Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGÚR 4. MARZ 1977 Halldór Jónsson stór- kaupmaður - Minning Halldór Jónsson, stórkaup- maður og iðnrekandi, lézt hér f Reykjavík hinn 23. febrúar síðast liðinn. Að undanförnu haíði hann átt við þungbæran sjúkdóm að striða, dvalið á sjúkrahúsi, en var þó talinn á batavegi, er andlát hans bar skyndilega að. Útför hans fer fram í dag frá Háteigs- kirkju. Halldór Jónsson var fæddur á Kirkjubæ í Hróarstungu, Norður- Múlasýslu, hinn 16. janúar árið 1916. Foreldrar hans voru Jón Sigfússon Sigurgeirssonar, Jóns- sonar, Þorsteinssonar prests að Reykjahlíð og Kirkjubæ og Kristin Halldórsdóttir, Jakobs- sonar, Benediktssonar prests að Miklabæ og Víðimýri. Þau hjón, Jón og Kristín, voru í nokkur ár á Kirkjubæ en fluttust siðan að Hallfreðarstaðah jáleigu í sömu sveit, þar sem þau bjuggu góðu búi yfir 25 ár. I báðar ættir var Halldór af dugnaðar- og gáfufólki kominn. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, en þannig atvikaðist, að hann lauk stúdentsprófi utanskóla í Mennta- skólanum i Reykjavík haustið 1941. Þá fór hann í lagadeild Há- skólans, en hætti brátt námi og gerðist fulltrúi tollstjórans i Reykjavik. Á árunum 1942—1955 var hann einn af eigendum og jafnframt framkvæmdastjóri Verzlunarinnar Gullfoss h.f. Eftir það stofnaði hann Heildverzlun- ina Halldór Jónsson h.f. og iðnað- arfyrirtækið Vogafell h.f. Báðum þessum fyrirtækjum stjórnaði hann af miklum dugnaði og fyrir- hyggju. Er ekki ofmælt, að þau séu til fyrirmyndar, hvort á sinu sviði. Hann var einn af stofnend- um Verzlunarsparisjóðsins, siðar Verzlunarbanka Islands h.f., Toll- vörugeymslunnar, Iðngarða, og kom við sögu fleiri fyrirtækja. Þótt afskipti Halldórs væru einkum á sviði atvinnu- og fjár- mála, hafði hann mikinn áhuga fyrir heilbrigðismálum og lét ýmis mannúðarmál til sín taka en ekki var því flíkað. Hann bar þvi mjög fyrir brjósti gengi Hjarta- verndar. Sérstaklega er mér minnisstæð ósérplægni hans, er hann hafði forgöngu um kaup á mikilvægum rannsóknartækjum fyrir hjartasjúklinga. Sjálfur gaf hann svipaða upphæð og nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins, sem til var leitað. Tæki Halldór Jónsson að sér verkefni lét hann það ekki frá sér fara, fyrr en því væri fullkomlega lokið. Tvískinn- ingur í starfi var honum svo fjarri skapi. Hann átti mjög auðvelt með að skipuleggja hlutina, og má sjá þess glögg merki í fyrirtækj- um hans. Hirðuleysi í störfum og fjármálum þoldi Halldór ekki — hvorki sjálfum sér né öðrum. Árið 1948 kvæntist Halldór Jónsson eftirlifandi konu sinni, Ögnu Jensen frá Ringköbing á Vestur-Jótlandi, hinni mætustu konu. Áður hafði hann eignast son, Öttarr, sem nú er kaupsýslu- maður hér I borg, kvæntur Ingrid Springer frá Wurtemberg, og eiga þau hjón tvær dætur, Iris og Inger. Systkini Halldórs eru: Ein- ar, skólastjóri á Álftanesi, sem nú er látinn, Sigríður húsfreyja á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, Sig- mar, úrsmiður í Reykjavík og hálfbróðir, Ásgrímur Jónsson, sjómaður í Kópavogi. Ég hefi nú ístuttu máli rakió æviferil vinar míns og skóla- bróður, Halldórs Jónssonar, en ýmsu mætti við bæta. Okkar fyrstu kynni hófust í Menntaskólanum á Akureyri. Þar varð Halldór skjótt einn vinsæl- asti félaginn, hrókur alls fagnað- ar á góðum stundum. Hann var aðeins eldri en flest bekkjar- systkinanna