Morgunblaðið - 05.03.1977, Síða 18

Morgunblaðið - 05.03.1977, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 Mun uppljóstrunm um CIÁ-greiðsl- ur til Hússeins lítil áhrif hafa ? Cyrus Vance og Jórdanfukonungur á fundi f Amman á dögunum. ' SÚ uppljóstrun að bandarfska leynilögreglan CIA hafi á undanförnum árum greitt ýms- um aðilum, þar á meðal Huss- ein Jórdanfukonungi, stórar fúlgur fjár, hefur vakið hina mestu eftirtekt. Staðfest hefur verið að rétt sé hermt og Carter Bandarfkjaforseti hefur til- kynnt að þessum greiðslum til Husseins verði hætt tafarlaust. Hins vegar kemur þessi upplýs- ing vægast sagt á mjög svo óheppilegum tíma, eða þegar ferðalag Cyrus Vance, nýskip- aðs utanrfkisráðherra Banda- rfkjanna, um Miðausturlönd hafði rétt verið ákveðið. Mikið hefur verið skrifað um málið bæði f bandarfsk og evrópsk blöð og f vikuritinu Newsweek segir meðal annars að grun- semdir og sögusagnir um að Hussein þægi stórfelldar greiðslur frá CIA hafi verið á kreiki f Miðausturlöndunum langa hrfð. Rithöfundarnir Victor Marchetti og John Marks hafi meðal annars nafn- greint Hussein sem slfkan þiggjanda f handriti bókar þeirra “The CIA and the Cult of Intelligence“, en sfðan hafi útgefandi bókarinnar neytt þá til að fella nafn hans brott. Það var svo blaðið Washing- ton Post sem síðan reið á vaðið og greindi umbúðalaust frá þessu, nánar tiltekið ritaði um málið Bob Woodward sem þekktur er fyrir aðild sina að uppljóstrunum um Watergate- Willy Brandt málið. Woodward vitnaði í emb- ættismannaskýrslu þar sem fjallað er um mikla fjármuni og heimild vikuritsins Newsweek skýrði nokkru síðar frá því að Jórdaníukonungur hefði þegið um það bil 15 milljónir dollara sfðan árið 1957. Fjárupphæðin sem hann fékk f sinn hlut á sl. ári var um 750 þúsund dollarar og var að sögn iðulega greidd honum f reiðufé af yfirmanni CIA í Amman. CIA annaðist einnig ýmis önnur viðvik fyrir konung — greiddi lífvörðum til að sjá um vernd barna hans í Bandaríkjunum og vitað er um að minnsta kosti eitt dæmi þess að CIA hafi útvegað Hussein „fylgdarkonu" þegar hann var í Washington. „Síðar varð mikið fjaðrafok vegna þess að stúlkan var af Gyðingaættum," að því er haft er eftir einum embættis- manna leyniþjónustunnar. Hussein lifir miklu munaðar- lífi eins og alkunna er, hann á glæsilega bfla, einkaþotu og Mobuto Sese Seko lystisnekkju og mætti fleira telja. Alia drottning sem fórst nýlega af slysförum, var fögur kona sem jafnan skartaði klæð- um samkvæmt nýjustu Parísar- tízku og hlóð sig gulli og gimsteinum og því þurftafrek nokkuð. Samkvæmt heimildum innan leyniþjónustunnar fór töluvert af CIA-peningunum til undirsáta f ríkisstjórninni eða embættismanna svo og til jórdanskra ættarhöfðingja til að tryggja trúnað þeirra við krúnuna og til að greiða kostn- að við rekstur jórdönsku leyni- þjónustunnar. Jórdanska rfkis- stjórnin neitaði harðlega í fyrstu uppljóstrunum Washing- ton Posts og kallaði þær tilbún- ing og áróður, en það mun naumast fara á milli mála að fé hefur runnið frá CIA til ýmissa aðila í Jórdaníu, en eftir ýms- um leiðum og ekki hefur allt það fé farið beinlínis um hend- ur konungsins eða nánustu samstarfsmanna hans, þótt þeim hafi mátt vera kunnugt um allar þessar greiðslur og Hussein reyndar viðurkennt þetta. Hussein er ekki eini erlendi leiðtoginn sem hefur notið greiðslu frá CIA. Fólk sem hef- ur lesið handrit þeirra Marks og Marchetti hefur skýrt frá þvf að þar komi upp fleiri nöfn eins og til dæmis Willy Brandts — svo og Mobuto Sese Seko, forseta Zaire, Jomo Kenyatta f Kenya og Van Thieu, fyrrver- andi forseta Suður-Víetnams. Willy Brandt brá við hart þegar þessar ásakanir á hendur hon- um voru settar fram og mót- mælti þeim eindregið. Margir þessara manna not- uðu féð ekki sér til persónulegs framdráttar heldur til að byggja upp samtök sem kæmu þeim f valdaaðstöðu eða