Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1977 ilfaKgtnilrlfifrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið. Afstaða formanns Alþýðuflokksins Benedikt Gröndal formaöur Alþvðuflokksins ritar for- .vstugrein f Alþýðuhlaðið f fyrradag, þar sem hann fjallar um forystugreinar, sem að undanförnu hafa bir/t f Morgunblaðinu um niðurstöður kjaramálaráðstefnu Alþýðusambandsins. og telur að f þeim hafi birzt hörð og neikvæð afstaða til málefna launþega. Þessar staðhæfingar formanns Alþýðuflokksins eru á algerum misskilningi byggðar, enda er ekki hægt að finna þeim stað í forystugreinum Morgunblaðsins. Þvert á mðti hefur Morgunhlaðið nú, eins og undan- farna mánuði, tekið þá afstöðu að bæta verði hag þeirra þjöðfðlags- hópa, sem verst hafa orðið úti f þeirri dýrtfðaröldu, sem gengið hefur yfir landið sfðustu ár. f því samhandi vakti Morgunblaðið sérstaklega athygli á því í forystugrein í fyrradag, að þeir hópar, sem sérstaklega þyrfti að huga að, væru ófaglærðir verkamenn, iðnverkafólk, af- greiðslufólk í verzlunum, starfsfólk f frystihúsum, láglaunamenn f röðum opinberra starfsmanna og Iffeyrisþegar, fyrst og fremst þeir, sem hefðu ekkert annað til að lifa af en bætur aimannatrygginga og óverðtryggðan lífeyri úr Iffeyrissjóðum. Formaður Alþýðuflokksins segir í forystugrein sinni: „Morgunblað- ið hoðar miskunnarlaust að draga beri verulega úr þeim hluta þjóðar- teknanna, sem fer um hendur hins opinbera, og reynir að snúa út úr samþykktum kjaramálaráðstefnu ASÍ til að draga hana f lið með sér. Það er Ijót iðja, þvf að sannarlega vakir ekki hið sama fyrir þessum tveimur aðilum.“ Þessi staðhæfing stenzt heldur ekki. í forystugrein- um Morgunblaðsins hefur verið vakin athygli á tveimur meginþáttum f þeirri efnahagsstefnu, sem mörkuð var á kjaramálaráðstefnu Al- þýðusamhandsins. Annar er sá, að Alþýðusamhandið er bersýnilega þeirrar skoðunar, að draga eigi verulega úr fjárfestingu. Það vekur athygli á því, að fjárfesting okkar tslendinga hafi að undanfiirnu numið þriðjungi af þjóðarframleiðsiu samanhorið við um fimmtung hjá nágrannaþjóðum. Undir þetta sjónarmið hefur Morgunblaðið tekið og verður ekki séð að í þvf felist nokkur útúrsnúningur, þaðan al' sfður „Ijót iðja“. Þá lýsti kjaramálaraðstefna Alþýðusambandsins þeirri skoðun að lækka bæri ýmsar álögur rfkisins um a.m.k. 7,2 milljarða króna og að dragá bæri úr útgjöldum að sama marki með frestun á afborgun lána, með sparnaði f rekstrargjöldum rfkissjóðs og að öðru leyti vinna tekjutapið upp með auknum skattaálögum á atvinnureksturinn. Þessi stefnuvfirlýsing kjaramálaráðstefnu Alþýðu- samhandsins verður með engu móti skilin á annan veg en þann, að verkalýðssamtökin telji að draga beri úr rfkisumsvifum og getur þess vegna heldur ekki falizt nokkur útursnúningur f þvf að benda á það. Þá segir Benedikt Gröndal f forystugrein sinni: „Mogunblaðið er nú hætt að d.vlja þá stefnu sfna, að samdráttur í umsvifum ríkissjóðs eigi að koma fram á