Morgunblaðið - 05.03.1977, Side 17

Morgunblaðið - 05.03.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LÁUG ARDAGUR 5. MARZ1977 \ 7 mannsins sjálfs. Þeir þrýsta ilinni dýpra f heilabúið, bregða kenn- ingarklæðum fyrir innri sjónir hans, hinum rauðu klæðum ríkis- forsjónar, blóðklútum hinna and- legu böðla. Takmarkið er að menn trúi þvf ekki að þeir séu andlegir einstaklingar; treysti ekki sfnum eigin sjónum. Tugmilljónir manna hafa verið töfraðar f ein- kennisbúning andlegs dauða. í einkennisbúningum verða þeir eins — ekkert. Hin andlega her- mennska í heilabúum manna hef- ur sett mörk sfn á mikinn hluta andlegra lffsverðmæta; ekki að- eins f kyrkingarríkjum kenning- arinnar, þar sem hið andlega ilsig á heilann má heita algjört, inn- lönd lýðræðis eru sömuleiðis, meira og minna, undirlög her- mennsku andans. Jafnvel á menningarhjara veraldar verður hennar vart í rugluðu verðmætamati. Hin heimsfræga íslandsverðbólga í efnahagsmálum er ekki hið raun- verulega vandamál, heldur verð- bólga f andlegum viðhorfum; verðmætamati. Hið fyrra aðeins förunautur hins sfðara. Sjón- hverfingar alþjóðlegra ilsigs- manna hafa sveipað andleg verð- mæti líkklæðum. Aldagömul sannindi úthrópuð lýgi; s^m ein sér veittu Iffsfyllingu, gerðu lífið þess virði að Iifa þvf. Hversdags- leg sannindi smárra, innihalds- ríkra orða, orð eins og frómur, gæzka, drengur, þrautseigja, vin- semd, þar var og, skepnan mfn — o.s.frv. Orð sem ræktuðu lýðræði i þessu harðsæla landi, ræktuðu það eins og gras, eins og kartöfl- ur. Á þeim tfmum sem hversdags- Ieiki og hugsjón voru nágrannar í eilffðinni; og menn ortu ljóð af vörum fram — á guðamáli. Það er stutt eilífð síðan heimasætur sváfu með davíð ljóðsins undir kodda. Nú sofa heiman-sætur með rauða kverið milli fóta. Jafnvel ljóðin verða að birtast í einkenn- isbúningi ilsigsmanna, boð- skapurinn eftir þvf, ef þau eiga að hljóta, náð fyrir níði. Sumir lykilmenn f höfuðstöðv- um lýðræðisins, ráðuneytum, rit- stjórnum, sjónvarpi, útvarpi, há- skóla, liggja vembilfláka fyrir il- sigsmönnum. Þeir ástunda and- legan skækjulifnað af ótta, eða til að láta fmyndanlega menningar- byltingu lyfta sér á blóðfaldi til efstu skýja. Þær liðleskjur hafa misst trúna á manninn — sjálfa sig. Aðrir hafa misst trúna á lýð- ræði, af því þeir trúa ekki á lífið. Þá fyrst er lýðræði hætt að liðs- menn þess missi trú á lífið. Lýð- ræði á ekki aðra trú en lífstrúna. Ekki virðist stórt lið I sumum sjórnmálamönnum lýðræðisins; bágt að sjá að þeir bjargi miklu. Þeir eru ekki nægilega frumlegir til að fást við firringar ilsigs- manna. Orð þeirra falla f þurraus- inn farveg. Þar veltast þeir á verðbólgumaga í eðjunni, sumir hverjir. Kannski er þessum ekki svo leitt að kenningin um rfkisfor- sjá mannssálarinnar leggi, að ákveðnu marki, undir sig höfuð- stöðvar lýðræðisins. Þeir vita að hún lamar viljaþrek lýðsins, and- lega þreklaus lýður þægari — leiðitamari. Ef til vill leynist með þeim löngun til valdboðsstjórnar, þreyttum, að rýna á skákreiti ólfkra skoðana, þar sem tafllok eru tfðum þrátefli, aðrar skákir endalausar biðskákir. Sú æðsta- ráðsskák, sem tefld er í skákheimi ilsigsmanna, veldur ekki skák- þreytu. Taflborðið hefur aðeins einn lit, reitirnir allir rauðir; mis- litur reitir, mismunandi skoðanir eru til trafala fyrirfram ákvörð- 'um tafllokum. Þvf má skjóta hér að, sennilega eru Rússar mestu skákmenn í heimi af því hið sextfu og fjög- urra reita skákborð eitt véitir þeim mannlegt valfrelsi, á tak- mörkuðu