styrkja stöðu sína. Brandt til dæmis er sagður hafa veitt öllu fé sem hann á að hafa fengið til Jafn- aðarmannaflokks síns. Nú er ljóst að Carter ætlar að hætta þessum greióslum en þó er vitað að jafnvel áður en Woodward leiddi málið fram í dagsljósið var verið að kanna málið af hálfu Hvíta hússins. Á sl. ári komst eftirlitsráð sem Ford skipaði að þeirri niður- stöðu að þessar greiðslur væru óviðeigandi og var þvf hafin endurskoðun á þeim sumum, m.a. til Husseins konungs. Nokkur tími mun líða unz það kemur fram hverjar dipló- matiskar afleiðinar þetta mál mun hafa. 1 versta falli gæti það orðið til að veikja svo stöðu Husseins meðal Arabaleiðtoga að þeir ýttu honum til hliðar á ný, eftir að hann hefur verið að nálgast þá upp á síðkastið. For- seti Sýrlands, Assad, sem hefur styrkt mjög tengslin við Jórdaníu á síðasta ári gæti neyðzt til að söðla um að nýju. En einnig sjást merki um að þessar uppljóstranir muni ekki hafa afdrifaríkar afleiðingar. Mönnum ber saman um að þær valdi ekki röskun á valdajafn- væginu í Miðausturlöndum og Arabaheiminum og sú staða sem upp var komin áður, hefur Framhald á bls. 32 Guðmundur Marteinsson: „Kæru hestavinir” I morgunblaóinu 22. janúar s.l. ávarpar þannig í opnu bréfi er- lendur hrossakaupmaður „Hross- ræktunarmenn á íslandi", nánar tiltekið menn er hafa með hönd- um uppeldi og tamningu hesta, sem sfðan er ætlað að selja til útlanda. Ef ekki ættu í hlut viðskipta- vinir þessa útlendings, mætti ætla að þetta ávarp væri napurt háð, þvi að það má öllum ljóst vera, aó brottflutningur islenskra hesta úr sínum heimahögum og sala þeirra til útlanda f æfilanga útlegð er síður en svo vinarbragð við hest- ana. Sala fslenskra hesta til útlanda er að dómi þess er þetta ritar tvöfaldur glæpur. í fyrsta lagi er það glæpur gagnvart hestinum, þarfasta þjóninum, eins og hann var löngum með réttu kallaður. Og í öðru lagi er það, þótt óbeint sé, glæpsamlegt athæfi gagnvart fósturjörðinni, þ.e.a.s. gróður- moldinni, og þá um leið gagnvart þjóðinni. Svo að aðeins sé vikið að hinu siðarnefnda, vildi ég gjarnan mega vitna stuttlega í tvenn blaðaummæli, sem ég hef haldið til haga. I Morgunblaðinu 15. maí 1973 birtist grein eftir Steingrím Davfðsson fyrrverandi skólastjóra á Blönduósi, og er fyrirsögn greinarinnar „Náttúruvernd og landgræðsla". I grein þessari er m.a. rætt um haglendi fyrir sauð- fé á afréttum, og þar segir svo: „Válega horfir nú um gróður heiða og háfjalla vegna ofbeitar. Hrossafjöldi mikill yrjar heiða- löndin, svo að sauðfé liggur við svelti. A.m.k. þrjá fjórðu hross- anna verður að útiloka frá göngu á heiðuri) qg fjallaafréttum. Bændur verða að skilja, að annað tveggja verður: Þeir fækki hross- um stórlega eins og sagt var hér eða afrétturinn leggst í auðn.“ í dagblaðinu Tfmanum 14. sept. sl. birtist ritstjórnargrein með fyrirsögninni „Búskapur, mark- aður, landgæði". í grein þessari er fjallað um þá iskyggilegu þróun, sem átt hefur sér stað hin síðari ár meðal bænda að hverfa frá kúabúskap, en stunda f þess stað einhliða sauðfjárbúskap. Meðal óheppilegra afleiðinga af þessu er þess getið, að álag sauð- fjár á sumarhagi aukist, jafnt þá sem þegar eru ofnotaðir sem hina, er meiri beit kunna að þola. Síðan segir orðrétt: „Ekki bætir úr skák, að jafnframt á sér stað hroðaleg landníðsla vegna hrossa- stóðs, sem þýtur upp um allar jarðir,...