almannatryggingum, heilbrigðisþjónustu og skóla- kerfinu, sem eru stærstu útgjaldaliðir rfkisins. Knda þótt heilhrigð endurskoðun á þessum kerfum, til að koma f veg fvrir misnotkun, sé sjálfsögð, er sýnilegt, að Morgunblaðið stefnir að samdrætti á þessum sviðum. Það á að minnka hlut þeirra gamalmenna. örvrkja og annarra, sem njóta trygginganna og draga úr heilbrigðisþjónustunni — annað geta orð hlaðsins ekki þýtt. Um þetta segir ASl að engar ráðstafanir megi bitna á almennri. félagslegri þjónustu og er sú stefna skýr." Morgunhlaðið hefur ekki hvatt til stórfellds niðurskurðar á framlög- um til almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu <»g skólakerfis í því skvni að minnka híut aídraðra. öryrkja og sjúkra. Hins vegar vakti Morgunblaðið athygli á þvf f fvrrnefndum forvstugreinum að tii þessara þriggja málafokka ganga 50% af útgjöldum rfkissjóðs. Ef menn vilja ræða af einhverju raunsæi um stefnu Alþýðusamhands íslands f efnahagsmálum, einsoghúnvar mörkuð á kjaramálaráðstefn- unni, er auðvitað alveg Ijóst, að ekki er hægt að ná fram sjö milljarða sparnaði f rfkisútgjöldum án þess, að sá sparnaður komi með einhverjum hætti fram á þeim þremur málaflokkum, sem að var vikið. Hitt er svo annað mál og um það geta Morgunbiaðið og Alþýðuflokkur- inn áreiðanlega orðið sammála að þeim sparnaði á ekki að ná fram með þvf að minnka hlut aldraðra, öryrkja og sjúkra, heldur á þvert á móti að snfða vankantana af þessum opinberu kerfum til þess að koma f veg fyrir peningaevðslu f þágu þeirra, sem ekki þurfa á því að halda. Það er til dæmis umhugsunarefni að kostnaður við sjúkrahúsarekstur er orðinn gífurlegur. A sumum sjúkrahúsum eru fjórir starfsmenn á hvern sjúkling og þannig mætti nefna fjölmörg dæmi, sem full ástæða er til að taka upp til skoðunar. I forystugrein sinni segir Benedikt Gröndal: „Vaxtamálin eru að sjálfsögðu tvfeggjuð, enda nátengd hinu almenna efnahagsöngþveiti. Ilins vegar er það staðreynd, að fyrirtæki greiða gífurlegar fúlgur f vexti og gætu hækkað laun, ef unnt væri að létta þeim vaxtabvrðina. Það gengur ekki til lengdar að atvinnurekstur greiði slíka þrælavexti, sem hér tfðkast." Það er út af fyrir sig hægt að taka undir það með formanni Alþýðuflokksins og Alþýðusambandinu, að vextir eru orðnir afar háir hér á landi. Þeir eru þó ekki hærri en svo, að einn af þingmönnum Framsóknarflokksins upplýsti á dögunum, að á undan- förnum árum hefðu almennir sparifjáreigendur í raun orðið að þola neikvæða vexti af spariinnlögum sínum. Spurningin, sem Benedikt Gröndal og Alþýðusambandið verða að svara, er sú, hvérnig tryggja eigi hag sparifjáreigenda f óðaverðbólgunni, ef útlánsvextir eiga að lækka stórlega, því væntanlega er öllum Ijóst, að ekki er hægt að lækka útlánsvexti nema með því móti að lækka innlánsvexti. Nú fara í hönd viðamiklir kjarasamningar, sem hafa munu mikil áhrif á þróun efnahagsmála okkar á næstu misserum. Okkur hefur tekizt á rúmlega tveimur árum að rétta mjög við