Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 30
30 Svíar og Austur- Þjóðverjar leika um 1. sætið ÞAÐ VERÐA Svíar og Austur- Þjóðverjar sem keppa um fyrsta sætið í B- heimsmeistarakeppninni f handknattleik að þessu sinni, og fer sá leikur fram í Vfnar- borg á sunnudaginn. Bæði þessi lið unnu mótherja sfna f gærkvöldi, og hafa ekki tapað leik f keppninni til þessa. Austur-Þjóðverjar sigruðu Spánverja f Linz 21 —15, eftir að staðan hafði verið 11—7 f hálfleik. Var leikurinn til muna jafnari en búizt hafði verið við fyrirfram, og stað- festi, að Spánverjar eiga mjög góðu liði á að skipa. Var það ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem Þjóðverjunum tókst að ná nokkru forskoti f leiknum, sem þeir sfðan héldu. Svfar sigruðu Tékka f Vín 24—21, og var þar um jafnan leik að ræða — Svfar höfðu þó yfirleitt forystuna, og munaði þar mestu um stórleik Bo Andersson sem skoraði 7 mörk með fallegum skotum. Islendingar og Tékkar leika sfðan um þriðja sætið f keppn- inni og fer sá leikur fram f Linz á laugardaginn. (Jm fimmta sætið leika Spánverjar og Búlgarir, en Búlgarir sigruðu Frakka f gærkvöldi með 21 marki gegn 18, f mikl- um baráttuleik. Mun þetta verða f fyrsta skipti sem Búlg- arar komast f lokakeppni heimsmeistarakeppninnar, en lið þeirra mun vera mjög skemmtilegt og f mikilli fram- för. Lokastaðan f riðlinum f Linz varð sem hér segir: A-Þýzkal. 3 3 0 0 69—48 6 tsland 3 2 0 1 67—64 4 Spánn 3 1 0 2 57—58 2 Holland 3 0 0 3 49—72 0 Lokastaðan f riðlinum f Vfn varð þessi: Svíþjóð 3 3 0 0 74—55 6 Tékkóslk. 3 2 0 1 57—50 4 Búlgaría 3 1 0 2 52—63 2 Frakkland 3 0 0 3 47—62 0 ÁTTUM ALDREI MÖGULEIKA - sagði fyrirliði hollenzka liðsins — ÞETTA var mjög svipað og við áttum von á, sagði Marcel Willemsen, einn af hollenzku leikmönnunum, í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Við vorum búnir að sjá til íslend- inganna í leiknum við Spán- verja og gerðum okkur auðvit- að grein fyrir því að við áttum litla sem enga möguleika gegn ykkur. Ykkar lið er tvimæla- laust eitt það bezta sem tekur þátt í þessari keppni, enda sýn- ir útkoman í leikjum ykkar það. Beztu menn fslenzka liðs- ins i leiknum i kvöld fundust mér vera þeir Axel Axelsson og Geir Halisteinsson. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1977 UPP. Hönd Jóns H. Karlssonar, fyrirliða íslenzka hand- knattleikslandsliðsins bendir upp, en vfst er að þangað stefnir íslenzkur handknattleikur um þessar mundir. Með sigri yfir Hollendingum í gær, staðfestu Islending- ar að þeir eru meðal fremstu handknattleiksþjóða heims. KOMNR HOP HRINA ÚTVOlHU ÍSLEIMZKA LANDSLIÐIÐ TRYGGÐI SÉR RÉTT TIL ÞÁTTTÖKU í A-HEIMSMEISTARAKEPPN- INNI MEÐ AUÐVELDUM SIGRI YFIR HOLLANDI Frá Sigtryggi Sig- tryggssyni, fréttamanni Mbl. í GÆRKVÖLDI náðu Islendingar þvl langþráða takmarki að tryggja sér þátttökurétt I A- heimsmeistarakeppninni l hand- knattleik sem fram fer í Danmörku að ári. Eftir að Austur-Þjóðverjar höfSu unnið Spánverja 21—15 I fyrri leik kvöldsins f Linz, var Ijóst a8 ekkert nema stórslys gæti komiS I veg fyrir a8 islendingar kæmust áfram. En ekkert sllkt kom fyrir — þvert á móti mættu okkar menn ákveSnir til leiks og náSu snemma þvi forskoti I leik slnum við Hollend- inga. a8 sigur var tæpast í hættu. Og I seinni hálfleik héldu Islendingar lengi vel éfram a8 auka muninn. Þegar skammt var til leiksloka og sigurinn endanlega I höfn. var áber- andi a8 okkar menn gáfu verulega eftir. og Hollendingar ná8u svolítiS a8 rétta hlut sinn á lokaminútunum. Úrslitin ur8u 26—20 sigur íslend inga, og er óhætt a8 fullyrSa a8 íslendingar hefSu getaS unniS mun stærri sigur hefSu þeir haft áhuga á. e8a þörf fyrir. a8 láta kné fylgja kviSi. Geir „special" islendingar byrjuðu leikinn af mikl- um krafti og ákveðni i gærkvöldi og fljótlega kom að því að þeir Geir og Ágúst skoruðu, og 2:0 fyrir ísland sást á markatöflunni En Píet Kivit skoraði siðan fyrír Hollendinga, og átti hann eftir að koma mikið við sögu i þessum leik. og verða erfiður viðureignar fyrir islenzku vörnina Gerði Kivit alls niu mörk i leiknum, og átti að auki góðar línusendingar Það sem einkenndi annars upphafs- mínútur fyrri hálfleiksins