“. Staófestingu á því, að þessi um- nuéli ritstjórans um, stóraukið hrossastóð sé ekki út í bláinn má Iesa í riti, sem Seðlabanki tslands gefur út og kallast Hagtölur mán- aðarins. Samkvæmt þessu riti voru í árstok 1974 rúmlega 44 þúsund hross á öllu landinu, en á árinu 1975 hafði þeim fjölgað um 2600. A sama tíma fækkaði naut- gripum um 5 þúsund eða þvf sem næst. Á fimm ára tímabilinu 1971—1975 hefur hrossum fjölg- að um rúmlega 10 þúsund, úr 36,706 í 46,925. Þessi öfugþróun hefði ég haldið gæti verið ærið umhugsunarefni, ekki síst fyrir samtök bænda. Nú má spyrja, hvernig má það vera, að hrossum fjölgi stórlega á sama tfma og hlutverk hestsins í starfi þjóðarinnar er orðið svo hverfandi lftið sem raun ber vitni? Tvær ástæður liggja f augum uppi. Annarsvegar sfaukin reið- jhestaeign kaupstaðabúa og ann- arra þéttbýlisbúa, og hinsvegar uppeldi hrossa til útflutnings. Hvort tveggja er vandamál, sem naumast verður til lengdar unnt að láta afskiptalaust (frekar en hömlulausa rányrkju fiskimið- anna), þótt hvort tveggja hafi fram að þessu verið lftill gaumur gefinn. En svo að vikið sé nánar að fyrri þættinum, glæpsamlegu at- hæfi gagnvart hestinum, þá vil ég fyrst nefna, að heitið „skynlaus skepna" á húsdýrum okkar er rangnefni. Hestar, kýr og kindur eru skyni gæddar skepnur, og hið sama gildir auðvitað um hunda og ketti. Og allir sem umgengist hafa hesta og kynnst þeim að ein- hverju ráði vita, að hestar eru skapríkar og tilfinninganæmar skepnur, með mjög sterka átt- hagakennd, en með mismundandi skapgerð að vfsu, rétt eins og manneskjurnar. Þá vil ég minna á það, að hesturinn hefur, allt frá því er þetta Iand byggðist fyrir rúmlega þúsund árum, verið hluti af fslensku samfélagi ásamt manninum, og þjóðin, fólkið hefði ekki getað lifað í þessu landi án hestsins. Fyrir nokkrum áratugum gerð- ist það svo, að hesturinn var að mestu leyti leystur frá þvf hlut- verki, sem hann hefur gegnt f fslenzku samfélagi um aldaraðir. Þvf olli innreið tæknialdarinnar og samfara þvf innflutningur á erlendum aflgjafa í formi bensfns og olíu. Jafnframt þessu réttir íslenska þjóðin úr kútnum, og fer að lifa mannsæmandi lífi eins og það er kallað, vel klædd og skædd, í upphituðum og upplýst- um húsum, nóg að bíta og brenna, brunandi um allar jarðir á fjórum hjólum, og fljúgandi til svokall- aðra sólarlanda á öllum tímum árs. I allri þessari velgengni er s svo fundið upp á þvf að gera fslenska hestinn að útflutningsvöru, rétt eins og freðfisk og gærur, slíta hann úr tengslum við sfna íslensku átthaga og selja hann fínu fólki f útlöndum, og ekkert sparað til auglýsinga í því skyni. Þetta er ljótur leikur, og íslenskri þjóó til vansæmdar. Það er ekki stætt á þvf að rétt- læta sölu íslenskra hesta til út- landa með því, að þeir sæti þar betri meðferð en þeir hafa sætt hér f sfnum heimkynnum. Al- kunnur er málshátturinn „Þangað er klárinn fúsastur sem hann er kvaldastur". Máslháttur- inn er augljóslega vitnisburður um hina ríku átthagakennd hests- ins. Hestur, sem er fluttur í ný heimkynni, þar sem hann sætir betri meðferð en hann bjó við áður, sækir eigi að sfður til fyrri heimkynna. Annars er hætt við að það sé upp og ofan hvernig islenzku hestunum líður í útlöndum, alveg burtséð frá heimþránni. Allt er frábrugðið því sem hestarnir hafa vanist, loftslag, haglendi, fóður. Og heyrst hefur talað um hrossa- sótt, sem fslensku hestarnir fá í útlöndum. Það er þessvegna, sem fslenskir hestar, seldir til útlanda, eiga ekki afturkvæmt til íslands. Það er bannað með lögum. Þessu þarf einfaldlega að snúa við. Það þarf að banna flutning íslenskra hesta til útlanda. Oss fslendingum er það nokkurt metnaðarmál að teljast til þróaðra þjóða fremur en vanþróaðra, og það er oft í seinni tíð rætt um það og ritað, að leggja beri áherslu á að selja öðrum þjóðum fullunnar iðnaðarvörur úr íslenskum hrá- efnum fremur en selja hráefnin óunnin. En þjóð, sem þarf að styrkja efnhag sinn með þvi að selja húsdýrin sín til annarra landa, getur naumast talist vera á háu þróunarstigi. Sala íslenzkra hesta til útlanda er smánarblettur á fslenskri utan- ríkisverslun, sem ber að afmá með öllu. Það verður augljóslega einungis framkvæmt með laga- boói. Megi háttvirt Alþingi bera gæfu til þess að samþykkja slík lög — fyrr en seinna. Á öskudaginn 1977 Guðmundur Marteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.