann Oddnýju stef, sem mér er ekki kunnugt um að birst hafi á prenti, og finnst mér ekki úr vegi að birta það hér. Fallin erforsæla á fótstig þinn — yfir augu þfn, ao óvörum. Signi sáI þfna sólargeisli, vaki þe> vonir, vinkonamfn. Ö.F. Að lokum vil ég minnast með aðdáun þess, hversu annt þau hjón létu sér um uppeldi og vel- ferð þeirra barna, sem þeim var trúað fyrir. öllum var þeim komið til góðra mennta, og ekkert til sparað að þeim liði sem best. Enda voru þau hjón einstaklega barngóð. Öllum aðstandendum sendum við hjónin okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Magnús Þorgeirsson. „Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur eðsama. En orðstfr deyr aldreigi, hveim sér góðan getur." „í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði... í því var iíf, og lifið var ljós mannanna." I dag verður amma okkar til moldar borin. Okkur barnabörn- um hennar, er efst I huga á þessum degi, að þeim sem gengur á Guðs vegum mun vel farnast að eilífu. Amma okkar sýndi okkur veg kærleikans með fordæmi og áttum við þvi með henni margar góðar stundir. Við þökkum henni fyrir það veganesti, sem hún hef ur veitt okkur. Blessuð sé minning hennar. Barnabörnin. Minning: Jóhann Garðar Bjöms- son vélsmíðameistari F. 7.febrúar 1917 D. 17. febrúar 1977. Skeiðið er runnið og dagur að kvöldi kominn. Vinur minn Jóhann Björnsson er Iátinn að oss öllum finnst löngu fyrir aldur fram rétt sextugur að aldri. Löng og farsæl kynni okkar átt- um við að þakka Gísla vini okkar í Asi þegar hann kallaði okkur saman unga drengi til að stofna Sendisveinafélag Reykjavikur haustið 1931 og upphófust okkar Jóhanns fyrstu kynni sem urðu að lífstíðar vináttu. Jóhann var þá sendisveinn hjá Kjöt og fisk en ég hjá heiðursmanninum Ludvig Storr og varð sú dvöl min hjá honum visir að lifsstarfi minu. Hálfdán Helgason, forstjóri f Kjöt og fisk, hefur oft minnst þess við mig hve frábær ungling- ur Jóhann var, dugmikill og trúr. Þegar hann var 16 ára réðst hann f iðnnám, vélvirkjun, hjá Vélsmiðjunni Steðja h/f hér í Reykjavik hjá miklum sóma- mönnum og lauk þar námi tvi- tugur að aldri með miklu lofsorði. Jóhann var mikill fyrstu einkunnar maður alla tið, stund- vís, áreiðanlegur og einn hugvit- samasti og fjölhæfasti vélsmiður sem útskrifast hefur frá Steðja h/f. Það segir sína sögu að 23j ára var Jóhann ráðinn sem yfirvél- smiður í Dósagerð Reykjavikur. Árið 1943 urðu mikil straumhvörf i lifi Jóhanns þegar hann kvænt- ist eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórunni Sigurjónsdóttur. Þau eignuðust 10 börn og reyndist Þórunn manni sinum alla tíð hin styrkasta stoð, mikil og góð hús- móðir og umhyggjusöm um hag heimilisins þvi af litlu var oft að taka. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður RAGNHEIÐAR GUOMUNDSDÓTTUR Ægissíðu 96. Magnús Kristinsson, Agústa Kristín Magnúsdóttir, Sigurður Jónsson, Soffia Magnúsdóttir, Kristinn Guðjónsson. Árið 1950 setti Jóhann á stofn Vélsmiðjuna h/f ásamt okkur tveimur, Agli Egilssyni og mér. Þá kynntist ég fyrst f raun hinni miklu hæfni Jóhanns, þvílikur völundarsmiður hann var og hve mikill hugvitsmaður og er ég sannfærður um að hefði Jóhann verið fæddur I öðru umhverfi sem stærra hefði verið I sniðum en land okkar og þjóð þá myndi hann hafa orðið frægur maður í fagi sínu fyrir uppfinningar. Jóhann var góður drengur og göfugur. Hann var vel af Guði gerður. Hann var greindur vel, stilltur og íhugull, kraftamaður, samanrekinn og jafnframt gædd- ur miklu jafnvægi og andlegum styrkleika. Hann kunni vel að vera glaður á góðum stundum með vinum sln- um en öðrum þræði var hann mik- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.