sviði, þar fá þeir útrás sköpunargáfu sinni, skákborðið kemur þeim að nokkru leyti f stað skoðanaskipta, þar er andi þeirra frjáls í leik — ekki lífi. Stjórnsýslumenn lýðræðisins yrðu leiðir á æðstaráðsskák til lengdar. Hinir reikulu ættu að rýna hug sinri betur, áður en þeir mengast andlegu skoðanaleysi. Mengun andans er miklu lengra komin; miklu hættulegri mann- inum — en mengun loftsins. Kannski er þess ekki langt að bfða að sjáist vart til lofts í andlegum heimi lýðræðisins. Kenningar ilsigsmanna menga andlegar menntir fslenzkar. Bók- menntir, kennslu, fjölmiðlun. Aberandi í bókmenntum, orðsins list, undirstöðu þjóðlegs og and- legs Iffs; ekki sfzt á íslandi, af lffsnauðsynlegum og sögulegum ástæðum. Andmælendum lýðræð- is, í lífi og list, er öðrum ljósara hvar undirstaðan liggur. Þvf leggja þeir kapp á að kennifjötra listamenn orðsins. Þeim hefur orðið merkilega ágengt, enda , ágengir f meiralagi; margir höf- undar látið herfjötrast, helzt þeir sem ástunda frægðariðnað. Andstæðingar lýðræðis hafa þvílfk lyklavöld í þjóðfélaginu að allar dyr standa opnar, þeim sem ánetjast. Fjölmiðlar lýðræðisins fagna þeim öðrum fremur, skóla- kerfi þess útdeilir þeim ríkulegri umf jöllun en öðrum í kennslu og í skólabókum, þeir eru næsta sjálf- kjörnir f allar safnbækur og úr- völ, úthlutunarsjóðir standa þeim opnir, sem væru þeirra eigin vas- ar; fram til þessa. Önnur skáld sitja flest f skammakrókum, skrfða inn í skel sfna og þora vart að æmta né skræmta, af ótta við nfðsku ilsigsmanna andans og fót- benda þeirra. Að lyktum gæti svo farið að þjóðin lifði í þeirri van- sælu trú að ilsigs-skáld væru hennar einu, sönnu listamenn í orðsins ríki. Brjóstvitið hefur þó ekki brugðizt henni — enn. Lýsandi dæmi um veikleika lýð- ræðissinna fyrir andlegum lið- pennum ilsigsmanna gat að lita í næstliðinni viku í einu málgagni lýðræðissinna — Vísi. Þar var kunngjört með pompi og prakt að Sigurður Pálsson og Pétur Gunnarsson, nýútnefnd séní niðurrifsmanna lýðræðis, myndu taka að sér að skrifa um menn- ingarmál I helgarblöð Vísis. Eftir- leikurinn lét ekki á sér standa. Annar þessara gistiprófessora blaðsins, Pétur Gunnarsson, not- færði sér óðara gestrisni þess; í samræmi við kenningu um nyt- semi sakleysis. Hann reiðir hátt til höggs fyrstu helgidagsritsmfð sína, stöðvar hjartsláttinn og stendur á öndinni eins og hetjum er eiginlegt; lætur svo höggið rfða á óviðbúnum rit- stjórum blaðsins. Um leið reynir hann að afhausa f sama höggi, þjóðina, biskupinn, forsetann; og slá hattinn af höfði Indriða G. Þorsteinssonar, fyrrum fram- kvæmdastjóra þjóðhátiðar, nær honum treystist hann ekki. Naumast þarf að taka fram að nefndir hausar sitja enn á herð- um sínum og hatturinn Indriða á höfði; sjá er þeygi uppnæmur fyrir vindhöggum. Pilturinn hefur staðið á öndinni lengi, allt frá þjóðhátfðarári, lungun að því komin að bresta, hneykslunarhella fyrir hlustum: enn hljóma þjóðhátfðarræður og ættjarðarsöngvar inni f lágreist- um kofa heilabúsins og komast ekki út; hneykslunarhellan lokar útgönguleiðum. Ærður af lúðra- sveitum þjóðhátfðar leggur piltur- inn hatur á land sitt og þjóð; hvað var þessi arma þjóð arðræningja, sem ekki hefur steypt yfir sig hinu sæla stjórnkerfi ráðstjórnar- arðráns, að halda þjóðhátfð ell- efuhundruð ára búsetu í landinu, hverju var hún að fagna — hlustarverk hans og þjáningar- bræðra? Annað mál ef þetta hefði verið Ástralía, hið nýja drauma- land hinna þjóðlausu. Hinir þjóðlegu syndaselir geta aðeirjs beðið