Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 23 Iðnkynningarár hálfnað: „Við upphaf iðnkynningar- ársins létu forsvarsmenn iðn- kynningar þá skoðun í Ijós. að ekki væri að búast við aukinni markaðshlutdeild íslenzks iðn- varnings, a.m.k. fyrsta hálfa ár- ið, þar sem mun lengri tíma tæki að breyta innkaupavenj- um fólks. Þær kannanir sem unnar hafa verið fyrir íslenzka iðnkynningu sýna hins vegar fram á að innkaupavenjur hafa breyst fslenzkum iðnaði í hag, mun skjötar en bjartsýnir menn þorðu að vona." Efnis- lega mælti Hjalti Kristgeirs- son, formaður verkefnisráðs fs- lenzkrar iðnkynningar, á þessa leið á fundi sem nokkrir af forsvarsmönnum íslenzkrar iðnkynningar héldu með frétta- mönnum nýlega. Tilefni þessa fundar var að nú er liðið lA ár frá þvi er opinberar aðgerðir íslenzkrar iðnkynningar hófust. Ráðgert er að þessum aðgerðum ljúki 15. september nk. Fyrir þann tíma eru mörg verkefni áætluð. Dagur iðnaðarins Þannig eru ráðgerðir 5 iðn- kynningardagar á síðari hluta iðnkynningarársins. Hefur í því sambandi verið óskað eftir sam- starfi við bæjar- og sveitar- félögin Sauðárkrók, Isafjörð, Selfoss og Reykjavík. Þá hefur hreppsnefnd Rangárvalla- hrepps óskað eftir þvi að iðn- kynning fari fram á Hvolsvelli í tilefni 50 ára afmælis byggðar á Hellu. Fari svo að áætlun þessi standist mun iðnkynning fara fram í öllum kjördæmum lands- ins. Nú þegar hefur borgarráð Reykjavíkur samþykkt að iðn- kynning fari fram í Reykjavík, en það er von íslenzkrar iðn- kynningar að sú iðnkynning muni standa í viku. Matvælakynning Fram kom á fundinum með fjórmenningunum Hjalta Geir, Pétri Sveinbjarnarsyni frkv.stj. ísl. iðnkynningar, Hauki Björnssyni, frkvstj. Fél. ísl. iðn- rekenda og Þórleifi Jónssyni frkvstj. Landssambands iðn- aðarmanna, að um mánaðamót- in mars/apríl er ráðgerð kynn- ing á íslenzkum matvælum. Mun kynningin fara fram í sal Iðnaðarhússins við Hallveigar- stíg í Reykjavík og standa yfir í vikutíma. Vonast er til að þessi sýning muni gefa gott yfirlit yfir íslensk matvæli, en að sögn fjórmenninganna hefur ákaf- lega lítið verð gert í því að kynna almenningi islensk mat- væli, og hefur t.d. aldrei verið sett upp heildarsýning á ís- lenskum matvælum hérlendis. Umbúðasamkeppni Umbúðasamkeppni, hin fimmta í röðinni, fer fram á næstunni. S:mkeppnin hefur áður verið á vegum Félags ís- lenskra iðnrekenda. í tilefni iðnkynningarárs verður keppn- in að þessu sinni á vegum iðn- kynningar. Megin tilgangur umbúðasamkeppni iðnkynning- ar er að auka áhuga á betri umbúðum, sem auka söluhæfni og styrkja þannig samkeppnis- aðstöðu islenskra iðnfyrir- tækja. Iðnkynning inn á við Eitt megin viðfangsefni ís- lenskrar iðnkynningar á næstu mánuðum er að hafa áhrif á íslensk iðnfyrirtæki í þá átt, að þau auki söluhlutdeild sina á Innkanpa- venjur hafa breyst íslenzk- um iðnaði íhag innlendum markaði og skipu- leggi betur markaðssetningu sína; kynningarstarf, vöruþró- un, sölu- og dreifingaraðferðir. Þessar aðgerðir felast m.a. í fundahaldi með forsvarsmönn- um fyrirtækja og síðan beinum aðgerðum í fyrirtækjunum sjálfum. Það er von íslenskrar iðnkynningar að ef vel til tekst, verði framhald á aðgerðum þessum eftir að iðnkynningar- ári lýkur. Hugmyndasam- keppni — ritgerðar- samkeppni I athugun er að íslensk iðn- kynning, ásamt fleiri aðilum standi fyrir hugmyndasam- keppni um ný framleiðslutæki- færi í iðnaði. Tilgangurinn með samkeppninni yrði m.a. að hvetja til nýsköpunar í iðnaði og leita að nýjum atvinnutæki- færum. Um þessar mundir stendur yfir ritgerðasamkeppni_ fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla og nemenda fram- haldsskóla. Ritgerðasam- keppnin er á vegum Félags is- lenskra iðnrekenda. Verðlaun eru að upphæð kr. 400.000.