og tvímælalaust með meiri reynslu að baki en mörg okkar. Það var því gott að leita til hans með vandamálin — og enn var það óspart gert eftir að suður kom. Ráð hans og hjálpsemi brugðust ekki Ég gleymi aldrei stundunum, sem við bekkjar- bræðurnir áttum á Vesturgötunni með Halldóri. Er hann stóð þar í„ ir veitingum var hann í essinu sinu, og ekki breyttist hlutverkið, I.................. .............. þegar á ævina leið, enda naut hann þá óspart liðveizlu konu sinnar. Heimili þeirra Ögnu og Halldórs var orðlagt fyrir höfðinglegar móttökur. Má segja, að þar hafi bekkjarsystkinin að norðan komið oftast saman. En gestrisni þeirra hjóna var ekki hundin við þröngan hóp. Vina- hópurinn hér I Reykjavík var stór, og oft dvaldi aðkomufólk á heimili þeirra. Þegar Halldór Jónsson hóf at- vinnurekstur hafði hann ekki úr miklu að spila. Hann hlaut þvf að treysta á eigin dugnað og fyrir- hyggju. Hann naut fljótt trausts margra góðra manna og Agna var honum ómetanlegur förunautur. Hún fylgdist með öllu og þegar hún greip til handanna munaði svo sannarlega um. Umsvif hans jukust með ári hverju, en öll voru viðskiptin fastmótuð og vel um hnútana húið. Þáttur hans í at- vinnulífinu minnir mig á feril kunnra manna, sem ólust upp við svipaðar aðstæður. Þeir sóttu á brattann með fábrotið vegarnesti, komust áleiðis, þótt ekki næðu allir áfangastað. Án þeirra at- beina og þrautseigju væri islenzkt atvinnulíf ekki eins fjölbreytt og það er nú orðið. Er leiðir skilja, sækja að manni minningarnar. Vinirnir eiga erfitt með að sjá á bak Halldóri Jónssyni — enn á góðum aldri. Víst er, að hann hefði átt eftir að koma mörgu til leiðar. Þjóðin er einum dugnaðarmanninumst hans fyrst og fremst sem glaða og góða félagans, sem ætíð var reiðu- búinn til þess að létta öðrum lífs- baráttuna. Honum mátti treysta í blíðu og stríðu. Fjölskylda min vottar frú Ögnu, Öttari, öllum vandamönnum og ástvinum, innilegustu samúð. Jónas G. Rafnar. Þegar ég á sunnudegi sezt við skrifborð mitt í því skyni að setja á blað nokkur kveðjuorð til vinar mfns, Halldórs Jónssonar, kemur mér fyrst f hug, að flesta sunnu- dagsmorgna hefir það verið venja hans að líta inn og rabba yfir kaffibolla um landsins gagn og nauðsynjar og fregna, hvort allt væri ekki í góðu lagi hjá okkur, því að trygglyndari og hjálp- samari vin var naumast hægt að eignast. Þessar og ótalmargar aðr- ar gleðistundir með Halldóri og Ögnu gleymast okkur Ingibjörgu aldrei. Það var lfka næstum van- bundið, ef við fórum f ökuferð, án þess að ákveðinn tilgangur væri, að einhvern veginn æxlaðist það oftast svo, að viðkomustaður varð í Barðavogi. Og ekki þurfti að efa móttökurnar þar. Það er þvi sannarlega mikill tregi í huga, þegar á bak er að sjá slikum góð- vini fyrir ^ldur fram, og ýmsar spurningar vakna um mannleg ör- lög og lífsgátuna alla, en það væri að reisa sér hurðarás um öxl að reyna að svara þeim spurningum. Staðreyndirnar blíva, og þótt tregi sé í huga að sjá á bak góðum vini, þá tjáir sút ekki til lengdar, heldur yljum við okkur við góðar minningar, og þær eru vissulega margar og notalegar. Aðrír munu rekja starfsferil Halldórs Jónssonar, sem var fjöl- þættur, en ég verð þó að geta þess, að allt frá því að skólanámi lauk, hneigðist hugur hans að viðskiptaiífinu, og svo var áhugi hans mikill og sannfæringar- kraftur, að á háskólaárum mínum