efnahagslega frá því, sem var um skeið, og þar hafa komið við sögu aðhaldsaðgerðir rfkisstjórnarinnar og hatnandi árferði á erlendum mörkuðum. Það er ástæða til að hvetja til málefnalegra og opinskárra umræðna um stöðuna f efnahagsmálum og uppbvggingu launakerfis landsmanna á þeim vikum, sem nú fara f hönd. Að þvf vill Morgunblaðið stuðla og þær forystugreinar blaðsins, sem formaður Alþýðuf'lokksins hefur gert að umtalsefni, eru þáttur f þeirri viðleitni blaðsins. Um eitt grundvallaratriði geta Morgunblaðið, Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband tslands áreiðanlega orðið sammála, en það er að í komandi kjarasamningum ber að leggja áherzlu á að bæta mvndarlega hag láglaunahópanna, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, og Iffeyrisþeganna. skák^H SPASSKY - HORT — SPASSKY — HORT - SPAS Ahorfendur teknir tali Skákáhugamenn hafa greinilega fundið lyktina af einhverju skemmtilegu f gærkvöldi og fjöl- menntu á Loftleiðahótel til að fylgjast með þriðju skák Spasskys og Horts. Skipti það þá greinilega engu máli þó að fyrstu tveimur skákunum lyktaði með jafntefli. Voru fleiri áhorfendur á skák- inni f gærkvöldi en þeim 2 fyrri, tilfinningin sagði þeim að nú drægi til tíðinda. Við tókum fjóra þessara kappa tali og spurðum þá hverjir sig- ruðu f áskorendaeinvfgjunum fjórum. Það skal tekið fram, að þeir voru spurðir áður en úrslit urðu Ijós f skákinni f gærkvöldi: Jakob Hafstein: — Larsen, Mecking og Kortsnoj sigra á mótunum þremur, sem tefld eru í Sviss, ítaliu og Hollandi. Ég hef þá trú, að Hort vinni hérna, hann teflir betur en Spassky, það er eins og það vanti einhvern neista heimsmeistarann fyrrverandi. Það er örugglega afar erfitt að vinna Hort eins og hann tefldi i tveimur fyrstu skákunum og þá fyrir hvern sem væri, nema auð- vitað Fischer, sem er yfirburða- maður í skákinni og færi létt með heimsmeistarann Karpov. Jóhann Þórir Jónsson: —Ég held að það séu meira forlögin, sem ákveða hver sigrar í þessu einvfgi hér, heldur en að annar skákmannanna sé sterkari. Ég hef þó rfka tilhneigingu til að halda að Spassky vinni, en Hort hefur þó teflt mjög vel það sem af er einvíginu. Það eina, sem er vist er að einvígið verður mjög jafnt Larsen vinnur Portisch Polugajevsky vinnur Mecking oj. Kortsnoj vinnur Petrosjan í eir- vígi, sem verður mjög jafnt o; einkennist mjög af taugaóstyrk. Haraldur Blöndal: —Þetta verður alveg í járnum og sigurinn tæpast meiri en einn vinningur á annan hvorn veginn. Ég hallast frekar að því að Spassky vinni, en vissulega gæti þetta farið á hvorn veginn sem er. Larsen, Mecking og Kortsnoj komast áfram úr hin- um einvígjunum — að sjálfsögðu held ég með Kortsnoj, það gera allir sannir lýðræðissinnar. Árni Njálsson: — Ég hef það á tilfinningunni að Hort vinni, en munurinn verður aldrei mikill, mesta lagi ein skák. Annars er ekki ólíklegt að sá, sem vinnur fyrstu skákina, komist áfram úr þessu einvígi hér. Ég reikna með að Larsen, Polugajevsky og