- Kynnisferðir. A næstu mánuðum verða farnar nokkrar kynnisferðir í iðnfyrirtæki. Tilgangur með kynnisferðunum er að koma á umræðum og skoðanaskiptum forsvarsmanna íslensks iðnaðar við þá aðila, sem boðnir eru og jafnframt að kynna starfsemi iðnfyrirtækja. Þegar hefur ver- ið farin slík kynnisferð með forsvarsmönnum innkaupa- stofnana og á næstunni verður borgarfulltrúum boðið í kynnis- ferð í iðnfyrirtæki. Fundir — ráðstefnur Fundaáætlun iðnkynningar verður fram haldið til loka iðn- kynningarársins. íslensk iðn- kynning hefur boðið þjónustu- klúbbum og fjölmörgum félög- um í landinu að senda fyrirles- ara á fundi til að kynna íslensk- an iðnað. Þá hefur verið ákveð- ið að islensk iðnkynning eigi aðild að ráðstefnu um iðnaðar- mál á Norðurlandi í samvinnu við Fjórðungssamband Norð- lendinga, en ráðstefna þessi fer væntanlega fram á Húsavík. Á ársþingi Junior Chamber í júní n.k. fer fram kynning á dagskrá um íslenskan iðnað. og vonast er reyndar til að íslenskur iðn- aður verði eitt megin „tema" þessa þings. Jákvæð áhrif iðn- kynningar Fram kom á blaðamanna- fundinum með forsvarsmönn- um íslenskrar iðnkynningar að frá upphafi hefði verið fylgst með áhrifum kynningaraðgerða íslenzkrar iðnkynningar. Hafa þrjár kannanir verið fram- kvæmdar í þessu tilef ni, en það er Hagvangur hf. sem annaðist kannanirnar. Könnun I, fór fram í maíbyrj- un 1976 áður en iðnkynning hófst til þess að hafa saman- burðargrundvöll fyrir síðari kannanir. Könnun II, fór fram mánuði síðar, eða í júníbyrjun 1976, eftir fyrstu auglýsingaherferð í sjónvarpi, sem gerð var í til- raunaskyni. Könnun III, fór fram í febrúarbyrjun 1977, eftir 5 mánaða starf iðnkynningar. Kannanir hafa verið fram- kvæmdar eftir tveim leiðum; annars vegar símakönnun, og hins vegar verslanakönnun, þar sem markaðshlutdeild ýmissa íslenskra vara var athuguð. Kannaðir voru þrír þættir; Breytingar á þekkingu varð- andi þau atriði, sem tekin voru til meðferðar í kynningu, breyt- ingar á afstöðu gagnvart ís- lenskum iðnaði og breytingar á innkaupavenjum, þ.e. hvort markaðshlutdeild íslehskra iðn- vara hafi aukist i þeim vöru- flokkum sem í samkeppni eru við erlendar vörur. 1 síðustu könnuninni var m.a. spurt um hvaða áhrif aðspurðir teldu að íslensk iðnkynning hafi haft. 89% töldu að hún hafi haft góð og jákvæð áhrif og aðeins 2% töldu að hún hafi ekki haft nein áhrif. 9% vildu ekki tjá sig um málið. Allir vissu hvað um var rætt, þegar spurt var um kynningarstarf- semina. Á þessu má sjá að aukning er á þeim svörum sem nefna þjóð- hollustu, atvinnu og gjaldeyris- sparnað, sem ástæðu fyrir því að fólk kaupi íslenskar iðnaðar- vörur. 1 könnun I töldu 16% það ástæðuna fyrir kaupum sín- um, í könnun II 27% og í könn- un III 41%. Í könnun I sáu 12% ekkert jákvætt við íslenskar iðnaðarvörur. 