tókst honum að fá mig til sam- starfs á því sviði, að vísu mjög skamma hríð, en engu að síður sagði ég oft sfðar vini mfnum, Halldóri, að þótt hann hefði byggt upp traust og stór fyrirtæki, er vitnuðu um framtak hans, þá væri mér það ljósust sönnun um hæfi- leika hans á viðskiptasviðinu að hafa tekizt að fá mig út í kaup- skap, jafn gersamlega áhuga- lausan og hæfileikalausan á þeim vettvangi, enda tókst honum með i eldmóði sfnum ekki að halda þeim neista lengi lifandi i mfnum huga. Margir eiga Halldóri Jónssyni mikið að þakka að leiðarlokum, en þó engir meir en bekkjarsyst- kin hans i M.A. Það kann að þykja sjálfshól eð segja, að stúdenta- hópurinn frá M.A. 1940 hafi verið einstæður, en þó læt ég það eftir mér. Vafalaust finnast meiri hæfileikamenn áýmsum sviðum í öðrum stúdentahópum, en ég held að samhentari hóp sé naumast hægt að finna. Ljósust sönnun þess er sú, að hvert einasta ár hefir verið komið saman til gleði- móts og til að rifja upp gömul kynni. Og þvf nefni ég þet að ég veit, að ég geri engum úr hópnum rangt til, þótt ég fullyrði, að eng- inn maður á ríkari þátt í þessum vinartengslum og góða bekkjar- anda en Halldór Jónsson. Þótt Halldór kæmi viða við sögu í félagslffi og eignaðist marga vini, þá var allt, sem varðaði bekkjar- systkinin honum jafnan efst i huga. Og það var sannarlega engin hálfvelgja í bekkjarhug- sjón hans. Ef bekkjarbróðir bú- settur erlendis kom heim, var Halldór fyrstur til að taka á móti honum. Ætti einhver úr hópnum merkisafmæli, minnti Halldór okkur hin á það. Giftingar og önnur tímamót f lífi bekkjarsyst- kina gleymdust aldrei. Og þegar svo sorgin kvaddi dyra og bekkjarfélagi á brottu kallaður, sem því miður hefir sorglega oft gerzt, þá var Halldór Jónsson jafnan fyrstur á staðinn með framrétta vinarhendi. Það er þvf ekki að undra, þótt við heyrum vábrest, þegar þessum burðarási er kippt á brott. Og það er eðii- legt, að tár komi í augu og spurn vakni í huga, hvað verði nú um hinn litla hóp. Brottkvaðningin kemur að vfsu ekki á óvart. Um árabil hefir Hall- dór þjáðst af þeim sjúkdómi, er nú varð honum að aldurtila. En þessum sjúkdómi hefir hann mætt með þeirri hetjulund, að hann hefir jafnan verið kominn til starfa sinna ótrúlega snemma eftir hvert áfall, enda var starfs- gleðin mikil, kannski heldur um of eins og sakir stóðu. Einnig nú eftir alvarlegasta áfallið var hann farinn að huga að fyrirtækjum sínum og starfsfólki, sem hanri bar mjög fyrir brjósti. En þá kom kallið. Halldór Jónsson var mikill gleðimaður og naut þess vel að vera í glöðum vinahójioi. Átti hann því harla erfitt með að til- einka sér þá varúð f lifnaðar- háttum, sem læknar hans töldu nauðsynlega. Er mér nær að halda, að viðhorf hans til að lifa eða ekki lifa hafi verið svipað og hjá hinum landskunna lækni Guð- mundi Karli, sem átti við svip- aðan sjúkdóm að fást, en svaraði aðvörunumtarfsbræðra eitthvað á þá leið, að það væri lítið varið í að lifa, ef hann mætti ekki lengur hlaupa upp kirkjutröppurnar á Akureyri. Ég hygg, að Halldóri, vini mfnum, hefði þótt það harla dapurlegt líf, ef hann hefði skort orku til að hlaupa sínar kirkju- tröppur f starfi og leik. Halldór var gæfumaður bæði f störfum og einkalifi. Hann eignaðist frá- bæran lífsförunaut, Ögnu, sem hefir staðið við hlið hans í blfðu og strfðu og veitt gestkvæmu heimili forustu af miklum