Petrosjan komist áfram úr hinum einvígjunum. Larsen og Polugajevsky gætu unnið með einhverjum mun, en slíkt gerist ails ekki í einvígi Rússanna tveggja. Æsispennandi skák Hvftt: Boris Spassky Svart: Vlastimil Hort Enski leikurinn I. c4 — e5, 2. Rc3 — Rc6, g3 — g6, 4. Bg2 — Bg7, 5. e3 — d6, 6. Rge2 — f5, 7. d4 (einnig kemur til greina að leika 7. d3 og síðan 8. Rd5) — e4, 8. b4! — Rf6, (Auðvitað ekki 8. .. Rxb4? vegna 9. Da4-<-Rc6, 10. d5) 9. Hbl — Re7, 10. f3 (Hvitur verður að ráðast á peðakeðjuna á miðborðinu, áður en svartur fær ráðrúm til að leika c7-c6 og d6-d5 með traustri stöðu.) exf3, II. Bxf3 — 0-0, 12. 0-0 — Kh8 (Svartur velur hægfara áætlun. Einnig kom til greina að freista gæfunnar með 12.. . d5!?) 13. b5 — Reg8, 14. Rf4 — He8, 15. Hb2! (Undirbýr flutn- ing hróksins yfir á kóngsvæng eftir að staðan hefur opnast) Rh6, 16. Bg2 (16. Rcd5 yr-i svarað með 16... Re4) Rf7, 17. Rfd5 — Rxd5, 18. Bxd5 — Dd7, 19. Bg2 (19. Df3 yrði væntanlega svar- að með 19.. . Rg5, 20. Dg2 — Reg6, með hótuninni 21... Rxd4) — Rg5, 20. h4 (Hvítur gat einnig haft allt á hreinu og leikið einfaldlega 20. He2!) — Re6, 21. g4!? (Glæfralegur leik- ur sem Spassky lék þó eftir mjög stutta umhugsun) — fxg4, 22. Dxg4 (Að tefla upp á sókn með 22. Re4 gengur ekki vegna 22.. . De7!) — Rxd4! (Hort tekur áskorun- inni fegins hendi, enda gæti Spassky hafa yfirsést þessi möguleiki f útreikningum sín- um fyrr f skákinni) 23. Dxd7 (Hér var einnig stungið upp á drottningarfórninni 23. Dxd4?!, en Spassky lék hratt og gaf ekki gaum að þeim möguleika) — Bxd7, 24. exd4 — Bxd4, 25. Hbf2 — Bxc3, 26. Bxb7 — Hb8, 27. Hf7 (Spassky hirti ekki um að leggja lúmska gildru fyrir andstæðing sinn með 27. Bd5. Eftir 27. . . Bd4, 28. Kg2 — Bxf2?, 29. Bb2 — He5, 30. Hxf2 og hvftur stendur betur. Gall- inn er hins vegar sá að ef svart- ur leikur 28... Bf5! í stað þess að taka skiptamuninn er hvftur engu nær) — Bd4, 28. Kh2, (Eftir 28. Khl — Bf5 gæti hvft- ur ekki leikið 29. Hxc7 vegna 29.. . Hxb7. 30. Hxb7 — Be4 og vinnur) — Bf5, 29. Hxc7 — He2, 30. Kg3 — Hxa2 (Hér töldu flestir áhorfendur að tap- ið blasti við Spassky. Hann var þó á öðru máli og lék) 31. Bf4 — Hd8, (Kort var hér þegar kominn i tfmaþröng og varð að leika því sem hendi var næst) 32. Bd5 — h5? (Betra var 32... Ha3+) 33. He7 — a5, 34. bxa6 (framhjáhlaup) — Hxa6, 35. Bg5 — Hb8, 36. Hxf5!! (Eins og þruma úr heiðskfru lofti! Þessi glæsilega skiptamunsfórn tryggir hvftum góða vinningsmöguleika. — gxf5, 37. Kf4 — Hf8? ( til jafnteflis leiddi 37..Ha 7!), 38. Bh6 — Hg8, (Flestir áhorfendur bjuggust við 38. .. Be5+. Hvftur á hins vegar snjallt svar: 39. Kg5!! — Bf6+, 40. Kg6 og mátar) 39. Kxf5! (39. Bxg8 — Kxg8, 40. Kxf5 var jafntefli, en Spassky vill meira) — Hgl, 40. Bg5! I þess- ari stöðu fór Hort svo yfir tíma- mörkin. Þó að Spassky sé skiptamun undir hefur hann alla vinningsmöguleika vegna hótunarinnar 41. Kg6, eftir Margeir Péturs- son

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.