1 könnun II 5% og í könnun III voru þeir með öllu horfnir sem sáu ekkert já- kvætt við islenskar iðnaðarvör- ur. Við upphaf iðnkynningarárs- ins létu forsvarsmenn iðnkynn- ingar þá skoðun í Ijósi að ekki vaeri að búast við aukinni mark- aðshlutdeild íslenskrar iðn- aðarvöru, a.m.k. fyrsta hálfa ár- ið, þar sem mun lengri tíma tæki að breyta innkaupavenj- um fólks. Hins vegar sýnir síð- asta könnunin sem gerð var 5 mánuðum eftir að iðnkynning tók til starfa að innkaupavenj- ur hafa breyst — íslenskum iðnaði í hag. í þeim vöruflokk- um, sem könnunin tók til, hefur markaðshlutdeild islenskra iðn- aðarvara aukist um 6%. Aðgerðir nái beint til 100 þúsund manns Aðspurðir um hvort telja mætti aukna markaðshlutdeild íslenskra iðnaðarvara beina af- leiðingu kynningaraðgerða ís- lenskrar iðnkynningar, töldu fjórmenningarnir að ástæða væri til að ætlað að starf ís- lenskrar iðnkynningar skipti í þessu sambandi verulegu máli, því á sama tíma hefði ekkert annað kynningarátak komið til. Sögðu þeir að sýna mætti fram á beina fylgni í afstöðu til ís- lensks iðnaðar samfara kynn- ingarherferð iðnkynningar. Á hálfnuðu iðnkynningarári munu um 48 þúsund manns hafa komið á sýningar sem íslensk iðnkynning hefur staðið fyrir. Er hér um að ræða sýn- inguna islensk föt '76, og sýn- ingar á iðnaðarvörum og kynn- ingu á þjónustu iðnfyrirtækja í sambandi vð daga iðnaðarins á hinum ýmsu stöðum. Sögðust f jórmenningarnir gera sér von- ir um að er upp yrði staðið hefðu um 100 þúsund manns sótt sýningar á vegum samtak- anna. Vani, fastheldni, hugsunarleysi og snobb Eins og áður segir fram- kvæmdi Hagvangur hf. nokkrar kannanir á markaðshlutdeild íslenzkra iðnaðarvara fyrir ís- lenzka iðnkynningu. I könnun þessari var fólk spurt um hvers vegna það keypti ákveðnar teg- undir vöru. Var í 28% tilfella svarað til að það ákvarðaðist af vana, fastheldni, hugsunarleysi og snobbi. Sagði fólk þessa þætti ráða miklu meira um vöruval sitt en úrval vörumerk- inga eða umbúðir. Innlend framleiðsla hefur góða markaðs- hlutdeild Á fundinum með fréttamönn- um lýstu fulltrúar íslenzkrar iðnkynningar sig nokkuð ánægða með markaðs hlutdeild nokkurra innlendra iðnaðar- vara sem ættu í samkeppni við innflutning. Sögðu þeir úrslit- in, sem byggð væru á könnun- um Hagvangs hf., hafa sumpart kdmið sér á övart. Hefðu þeir ekki ímyndað sér jafn mikla hlutdeild ýmissa vara, sem raun bæri vitni um. Þannig hefði íslenskt þvottaefni (þvottaduft) um 80% markaðs- hlutdeild, uppþvottalögur um 90% hlutdeild, íslenskt djús 89%, íslenskt dósagrænmeti um 92%, íslensk sulta um 80%. Eru ofangreindar tölur fengnar sem meðaltal úr þremur könn- unum. Náðu kannanir þessar til þéttbýlisstaða. Marktækt úrtak nær til 200 heimila, en versl- anakannanirnar náðu til 5 verslana, mismunandi stórra. 1 tveimur síðustu könnunum kom síðar í ljós að markaðshlut- deild íslenskrar tómatsósu mun vera um 50%, íslensks shampoos um 43%, islensks tannkrems um 8%. 1 síðustu könnuninni kom svo í ljós að markaðshlutdeild íslensks rauðkáls var 52% og hlutdeild islenzkra ávaxtasúpna er um 73%. t Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins mins, föður, tengdaföður og afa GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR bifreiðarstjóra. HólmfrfSur Brynjólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarðarf ör RAKELAR ÞÓRARINSDÓTTUR ' Víðilundi 4 E, Akureyri Sérstakar þakkirtil skáta á Akureyri Börn, tengdabörn og barnabörn. UliI.YSlNliASIMINN KR: 22480 3W»rmrobTaöi&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.