Morgunblaðið - 02.03.1977, Page 31

Morgunblaðið - 02.03.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 31 Axel Axelsson átti mjög góðan leik með íslenzka landsliðinu i gærkvöldi. Hann skoraði sjö mörk sjálfur og átti gullfallegar línusendingar sem gáfu mörk. Hefur Axel ekki verið betri i annan tíma. I stuttu máli B-heimsmeistarakeppnin í handknattleik Linz. Austurríki 1. marz tlRSIJT: tsland — Spánn 21—17 (11—9) GANGUR LEIKSINS: Mín. tsland 1. Geir 2. J6n (v) 3. Geir 6. Axel 8. 9. Axel 10. 11. Axel 12. 14. 14. ÓlafurE. 16. 18. 22. Viðar (v) 23. ólafurJ. 24. 25. 9:8 Alpzu 27. 27. ÓlafurJ. 29. ÓlafurJ. Hálfleikur 32. 34. Axel 36. ÓlafurJ. 37. 39. Geir 40. Viðar (v) 40. 44. Axel 47. Axel 51. 51. Azel 52. 53. ólafurJ. 55. 57. ÓlafurJ. 58. 58. Björgvin 59. Spánn 1:0 2:0 3:0 4:0 4:1 5:1 Rochel (v) 5:2 6:2 Alpzu 6:3 G. Lopez 6:4 7:4 Novoa 7:5 Novoa 7:6 8:6 9:6 Taure 9:7 Uria 9:9 10:9 11:9 Uria 11:10 Rochel 12:10 13:10 13:11 G. Lopez 14:11 15:11 15:12 G. Lopez 16:12 17:12 17:13 Rochel (v) 18:13 18:14 Taure 19:14 19:15 Novoa 20:15 20:16 Alpzu 21:16 21:17 Hernandez IVIÖRK ISLANDS: Axel Axelsson 7. Ólafur H. Jónsson 6, Geir Hallsteinsson 3, Viðar Sfmonarson 2, ólafur Einarsson 1, Björgvin Björgvinsson 1, Jón H. Karlsson 1. MÖRK SPANAR: Rochel 3. Alpzu 3. G. Lopez 3, Novoa 3. Taure 2, Uria 2. Hernandez 1. BROTTVtSANIR AF VELLI: Ólafur H. Jóns- son, Axel Axelsson og Þórarinn Ragnarsson f 2 mín. hver, Jose Novoa og De Andres f 2 mfn. MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST: Rochel og Alpzu áttu vftaköst f stöng og út f fyrri hálfleikn- um. DÓMARAR: Rodil og Ohlsson frá Danmörku og dæmdu mjög vel. AHORFENDUR: 500—60«. ERFIÐUR HJALLIVAR YFIRSTIGINN í GÆR - möguleikar íslands aukast verulega eftir sigur yfir Spánverjum Frá Sigtryggi Sigtryggssyni, fréttamanni Mbl. í Linz. ÍSLENZKA handknattleikslandsliðið náði einum af sín- um beztu leikjum í gærkvöldi er það bar sigurorð af Spánverjum í B-heimsmeistarakeppninni í handknatt- leik í Linz-Sporthalle í Austurríki, 21—17. Þessi sigur var okkur afskaplega mikilvægur, og eykur vonir um að íslendingum auðnist að ná því takmarki sínu að komast í A-heimsmeistarakeppnina í Danmörku að ári. Reyndar er enn ein hindrun á leiðinni þangað — Hollendingar — en við þá verður leikið á fimmtudaginn. Miðað við það sem við höfum séð til Hollendinga má ætla að íslenzka liðið sé til muna sterkara, en víst er þó að enginn leikur er unninn fyrr en hann er búinn. Hollendingarnir komu á óvart í leik sfnum við Norðmenn og unnu þá, og þeir töpuðu fyrir Austur-Þjóðverjum með aðeins einu marki meira en íslendingar topuðu fyrir þeim. Það var mikil gleði ríkjandi meðal íslenzku leikmannanna eftir leikinn í gærkvöldi. Þeir féllust í faðma og hylltu þjálfara sinn, Janusz Cerwinski, óspart. Þvi var ekki að neita að leikmenn- irnir höfðu verið dálítið kvíðafull- ir áður en gengið var til leiksins við Spánverjana, þar sem miklar sögur hafa gengið að undanförnu um hversu sterkir þeir væru. Og vist er að Spánverjar eiga góðu liði á að skipa. Þeir töpuðu ekki leiknum í gærkvöldi vegna þess að þeir væru með slakt lið, heldur eingöngu vegna þess að íslending- ar náðu sínu bezta fram og sýndu afbragðsleik, yfirvegaðan og vel Utfærðan. Þótt það væri fyrst og fremst góð samvinna í íslenzka liðinu, sérstaklega í varnarleiknum, sem skóp sigurinn, er því ekki að neita að í gærkvöldi áttu nokkrir leik- manna íslenzka liðsins algjöran stjörnuleik. Þar ber fýrst að nefna Ólaf Benediktsson, mark- vörð, sem átti þarna einn af sínum beztu leikjum fyrr og síðar, og segir það töluverða sögu um frammistöðu hans, að hann varði hvorki meira né minna en níu skot af línunni frá Spánverj- unum. Axel Axelsson átti einnig í gær- kvöldi einn bezta leik sem hann hefur sýnt með islenzka landslið- inu allt frá því að íslendingar unnu sinn eftirminnilega sigur yfir Frökkum i undankeppni heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik 1975. Var Axel bókstaf- lega óviðráðanlegur fyrir spænsku varnarleikmennina. Hann skoraði sjálfur sjö mörk, sum hver með ógurlegum þrumu- skotum, þar sem varla var unnt að koma auga á knöttinn fyrr en hann lá i marki Spánverjanna, og