biskup landsins að biðja fyrir þjóðafneitaranum Pétri og þjáningarbræðrum hans; að þeim batni þjóðhátfðarverkur- inn.4Kannski gæti hann f leiðinni endurskfrt piltinn. Það er hart að heita Pétur og hafa ekki til þess unnið. Pétur merkir klettur, sögu- lega sá klettur sem kirkjan var reist á; Pétur biblíunnar f raun- inni fyrsti biskup hennar. Orðið biskup veldur piltinum hvað mestri pfnu — höfuðpínu. Péturspistill er merkilegt sál- fræðibókardæmi um ofsóknaræði sem kenningarilsig á heilann veldur æskumönnum og ætti að kennast í skólum í stað marzískra fræða. Pilturinn telur sig ekki sjá til himins fyrir hatti Indriða G. Þorsteinssonar, þjóðhátfðarhatt- ‘ inum, börð hans byrgi sýn til fyr- irheitna landsins. Hann sér ekki að það er il hins stórfætta alþjóða- kommúnisma sem byrgir honum sýn, traðkar á fyrirheiti um frelsi mannsins; hann sér ekki út fyrir ilina. Hann getur ekki glaðzt yfir að rithöfundur, starfsbróðir, skyldi ásamt skáldinu Matthfasi Johannessen hafa verið goðorðs- maður þjóðhátíðar í þessu landi skáldskapar, þar sem þó er land- lægt vanmat að skáld séu aum- ingjar og þess vegna skáld. Þeir skólabræður afsönnuðu þá afdalakenningu með glæsi- brag, svo það er stærra að vera rithöfundur og skáld í þessu landi, eftir þá þjóðhátfð. Pétur er ekki einn um ógleði — öfundar- innar. Það virðist þjóðlegt að þola ekki stórbrotna menn í þessu landi hárra fjalla. Mörgum þykir óþolandi það náttúrulögmál and- legt að fjöllin skapi dalina og öfugt; talið ber litinn vott um lýðræði. Hvorki guð þessa lands né guð andans eru guðir kommún- ismans — flathyggjuguðir. Lýð- ræði er ekki leiðin niður á við heldur upp á við; leiðin til vaxtar — jafnrétti til ólíks vaxtar. Kommúnisminn leitast hins vegar við að jafna allt við jörðu. I and- legu ríki hans má ekki lofta undir il. Indriðaöfundin beinist einnig að þeim heiðurslaunum sem þjóð- kjörnir fulltrúar hafa veitt hon- um. Það heiðurslaunahatur er til háborinnar skammar, ekki sfzt tveggjabóka-höfundi eins og Pétri Gunnarssyni, sem þegið hefur óvenju snemmbær heiðurslaun fyrir eina unglingabók; rétt snotra. Það er bókfest vitneskja í þjóðarbókhlöðu bókmenntanna, að Indriði G. Þorsteinsson ber höfuð og herðar yfir sfna skálda- kynslóð; hví má hann þá ekki líka bera hattinn — þjóðhátfðarhatt- inn? Það mætti vera Pétri Gunnars- syni fhugunarefni sem róttækum höfundi, hví hið fyrirlitlega fs- lenzka þjóðfélag — í hans augum — hossar honum sem raun ber vitni. Hann fékk jafnvel einka- þátt f ríkisútvarpinu, sem mun vera einsdæmi fyrir höfund ný- skriðinn á bókfell, þar sem stjórn- andi þáttarins nauðgaði tveimur þjóðkunnum heiðursmönnum til að hæla honum frammi fyrir al- þjóð — og sjálfum honum; verði honum að góðu. Þegar höfundur þessa pistils var á ilsigskeiði sfnu og ritaði í anda þess, var þessi sami stjórnandi kallaður sem opinbert vitni um að sá höfundur væri ekki — skáld; ekkert gamal- mennahól og svo skelfileg virtist sú ádéila að blessað ríkið sá ekki fært að veita þeim höfundi minnsta heiður, fyrr en hann var kominn á fimmtugsaldur. Pétur Gunnarsson er þegar rfkisrekið skáld, andstæðingur ríkjandi þjóðskipulags og getur vart beðið eftir að komast f æðsta heiðurslaunaflokk, hinnar and- legu fálkaorðu. Indriða G. Þor- steinssyni hefur veitzt heiður að verðskulduðu. Pétri vonandi lika. Heiðurs-róg hinna andlegu ilsigs- manna verðskuldar Indriði sömu- leiðis; fyrir að vera andlegur varðveizlumaður þjóðlegs lýðræð- is, framkvæmdastjóri þjóðhátíðar lýðræðis f