voru gull- falleg mörk Geirs Hallsteinssonar, skoruð með uppstökkum fyrir framan vörnina — Mörk eins og Geir gerir fallegust Staðan varð fljótlega 9—3, og þar með mátti segja að íslendingar væru búnir að tryggja sér sigur í leikn- um. Hollendingum tókst reyndar að minnka muninn i 11 — 8. en Björgvin og Geir áttu síðustu orðin i fyrri hálf- leik, þannig að staðan var 13-—8 i hálfleik Tekið á — og slakað á íslenzka landsliðið byrjaði síðan seinni hálfleikinn fremur illa — fékk á sig tvö fremur ódýr mörk En siðan var aftur tekið á af fullum krafti, og Hol- lendingum sýnt að þeir áttu enga möguleika í leiknum Stöðugt dró sundur, og maður var farinn að gera 10—12 marka sigri skóna En undir lokin slökuðu íslendingar greinilega á, enda ekki að neinu að keppa með stórsigri og út af fyrir sig skynsamlegt að eyða ekki meiri kröftum i leik þennan en nauðsynlegt var, þar sem ekki mun veita af öllu sem til er ef möguleiki á að vera að vinna Tékkana í leiknum um þriðja sætið í keppninni. sem fram fer hér í Linz á laugardaginn Skoruðu Hollendingar fremur ódýr mörk undir lok leiksins, og tókst að minnka muninn niður i sex mörk. Var greinilegt að þeir voru ekki óánægðir með þessi úrslit, enda farnir að sjá fram á slæma útreið um miðjan seinni hálfleikinn. Eftir leikinn fögnuðu íslendingarnir að vonum. Nú var loks séð að árangur margra mánaða strits við æfingar var fenginn og farseðlar í heimsmeistara- keppnina í Danmörku tryggðir, svo og að íslendingar hafa nú skipað sér í hóp beztu handknattleiksþjóða heims svo ekki verður um villzt. Og þessi árangur sem þegar er fenginn, gefur vissulega tilefni til að markið verði sett hátt, og raunar enginn vafi á að svo verður, undir stjórn hins ágæta þjálfara liðsins, Janusar Cerwinski, en mikil ánægja er ríkjandi meðal íslenzku leikmannanna með endurráðningu hans. Frammistaða leikmanna Ólafur Benediktsson var lengst af i markinu og stóð sig frábærlega vel. Varði hann alls 14 skot í leiknum, þar af hvorki fleiri né færri en 9, eftir að Hollendingar höfðu komizt I færi á linunni eða i hornunum Átti Ólafur Elnkunnaglöfln Ólafur Benediktsson 4, Gunnar Einarsson 3. Ólafur Einarsson 2. Ágúst Svavarsson 2, Viðar Slmonarson 2, Björgvin Björgvinsson 3, Þórarinn Ragnarsson 3, Jón Karlsson 3. Geir Hallsteinsson 4, Axel Axelsson 3. Ólafur H. Jónsson 3. ekki litinn þátt i velgengni íslen/kr liðsins i leiknum, og hlýtur að verz mikill munur fyrir varnarleikmennina að ganga til sins verks þegar þeir vita af Ólafi i öðru eins formi bak við sig. Gunnar Einarsson var ínn á siðustu 10 mínútur leiksins og stóð sig einnig mjög vel, varði 4 skot Hlutverk hans var ráunar ekki auðvelt i þessum leik, þar sem varnarmennirnir voru farnir að slaka verulega á þegar hann kom inn á. Geir Hallsteinsson átfi þarna sinn bezta leik i ferðinni, sérstaklega þó i fyrri hálfleik, þegar hann lék stórkost lega vel. Stjórnaði Geir sóknarleik islenzka liðsins, sem áður, og átti að auki mjög góðan leik i vörn. Ólafur H Jónsson var ekki eins áberandi i leik þessum og á móti Spánverjum, en að venju var Ólafur drjúgur i vörninni, og gerði þar fá mistök Hið sama má segja um Axel Axels- son og Ólaf Jónsson Það bar lengi vel ekki mikið á honum i leiknum, en i seinni hálfleik setti Axel á fulla ferð og var þá lltt viðráðanlegur fyrir Hol- lendinga Skaut Axel nokkrum sinnum utan frá punktalinu og skoraði án þess að hollenzki markvörðurinn ætti mögu- leika Nýtingin Nýting islendinga i sóknarleiknum var sem hér segir: Ólafur H Jónsson 3 skot — 2 mörk, Ágúst Svavarson 1 skot — 1 mark! Viðar Símonarson 2 skot — mark; Björgvin Björgvinsson 2 skot — 1 mark! Jón Karlsson 8 skot — 6 mörk; Geir Hallsteinsson 1 1 skot — 8 mörk; Þorbjörn Guðmundsson 1 skot — 0 mark; Axel Axelsson 8 skot — 5 mörk; Ólafur Einarsson 2 skot — 2 mörk. íslendingar fengu 9 vitaköst i leikn- um. Þeir sem kræktu í þaú voru: Þórarinn Ragnarsson 3, Ólafur H. Jónsson 2, Björgvin Björgvinsson 2. Geir Hallsteinsson 2. Linusendingar sem gáfu mörk áttu eftirtaldir: Viðar Simonarson 2. Geir Hallsteinsson 2. 14 sinnum töpuðu islendingar knettinum i sóknarleik sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.