fjórum sinnum átti Axel linu- sendingar inn á Ólaf Jónsson, sem gáfu mörk. Þessar sendingar voru lika stórkostlega fallegar, komu óvænt og það jafnvel utan af miðj- um velli. Ólafur H. Jónsson var einnig í miklum ham í þessum leik, ekki síður í vörninni en i sókninni og þegar Ólafur er jafn grimmur í varnarleik sinum og hann var i gær, má bóka að það er ekki auð- velt að komast framhjá honum. Óskabyrjun tslenzka liðið fékk sannkallaða óskabyrjun í leiknum í gær, en þar var ekki um neina tilviljun að ræða, heldur afleiðingu þess að okkar menn komu mjög ákveðnir til leiks og léku stórskemmtilega iltfærðan handknattleik á upp- hafsmínútunum. Staðan var orðin 4—0, þegar 6 mínútur voru liðnar af leiknum, og þessi góða byrjun hefði átt að gefa liðinu byr undir báða vængi. Svo var þó ekki, þar sem Spánverjar tóku að saxa á forskotið og tókst að jafna leikinn í 9—9, þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn. Átti islenzka liðið þarna sinn daufasta kafla í leikn- um, og bar nokkuð á mistökum í sóknarleiknum. Vörnin stóð hins vegar jafnan fyrir sínu. En samvinna þeirra Ólafs H. Jónssonar og Axels Axelssonar færði íslendingum tvö mjög svo mikilvæg mörk á lokamínútum fyrri hálfleiksins, þannig að staðan að honum loknum var 11—9 fyrir ísland Aukin forysta Í seinni hálfleiknum tókst Spánverjum aldrei að jafna hvað þá meira. Minnstur var munurinn eitt mark, er staðan var 11—10 á upphafsminútum hálfleiksins. Um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 17—12 fyrir ísland og þar með mátti segja að sigurinn væri íhöfn. Upp úr þessu fór lika að gæta örvæntingar í leik Spánverj- anna, þeir fóru að reyna skot sem ólíklegt var að bæru árangur, og misstu greinilega trú á að þeir hefðu möguleika í leiknum. Und- ir lokin slakaði íslenzka liðið einnig örlítið á í varnarleiknum, enda hinn mikilvægi sigur þá kominn í höfn. Nýtingin Nýting íslenzka liðsins í sóknar- leiknum verður að teljast allgóð í þessum leik. Ef litið er á frammi- stöðu einstakra leikmanna, þá átti Axel flest skot, 13 talsins, og hann skoraði 7 mörk. Auk þess átti Ax- el 5 línusendingar sem gáfu mörk. Tvisvar tapaði Axel knettinum til Spánverja. Ólafur H. Jónsson átti 9 skot og 6 mörk. Geir Hallsteinsson átti 5 skot og 3 mörk. Hann fiskaði eitt vítakast. Viðar Símonarson átti 3 skot, 2 mörk, 2 línusendingar, sem gáfu mörk, fiskaði 1 vítakast og tapaði knettinum einu sinni. Björgvin Björgvinsson átti 2 skot og 1 mark. Hann fiskaði 1 vítakast. Jón H. Karlsson átti 2 skot og 1 mark. Hann tapaði knettinum einu sinni. Þorbjörn Guðmundsson átti 2 skot og ekkert mark. Ólafur Einarsson átti 2 skot og 1 mark. Þórarinn Ragnarsson átti ekk- ert skot í leiknum, en hann tapaði knettinum þrívegis. „Gömlu jaxl- arnir“ mest inná Liðið sem lék í gærkvöldi var að mestu hið sama allan leikinn. Voru það „gömlu jaxlarnir", Geir, Viðar, Ólafur Benediktsson, Ólaf- ur H. Jónsson, Axel Axelsson, Björgvin og Þórarinn, sem reynd- ar skipti nokkuð oft við Jón H. Karlsson. Sem fyrr greinir áttu Ólafarnir og Axel stjörnuleik að þessu sinni, en Viðar Símonarson gaf þeim reyndar lítið eftir. öryggi hans og rósemi virkaði mjög vel á liðið, og það var varla hægt að sjá hann gera mistök leikinn út. Geir stjórnaði spilinu eins og oftast áður, en i vörninni var Geir hins vegar óákveðnari en oftast áður, sérstaklega i fyrri hálfleik, er hann missti Spánverj- ana nokkrum sinnum framhjá sér. Allt gekk skemmtilega upp — ÞETTA gekk allt skemmtilega upp hjá okkur, og þetta var stórffnn leikur að mínu mati, sagði Ólafur H. Jónsson eftir leikinn I gærkvöldi. — Þarna náðum við góðri vörn og markvarzlan fylgdi á eftir. Við höfðum heyrt margar sögur um styrkleika Spánverja og vorum því ákveðnir að berjast allt frá byrjun og gera hvað við gátum. Samvinna okkar Axels tókst vel í þessum leik, og ég er sérstaklega ánægður með hvað Axel stóð sig vel. Nú er takmarkið að vinna Holland á fimmtudaginn, þá getum við Axel farið ánægðir til Þýzka lands á föstudaginn, en við eigum leik í deildinni á laugardaginn og spilum því ekki með íslenzka liðinu, ef það kemst í úrslitakeppnina í Vín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.