Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1977 Kosmos IV er 22 þúsund lestir og hefir 50—60 manna áhöfn. Sildarbátur er við hliS togarans. Nýr vandi steðjar að sovézkum fiskiðnaði Moskvu, 3 marz AP SOVÉZKUR fiskiðnaður er sá mesti f heimi og ofveiði og 200 mflna lögsaga sem fjöldi rfkja hefur tekið sér valda honum alvarlegum vandkvæðum. Rússar veiða 13% heimsaflans, afli þeirra er meiri en nokkurrar annarrar þjóðar og hefur aukizt um helming á 10 árum. Fiskiðnaðurinn er talinn bezt skipulagða aivinnugrein Rússa og standa öðrum greinum framar vísindalega séð. Nú hafa stjórnvöld ákveðið að auka aflann þótt það geti reynzt erfitt. Samkvæmt síðustu 5 ára áætlun á aflinn að aukast um 30—32% til 1980. Almenningur hefur verið hvattur til að borða meiri fisk, sennilega til að bæta upp kjötskort Rússar fá 20% eggjahvituefna sinna úr fiski. Á sovézkum veitingahúsum er aðeins fiskur framreiddur einn dag í viku. Hins vegar hafa veiðar Rússa verið takmarkaðar á 80% þeirra miða sem þeir stunda eða verða takmarkaðar. Útfærsla EBE-landanna og Bandaríkjanna í 200 mflur og sams konar ráðstafanir í tugum annarra landa svipta þá aðgangi að beztu miðum sínum. Sjálfir hafa Rússar tekið sér 200 milna lögsögu Rússar vildu bíða með útfærsluna unz hafréttarráð- stefnan lyki störfum en sáu sér ekki annað fært en að færa út lögsöguna vegna aðgerða annarra landa Þeir hafa neyðzt til að ganga til samninga við EBE þótt þeir hafi ekki viljað viðurkenna bandalagið Þeir sáu sér ekki annað fært þar sem þeir sáu fram á að missa 10% þess afla sem þeir hafa fengið á þessum miðum Jafnframt leita Rússar að nýjum möguleikum: nýjum miðum og nýjum fisktegundum, nær og fjær. Sovézkir togarar veiða á nýjum miðum við Alaska, Suðurskauts- landið og sunnanverða Afrí.ku Þeir kanna líka djúpfisk- veiðar á miðum þar sem fiskur nálægt yfirborðinu fer minnkandi vegna ofveiði Mikil áherzla er lögð á fiskeldi í Sovétríkjunum i ám og vötnum og i fiskiræktarbúum Aflinn fer aðallega til heimaneyzlu en verðmæti útflutn- ings fisks og fiskafurða nam um 200 milljónum dollara 1975 Nokkuð af aflanum er unnið um borð í verk- smiðjuskipum þeirra og sent beint til nálægra landa En þótt aukin áherzla sé lögð á ferskan fisk fæst aðallega niðursoðinn, saltaður eða reyktur fiskur i Moskvu. Spánverjar reka Rússa Madrid, 3. marz. Reuter. SPÆNSKA stjórnin hefur krafizt þess að Rússar kalli heim einn starfsmann viðskiptasendinefnd- ar sinnar f Madrid, Yuri Pivovarov, vegna „starfsemi sem samræmist ekki opinberum störf- um hans“. Aðeins þrjár vikur eru liðnar sfðan Spánverjar tóku upp stjórn- málasamband við Rússa f fyrsta skipti frá lokum borgarastyrj- aldarinnar, en sovézkur sendi- herra hefur ekki verið skipaður. Viðskiptanefndin hefur verið nokkurs konar óopinbert sendi- ráð Rússa á Spáni f nokkur ár. Blaðið Diario 16 segir að Pivovarov hafi verið starfsmaður sovézku leyniþjónustunnar KGB og viðað að sér upplýsingum um spænskan iðnað. Jafnframt þinga þrír helztu leiðtogar evrópskra kommúnista í Madrid og fundurinn er skoðaður sem stuðningur við spænska kommúnistaflokkinn en fyrir- skipunin um brottvísun Pivovar- ovs gæti spillt fyrir baráttu spænskra kommúnista fyrir þvi að fá lagalega viðurkenningu fyrir fyrirhugaðar þingkosningar í júni. Ásakanir um sovézkar njósnir gætu endurvakið almenna tor- tryggni i garð kommúnista og Sovétrikjanna að sögn stjórn- málafréttaritara. Gerð er ráð fyrir þvi að á leið- togafundi kommúnista verði reynt að skýrgreina svokallaðan evrókommúnisma, en jafnframt leitazt við að forðast beinan hug- sjónafræðilegan árekstur við kommúnistaríkin, einkum í mannréttindamálum. Fundinn sitja spænski kommúnistaleiðtoginn Santiago Carrillo, franski kommúnistaleið- toginn Georges Marchais og ítalski kommúnistaleiðtoginn Enrico Berlinguer. Króati játar NewYork, 3. marz Reuter KRÓATI sem tók þátt í ráni farþegaþotu TWA, sem flaug með 51 gfsl frá New York til Parfsar með viðkomu i Keflavik f september i fyrra, hefur játað sig sekan um tilraun til mann- ráns. Alls voru fimm króatiskir Bandaríkjamenn ákærðir fyrir flugránið Króatinn. sem hefur játað, Mark Vlasic, verður dæmdur 29. apríl og á yfir höfði sér sex til 1 8 ára fangelsi Hinir sakborningarnir fjórir verða leiddir fyrir rétt 7 marz, ákærðir fyrir morð Lögreglu- maður i New York beið bana og þrír særðust þegar þeir reyndu að fjarlægja sprengju, sem flug- ræningjarnir skildu eftir Gallabuxumar,MC sem endast & endast W m 2* J* - & • LAUGAVEGUR ©-21599 BANKASTRÆTI ©-14275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.