Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 3 Margrét Hauksdóttir, Réttarholtsskóla Steinunn Guðjónsdóttir, Réttarholtsskóla grunnskólanna á Höfuðborgar- svæðinu á fund ráðuneytis- stjóra menntamálaráðuneytis og afhenti honum bréf er hljóðaði svo: Herra menntamálaráðherra! Þessi ganga okkar til yðar ! dag. er farin til þess að undirstrika óánægju okkar með Iramkvæmd samræmdra prófa, sem fram fóru I síðustu viku. Við teljum okkur hafa stuðning megin hluta kennara og skólastjóra flestra gagnfræðaskóla landsins Sem dæmi um óréttlætið viljum við benda á það. að jafnvel þó allir nemendur næðu A einkunn, gætu aðeins 280 þeirra hlotið hana af þessum 4000, sem tóku prófið Auk þess teljum við tilhögun prófanna mjög ábótavant. Við hefðum t d. gjarnan viljað sjá úrlausnir okkar til að læra af okkar eigin místökum. Þess vegna óskum við þess, að áður nefnd próf verði ekki höfð til við- miðunar á vorprófi. Undirbúningsnefnd. Fyrir utan Menntamálaráðu- neytiö tókum við nokkra mót- mælendur tali og spurðum þá hvað þeim fyndist helzt að fyrirkomulagi samræmdu próf- anna og einkunnagjöfinni varð- andi þau. Þeir Guðmundur V. Valdimarsson, Sigurður Erlingsson og Stefán Svavars- son úr Langholtsskólanum sögðust ekki geta fellt sig við það að fyrirfram skyldi vera ákveðið um dreifingu einkunna meðal nemenda. Þá sögðust þeir einnig vera á móti prófunum þar sem sumir fengju verkefni að leysa sem Þar fer ekkert á milli mála hverjum þær Kolbrún Sigurðardóttir og Ingibjörg Jóhannesdóttir úr Vfghólaskóla halda þarna á lofti. Þótt 4000 nemendur nœðu A-einkunn leyfir „kerfið” aðeins að 280 fái hana... NEMENDUR 9. bekkjar grunn- skólanna á Höfuðborgarsvæð- inu fóru I gær I kröfugöngu til að mótmæla fyrirkomulagi samræmdu prófanna og fram- kvæmd einkunnagjafarinnar sem þeim er samfara. Gengið var undir vfgorðasöng sem leið liggur frá Hlemmi, niður Laugaveg, Bankastræti og Hafnarstræti að menntamála- ráðuneytinu, en þar var ætlunin að hitta menntamála- ráðherra, Vilhjálm Hjálmars- son. Þegar f Ijós kom að ráðherra var ekki á skrifstofu sinni, hann hafði skroppið úr bænum, hófust köll og söngur þar sem samræmdu prófunum og einkunnagjöfinni sem þeim er tengd, var úthúðað. Einnig fékk ráðherra „að heyra það“, eins og einn mótmælenda komst að orði við blaðamann. Fljótt eftir að gangan náði til ráðuneytisins gekk nefnd skipuð fulltrúum 9. bekkjar aldrei hefðu verið kennd í skólanum. Þá sögðust þeir ekki skilja hvers vegna kerfi sem þætti mislukkað í öðrum löndum væri tekið upp hér- lendis. Steinunn Guðjónsdðttir úr Réttarhótsskólanum sagðist ekki geta unað því að fólk fengi ekki sfnar eigin einkunnir, heldur einhverjar einkunnir sem einhver tölva hefói ákveðið þeim fyrirfram. „Þá vil ég að við fáum að sjá úrlausnir okkar svo við getum lært af mistökun- um,“ sagði Steinunn ennfrem- ur. Stalla Steinunnar úr Réttar- holtsskólanum, Margrét Hauks- dóttir, sagði að þeir nemendur vildu koma því á framfæri að þau vildu ekki lenda i því að fá verkefni til úrlausnar sem þau könnuðust alls ekki við, og Margrét sagðist heldur ekki geta fellt sig við kerfi þar sem mönnum væri ákvörðuð einkunn fyrirfram. Þær Kolbrún Sigurðardóttir og Ingibjörg Jóhannesdóttir úr Krakkarnir virtust öll vera á