I............................I I myndarskap. Við vinir Halldórs þökkum henni nú af alhug, hvað hún hefir verið vini okkar á lffs- braut hans. Það átti að koma í hlut Halldórs að undirbúa næstu samkomu bekkjarfélagsins. Þótt honum væri ekki ætlað af æðri máttar- völdum að sinna því verkefni, þá vitum við hin, að hann ætlast til þess, að við höldum ótrauð áfram að koma saman til að gleðjast og rifja upp gamlar minningar Þar mun þessi góði og trausti félagi okkar og vinur skipa öndvegis- sess, og mér segir svo hugur um, að Halldór verði það nærstaddur, þótt eigi verði hann séður mann- legum augum. Ég tel einnig vafa- lítið, að bekkjarsystkinin, sem horfin eru yfir móðuna miklu, hafi tekið vel á móti honum og hann efni þar jafnvel til bekkjar- móta, þótt með öðru sniði verði en f okkar efnisheimi. Við bekkjarsystkinin kveðjum þennan góða félaga og vin með miklum trega og miklum þakkar- hug, og við biðjum honum bless- unar guðs á eilifðarvegum. Frá Einimel 9 sendum við einnig ein- lægar þakkir og bænir. Ögnu, konu hans, biðjum við guð að blessa og vottum henni og Óttari, syni Halldórs, og öðrum ástvinum hjartanlegustu samúð. Magnús Jónsson. Þegar ég nú að leiðarlokum kveð vin minn Halldór Jónsson, forstjóra, er vissulega margs að minnast, sem ekki verður talið f þessum kveðjuorðum. Ég minnist hans sem góðs heimilisvinar og þeirra mörgu ánægjustunda, sem ég og kona mín áttum með Halldóri og hans ágætu konu, frú ögnu, á þeirra vinalega heimili. Það var ánægju- legt að spjalla við þau kvöldstund og njóta þeirrar hlýju og sérstöku gestrisni, sem þeim báðum var í blóð borin. Hjá þeim hjónum var svo auð- velt að láta hugan reika frá amstri og erfiði dagsins og leiða hugann inn á aðrar brautir sameiginlegra áhugamála og minninga frá lið- inni tíð. Ég minnist Halldórs einnig sem eins af forystumönnum í röðum okkar sjálfstæðismanna, manns- ins, sem átti ríkari þátt en flestir aðrir í því að byggja upp Félag sjálfstæðismanna f Langholti, en í þvf starfi áttum við samleið f fjölda mörg ár. Þeir mörgu góðu eiginleikar Halldórs komu vel i Ijós f slíku félagsstarfi. Hann var að eðlisfari mjög félagslyndur, átti sérstaklega gott með að sam- lagast fólki og fá það til samstarfs og samvinnu. Hann var glöggur á menn og málefni og hafði gott lag á því að laða menn saman til sameiginlegra átaka. I félags- starfinu ætlaðist hann til þess, að hver gerði skyldu sína miðað við hvað hverjum og einum var falið á hendur að framkvæma, en sjálf- ur var hann jafnan í fylkingar- brjósti og hlífði sér aldrei, þrátt fyrir þá vanheilsu sem hann átti við að strfða síðari ár. Halldór var í stjórn Full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna f Reykjavík sl. þrjú ár. Það sæti skipaði hann með míkilli prýði. Var hugmyndarfkur og tillögu- góður. P'Ijótur að gera sér grein fyrir þeim málum, sem þar komu til umræðu og sjá hvað mestu máli skipti hverju sinni. Við í stjórn Fulltrúaráðsins söknum hans mjög sem vinar og góðs félaga. í þvf efni veit ég að ég mæli fyrir munn okkar allra i stjórn Fulltrúaráðsins. Með frá- falli hans er þar eins og svo vfða annars staðar „skarð fyrir skildi", en okkar verkefni, sem eftir sitj- um, er að halda á loft því merki, sem hann hjálpaði okkur til að hefja og með þvf held ég að við minnumst hans bezt og í mestu samræmi við huga hans og vilja. Ég vil svo að lokum fyrir