þessu landi. Enginn maður leggur meira af mörkum til menningarmála, andlegra stjórnmála, með markvissum skrifum um meinsemdir þjóð- félags og mannlega reisn, á lýð- ræðislegum forsendum. Hvorki þjóðhátíðarhattur né heiðurslaun er hin raunverulega undirrót rógsskrifa, hinna andlegu ilsigs- manna, um Indriða G. Þorsteins- son, heldur reisulegar greinar hans um vandamál — þess að lifa f lýðræði; jafnvel þótt ráðizt sé að manni f eigin málgagni, sem mað- ur hefur öðrum fremur meitlað á menningarandlit. Það er svo vandamál ritstjóra Vísis, hvar mörkin skulu sett, milli veikleika og styrkleika — f lýðræði. (25. 2. ‘77) i.e.s. Magnús- ar Magnús- sonar hljóm- sveitin. Mamie, eigin- kona hans er fyrir miðju. Mamie batt enda á framaferil sinn sem blaðamaður til þess að gifta sig, eignast börn og vera húsmóðir, því það var það, sem hún hafði alltaf viljað." „Við erum mjög samhent fjöl- skylda," segir hún. „Dauði Sigga batt okkur enn nánari böndum, ef það var þá hægt. En ég veit ekki hvernig ég hefði afborið sorgina hefði ég ekki haft Magnús. Hann er þolin- móður og góður. Við eigum enn um sárt að binda. Við urðum fyrir miklu áfalli en létum þó aldrei bug- ast. Þegar mér líður sérlega illa, minnir Magnús mig ætfð á, að ég hef þó guðstrúna mér til halds og trausts. Hans trú er að líf Sigga hafi verið hátíð og þannig eigum við að muna það, en ekki sökkva okkur niður í sorgina. Siggi er svo mikill þáttur i okkar lífi — hann er það mikil- vægasta í lífi okkar allra, sem hefur breytzt. Við rifumst sjaldan — en nú gerum við það aldrei." Þau hjónin ásamt þremur dætrum sfnum og syni eru óvenjulega trú hvert öðru, fjöl- skylda sem er sjálfri sér nóg. „Ég veit alltaf af því þegar ég birtist á skerminum, að börnin mín og vinir þeirra fylgjast með.“ Börnin mín eru mjög trúuð. Trú þeirra á Nýja-testamenntið ristir mjög djúpt, trúin á Jesúm Krist og fagnaðarboðskapinn. Þau láta mig finna tiL eigin smæðar. Ég ætti ekki að drekka mig fullan né að eyða pening- um í tóbak en það, sem virki- lega fær mig til að skammast mín er vinsemd þeirra og hjálp- semi við annað fólk. Foreldrar mínir búa ennþá i Edinborg. Mamma er óvenju- lega indæl kona og aðlaðandi, og á enn i erfiðleikum með enska tungu. Hún eyddi heilmiklum tíma í það að hlýða okkur yfir heima- verkefnin eða yfirheyra okkur, eins og við kölluðum það — þá spurði hún mig út úr. Þetta kom mér að miklum notum og ég lærði að hafa gaman af nám- inu. Þegar ég var tólf ára, reyndi ég að læra þýzku upp á eigin spýtur, þvi mig langaði til að lesa Fást eftir Göthe. Þegar við Mamie kynntumst, vildi hún giftast, eignast börn og vinna að hugðarefnum sín- um heima fyrir. Núna er hún mér stoð og stytta og hún hefur mikla unun af að fást við rann- sóknir eða heimildasöfnun. Hún spyr mig aldrei: Æ, af hverju ertu svona mikið að heiman? Hún veit að ég er eins mikið heima við og ég get starfsins vegna. Og hún veit að það þarf mikla vinnu til að sjá fyrir stórri fjölskyldu." Magnús og kona hans hittust i blaðamennskunni fyrir 23 ár- um. „Hann var alskeggjaður og leit út eins og sannur víking- ur,“ segir hún. „Við kynntumst í september og giftum okkur í júni næsta ár. Ég er mjög stolt af honum. Hann vinnur tiu sinnum meira en nokkur annar, sem ég þekki. Hann hefur enga minnimátt- arkennd og reynir ekki að sýn- ast. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hann hefur gert mig dásamlega og algerlega hamingjusama." (Þýtt úr Daily Mail)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.