sama máli hvaða einkunn ipennta- málaráðherra skyldi hljóta fyrir að koma samræmdu prófunum á (Ljósmyndir allar á sfðunni tók ágás) Vfghólaskóla f Kópavogi báru sín á milli spjald sem skreytt var mynd af sjálfum mennta- málaráðherra. Þær sögðust vera mikið á móti þvi að það væri ákveðið fyrirfram að 280 nemendur af þeim sem þessi samræmdu próf þreyttu skyldu falla, þó svo að þeir sýndu raunverulega nógu góðan árangur til að ná prófum upp á gamla móðinn. „Þessi aðferð er alls ekki manneskjuleg. Þá var stærðfræðiprófið þannig að menn jafnvel könnuðust ekki við mörg verkefnin sem lögð voru fyrir og hafa sennilega margir farið illa út úr þeim. Enskuprófið var líka það sér- kennilegt að kennari okkar skildi ekki fyrstu spurninguna, svo að vart er hægt að búast þá við að við náum því,“ sögðu þær stöllur úr Kópavogi. Þær Birna Birgisdóttir og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir voru meðal þeirra sem afhentu ráðuneytisstjóra bréf nemenda 9. bekkjar grunnskólans. Þær sögðust telja prófin hafa verið allt of þung, og framkvæmd þeirra hefði ekki verið eðlileg. „Við fengum verkefni til úr- lausnar sem tilheyrðu allt öðru námsefni en við höfðum lært. Þá var enskuprófið nánast óskiljanlegt vegna þess að það var lesið i gegnum útvarp. Við erum einnig á móti fyrirkomu- lagi einkunnanna. Það á að gefa mönnum þær einkunnir sem menn raunverulega ná, en ekki einhverjar einkunnir sem ein- hver „kúrfa“ ákveður mönnum fyrirfram," sögðu þær stöllur, og voru hvassyrtar. Eftir mótmælafundinn við menntamálaráðuneytið komu nokkrir nemendur úr Lang- holtsskóla niður á ritstjórn, og vildu árétta sinn málstað, sem þeir töldu að hefði ekki komið nógu vel fram í mótmælunum við ráðuneytið. Þetta voru þau Elsa Jóhannesdóttir, Fríða Björk Ólafsdóttir, Birna Katrfn Sigurðardóttir, Svavar Gisiason og Ingibergur Helgason. „Við erum hingað komin fyrst og fremst til að mótmæla kröfu krakkanna sem fóru með bréfið um að öll próf yróu felld niður. Við viljum hafa próf og einhverjar lágmarkseinkunnir til að ,komast inn i fram- haldsskólana. Án prófa gætu menn skráð sig í skóla og svo leikið sér. Það þarf að vera ein- hver mælikvarði á fólkið. Við erum ekki viss um að okkar raunverulegi málstaður hafi komið svo vel fram með þessum mótmælum. Það sem við vorum fyrst og fremst að mótmæla er fyrirkomulag einkunnagjafar- innar. Með þvi fyrirkomulagi sem notað var fær fólk alls ekki sína eiginlegu einkunn, heldur einhverja einkunn sem búið er að ákveða mönnum fyrirfram. Þetta kemur sér sérstaklega illa fyrir þá sem eru um og við meðallag. Það sem er verst er að það er búið að ákveða fyrir- fram að um 280 nemendur eiga að falla á þessum prófum, þó svo að þeir geri það kannski ekki í raunveruleikanum. Nú Framhald á bls. 24. Stefán Svavarsson, Sigurður Erlingsson og Guðmundur V. Valdimarsson úr Langholtsskóla. Birna Birgísdóttir (t.v.) og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir úr Réttarholtsskóla kváðust vilja sfnar eigin einkunnir. Fimmmenningarnir sem litu við á ritstjórninni (f.v.): Elsa Jóhannesdóttir, Frfða Ólafsdóttir, Birna Sig- urðardóttir, Svavar Gfslason og Ingibergur Helgason. Nemendur mótmæla samræmdu prófunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.