mína hönd og konu minnar votta frú ögnu og öðrum ástvinum hans okkar innilegustu samúð við frá- vall Halldórs. Minningin um ást- ríkan eiginmann mun lifa þótt hann deyi. Þær minningar með Guðs handleiðslu veit ég að munu lýsa eiginkonu hans veginn á ókomnum ævibrautum. Gunnar Helgason Halldór Jónsson, stórkaup- maður, sem jarðsettur er í dag, var mikill öðlingur. Þvf kynnt- umst við, sem nutum þess að starfa með honum í Hverfafélagi sjálfstæðismanna í Langholti. Þegar formaðurinn sagði: Ekkert vandamál! um einhverja uppá- stungu eða áform, táknaði það venjulega að hann hefði tekið málið að sér og ætlaði að leysa það — jafnvel leggja sjálfur út fyrir þvf, ef það var vandinn, sem ekki er ótftt f ungu, fjárvana félagi. Þannig var það, er félagið i upp- hafi réðst f það fyrst hverfafélag- anna að koma sér fyrir í húsnæði. Halldór réð ferðinni og félags- heimilið varð myndarlegt og fallegt, hver hlutur valinn af alúð og smekkvísi af honum sjálfum, með hjálp konu hans, Öglu, eins og ætfð. Og saman stóðu þau þar fyrir veitingum, ef á þurfti að halda og höfðu ekki um það mörg orð. Þetta mun hafa verið raunin um öll félög og góð málefni, sem Halldór lét sér annt um. Og þau voru mörg. Stefnu Sjálfstæðisflokksins fylgdi hann af heilum huga. Það var f eðli þessa stórhuga manns reisn, sem gerði ráð fyrir þvi að einstaklingurinn stæði fyrir sinu, bæri sínar skuldbindingar og skyldur sfnar i þjóðfélaginu, og hefði sjálfur ákvörðuniyrétt og athafnafrelsi. Vinur var Halldór öllum, sem með honum og fyrir hann störf- uðu. Velvild og hlýja stafaði frá honum. Við stjórnarmenn f Hverfafé- lagi sjálfstæðismanna í Langholti finnum sárt til þess f dag, að skarð er fyrir skildi, er formaður- inn er fallinn i valinn. Síðast var hann með með okkur tveimur kvöldum áður en hann lést, á fundi f félagsheimilinu, þá að við héldum að rísa upp úr erfiðum veikindum — vildi þrátt fyrir allt ekki láta sig vanta f hópinn. Ögnu sendum við samúðar- kveðjur. Stjórn Hverfafélags sjálfstæðismanna f Langholti Kveðjuorð Veiztu ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, far þú að finna oft. Þvf að hrfsi vex og hávu grasi, vegur er manngi treður. Þessi orð Hávamála eru verðug- ur minnisvarði um vin minn og bekkjarbróður, Halldór Jónsson, þegar ferjumaðurinn hefir nú flutt hann yfir móðuna miklu. Halldór Jónsson var vissulega vinur vina sinna og sá vel til þess, að ekki yxi hrís á þeim leiðum. Hann var maður glaður á góðra vina fundi og jafnan fús til að ganga erinda þeirra, sem á þurftu að halda. Með ljúfu og frjáls- mannlegu geði gekk hann til verka, og með jákvæðri afstöðu til manna og málefna vann hann sér traust og tiltrú. Hann brauzt úr algerri fátækt til góðra efna, og þegar yfir lauk, rak hann tvö stór, eigin fyrirtæki með fjölda starfsfólks og miklum eignum. Um hann eiga við orðin: „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig.“ Á sh'kum fram- takssömum mönnum byggist fs- lenzkt þjóðfélag. Við hjónin þökkum langa og ljúfa samfylgd og sendum Ögnu innilegar samúðarkveðjur. 1 öll- um málum vaf hún hans stoð og stytta. Það kemur nú í hennar hlut að halda starfinu áfram, — og hún mun ekki liggja á liði sfnu fremur en fyrri daginn. Vegurinn til hennar mun ekki heldur hrísi vaxa, meðan hún má þar nokkru um ráða. Önundur Ásgeirsson i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.